Tíminn - 03.06.1995, Page 6
6
Wmtom
Laugardagur 3. júní 1995
Stokkseyri:
Febgin halda mál-
verkasvningu
hvort í sínu lagi
Nú um helgina halda feðginin
Elfar Gubni Þóröarson og Elfa
Sandra Elfarsdóttir á Stokks-
eyri málverkasýningu hvort í
sínu lagi í tveim húsum á
Stokkseyri. Elfar sýnir myndir
sínar í samkomuhúsinu
Gimli, en Elfa Sandra í kaffi-
húsinu Vib fjöruborbiö, sem
er næsta hús viö Gimli.
Mörg undanfarin ár hefur
Elfar ævinlega haldiö málverka-
sýningu í kringum hvítasunnu-
helgina, og í ár er £ar engin
undantekning gerö á. Á sýningu
Elfars nú eru á veggjum uppi
margar myndir frá sjávarsíö-
unni, svo sem frá Eyrarbakka og
Stokkseyri, en einmitt þaöan
hafa margar af myndum Elfars
verið í þau tæpu 20 ár sem hann
hefur fengist við myndlist.
Þær myndir, sem Elfa Sandra
sýnir, eru af öörum toga en
myndir karls fööur hennar. í
sameiningu tala þau um „kyrr-
látar sólarlagsmyndir frá Banda-
ríkjunum", eins og þau oröa
þaö, en á síöasta ári var Elfa viö
störf sem au pair þar vestra. Þar
fór hún fyrst aö fást viö mynd-
list, en hún segir þó ab mynd-
listaráhuginn hafi alltaf átt ein-
hvern samastaö í hjarta hennar.
-SBS, Selfossi
Febginin ífjörunni. Elfa Sandra og Elfar Gubni, fabir hennar, á bryggjupollanum á Stokkseyri.
Páll Pétursson segist vilja koma 15 ára tillögum framsóknarmanna í höfn, hugmyndum um
fjölskyldustefnu í landinu. Enn er ekki Ijóst hvaöa ráöuneyti á aö flytja frumvarpiö:
BÆIARMÁL
Heyrir fjölskyldan
undir utanríkismál?
„Ég hef ákveðib aö taka þráö-
inn upp aftur og ab vinnu-
hópnum verbi skapaöar þær
abstæbur aö hann geti sinnt
viðfangsefni sínu af fullum
krafti og árangur sjáist strax í
haust," sagöi Páll Pétursson,
félagsmálarábherra á Alþingi
í vikunni, þegar hann svaraöi
fyrirspurn frá Bryndísi Hlöb-
versdóttur alþingismanni
um opinbera fjölskyldu-
stefnu og fullgildingu sam-
þykktar um starfsfólk meb
fjölskylduábyrgö. Vinnuhóp-
ur ráöuneytisins, sem fjallar
um fjölskyldustefnuna, hefur
ekki starfaö um hríb en Páll
vill ab hann taki nú aftur
til starfa og ljúki verkefni
sínu.
Páll sagöi í ræöu sinni að
Framsöknarflokknum væri ljúft
að flytja mál af því tagi sem hér
væri um aö ræöa. Raunar heföu
tveir þingmenn flokksins, Alex-
ander Stefánsson og Haraldur
Ólafsson, flutt frumvarp um
fjölskylduvernd árib 1980, og
síöar ásamt Níelsi Árna Lund
aöra tillögu um stefnumörkun í
fjölskyldumálum.
„Kannski voru þessir braut-
ryöjendur á undan sinni sam-
tíb, en vonandi tekst mér aö
framkvæma ætlunarverk þeirra
þótt þaö sé hálfum öörum ára-
tug síöar," sagöi félagsmálaráb-
herra.
Páll svaraöi spurningu Bryn-
dísar Hlöðversdóttur um hvort
hann hygðist fylgja eftir tillög-
um landsnefndar um ár fjöl-
skyldunnar 1994 um aö full-
gilda samþykkt Alþjóbavinnu-
málastofnunarinnar um starfs-
fólk meö fjölskylduábyrgö.
„Það hefur komiö hvaö eftir
annað til umræöu aö fullgilda
þessa samþykkt og nú síöast í
síðustu ríkisstjórn. Háttvirtur
þáverandi félagsmálaráðherra
vildi beita sér fyrir fullgildingu
samþykktarinnar samkvæmt 50
ára venju. Þau gögn sem ég hef
undir höndum sýna að þáver-
andi háttvirtur utanríkisráö-
herra, Jón Baldvin Hannibals-
son, taldi það í verkahring utan-
ríkisráöuneytisins ab flytja mál-
iö. Mér hefur ekki unnist tími til
aö kanna hvort ennþá er ágrein-
ingur viö utanríkisráöuneytiö,
og fyrsta atriðið er aö fá botn í
þaö mál," sagöi Páll Pétursson.
Páll sagöi ágreininginn aðal-
lega varöandi fullgildingu 8.
greinar samþykktarinnar, en
Páll Pétursson.
samkvæmt henni skal aðildar-
ríki tryggja að fjölskylduábyrgð
sem slík skuli ekki vera gild
ástæöa til uppsagnar. Miöaö viö
aöstæöur hér á landi telur ILO
þaö fullgilda tryggingu aö
ákvæöi séu í kjarasamningum
eöa að sett séu lög.
Sagöi Páll aö ráða mætti af af-
stööu vinnuveitenda að stjórn-
völd veröi aö setja lög til aö
hrinda í framkvæmd ákvæöi 8.
greinar samþykktarinnar. Þar
kæmi til greina tvennt, aö end-
urskoba lög um rétt verkafólks
til uppsagnarfrests og launa
vegna slysa- og sjúkdómsfor-
falla meö þaö aö markmiði aö
taka þar upp ákvæöi 8. greinar
ILO-samþykktarinnar um fjöl-
skylduábyrgö, aö slíkt geti ekki
veriö ástæöa til uppsagnar
starfsfólks.
Rannveig Guömundsdóttir
fyrrum félagsmálaráöherra
sagöi á Alþingi í gær að þrátt
fyrir þrýsting hafi málið ævin-
lega verið sett síðast á mála-
skrána, eftir að það komst á dag-
skrá. Þaö væri umhugsunarefni.
Rannveig sagði aö þegar hún
kom í félagsmálaráöuneytið í
nóvember heföi ekkert legið fyr-
ir í málinu. Hún sagöi aö ljóst
væri aö vinnuveitendur væru
andsnúnir því að ILO-sam-
þykktin nái fram aö ganga.
Bryndís Hlöðversdóttir, fyrir-
spyrjandi, þakkaöi félagsmála-
ráöherra. Bryndís kvaöst þekkja
ágreining félagsmála- og utan-
ríkisráöuneyta um hvort ráöu-
neytið á aö bera fram tillöguna.
Hún taldi þaö ljóst aö þaö væri
ábyrgö félagsmálaráðuneytisins
aö beita sér fyrir fullgiídingu
ILO-samþykktarinnar. ■
Neytendur munu sáralítinn ávinning hafa af GATT-samningnum, segir stjórn Neytendasamtakanna:
„GATT- frumvarpið þjónar
ekki hagsmunum neytenda"
Stjórn Neytendasamtakanna
segir ljóst ab neytendur muni
sáralítinn ávinning hafa af
GATT-samningnum verbi
nýtt frumvarp um breytingu á
lögum vegna aöildar íslands
aö Alþjóöaviöskiptastofnun-
inni samþykkt óbreytt. Þær
búvörur sem leyft verbi aö
flytja inn á lágmarkstollum
(sem svarar 3-5% af neyslu
hverrar tegundar) muni samt
bera þaö háan toll aö smá-
söluverb þeirra veröi í lang
flestum tilvikum mun hærra
en innlendra vara. Aöeins á
kalkúnum, kjúklingum, eggj-
um, svínalærum og kak-
ómjólk gæti heildsöluverö
orbib lægra m.v. lágmarkstoll
á innfluttum vörum en
innlendum, samkvæmt út-
reikningum Neytendasamtak-
anna.
Þeir tollar sem frumvarpið
gerir ráð fyrir á innflutning um-
fram 3-5% lágmarkib gætu virst
mjög lágir miöaö viö þá tolla
sem íslensk stjórnvöld áskildu
sér í GATT tilboði sínu. „Engu
aö síöur eru þeir þaö háir aö
ekki verður um neinn innflutn-
ing aö ræöa og því enga sam-
keppni viö innfluttar vörur,"
segir stjórn Neytendasamtak-
anna.
Að mati samtakanna væri
eblilegt aö framkvæmd GATT
samningsins væri meö þeim
hætti aö lágmarksinnflutning-
urinn bæri þaö lága tolla aö
neytendur sjái muninn á verö-
lagi hér í samanburöi við önnur
lönd. Innflutningur þar um-
fram yrði tollaður þannig að
verö innfluttra vara yröi ámóta
og á innlendum vörum. Á þann
hátt væri tryggt aö GATT samn-
ingurinn skilaði neytendum ár-
angri þegar í upphafi og veitti
innlendum landbúnaöi eðlilega
samkeppni og aöhald. ■
Kópa-
vogur
Bæjarráö Kópavogs hefur beint þeim
tilmælum til skólanefndar og skóla-
stjórnenda aö á næsta skólaári veröi
aukin fræösla í umhverfismálum í
grunnskólum Kópavogs. Sérstök
áhersla verbi lögb á aö kenna nem-
endum ný viöhorf í mebferö á endur-
nýtanlegum efnum, t.d. dagblöðum
og meðferb á húsasorpi.
•
Bæjarráð hefur samþykkt ab styrkja
Blaksamband íslands, sem nemur ein-
um apex-flugmiða, fyrir hvern lands-
liösmann í blaki, sem búsettur er í
Kópavogi.
•
Bæjarráb hefur samþykkt aö takast
á hendur einfalda ábyrgb á skulda-
bréfi Tennisfélags Kópavogs til þriggja
ára ab fjárhæö 12 milljónir króna. Til
tryggingar ábyrgðinni verbi tekiö veö
í tennisaöstöðu félagsins, þ.m.t. tenn-
isvöllum.
•
íslenska blissnefndin fékk 30 þús-
und kr. styrk frá Kópavogsbæ vegna
fundar norrænu blissnefndarinnar
sem haldinn var nýveriö.
•
Ákveöið hefur verib aö rába í 7
stööur sumarafleysingafólks í 70%
stööur á leikvöllum í Kópavogi í sum-
ar. Þegar hefur verib ráðib í þessar
stöbur.
•
Hafnarstjórn Kópavogshafnar er
ekki nógu ánægb meö nýtingu flot-
bryggju í höfninni og ákvab því ab
auglýsa abstöðuna í fjölmiblum.
Skammt er síban og árangur ekki
kominn í Ijós.
•
Bæjarráb hefur samþykkt ab styrkja
hóp skáta á Alheimsmót skáta í Hol-
landi um kr. 108 þúsund.
•
Hagnaöur varö af rekstri Almenn-
ingsvagna bs. fyrstu fjóra mánubi árs-
ins sem nemur rúmlega þremur millj-
ónum króna, en tekjur af akstri námu
um 39 milljónum króna á tímabilinu.
Bæbi tekjur og gjöld voru lægri en
áætlanir gerbu ráð fyrir.
•
Uppsetning á bensínstöð ab
Smibjuvegi 2 í Kópavogi hefur verib
samþykkt. Um er aö ræba uppsetn-
ingu á bensíndælum á lób þar sem
Bónus er til húsa og verður um sjálfs-
afgreibslu aö ræba. Þab er Orkan hf.,
sem er í eigu Hagkaupa og Skeljungs,
sem mun reisa bensínstöbina.
•
Bæjarstjórn Kópavogs hefur sam-
þykkt ab veita þremur milljónum til
menningarfélaga og menningarstarf-
semi. Eftirfarandi abilar fengu 300
þúsund hver: Samkór Kópavogs,
Skólahljómsveit Kópavogs, Myndlist-
arskóli Kópavogs, Skólakórarnir, Tón-
listarskóli Kópavogs og Leikfélag
Kópavogs.