Tíminn - 03.06.1995, Blaðsíða 4
4
Wmíuu
Laugardagur 3. júní 1995
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 5631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiója hf.
Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Bless, Ólafur Ragnar
Bless Framsókn, er aöaluppsláttur Vikublaðsins, mál-
gagns Alþýðubandalagsins, í tölublaði sem tileinkað er
miðstjórnarfundi flokksins um síðustu helgi. Svo er að
skilja að helsta mál fundarins hafi verið að ræða starf
og stefnu Framsóknarflokksins og lýsa áhyggjum yfir
stöðu hans í hugarheimi sósíalista.
Kveðjuorðin til Framsóknar eru sótt í síðustu ræðu
sem Ólafur Ragnar Grímsson heldur sem flokksfor-
maður á miðstjórnarfundi. Helstu áhersluatriði ræö-
unnar eru tekin saman: Framsóknarflokkurinn hefur
aldrei afneitað vinstristefnu með jafnótvíræðum hætti
og nú. Sjálfsblekking að halda að Framsóknarflokkur-
inn sé lykill vinstrimanna að stjórnarráðinu. Liðin tíð
að verkalýðshreyfingin sé andófsafl gegn hægri stjórn.
Ríkisstjórnin naut aðstoðar verkalýðshreyfingarinnar.
Hér er ekkert ab finna um stefnumál Alþýöubanda-
lagsins eða sett fram nein markmið um fyrir hvað sá
flokkur ætlar að beita sér. Það er engu líkara en að Ól-
afur Ragnar haldi að hann sé enn í andófi innan Fram-
sóknarflokksins og sé þess umkominn að segja félög-
um hans fyrir verkum. Ólafur Ragnar sagði bless við
Framsókn og sagði sig úr flokknum ásamt nokkrum
öðrum Möðruvellingum fyrir margt löngu.
Síðan hefur hann verið í forystusveit tveggja ann-
arra flokka, gegnt æðstu trúnaðarstörfum sem Alþýðu-
bandalagið hefur upp á að bjóða og er nú ab enda ann-
að kjörtímabilið sem formaður flokksins. Fjölbreyti-
legar vinstristefnur Ólafs Ragnars hafa ekki átt upp á
pallborðiö hjá framsóknarmönnum, úr hvaba flokki
sem hann hefur boðað þær.
Ólafi Ragnari skal bent á, að hann er formaður Al-
þýðubandalagsins og honum stendur nær ab ákvarða
markmið þess flokks en Framsóknar. Hann hefur
hvorki umboð né neinn siðferðilegan rétt til að hlut-
ast til um innri málefni annarra flokka eða ákveða upp
á eigin spýtur hvort þeir eru svikarar við eitthvað'sem
hann kallar vinstristefnu eða mobsuðu eins og félags-
hyggju, sem enginn fæst til að skilgreina svo vit sé í.
Og enginn hefur veitt formanni Alþýðubandalags-
ins neins konar heimild til ab ákveða með hverjum
framsóknarmenn kjósa að starfa hverju sinni og með
hverjum ekki. Þab eru engin svik við Olaf Ragnar þótt
framsóknarmenn kæri sig ekki um að lyfta honum
upp í ráðherrastól, enn síður svik við kjósendur Fram-
sóknarflokksins, eins og gamli Möðruvellingurinn
lætur í veðri vaka. Er tími til kominn að alþýðubanda-
lagsmenn og aðrir fari að átta sig á því að Framsóknar-
flokkurinn er frjálslyndur miðjuflokkur, en ekki hand-
bendi þeirra eða annarra til að komast í valdastóla
með merkingarlitla orðaleppa að yfirvarpi.
Ekki er nóg með að miðstjórnarfundurinn hafi
ákveðið að Framsókn hafi afneitað vinstristefnu, held-
ur eru Allaballar að komast að því að þeir geta ekki
beitt verkalýðshreyfingunni fyrir sig, eins og áður fyrr.
En langt er um liðið síðan það var. Verkalýðshreyf-
ingin hefur fyrir löngu sagt skiliö við hálfkommana í
Alþýðubandalaginu, þótt þeir hafi ekki tekib eftir
kveðjuorbum hennar fremur en ab þeir stjórna ekki
Framsókn.
Alþýðubandalagið er tímaskekkja, sem burðast með
úr sér gengna hugmyndafræði og hugsjónir sem eiga
sér litla stoð í nútímanum. í fálmkenndum tilburðum
til að fóta sig í tilverunni .er leitað að öðrum sökudólg-
um til að afsaka fánýti eigin tilvistar.
Tíminn er liðinn.
Bless Qlafur Ragnar, bless Alþýðubandalag.
Þorp nœrri ánni jangsei í Síberíu. í þessum byggingum búa nokkur hundrub manns og er öll verslun og þjónusta
innanhúss og jarbgöng á milli blokkanna. Þorpib stendur vib námuop. Svona er hægt ab byggja hagkvœmt, ef
menn hafa smekk og skapferli til ab skipuleggja líf fólks á þennan máta. Umhverfib er ekki annab en endalaus
túndran. Tímamynd OÓ
Oddur Ólafsson:
Reynt ab endurvekja gamla byggð
Stundum er verið aö birta í blöb-
um eða sýna í sjónvarpi myndir
af því þegar verið er að sprengja
stórar íbúðablokkir og jafna heilu
hverfin við jörðu. Þetta eru gjarn-
an hverfi sem standa utan við út-
hverfi stórborga og fyrir kemur að
húsin eru eyðilögð áður en nokk-
ur manneskja flytur inn í þau.
Svona fréttir af skipulagsmistök-
um berast bæði frá Evrópu og
Ameríku. Ástæburnar fyrir svona
húsasprengingum eru nær alltaf
' þær sömu, að nýju hverfin séu
mannfjandsamleg og engum
bjóðandi aö einangrast í þeim.
Ofurskipuleggjendur
Þegar rofa tók til í Evrópu eftir
síðari heimsstyrjöld hófu metn-
aðarfullir arkitektar að reisa full-
komin íbúðarhverfi í anda
fransks öfugugga, sem hélt að
hann ætti að skipuleggja líf
manna í smáatriðum og sjá um
að þeir hefðu allar daglegar þarfir
innan seilingar.
Lærisveinarnir héldu ab þeir
væru sjálfir snillingar og kusu
sjálfa sig til að ráöskast meb eigur
og allar stundir fjöldans með því
ab skipuleggja allt umhverfi hans
út í ystu æsar.
Þannig urðu „fyrirmyndar-
hverfin" til. Líflausir steinkumb-
aldar, líflausir leikvellir, skólinn á
sínum stað, lögreglustöðin á sín-
um. Sviplaus og steindaub versl-
ana- og þjónustumiðstöð, þar
sem hægt var að kaupa allt en úr-
valið ekkert, og svo skyldugur fót-
boltavöllur og bíóhús og geril-
sneydd sundlaug.
Hið fullkomna og tilbreytingar-
snauba svefnhverfi varð til, iangt
frá öðru mannlífi, og hversdags-
leikinn varð álíka grár á sunnu-
dögum og alla aðra daga vikunn-
ar.
Svefnhverfin fyrir utan Stokk-
hólm, Dallas, Stuttgart og Mar-
seille eru öll eins. Nema þau sem
búib er að jafna við jörðu.
Reglustikubyggð
Um svipað leyti og þab rann
upp fyrir skipuíagsyfirvöldum í
mörgum borgum að ofskipulögö
svefnhverfi voru ekki það sem
koma skyldi, enda gallarnir of
augljósir þegar á reyndi, kepptust
íslenskir arkitektar og skipuleggj-
endur bæja vib ab búa fólki lífs-
máia, sem búinn var til meö
reglustikum. Langt utan við ystu
bæjarbyggðir og gömul úthverfi
fengu þessir undarlegu aftur-
haldssinnar að reisa hvert kumb-
aldaþorpið af öðru, ofskipulögb
og sviplaus, og þeir eru enn að og
telja fólki trú um ab þetta séu
boðlegar mannabyggöir.
Og fólk leggur aleiguna í þetta,
að viðbættum ævitekjum sem
enn er ekki farið að vinna fyrir.
í fjötrum hugarfarsins
Fyrir nokkrum árum kom ung-
ur arkitekt með þá hugmynd frá
útlöndum, að lífga upp á svæðið
við gömlu Reykjavíkurhöfnina.
Hann sýndi fábrotna tillöguupp-
drætti ab hugmyndinni. Þetta
þóttu undur mikil og vakti
óskipta athyglí fjölmiöla, sem
tóku tilbreytingunni vel.
Þá var eins og enginn vissi að
áratugir eru liðnir síðan mörgum
gömlum hafnarhverfum var
breytt í lífleg íbúðar- og athafna-
svæbi. Með gámavæðingu og alls
kyns breytingum á flutninga-
tækni urðu gömlu hafnimar úr-
eltar og nýjar voru gerðar á öbr-
um stöðum.
Nákvæmlega þetta hefur líka
skeð í Reykjavík, þótt yfirvöld og
skipuleggjendur séu enn í fjötrum
hugarfarsins. En þetta er samt að-
eins farib ab breytast og Reykja-
víkurhöfn mun einhvern tíma
ganga í endurnýjun lífdaganna.
Það munu vera nær 40 ár síðan
gömlu hafnarhverfi í Boston var
gjörbreytt. Reist fyrirferðarlítil há-
hýsi meb fjölda íbúða, kajarnir
geröir að markaðstorgum og
vörugeymslunum umbreytt í líf-
leg athafnasvæði.
Þar sem víða annars staðar eru
háhýsi reist í og við mibborgir, en
íbúðaturnar uppi í sveitum eru
nær óþekkt fyrirbæri nema á ís-
landi og í Síberíu.
Borgarmenning í
hættu
Langt er síðan borgar- og bæjar-
yfirvöld í grónum menningar-
löndum hófu áróður fyrir því að
fólk héldi áfram að búa í miðbæj-
um. Líflegar borgir voru að gefa
upp öndina og verða álíka stein-
dauðar og svefnbæirnir sem
dorma utan við þær.
Því var fólk hvatt og það að-
stoðab til ab halda við og endur-
nýja gömlu hverfin, sérstaklega
með tilliti til að búa í þeim. Borg-
armenning þrífst ekki í tómum
hverfum og enn síður í svefnbæj-
um.
Það sýnir sig að það er ekki nóg
aö iðandi líf sé í kringum fyrir-
tækin á daginn. Ef miðbæirnir
tæmast utan mesta annatímans,
tekur doðinn vib og síðan hrörn-
unin.
Hagsmunir
Seint og um síðir er farið að.
votta fyrir einhvers konar lífs-
löngun í gömlu Reykjavík. Fólks-
flótti og síðan fyrirtækjaflótti hef-
ur hrjáö gömlu Reykjavík svo illa
að fasteignir hafa hríðfalliö í verði
og voru um skeið að verða óselj-
anlegar, og leigutekjur lækkuöu
samkvæmt lögmáli markaðarins.
Einu sinni voru glæsiíbúðir yfir
verslunum í fjölda húsa í mið-
borginni og götum sem þaöan
liggja. Þær tæmdust eins og fjöldi
íbúba á svæðinu og kontórar,
heildsölur og lagerar tóku viö og
síðan tómib eitt.
Gleðilegt er að frétta af ágætu
verkefni, sem borgin og Þróunar-
félagið stóðu að og er kallað „íbúb
á efri hæð".
Gamalt húsnæði er lagfært og
innréttað sem íbúðir og fólki gert
kleift ab eignast þær eða leigja.
Vibbrögðin eru eins og við er að
búast, því eftirspurn eftir íbúðar-
húsnæði í og við gamla miðbæ-
inn hefur ávallt verib mikil... En
þar sem markaðslögmálin hafa
löngum verið torskilin á Fróni, er
varla von að svona kröfum mark-
aðar hafi verið svarað fremur en
mörgum öðrum.
Málið er líka það, að svefnbæja-
byggðirnar hafa hentað bygg-
ingafyrirtækjum sérlega vel, og þá
er ekki ab sökum að spyrja, hags-
munir og velferð fjöldans hljóta
að víkja.
Lífsmark
Hér hefur aðeins lítillega verið
minnst á skipulagsmál og svefn-
hverfi í Reykjavík. En málið er, að
um allt landi, jafnvel á minnstu
stöðum, hafa þröngsýnir og af-
burða ósmekklegir og menningar-
snauðir tæknimenn rábið skipu-
lagi og lagt sínar dauðu hendur á
mannlegt umhverfi
Víöa verður ekki aftur snúiö frá
reglustikubyggb og svipleysi
mannabústaða sem gerðir eru í
anda svefnbæjanna. En annars
staðar er hægt ab bæta umhverfi
og mannlíf og er „íbúð á annarri
hæb" vottur um að lífsmark leyn-
ist meb þeim sem meb skipulags-
mál fara. ■