Tíminn - 12.07.1995, Side 9

Tíminn - 12.07.1995, Side 9
Miövikudagur 12. júlí 1995 U* W'PV 9 UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . Glefsur úr viötali viö Leonid Kútsjma, forseta Úkraínu: Mitt hlutskipti að taka erfibar ákvarbanir Kjarnorkuverib í Tsérnóbyl: „Þab er augljóst ab Úkraína getur ekki leyst þab vandamál upp á eigin spýtur." Leoníd Kútsjma, forseti Úkra- ínu, var á ferö í Þýskalandi fyrr í þessum mánuöi. Blaða- menn þýska tímaritsins Der Spiegel notuöu tækifæriö og ræddu vib hann um málefni Úkraínu, samskipti Úkraínu og Rússlands, samskiptin vib Boris Jeltsín, kjarnorkuverib í Tsérnobyl o.fl. Tíminn birtir hér þetta vibtal nokkub stytt. Leoníd Dalínovitsj, frá því að þú varðst forseti fyrir ári síðan hefur Úkraína fengið orð fyrir að bera af hinum ríkjunum í Sam- bandi sjálfstceðra ríkja. Og margir vesturlandabúar hafa meira álit á þér en öðrum leiðtogum fyrrver- andi kommúnistaríkja. - Heldurbu þab? Clinton Bandaríkjaforseti heim- sótti þig í Kíev og þú hefur hlotið mikið lof fyrír þau skref sem þú hefur stigið í afvopnunarátt og fyr- ir stefnu þína í efhahagsmálum. Og íþessarí viku drógu menn fram rauða dregilinn fyrir þig í Bonn. - Betra þætti mér, ef ég hlyti meira lof í mínu heimalandi. Ertu þá svo óvinsæll í Úkraínu? - Vinsældir mínar eru þokka- legar, en þær mættu vera meiri. Víst höfum vib náb árangri á sumum svibum: Verbbólgan er dottin niöur í fimm prósent á mánuði, hrun gjaldmibils okkar hefur verib stöbvab. Þaö er stöb- ugleiki innanlands og þaö má treysta Úkraínu út á við. Þetta er meira en hægt er aö segja um alla nágranna okkar. Fullan rétt á sjálf- stæöri stefnumótun gagnvart Rússlandi Gagnrýnistónn gagnvart Moskvu, slíkt er nýtt að heyra frá þér. í kosningabaráttunni 1994 lagðirðu ennþá traust þitt á ná- grannalandið stóra, Rússland, og varst talsmaður nánari samskipta við það. Þessa dagana ertu kom- inn í samvinnu við NATO í ácetl- uninni um „Samstarf í þágu frið- ar" og heldur sameiginlegar her- cefingar með Bandaríkjamönnum. Er þetta stefhubreyting í utanríkis- málum? - Ég held að þetta fari svolítið í taugarnar á ákveðnum stjórn- málamönnum í Moskvu. En Úkraína hefur fullan rétt á eigin stefnumótun eins og önnur sjálfstæð ríki. Við erum ekki heldur ab leggja Rússlandi nein- ar lífsreglur. Ab öbru leyti er ekki um neina róttæka stefnu- breytingu ab ræba: Þab var aldr- ei mín hugmynd ab gera Úkra- ínu Rússlandi undirgefna, enda þótt menn hafi túlkab málflutn- ing minn svo í byrjun. Og vib æltum ekki ab sækja um aðild aö NATO vegna þess ab þar reiknar enginn meö aö viö slá- umst í hópinn. Þú sagðir sjálfur einhverju sinni að það sé hrein vitleysa að Úkra- ína megi ekki gerast aðili að nein- um hemaðarsamtökum. - Það finnst mér enn í dag. En sem forseti er ég í einu og öllu bundinn af lögunum, og sam- kvæmt þeim á Úkraína aö vera ríki utan hernaöarbandalaga — sem er gífurlega erfið staöa mið- að við landfræðilega legu lands- ins. Hvers vegna? - Reyndar komumst við ekki af án náinna tvíhliða tengsla viö hin ríkin í Samveldi sjálf- stæbra ríkja, en á hinn bóginn því er að spilla áliti Rússlands út á við og að einangra sjálfa sig. Jeltsín hefur ákveðna veikleika Þú veðjar þess í stað á Jeltsín? - Ég er þeirrar skoðunar aö Jeltsín sé sem stendur sá eini sem getur veriö forseti Rúss- lands. Hann einn er fær um að halda landinu saman í þessu hrikalega efnahagsástandi. En Leoníd Kútsjma, forseti Ukraínu: „Eg verb ab bera þennan kross, enda er ég kosinn til þess af þjóbinni." un aö Úkraína færist aftur nær Evrópu. Evrópa er vagga siö- menningarinnar, og þaðan er líka sprottið fyrsta ríkiö í Úkra- ínu fyrir þúsund árum, Rússa- veldiö í Kíev (Kænugarði). Það versta sem geröist, væri aö Evr- ópa klofnaði aftur í tvær fylk- ingar. Margir stjómmálamenn í Moskvu geta ekki enn scett sig fyllilega við aðskilnað tveggja stcerstu slavnesku þjóðanna, þeir láta sig dreyma um Úkraína verði aftur sameinuð Rússlandi. Utan- ríkisráðherra Rússlands, Andrei Kozírev, talaði um að vemda Rússa sem búa í öðmtn ríkjum Samveldisins með vopnavaldi ef nauðsyn krefði. Meira en fimmti hver borgari Úkraínu er Rússi. Finnst þér að þér stafi hcetta af rússneska hemum? - Ekki ein einasta af pólitísk- um aögeröum okkar beinist gegn Rússlandi. Það sem Kosírev sagði þarna er einfaldlega fárán- legt. Vib erum sjálfir fullfærir um aö vernda þá Rússa sem búa í Úkraínu: Þeir eru ríkisborgarar Úkraínu, ekki Rússlands. En þú getur ekki neitað því að fjöldi Rússa á Krímskaga vill að- skilnað frá Úkraínu. - í byrjun júní leystum vib Boris Jeltsín þessa deilu í Sotsjí í eitt skipti fyrir öll — Krímskagi er og verður hluti Úkraínu. Margir af þingmönnum Dú- munnar í Moskvu líta málið allt öðmm augum. Þeir sjá það sem lágmarkskröfu að Sevastopol, mik- ilvœgasta hafharborgin, verði undir stjóm Rússlands. - Látum þá bara krefjast þess. Þaö eina sem þeir uppskera af aö Boris Nikolajevitsj hefur ákveðna veikleika. Það er ákaflega mildur dómur. Jeltsín ber ábyrgð á blóðbaðinu í Tsétséníu og með því að fyrírskipa árásina á sjúkrahúsið í Bú- djenovsk hefur hann fjölda gísla á samviskunni. - Ég styö ekki allar aðgerðir hans. Æðsta boðorðiö hlýtur alltaf að vera aö forðast blóðsút- hellingar. Ég aðhyllist samn- ingaleiðina. Enda leystum viö deiluna um Svartahafsflotann á endanum með samningavið- ræöum. Sagan segir að leiðtogafundur ykkari Sotsjí hafi nœstum því far- ið út um þúfur. - Ég get ekki annað en undir- strikaö að gagnvart Úkraínu hefur Jeltsín hegðað sér á upp- byggilegan hátt. Öfugt við marga stjórnmálamenn í Moskvu þjáist hann ekki af stór- rússneskri þjóðrembu. í Sotsjí komumst við Boris Nikolajevitsj aö samkomulagi um aö rúss- neski flotinn megi áfram hafa bækistöðvar sínar í Sevastopol, en að borgin verði ekki öll eins og hún leggur sig gerð að flota- stöb. Um þessa útfærslu höfum við verib að glíma í þrjú ár. Er þetta upphafið að vináttu- sambandi? - Viö ætlum aö hittast einu sinni í mánuöi til að skiptast á skoöunum og ræða vandamál- in. Til dæmis hringdi hann í mig fyrir rúmri viku til ab segja mér ítarlega frá því sem fram fór á leiötogafundi iðnveldanna sjö í Halifax. Ætlarðu að standa við loforð þitt um að loka kjamorkuverinu í Tsémóbyl innan fimm ára? - Ef Úkraína fær ekki fullnægj- andi fjárhagsaðstoð er útilokað ab búið verði að loka verinu ár- ið 2000. Samkvœmt úttekt ESB er haetta á kjamorkuslysi ef jarðskjálfti verður í Úkraínu, og það yrði a.m.k. jafh slaemt og slysið sem varð fýrir níu ámm. Geturðu tekið ábyrgð á því? - Það er augljóst að Úkraína getur ekki leyst það vandamál upp á eigin spýtur. Ef Evrópu- búum finnst sér svo ógnað af Tsérnóbyl, þá verba þeir í fullri alvöru að taka þátt í aö finna lausn. 40 prósentum af allri orkuþörf Úkraínu er fullnægt af kjarnorkuverum. Þar af fullnæg- ir Tsérnóbyl 5%. Við þurfum á þessari orku að halda, við getum ekki stöðvað starfsemi kjarn- orkuveranna án þess að eitt- hvaö komi í staðinn. Ég hef tek- ið mína pólitísku ákvörðun: Tsérnóbyl verður ekki lokaö nema fullnægjandi lausn finn- ist á félagslegum og efnahags- Iegum hliöum vandans í heild. Þvert á móti: Þá gerum viö end- urbætur á orkuverinu með lang- varandi starfsemi þess í huga. Þú krefst fjögurra milljarða doll- ara fyrir að stöðva starfsemina. - Ég veit ekki hvaðan þessi tala er komin. Viö höfum aldrei nefnt hana, en viö vonumst til þess að fá stórar upphæðir. Félagslegt og þjób- ernislegt sprengi- efni / Úkrainu er bceði félagslegt og þjóðemislegt sprengiefhi, ekki síð- ur en í Júgóslavíu. Einhverju sinni varaðirðu við því að Úkraína gceti átt á hcettu að fara „júgóslav- nesku leiðina". -Ef þetta sprengiefni verður ekki gert óvirkt í tæka tíð verða afleiöingarnar sífellt dýrkeypt- ari. En í Úkraínu er ekki lengur hætta á klofningi eins og í Júgó- slavíu — ég er forsetinn, ég ætti ab vita þaö. Að vísu eru námu- verkamenn að hóta verkföllum. Og ástandið í austurhluta lands- ins á eftir að versna. Hvemig cetlarðu að bregðast við því? - Viö getum ekki verið að eyða tíma okkar í einhver verkefni til að kaupa okkur vinsældir. Viö látum aldrei kúga ríkið til að gefa eftir: Sá sem leggur niður vinnu fær engin laun. Óhag- kvæmum fyrirtækjum verður lokaö. Það eiga eftir að verða miklir og kröftugir jarðskjálftar í þjóðfélaginu — en okkur stend- ur engin önnur leið til boba. í þrjú ár trassaði forveri minn að hrinda af stað endurbótum, all- ir okkar varasjóbir eru uppurnir. Ef þú grípur til svo harkalegra ráðstafana þá minnka vinsceldir þínar vemlega. Hefurðu engan áhuga á að ná kosningu aftur? - Ég er ekkert að hugsa um næstu kosningar. Ég efast ekki um það eitt augnablik að mín pólitíska stefna er sú rétta. Það er bara mitt hlutskipti að taka óvinsælar ákvaröanir, annars verður allt bara ennþá verra — við höfum t.d. ekki lengur efni á því að greiða niður gasverð til einstaklinga. Sem forscetisráðherra Úkraínu sagðirðu afþér árið 1993 ... - Núna er ég forseti Úkraínu. Það er nokkurn veginn það versta hlutskipti sem hægt er að leggja á nokkurn mann. Ég myndi óska ykkur hvers sem er, nema ekki þess! Ég á ekkert líf eftir handa sjálfum mér. Klukk- an átta byrja ég að vinna, og ég kemst aldrei út úr skrifstofunni minni fyrir klukkan ellefu á kvöldin. En samt kemur alls ekki til greina að segja af mér: Ég verð að bera þennan kross, enda er ég kosinn til þess af þjóöinni. Kosningar núna myndu þýða óstöðugleika og hrun ríkisins. En stundum hlýturðu að sakna þess að geta ekki dregið þig í hlé og lifað þínu lífi? - Stundum? Á hverjum ein- asta degi. ■ NATO gerir árás á Serba Herþotur NATO gerbu í gær árásir á Bosníu-Serba sem höfðu ítrekab neitaö aö hætta árásum sínum á griöasvæði Sameinuðu þjóðanna í Sre- brenica. Árásirnar voru gerö- ar að beiðni Sameinuöu þjóð- anna eftir að hollenskir frið- argæslulibar höföu orðib fyrir árásum frá Bosníu- Serbum. Internetið aö yfir- fyllast? 20 milljónir manna hafa nú aðgang að Veraldarvefn- um og í hverjum mánuöi skiptast þeir á upplýsingum sem samsvara 30 milljón 700 síðna skáldsögum. Notend- unum fer sífellt fjölgandi og ef svo fer sem horfir verður upplýsingastreymið oröið meira en netið ræbur við inn- an fárra ára. Notendur eru þegar farnir að kvarta undan því aö kerfiö vinni of hægt. Lausnin gæti orðiö sú að greiöa þurfi fyrir aögang aö netinu, a.m.k. fyrir þá sem ætla sér aö nota plássfrekar upplýsingar á borö við mynd- ir og hljób. Jeltsín á sjúkrahús Boris Jeltsín var fluttur í skyndingu á sjúkrahús í gær vegna heiftarlegra verkja fyrir hjarta. Hann er þó sagður hafa náð sér fljótt og hélt áfram aö sinna skyldustörf- um sínum á sjúkrahúsinu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.