Tíminn - 03.06.1995, Qupperneq 18

Tíminn - 03.06.1995, Qupperneq 18
18 Laugardagur 3. júní 1995 ÍÞRÓTTIR • ÍÞRÓTTIR • ÍÞRÓTTIR • ÍÞRÓTTIR • ÍÞRÓTTIR • ÍÞRÓTTIR Ruud Gullit, knattspyrnumaöurinn snjalli, hefur ákveöiö aö leika meö Chelsea í Englandi. Jackie Charlton: „Hinn fullkomni nútíma knatt- spyrnumaður" a& kom talsvert á óvart í vikunni, þegar Ruud Gullit, hollenski knatt- spyrnusnillingurinn, ákvaö að leika meö Chelsea á næsta keppnistímabili. Hann lék síöast meö Sampdoria, en fékk frjálsa sölu og því þurfti Chelsea ekki aö greiöa Samp- doria fyrir leikmanninn. Hann er þó ekki ókeypis, því líklega kostar hann Chelsea um 1,5 milljónir punda, en Gullit fær um 1,5 milljónir ís- lenskra króna í vikulaun. „Chelsea bauö mér upp á tækifæri til aö takast á viö nýtt verkefni eftir átta ár á Ítalíu, þar sem ég vann allt sem ég vildi vinna. Nú hlakka ég til aö leika í Eng- landi," sagöi hinn 32 ára gamli Ruud Gullit. En hver er þessi Ruud Gullit og hvernig er ferill hans? „Ellilífeyrisþegarnir" Það má eiginlega segja aö Chelsea hafi leitaö í fortíðina, þegar liðiö var kallað „eftir- launaþegarnir", og með kaup- unum á Ruud Gullit megi í raun segja það aö nýju. Þaö veröur víst aö segja aö Gullit sé á síö- ustu metrunum. Hins vegar, þrátt fyrir aö átta ár séu síöan hann var seldur fyrir metfé, tæpar níu milljónir dollara, frá PSV Eindhoven til AC Milan, þá getur Ruud Gullit reynst mikil vítamínsprauta fyrir Lundúna- liöiö og enska knattspyrnu. Framkvæmdastjóri Chelsea, Glenn Hoddle, sem eitt sinn var eins og Gullit einn af bestu knattspyrnumönnum í Evrópu, vill að Gullit leiki sem aftasti maöur í vörn, eins og hann í raun var í upphafi síns ferils. Þetta er einnig ein aöalástæöa þess að Gullit tók þá ákvörðun að flytja sig um set til Englands. Tuðrufræðingar í Englandi spá því nú að koma Gullits komi til meö að njóta sömu athygli og þegar Júrgen Klinsmann ákvaö aö leika með Tottenham. Hann er nú farinn, en ekki síöri maö- ur tekur hans sess. Líkar hugmyndir Hoddles Fyrirliöi Englendinga, David Platt, fyrrum félagi Gullits í Sampdoria, segir: „Ég veit aö Ruud var mjög ánægður þegar hann hitti Hoddle. Hann lék gegn honum í gamla daga og „Innan viö tólf mánuðum eftir aö Svíar þeystu hundruö þúsundum saman um götur Stokkhólmsborgar, eftir aö landsliö þeirra haföi tryggt sér bronsiö á HM í knatt- spyrnu, sem haldiö var í Bandaríkjunum, ríkir nú al- ger glundroöi í herbúöum þeirra, eftir 1-1 jafntefli viö Islands", segir í fréttaskeyti frá Reuter fréttastofunni. Þetta ásamt úrslitum úr öör- um leikjum á þessu ári, þýöi nánast aö Svíar veröa ekki líkar þær hugmyndir sem Hoddle hefur um knattspyrnu. Fyrir tveimur árum var þaö úti- meö í úrslitakeppni EM í Eng- landi á næsta ári. í fréttaskeytinu segir enn- fremur aö pressan á Tommy Svenson, landsliðsþjálfara, til að segja stööu sinni lausri sé meiri nú en nokkru sinni fyrr, en aðeins er mánuður síðan hann neitaði stööu hjá spánska liðinu Atletico Bilbao. Eitt sænsku blaöanna skrifaði meira aö segja eftir leikinn að Sven- son myndi segja af sér, en það var þó óstaðfest. Ennfremur segir aö erfitt sé lokaö aö knattspyrnumenn eins og Klinsmann og Gullit léku í Englandi, en Klinsmann ruddi aö útskýra þetta lélega gengi, sérstaklega þegar horft er til þess aö fjölmargir leikmenn liösins, leika meö sterkum lið- um í Evrópu Undir lok fréttar Reuters segir að stjörnur Svía hafi mátt sín lítils gegn vöðvastæltum varn- armönnum íslenska liðsins og aö Svíar veröi nú aö treysta á þá til aö eiga möguleika á aö kom- ast til Englands. Möguleikar Svía felast í því að þeir vinni Sviss og Tyrkland og aö íslend- ingar geri slíkt hiö sama. ■ brautina og ég hugsa aö Gullit bæti um betur meö Chelsea." Allt þar til í síðustu HM- keppni, sem haldin var í Banda- ríkjunum, var Ruud Gullit enn talinn einn af bestu knatt- spyrnumönnum í heiminum, en því miður fyrir knattspyrnu- unnendur var hann ekld meö hollenska landsliöinu vegna ósættis við landsliðsþjálfara. Berlusconi játaði mistök Þetta var þó ekki bara skoðun milljóna aðdáenda og fjölmiðla, sem voru svekktir yfir því aö hann skyldi ekki vera meö, heldur vel ígrunduö skoðun stjórnenda AC Milan, sem keyptu Gullit til baka eftir aö hafa viðurkennt mistök sín aö láta hann til Sampdoria í maí 1993. Silvio Berlusconi, eigandi félagsins, viöurkenndi opinber- lega aö þaö voru mistök, eftir sex ára veru hjá félaginu. Hann veðjaöi og tapaöi. Eftir aö Gullit fór frá AC Mil- an átti hann frábært tímabil meö Sampdoria og Berlusconi og félagar í Milan sáu sitt óvænna og keyptu hann til baka í maí 1994. Þrátt fyrir aö þau kaup hafi ekki heppnast og knattspyrnukappinn hafi síöan á ný gengið til liðs við Sampdor- ia nokkrum mánuðum síöar, þá var það lýðnum ljóst að þar var enn á ferð mikill knattspyrnu- snillingur. Sigur í Evrópu- keppni landsliða Hápunktur ferils Gullits voru tvímælalaust seinni hluti ní- unda áratugarins og fyrstu ár þess tíunda. Áriö 1988 leiddi hann þjóö sína, sem fyrirliði, til sigurs í Evrópukeppninni í knattspyrnu og ásamt löndum sínum, þeim Frank Rijkaard og Marco Van Basten, varð AC Mil- an ítalskur meistari árin 1989 og 1990. Blaöamenn hafa ávallt borið Gullit á höndum sér og hann er í raun draumur fjölmiðla- manna. Hann talar fjölmörg tungumál reiprennandi og hef- ur látið til sín taka í viðtölum um ýmis málefni. Sem dæmi um þaö tileinkaði hann titilinn Knattspyrnumaöur Evrópu suö- ur-afríska leiðtoganum Nelson Mandela, og barátta Gullits gegn kynþáttafordómum hefur gert hann aö hetju þeldökkra knattspyrnuunnenda um allan heim. Ættabur frá Surinam Gullit er ættaöur frá Surinam, faðir hans var þaðan, en móðir hans hollensk. Hann lék sinn fyrsta leik sem atvinnumaður 16 ára gamall meö liði frá smá- bæ rétt hjá Haarlem í Hollandi. Fljótlega fór hann til Feyenoord og lék þar meö einum besta knattspyrnumanni allra tíma, Johan Cruyff, þegar þeir unnu hollenska meistaratitilinn áriö 1984. Aörir meistaratitlar Gull- its meö félaginu litu dagsins ljós árin 1986 og 1987 og þaö var þá sem Berlusconi var þess fullviss aö Gullit var rétti maöurinn til aö koma AC Milan aftur á topp- inn. Ferill og sigurganga Gullits, sem Jackie Charlton, þjálfari írska landsliösins í knattspyrnu, hefur kallað „hinn fullkomna nútíma knattspyrnumann", vom þó sífellt trufluð af hné- meiöslum og aðgerðum. Sem dæmi má nefna, að í undanúr- slitum í Evrópukeppni bikar- hafa árið 1989 mætti hann þó í úrslitaleikinn rétt mánuöi síöar, þar sem hann skorabi tvö mörk í 4-0 sigri á Steua Bucarest. Þá var Gullit nánast úr leik áriö á undan HM'90 á Ítalíu. Þó lék hann alla fjóra leiki hollenska Iiðsins í keppninni, en var ekki svipur hjá sjón, sem og reyndar hollenska liðið í heild, sem var slegið út úr keppninni á fyrstu stigum hennar. Mikill tími í súginn Næstu tímabil fóru að miklu leyti í súginn. Gullit var viö þaö aö komast í gott form og farinn aö sýna snilld sína, þegar meiösli gerbu ávallt vart við sig aö nýju. Nú hins vegar er Gullit í líkamlega góðu formi og hygg- ur á sigra í ensku úrvalsdeild- inni, eftir góð ár meö hollenska landsliðinu, AC Milan og Samp- doria. Þegar Gullit var spurður hvort hann væri að ganga til liðs við Chelsea til ab „trappa" sig niö- ur, hló hann og sagði að hann heföi aldrei verið í betra formi. Þaö líklega dettur engum í hug að fara að rökræða þaö viö hr. Gullit. ■ Reuter-fréttastofan um leik íslands og Svíþjóöar í knattspyrnu: Stjömur Svía máttu sín lítils gegn vöðvastælt- um íslendingum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.