Tíminn - 03.06.1995, Síða 9
Laugardagur 3. júní 1995
9
Akureyri:
Menning og listir
blómstra á vordögum
Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttaritara Tím-
ans á Akureyri.
Lista- og menningarlíf blómstr-
ar á vordögum á Akureyri og nú
standa nokkrar myndlistarsýn-
ingar yfir í bænum auk fleiri
listviöburba. í Listasafninu á
Akureyri eru tvær sýningar, í
austur- og miðsal þess er sýning
á verkum Hauks Stefánssonar.
Haukur var aldamótamaöur og
Vestur-íslendingur er fluttist
hingaö til lands fyrir 1940. Meö
komu Hauks til Akureyrar efld-
ist myndlist til muna því auk
starfa aö list sinni stundaöi
hann kennslu og vakti þannig
áhuga fjölda fólks á heimi
myndlistarinnar. í tilefni af
sýningu á verkum Hauks í lista-
safninu kemur út bók um lista-
verk hans. í vestursal listasafns-
ins stendur yfir sýning á nýjum
aöföngum safnsins en þar er aö
finna verk eftir Erró, Guðmund
Thoroddsen, Jón Laxdal og Jón-
as Viðar.
Erlingur Valgarösson, sýnir nú
olíu-, lakk-, og akrýlmyndir í
Deiglunni í Grófargili og í Gallerí
AllraHanda stendur yfir sýning á
verkum Kolbrúnar S. Kjarval, leir-
listarkonu. Samúel Jóhannesson
sýnir á Café Olsen, sem er nýtt
kaffihús í hjarta Akureyrar, nánar
tiltekið við Ráðhústorg. Þá hefur
Nonnahús verið opnað en þar er
starfrækt safn tileinkaö barna-
bókahöfundinum Jóni Sveins-
syni, Nonna, sem var fæddur á
Akureyri en dvaldi lengstan hluta
æfi sinnar í Evrópu. Ritverk
Nonna eru mörgum kunn en
hann sótti efnivið til æskustöðva
sinna á Akureyri og við Eyjafjörð.
Með kvikmynd sem gerö var fyrir
nokkrum árum um líf Jóns
Sveinssonar vaknaði áhugi Evr-
ópubúa á honum og hafa útlerjd-
ingar og þá einkum Þjóöverjar
kosið aö sækja æskustöðvar hans
heim.
Örn Ingi Gíslason, fjöllistamað-
ur efndi til sérstakrar menningar-
dagskrár í íþróttahöllinni um
hvítasunnuna auk þess sem Dans-
list '95 var haldin á sama stað þar
sem efnt var til danssmiöju og
unnið meö fjölbreyttar tegundir
dansa. ■
Akureyri:
AKO-plast og Plast-
prent sameinast
Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttaritara Tím-
ans á Akureyri.
Fyrirtækin AKO-plast á Akur-
eyri og Plastprent í Reykjavík
hafa stofnað fyrirtæki um
plastiönað á Akureyri. AKO-
plast hefur rekib plastiönaö á
Akureyri undanfarin ár og er í
eigu sömu aðila og Prentsmiöj-
an POB. Meö stofnun hins nýja
fyrirtækis er gert ráb fyrir ab
velta plastframleiöslunnar
muni allt ab tvöfaldast og verða
um 250 milljónir króna á ári.
Þá er fyrirhugab aö starfsmönn-
um viö plastframleiðsluna
verbi fjölgab úr fjórum í átta.
Segja má að stofnun þessa fyr-
irtækis sé afleiðing af tilboði
Sölumiöstöðvar hraðfrystihús-
anna fyrr á þessu ári um flutning
á atvinnustarfsemi til Akureyrar í
tengslum við viðskipti þess við
Útgerðarfélag Akureyringa. Viö-
ræður hafa stðaið yfir að undan-
förnu á milli fyrirtækjanna
tveggja en sölumiðstöðin á hluta
í Plastprenti. Þessar vibræður
hafa nú leitt til stofnunar fyrr-
greinds fyrirtækis en sérstakt
hlutafélag verður stofnað um
prentsmiðjurekstur AKO-POB.
Hib nýstofnaða fyrirtæki mun
einbeita sér að framleiðslu á
plast-umbúðum fyrir sjávarút-
veginn og meöal annars annast
framleiðslu á umbúðum fyrir
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
.V.. >
Viögeröir á aöalbyggingu Háskóla íslands fyrir tugi milljóna í sumar.
Brynjólfur Sigurösson formaöur bygginganefndar:
Islenskar steintegundir
verba eingöngu notaðar
„Þaö sem á aö gera núna er
aö gera viö sprungur á veggj-
um og þakkantinn allan. Þaö
var fariö aö leka í vatnsveör-
um, viö gátum ekki beöiö
lengur meö viögeröina. Þaö
eru farnar aö hrynja af göfl-
unum silfurbergsflísar eöa
plötur og einnig þaö sem er
fyrir ofan innganginn. Þakk-
antur hússins er alveg ónýtur
og þarf aö steypa hann upp á
nýtt. Þá þarf aö steina húsiö
alveg upp á nýtt," sagöi
Brynjólfur Sigurösson, pró-
fessor, formaöur bygginga-
nefndar Háskóla íslands, í
samtali viö Tímann í gær.
Viðamiklar framkvæmdir
verða viö aöalbyggingu Há-
skóla íslands í sumar. Fjórir
verktakar keppa nú í lokuðu
útboði um stórfelldar viögeröir
á aðalbyggingunni og verða út-
boö opnuö 13. júní. Verkinu á
aö ljúka fyrir veturinn.
Birgir Karlsson hjá Fram-
kvæmdasýslu ríkisins greindi
blaðinu frá því aö verktakarnir
væru Ármannsfell hf., ístak hf.,
SM-verktakar sf. og Múr- og
málningarþjónustan Höfn.
„Vib höfum lagt mikla
áherslu á ab ná í samskonar
efni og notað var í bygginguna
um 1940, allt íslenskt efni. Viö
höfum verið að rannsaka sögu
hússins frá upphafi, úr hvaöa
efnum það er byggt og úr
hvaöa námum efnið var tekið
og lagt í nokkurn kostnað við
þetta. Viö viljum gjarnan færa
húsiö í upprunalegt horf.
Námurnar við Hoffell og
Helgustaðanámurnar eru nú
friðaðar. En viö fáum silfur-
bergiö annars stabar, erfiðast
var að finna það, en út í þaö er
blandað hrafntinnu. Viö erum
búnir að hafa upp á efnunum,
og einnig kvarsinu, sem er ut-
an á húsinu, það kemur úr
sömu námu og’upphaflega var
tekið úr," sagði Brynjólfur.
Hann sagöi ennfremur að
Háskólinn réöi ekki yfir fjár-
munum til aö ljúka allri við-
gerðinni. Eftir væru gluggarnir
sem gera yröi við og helst ekki
síöan en á næsta sumri.
„Þessi framkvæmd er okkur
erfið en þetta varð ekki dregið
lengur. Vonandi verður bygg-
ingin hin fallegasta eftir þessa
viögerö," sagöi Brynjólfur.
Félag ísl. símamanna:
Þokkalegar
heimtur
Ragnhildur Guömundsdóttir,
formabur Félags ísl. símamanna
og varaformabur BSRB, segist
vera þokkalega ánægb meb ný-
gerban kjarasamning félagsins
viö ríkib. Hún er ekki frá því ab
þab hafi skilab félaginu betri ár-
angri en ella ab samninganefnd
ríksins vísabi deilunni til ríkis-
sáttasemjara.
Sem dæmi um atriði í kjara-
samningi félagsins þá hækka
mánaðarlaun í algengum launa-
flokki úr 69.796 kr. í 74.415 kr. og
kemur sú hækkun strax til fram-
kvæmda. Um áramót hækka þessi
laun svo um 2700 krónur.
Þessu til viðbótar hækkar yfir-
vinnan, úr 1% í 1,0385%. Þá náð-
ist fram gamalt baráttumál félags-
ins þar sem félagsmenn geta feng-
ið námsleyfi á föstum launum
með fullu vaktaálagi. Þá verða
málefni símsmiða tekin til sér-
stakrar umfjöllunar á samnings-
tímanum, samkvæmt bókun þar
um.
En síbast en ekki síst fær félagið,
starfsmenntunarsjóðinn til sín.
Ragnhildur segir að ætlunin sé að
nota sjóðinn til að auka vib
menntun félagsmanna og „gera
okkur sterkari félagslega," eins og
Ragnhildur oröar það. ■
I I.1.!.1.' .......................................................... i Hl
Astand fjallvega
Condition of mnuntain tracks
•Vcgir á skyggaum Bvæðum cru loksðlr allri
umvsrð þnr til annea ,v«rður auglýst
'->r atí tœtífc tintH tmlhor
. \ I
a r i oi
JCortJ __
N«íU kort wlúi acttó á D. lúnl
í r Á * * f i
Vegagerð ríkisins
Public floacfe Administmi
mim\ (IM 883-1S00
anmlraimct (tolUrst:) 5CC-fwt5
*
NáttúrMverndarráð j
Nature Cónservatlon CouiHjt