Tíminn - 03.06.1995, Page 10

Tíminn - 03.06.1995, Page 10
10 8im!«tt Laugardagur 3. júní 1995 Séö heim aö Leirhöfn á Melrakkasléttu. Hvar á saubfjárræktin heima fremur en hér? „Ég trúi ekki ööru, ef saubfjár- rækt á aö vera til á íslandi tii frambúöar, en ab þá verbi búib meb fé í Norbur-Þingeyjarsýslu. Hér eru allar abstæbur sem þarf til ab framleiba úrvals Iamba- kjöt. Hér er nægjanlegt land- rými, næg beitarlönd og á þessu svæbi hefur riba aldrei komib upp. Menn ættu ab huga ab þessum abstæbum nú þegar óhjákvæmilegt er ab end- urskipuieggja saubfjárræktina í landinu, þótt þau sjónarmib hafi komib fram í skýrslu frá Byggbastofnun fyrir nokkrum árum ab helst ætti engin byggb ab vera hér í norbursýslunni. Ég spyr aftur á móti: Ef á ab framleiba saubfjárafurbir í landinu, hvar á þá fremur ab framleiba þær?" segir Hildur Jóhannsdóttir, bóndi í Leirhöfn á Melrakkasléttu, en hún flutti ásamt fjölskyldu sinni frá Ak- ureyri fyrir fjórum árum til ab taka vib búi af foreldrum sín- um. „Vib getum orbab þab svo ab ég hafi siglt á móti straumnum; ab flytja frá Akureyri hingab austur á sama tínia og mikib samdráttar- skeib var ab hefjast í saubfjárrækt- inni. Ég er yngst f jögurra systra og sýnt var ab engin hinna myndi setjast hér ab. Þótt viö kæmum hingab 1991, þá tókum vib ekki formlega viö búinu fyrr en um áramótin 1993 til 1994. Ég hef stundum sagí aö vib höfum veriö hér í húsmennsku ab fornum siö fyrstu árin. En auövitab fórum vib fyrst til reynslu, til aö komast ab því hvernig okkur líkaöi þetta og hvort viö gætum hugsab okkur ab setjast hér aö til frambúbar. Maö- urinn minn er Eyfirbingur og ef- laust hafa þetta verib meiri vib- brigöi fyrir hann, því ég á mjög sterkar rætur á þessu svæöi." Gera verður lambakjötið sam- keppnisfært að nýju „Vissulega er ekki bjart fram- undan. Hér var um 600 kinda fjárbú þegar best lét og auövitab höfum viö ekki fariö varhluta af þeim samdrætti sem veriö hefur, og búib minnkab verulega frá þeim tíma aö viö komum hingaö austur. Viö höfum ekki fariö út í ab framleiöa kjöt umfram kvóta. Ég tel aö þau verö, sem fengist hafa fyrir umframkjöt, gefi ekki tilefni til þess, að minnsta kosti ekki enn sem komið er, en fram- tíðin í því efni getur byggst á hvort unnt verður að koma lambakjötinu á erlenda markaði í einhverjum mæli. Auðvitað verð- ur að vinna að aukinni vöruþróun sauðfjárafurða í framtiðinni, því sauðfjárbúskapurinn hefur liðið fyrir ákvéðna stöðnun hvaö það varðar. Ég held að bændur og neytendur séu fyllilega sammála um það sjónarmið. Spjótin bein- ast því að vinnsluþættinum. Það er ekki nóg að saga kjötiö niður, henda því í poka og fylla kæli- borbin. í dag græðir enginn á þeirri gömlu hefö í sölumálum, síst vinnsluaöilamir sjálfir. Ef vinna á lambakjötinu markað aö nýju, veröur að gera það sam- keppnisfært við aðrar kjöttegund- ir." Norðursýslan útundaní ferbamálum „Nei, viö stundum engar auka- búgreinar meb saubfjárræktinni; ab minnsta kosti ekki enn sem komið er, en höfum þó annast skólaakstur á veturna. Hvaö feröa- málin varbar, þá vil ég meina ab við eigum ýmsa ónýtta möguleika hér í noröursýslunni. Á hverju sumri má sjá ferðafólk tjalda á malarkömbum og víbar. Um hverja helgi og jafnvel daglega má sjá fólk sem kýs aö dvelja hér næturlangt eba lengur. Og þá er ekki eingöngu um útlendinga ab ræða. fslendingar kjósa einnig aö koma hingað á sumrum og skoöa sig um. Hér er bændagisting á tveimur sveitabæjum, auk hótels á Raufarhöfn og gistiheimilis á Kópaskeri. Þá er einnig rekin sum- argisting í Lundi í Öxarfirbi. Gist- ingin er auövitaö aðeins hluti al- mennrar feröaþjónustu. Það verö- ur að markaðssetja hvert svæði sérstaklega, láta vita um hvaö hægt er ab sjá og gera. Þó held ég að fólk, sem kemur hingað á sumrin, sé ekki endilega í þeim Rœtt viö Hildi Jóhannsdóttur, bóndaí Leirhöfn hugleiðingum að láta leiöa sig og mata. Miklu fremur að finna sjálft út hvað það getur gert, og því verður að taka miö af þeim þörf- um hvaö markaösstarf í feröamál- um varðar." Hildur segir aö norðursýslan verði oft útundan þegar ferðamál- in eru annarsvegar. Einkum eigi þab við um skipulagðar feröir með hópa um norðaustanvert landið. Hún segir ofuráherslu lagða á Mývatnssveit og síöan sé farið með fólk að Dettifossi, en snúið þar viö. Eða fariö í gegnum Ásbyrgi, þaðan upp meö Jökulsá og til Mývatnssveitar. Tengja mætti þetta svæði betur saman í heild og fara meö fólk um Öxar- fjörð og út á Melrakkasléttu. Nokkur athygli hafi þegar verið vakin á þessum möguleikum, meðal annars með Miðnætur- hringnum sem felist í hringferð um Langanes og Sléttu. Eflaust megi ýmislegt gera í þessum efn- um, en einn stærsti akkillesar- hællinn sé vegakerfið. Samgöngumálin stærsti vandinn Hildur er ómyrk í máli, þegar talið berst að samgöngumálun- um. „Þau eru okkar stærsti vandi. Hér eru ekki vegir, heldur vegleys- ur. Ég held að hlassi hafi varla ver- ið hellt í vel í áratug hér á Slétt- unni. Ofaníburöur finnst því varla lengur og því þarf að aka á stórgrýtisurð um langa kafla. Hér er ekki hægt að tala um neinar vegaframkvæmdir frá því uppúr 1970 eða í hartnær aldarfjórðung. Mér virðist öll áherslan í vegamál- um á Norðausturlandi vera lögð á leiöina úr Mývatnssveit og austur á Fljóisdalshérað, og meöan verið er að vinna í þeim málum verður trúlega ekkert gert hér. Ef fer fram sem horfir, þurfum við aö bíða eitthvað fram á næstu öld eftir úr- bótum í vegamálum. Það er mjög slæmt, því samgöngumálin skipta sköpum fyrir þessa byggð. Ekki eingöngu fyrir möguleika til auk- innar ferðaþfónustu eða daglegt líf fólksins sem byggir sveitirnar. Samgöngurnar skipta enn meira máli fyrir þá atvinnustarfsemi sem er í raun buröarásinn í mann- lífinu hér, það er sjávarútveg og fiskeldi. Nú er verið að sameina krafta útgerðaraöila á Kópaskeri og Raufarhöfn og fiskeldisfram- leiðslan þarfnast einnig greiðra samgangna til að koma afurðum sínum á markaö. Því er um stór- mál að ræða, sem ekki þolir neina biö." Ráöherrar landbúnaðar- og samgöngumála í þrjú kjörtímabil „Ég sagði að útlitið væri ekki bjart. Þar skyggja erfiöleikar í landbúnaðar- og samgöngumál- um einkum á. Nú er að hefjast þriöja kjörtímabiliö þar sem ráö- herrar þessara málaflokka koma héðan úr kjördæminu. Því er nú tækifæri fyrir þá ab láta hendur standa fram úr ermum. Saubfjár- ræktin á í miklum erfiðleikum, en ég spyr aftur: Hvar á hún að vera ef ekki hér? Ég ítreka einnig aö bættar samgöngur eru stærsta bar- áttumál íbúa á Melrákkasléttu og með þeim standa og falla at- vinnuvegir á svæðinu að miklu leyti." Vibtai: Þóröur Ingimarsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.