Tíminn - 20.07.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.07.1995, Blaðsíða 6
6 mi »-itri>trititr raKnrwljBíriinrB. Fimmtudagur 20. júlí 1995 UR HERAÐSFRETTABLOÐUM Irilla- ot MflrilnfitliiM á \aiarmtijam KEFLAVIK Sólbrekkur vib Seltjörn: Framtíbar-úti- vistarsvæbi Eitt af stærri verkefnum nýja bæjarfélagsins er upp- bygging á Sólbrekkum, en svo nefnist svæöiö viö Sel- tjörn sem veriö hefur um ára- bil eitt þaö gróöursælasta á Suöurnesjum. Aö sögn Þórar- ins Þórarinssonar yfirflokks- stjóra er ætlunin að gera Sól- brekkur að útivistarsvæöi fyr- ir íslendinga. „Elstu trén eru milli 40 og 50 ára gömul og svæöiö hefur fengið að vaxa villt þar til fyrir tveimur ár- um, en þá hófst hér gróður- setning. í fyrra má segja aö svæðið hafi breytt um ásýnd og er nú orðið vel boðlegt til útiveru." Þórarinn hefur ásamt Andr- ési Guömundssyni flokks- stjóra haft umsjón með plöntun trjágræölinga á svæöinu. „Hér eru 12 manns fastráðnir yfir sumartímann, en 40- 50 krakkar frá vinnu- skólanum eru hér hverju sinni og fá faglega tilsögn í gróöursetningu meöan þeir eru hér. Núna höfum viö plantað um 20 þús. græðling- um, sem er svipað og í fyrra, en áætlaö er aö planta niöur 60 þús. græðlingum. Uppi- staöan er víðir, elri og birki, en einnig er gróðursett greni, fura, lerki, alaskaösp og fleira," sagði Andrés. „Útivistarsvæðiö í Sól- brekkum er fyrst og fremst fyrir íslendinga. Fólk hér á Reykjanesinu hefur ekki marga svona staöi til að fara á. Viö höfum fengið töluvert af hópum hingað, bæöi frá Suöurnesjunum og úr Reykjavík. Mikil vinna er lögö í að þjónusta erlenda feröamenn, en of lítið er hugað aö innlendum feröa- mönnum," sögðu þeir Þórar- inn og Andrés í samtali viö blaöa'mann Víkurfrétta á sól- ríkum mánudegi í Sólbrekk- um. Fjórir tímar á dag í Leifsstöb Á Suöurnesjum eru rekin tvö faifuglaheimili. Annað er opið yfir sumarmánuðina í Gagnfræðaskólanum í Njarö- vík, en hitt er rekið allt árið og er við Njarövíkurbraut í Innri- Njarövík. Það eru þrjár systur úr Þórarinn Þórarinsson og Andrés Cuömundsson standa efst íSólbrekkum og líta yfir svœöiö. Búiö er aö gróöursetja á stóru svceöi og sem dæmi má nefna aö birkiplöntur, sem gróöursettar voru handan Seltjarnar ífyrra, þrífast vel í dag. Sandgerði, þær Guörún, Lilja Björk og Sigurborg Andrés- dætur, sem hafa boðið ferða- mönnum ódýra gistiaðstöðu í meira en tvö ár. „Erfiðasti þátturinn í þessum rekstri er markaðssetningin. Við förum á hverju kvöldi kl. 8 til 12 í Leifsstöö til að taka á móti ferðamönnum og dreifa bæk- lingum," sagði Guðrún. Youth Hostel Strönd heitir farfuglaheimili systranna og er það hluti af stórri keðju farfuglaheimila, Internation- al Youth Hostel Link. „Hingað kemur fyrst og fremst fólk sem vill hugsa um peningana sína. Það get- ur farið á tjaldstæðin og borgað 600 kr. eða komið hingað og fengið svefnpláss, eldhúsaöstöðu, aðgang að sturtu og snyrtingu fyrir 1000 kr. Þjóðverjar eru stærsti viðskiptahópurinn okkar, en fólk frá Norður- löndum kemur einnig í mikl- um mæli. íslendingar eru farnir að nýta sér farfugla- heimilin meira en áður. Fólk kemur utan af landi í ferm- ingar og þess háttar og vill ódýra gistingu og þá er far- fuglaheimili ágætur kostur. Aðsóknin hefur verið ágæt og ætti að standa undir rekstri, svo lengi sein fleiri bætást ekki við. Það var mikil lægð í júní, en það er eitthvað að birta til," sagði Guðrún Andr- ésdóttir, ein af eigendum Strandar, í samtali við Víkur- fréttir. AKUREYRI Naggar — nýir skyndibitar Innlendi markaðurinn er ekki síöur mikilvægur en þeir Guörún og Lilja Björk Andrésdœtur reka farfuglaheimiliö Strönd í Innri- Njarövíkum. erlendu og er Sláturhús KÞ ab undirbúa komu nýrrar vöru á innanlandsmarkað. Það sem um ræðir, eru tilbúnir skyndibitar úr formuðu lambakjöti og eiga þeir að heita „Naggar". Ásgeir Bald- urs, markaðsstjóri hjá Slátur- húsinu, segir að eingöngu frampartar séu notaðir í Naggana. „Bitarnir eru 50% vöðvar og 50% hakkefni, sem er blandaö saman og formað með náttúrulegum bindiefn- um. Þeir haldast því vel sam- an, en eru alls ekki seigir. Bit- arnir eru alveg beinlausir, þeir eru forsteiktir og tekur um tíu mínútur að elda þá í ofni." Ásgeir segir að bitarnir hafi verið kynntir fyrir verslunar- eigendum bæði í Reykjavík og hér norðanlands, og hafi þeir fengið mjög góðar undir- tektir. „Afdráttarlaust hefur mönnum líkað þetta mjög vel og eru spenntir fyrir þessu," segir Ásgeir og upp- lýsir að Naggarnir verbi lík- lega komnir í hillur verslana eftir tvær vikur. Sláturhús KÞ: Lambakjöt á tveggja vikna fresti til Banda- ríkjanna Sláturhús Kaupfélags Þing- eyinga hefur hafið regluleg- an útflutning lambakjöts til Bandaríkjanna og er reiknað með að senda þangaö um 14 tonn á tveggja vikna fresti. Einnig er Sláturhús KÞ að hefja markaðssetningu á nýrri vöru innanlands, svo- kölluðum „Nöggum" sem eru skyndibitar úr lamba- kjöti, og gætu þeir farið að sjást í búðum fljótlega. Útflutningurinn er á veg- um Kjötumboösins hf., en kjötið er frá Sláturhúsi Norð- ur-Þingeyinga. „Fyrsta prufu- sendingin fór út í maí," segir Haraldur Haraldsson, að- stoðarmaður sláturhússtjóra, „og kjötið er búið að vera bæbi í verslunum og veit- ingahúsum á New York- svæðinu. Alls hafa farib þrjár sendingar frá okkur í skips- gámum, svona 14 tonn í hverri sendingu. Þetta er mjög vel verkaö kjöt og pakkað í neytendaumbúbir." Haraldur segir að nú sé ætlunin að þessar sendingar verði reglulega á tveggja vikna fresti a.m.k. í nokkra mánuði og hefur hann ekki heyrt annað en að vel hafi gengiö að selja kjötið. Nýja vegmerkingin viö Botnsá í Hvalfiröi. Ný merki við allar einbreiðar brýr Vegagerðin er byrjub að skipta um abvörunarmerki við einbreiöar brýr. Hingað til hafa sömu merki gefið til kynna hvar vegur mjókkar og hvar einbreið brú er fram- undan, en ab sögn Björns Ól- afssonar hjá Vegagerðinni eru óhöpp vib mjóar brýr svo tíð ab ástæða er talin til ab hafa sérstök merki við þær. „Við erum ekki aðeins að skipta um merki við brýr, held- ur erum við ab bæta merkingar og fjölga þeim. Hingað til hafa merkingar aöallega verið við brýr þar sem vegir eru með bundnu slitlagi, en nú ætlum við að merkja allar brýr, Iíka þar sem malarvegir eru," segir Björn. „Við stefnum að því að breyta merkingum við 300-400 brýr á þessu sumri, en ljúka verkinu síðan á næsta ári. Hversu margar brýrnar eru alls veit ég ekki nákvæmlega, en ætlunin meb þessúm breyting- um er að undirstrika sérstaklega að brú sé framundan, vegna þess ab það hefur verið svo mikið um óhöpp vib einbreiðar brýr og menn vara sig ekki nógu vel á þeim. Við fómm þá leið að taka upp nýtt merki, í þeirri von að vekja enn betur athygli á þeim," segir Björn Ól- afsson að lokum. ■ Merkingar við einbreiðar brýr Nö cí fymhugað að gcra $crj.tak átak. i að bæia xncrkingjir víð cmhrciðar brýr. Tíl þchsa hafa vcrið r.oluö víðvörtmarmcrkín „vcgur nýókxar (Al4.ll) en rní vcrðurþcím skipi i1t lyrírsmnscu mcfki, j>.c. „önnurhælur iA90.11) og „cínbrcið brtV' (J42.! 3). Vouir starnía lil að þessar mcrkingar verði grcinilegri og nái frckar alliygli ökuuuinna. ~> verður ~> Elisabet Gunnarsdóttir, leikstjóri júnímánabar, meb leikstjórastólinn. Leikstjóri mánabarins Nu stendur yfir verðlaunasam- keppni ungs fólks á vegum ís- lensks mjólkuribnaöar um bestu mjólkurauglýsinguna 1995, „Mjólkin í sinni bestu mynd". í hverjum mánuði er dreginn út leikstjóri mánabarins úr hópi þeirra sem sent hafa inn tillögu aö mjólkurauglýsingu, og kom þab í hlut Elísabetar Gunnars- dóttur, 12 ára, að vera útnefnd leikstjóri júnímánaöar. Hún hlýt- ur því að gjöf sérstakan leikstjóra- stól. Verðlaunasamkeppnin heldur áfram og lýkur ekki fyrr en 1. október. Þá verða veitt verölaun í öllum aldursflokkum: mynd- bandstökuvélar frá Sharp. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.