Tíminn - 12.07.1995, Qupperneq 4

Tíminn - 12.07.1995, Qupperneq 4
4 Miðvikudagur 12. júlí 1995 ffMimm STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1. 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð ílausasölu 150 kr. m/vsk. Erfiðleikar fisk- vinnslunnar Samtök fiskvinnslustööva hafa birt útreikninga um aö tap á frystingu í landi veröi allt aö 10% á þessu ári. Fram kemur í frétt hér í blaöinu í gær aö tekjur eru áætlaöar liölega 27 milljaröar króna á árinu og eru þaö nær sömu tekjur og fyrir þremur árum. Vandinn er fólginn í því aö á þessum tíma hefur útgeröar- kostnaöur hækkaö og hlutfall hráefniskostnaöar nálgast nú 60%, en var 53% fyrir þremur árum. Gengisþróun hefur veriö óhagstæö aö undan- förnu, einkanlega fyrir þá sem eru meö hátt hlutfall þorsks í sinni vinnslu. Fariö hefur saman lækkun dollars og sterlingspunds, sem er nokkuö önnur þró- un en veriö hefur. í Bandaríkjunum og Bretlandi eru stórir markaöir fyrir íslenskan fisk, svo aö þessi þró- un hefur veriö þung í skauti. Þaö liggur beint viö aö spyrja hvort ekki sé mögu- legt aö auka vægi annarra markaöa, svo sem Japans- markaöar og markaöa á meginlandi Evrópu þar sem gengisþróunin hefur verið hagstæöari. í þessum efn- um er ekki allt sem sýnist. Allt markaðsstarf byggist á samningum og samböndum, sem ekki verða rofin eftir því hvernig blæs á alþjóölegum gjaldeyrismörk- uöum. Útflytjendur hafa skyldur við sína viðskipta- menn, sem verður að sinna. Traust í þessum viö- skiptum er grundvöllurinn fyrir fótfestu á mörkuð- unum. íslenskir útflytjendur hafa lagt mikla vinnu í að flytja fullunnnar afurðir á Bretlandsmarkað, svo að dæmi sé nefnt. Öruggar afgreiðslur eru undirstaða þeirra viöskipta. Veik staða landvinnslunnar eru mjög alvarleg tíö- indi fyrir atvinnulífiö í landinu. Ljóst er aö tap upp á tug prósentna gengur ekki til lengdar og fyrirtækin munu leita annarra úrræöa, ef svo heldur áfram. Gengisfelling er ekki efnahagsúrræöi við þessar aö- stæöur, enda hafa forráðamenn fiskvinnslustöðv- anna ekki sett fram þá kröfu. Ef enginn grundvöllur er fyrir landvinnslunni, færist hún út á sjó eöa úr landi og atvinnuleysið stóreykst. Það eru mjög alvarleg tíöindi að hráefnis-, flutn- ings- og umbúöakostnaöur skuli hafa hækkað úr takt viö verö afurðanna. Umbúöakostnaður er gífurlegur, ekki síst þar sem einhver fullvinnsla og pökkun í neytendapakkningar fer fram. Spurningin er hvort samtakamáttur fiskvinnslufyrirtækjanna hefur veriö notaður sem skyldi til þess að lækka þennan kostn- að. Þaö vekur hins vegar athygli í upplýsingum fisk- vinnslunnar aö laun landverkafólks eru nær sama hlutfallið af tekjum og fyrir þremur árum og orku- kostnaður er sá sami. Þjóöhagsstofnun fer nú yfir útreikninga fisk- vinnslunnar á afkomunni og er þeirrar niðurstöðu nú beöið. Þaö er skylda allra aöila, sem máliö snertir, aö leita allra leiða til þess að tryggja grundvöll fiskvinnsl- unnar í landinu. Hún er, þrátt fyrir allar breytingar sem orðið hafa í útgerðarháttum á síöustu árum, styrkasta stoð atvinnulífsins, ekki síst út um lands- byggöina. Hún er hlekkur sem ekki má bresta. Víkingaföt í stab dóps Þá er báðum víkingahátíðunum í Hafnarfirði lokið, þessari á Víði- staðatúni þar sem útlendingarnir í víkingafötunum voru og þessari í bæjarstjórninni þar sem menn hafa í góösemi vegið hver annan og myndað fersk stjórnmála- bandalög. Bæjarstjórnarmál víkinganna í Hafnarfirði hafa verið svo mikið rædd, að Garri er helst á því að gefa þeim frí í dag, en hins vegar er fólkið í víkingafötunum óneit- anlega áhugaverður hópur. Ef marka má umfjöllun Tímans og annarra blaöa af þessari víkinga- hátíð, var þarna á ferðinni afar merkilegt fyrirbæri þar sem hundruð manna gera sér far um að draga upp sem eðlilegasta mynd af lífi og starfi víkinganna fyrir um 1000 árum. Þetta var því afar fræðandi uppákoma fyrir ís- lenskar fjölskyldur, sem þrátt fyr- ir upprunann hafa lítið velt þess- um hlutum fyrir sér. 68-kynslób víkinga Garri gerði sér því ferð á vík- ingahátíðina um helgina og komst aö því að fólkið í víkinga- fötunum er upp til hópa venju- legir smáborgarar, sem hversdags ganga til vinnu sem ritarar, skrif- stofumenn og kennarar og hvað það nú er sem fólk gerir á vinnu- stöðum. Það, sem hins vegar var einkennandi fyrir víkingafata- fólkið, var að það var næstum allt — að börnunum frátöldum — af hinni margfrægu 68-kynslóð. Þetta virtust vera fyrrverandi blómabörn og hippar, sem nú eru á milli fjörutíuogfimm og fimm- tíuogfimm og lent höföu í því að blómatímabilið með öllu sínu aft- urhvarfi til einfaldleikans og nátt- úrunnar fjaraði undan þeim. Vík- ingaskrúðinn hins vegar og það að lifa eins og víkingur um helgar er hins vegar sáluhjálp þeirra og einskonar „göfgun" á blómatíma- bilinu og lifnaðarháttum þess, eða þeim eftirsóknarverðustu þeirra í það minnsta. Því gerist það að þessi yfir sig meðvitaða kynslóð um félags- og jafnréttis- mál, sem þó er í raun ekki orðin annað en stressaðir borgaralegir GARRI jakkalakkar, losnar úr álögum hversdagsins og klæðir sig upp í víkingaskrúðann um helgar og e.t.v. á kvöldin þegar heim er komið. Flótti frá hversdags- leikanum Eflaust má túlka þetta sem ákveðna tegund af flótta frá yfir- þyrmandi raunveruleika skrifstof- unnar þar sem allt er reyrt niður í sótthreinsuð mannleg samskipti. Þar er bannað að hrækja og ropa og þar skiptir máli að hegða sér rétt í hanastélsboðum. Þar má ekki viðhafa kynferðislega áreitni gagnvart samstarfsfélögum eða yfirleitt gera neitt sem er skemmtilegt. Svona mætti lengi telja, en smáborgarar Vesturlanda eru einfaldlega búnir að njörva sig niður í óþolandi lífsmynstur, sem þeir þola ekki sjálfir að búa viö. Niðurnjörvaðastir af öllum eru þó einstaklingar af 68-kyn- slóðinni, sem er svo meðvituð um sjálfa sig og þjóðfélagið að hún má sig varla hræra án þess að stefna sínu eigin gildismati í hættu. Hún getur ekki einu sinni leyft sér hinar smáu syndir for- eldra sinna og haft fordóma og ranghugmyndir um hitt og þetta ef henni sýnist svo. Það eina sem 68-kynslóðin hef- ur leyft sér, jafnvel umfram eldri kynslóðir, er að flýja hversdags- leikann þegar hann veröur of grá- myglulegur. Hér á árum áður var þetta gert með maríjúana- eða hassreykingum eða jafnvel með einhvers konar pilluáti að „droppa sýru" eins og það mun hafa verið kallað. í dag hafa menn fundið aðrar leiðir, og í stað þess að reykja sig út úr veruleikanum klæða menn sig einfaldlega í víkingaföt og ná. alveg sama árangri í flóttanum frá veruleikanum. Einhvern tíma var sagt að trúar- brögðin væru ópíum fólksins. í dag eru það víkingafötin sem eru ópíum 68-kynslóðarinnar. Garri Sameining vinstri aflanna ÞRiOJUDAGUR 1T JÚÚ 1995! íslendingaríbóndabeygju EES H..\ komið * betur í ljóf i i '. 7“ '■ . '/ I fað hefur komið * beiur í ljð* á I tiðustu raánuðum að samnmgurmn I ‘grópík. efnah»g*sv«ð,ð er 1 stjómarfarsleg I okkur \ambxnleg, vtðskrpuumhvafi 1 crannþjððir njóta en vtð erum þvt 1 nl*|*. „Pójiunnn PilP o, Alþm.i I *» Uk. við EES-pósUnum og 1 VES vkapa nýjan rett með dóntftorl I ^m aSS vem vtð verðum * | Að mati Ibgfróðn sem fy>0“» I milum. eins og Davið* Bú, * I ________ „mrAnr réttarskopun dðm- Sameining vinstri manna er gam- alkunnugt umræðuefni úr ís- lenskum stjórnmálum og við- leitni í þá átt hefur helst verið sú að fjölga flokkum til þess að þjóna því markmiði að sameina flokka. Það er skemmst frá þessum sameiningarmálum að segja aö mikið hefur verið talað, en minna orðið úr framkvæmdum. Alþýðu- flokksmenn og alþýðubandaíags- menn keppast um aö kenna sig við jafnaðarstefnuna, en ýmis ljón eru í vegi sameiningar. Á láglendinu eba upp í fjall Halldór Laxness skrifaði snilld- arverk um Ólaf Kárason og eins og kunnugt er heitir fyrsta bindið í því verki Ljós heimsins og skýrir frá vist Ólafs á Fæti undir Fótar- fæti þar sem fóstran Kamarilla og synir hennar, þeir Nasi og Júst, ráöa ríkjum. Ekki voru þeir syn- irnir alltaf sammála um hvernig Ólafi skyldi sagt fyrir verkum og sagði annar honum að fara upp í fjall, en hinn að vera á láglend- inu, og engin málamiðlun náðist. Ég hygg aö í samemuðum vinstri flokki yrði ástandið svipaö og á téðu heimili, og sumir mundu segja kjósendum aö fara upp í fjaíl, en aðrir að vera á lág- lendinu, svo samlíking sé tekin úr þessu ágæta skáldverki. Eitt lítib ágreiningsmál Einar Karl Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Alþýöubandalags- ins, skrifar grein í Alþýðublaðiö í gær. Inntak hennar er það, að EES-samningurinn sé ónýtt plagg fyrir íslendinga og ekki sé skyn- samlegt að ganga í Evrópusam- Á víbavangi bandiö. Ekki verður nú séð hvern- ig sameinaður vinstri flokkur mundi leysa slíkt ágreiningsefni í bland við önnur smærri. Kratar fara nú, sem kunnugt er, hamför- um til þess að sannfæra þjóöipa um ágæti þess að ganga í Evrópu- sambandið. Verbur Páll samein- ingartáknib? Það er hins vegar athyglisvert að þessum hugleiðingum Einars Karls um EES-samninginn, Evr- ópusambandiö og framtíðina í samskiptum viö Evrópu fylgir .myndarleg mynd af Páli Péturs- syni félagsmálaráðherra. Minnst er á Pál í greininni, en við nánari athugun eru ekki fleiri greinar um hann í blaöinu að þessu sinni. Það fasta pláss, sem Páll hefur á baksíðu blaðsins, er að þessu sinni helgað leiðtoga Jómsvík- inga, sem sjálfur ritstjórinn hefur viðtal við. Ég sé ekki betur en að þarna hafi Alþýðuflokkurinn og Al- þýðubandalagið fundið sér sam- eiginlegan málefnagrundvöll, sem er í því fólginn að hjálpast að við það verkefni að halda úti blaðinu með skrifum um Pál Pét- ursson. Þegar ritstjórinn er upp- tekinn með víkingum, hleypur framkvæmdastjóri Alþýöubanda- lagsins undir bagga og heldur uppi þeirri heilögu skyldu blaös- ins að minnast á hann daglega. Mér er það hins vegar stórlega til efs aö krossferð gegn Páli Pét- urssyni eöa skrif Einars Karls í Al- þýðublaðið breyti nokkru um þá sundrung, sem er á vinstri vængnum. Saga þessara flokka er ekki saga sameiningar, heldur saga klofnings undir merkjum sameiningar. Ég spái því að svo muni halda áfram enn um hríð. Jón Kr.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.