Tíminn - 20.07.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.07.1995, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 20. júlí 1995 wmww r, f n Gísli Hjörleifsson Gísli Hjörleifssoti, bóndi í Utmar- holtskoti, Hrunamatmahreppi, fœddist 10. júní 1923 í Unnarholt- skoti. Hantt lést á Borgarspítalanum þann 6. júlí sl. Foreldrar hans vom hjónin Helga Gísladóttir húsfreyja og Hjörleifur Sveinsson, bóndi í Unnarholtskoti. Systur Gísla eru Dóra, búsett í Unnarholtskoti, og Valgerður, búsett í Reykjavík. Hinn 1. júlí 1950 gekk hatm að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Helgu Runólfsdóttur, f. 18. sept. 1927. Helga var fædd og uppalitt á Fáskrúðsfirði. Foreldrar hennar voru hjónin Guðlaug Eiríksdóttir og Run- óifur Guðtnundsson. Böm Helgu og Gísla em: Guðlaug f. 1947, d. sama ár; Hjörleifur f. 1948, maki Sigþrúður Siglaugsdótt- ir; Guðlaug f. 1955, maki Guð- mundur Þórðarson; Hildur f. 1960, tnaki Kristján Rafii Heiðarsson; Unnar f. 1962, tnaki Hjördís Harð- ardóttir. Bamabömin em 14 talsins og bamabamabömin eru 5. Útfór Gísla fór fram frá Hruna- kirkju fóstudaginn 14. júlt sl. Góöur, traustur vinur og sveit- ungi, Gísli Hjörleifsson, Unnar- holtskoti, er látinn. Hann hafði lengi átt við mikla vanheilsu að stríða og að lokum beið hann lægri hlut fyrir þeim vágesti, þrátt fyrir mikið sálarþrek. Utför hans fór fram frá Hrunakirkju, föstu- t MINNING daginn 14. júlí sl., að viðstöddu miklu fjölmenni. Á slíkum stundum er margs að minnast og margs að sakna, og löngunina til að stinga niður penna veröur að framkvæma. Gísli var fæddur 10. júní 1923, foreldrar hans voru Helga Gísla- dóttir og Hjörleifur Sveinsson. í Unnarholtskoti ólst Gísli upp með foreldrum og tveim systrum, Dóróþeu og Valgerði. Æskuheim- ili þeirra hefur og eflaust verið mannmargt, eins og svo algengt var í þá daga, og unga fólkinu kennd réttu handtökin við bú- störfin svo fljótt sem tímabært þótti. Gísli hóf búskap á föðurleifö sinni ásamt konu sinni, Helgu Runólfsdóttur, en þau jgengu í hjónaband 1. júlí 1950. I Unnar- holtskoti bjuggu þau hjónin miklu myndar- og rausnarbúi. Þar andaði að aðkomumanni gest- risni og hlýja húsbændanna. Helga og Gísli eignuðust fimm börn. Elstu dóttur sína, Guð- laugu, misstu þau aðeins fárra daga gamla; þá er Hjörleifur, bú- settur á Akureyri, Guðlaug, búsett í Bandaríkjunum, Hildur, búsett í Hafnarfirði, og Unnar, bóndi í Unnarholtskoti. Við, sem þessar línur ritum, er- um þakklát fyrir að hafa átt Gísla aö samferðamanni. Hann var mikill félagshyggju- og sam- vinnumaöur. Honum var það vel ljóst hversu mikilvægt það er, ekki síst fyrir bændur, að standa sameinaðir. Gísli vann að margvíslegum fé- lagsmálum fyrir sveit sína og hér- að. í fyrstu var hann í stjórn Ung- mennafélags Hrunamanna og vann þar mikið og óeigingjarnt starf. Hann var í sveitarstjórn í 12 ár og lét þar mikið tii sín taka, m.a. í afréttarmálum. Seinni árin starfaði Gísli talsvert í Félagi eldri borgara og vann þar m.a. við bók- band, en Gísli átti stórt safn blaða og tímarita, og margt af því batt hann inn og færði bókasafni sveitarinnar aö gjöf. Út á við kom Gísli víða við. Hann var í stjórn Kaupfélags Ár- nesinga. Og nú síðustu ár endur- skoðandi Sláturfélags Suöurlands, en því starfi gegndi hann þar til síðastliöið vor. Gísli lá aldrei á skoðunum sín- um, hann var ákveðinn fram- sóknarmaður og góður liðsmaður þar. Oft spjölluðum vib um pólit- íkina, félagskerfi okkar í bænda- stétt og fleira sem hið daglega amstur snerist um. Oft vorum við sammála, en þó komu á stundum upp fjörugar umræður og skoð- anaskipti. Þegar þannig stóð á, fór Gísli á kostum. Kom þá félags- þiroski hans berlega í ljós, hann hafði þann góöa hæfileika aö virða annarra skoðanir og vilja ræða málin á sanngjarnan og rök- fastan hátt. Það var ekki síður í slíkum tilvikum sem góða við- mótið og hlýja brosið hans Gísla kom svo vel í ljós og verður okkur ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, er við minnumst hans með virð- ingu og þökk. Elsku Helga, við sendum þér og öðrum aðstandendum innileg- ustu samúðarkveöjur. Bubba og Magnús DAGBOK IUVJ\yVAAJVAAJUVAAJ| Fimmtudaqur 20 201. daqur ársins -164 daqar eftir. 29. vika Sólris kl. 03.54 sólarlag kl. 23.11 Dagurinn styttist um 6 mínutur Regnboginn sýnir Bye, Bye Love í dag, fimmtudag, frumsýnir Regnboginn gamanmyndina Bye, Bye Love sem hlotið hefur íslenska nafnið Ástir einstæðra feðra. í aðalhlutverkum eru þeir Matthew Modine, Randy Quaid og Paul Reiser. Leik- stjóri myndarinnar er Sam Weizman (D2: The Mighty Ducks, Brooklyn Bridge). Bye, Bye Love segir frá vinun- um Dave, Donny og Vic, sem allir eru fráskildir og einstæðir feður. Líf þeirra snýst um þetta hlutskipti og þeir eiga miserf- itt með að koma fótunum undir sig þegar fjölskyldulífið er fyrir bí. Dave á þrjú ung börn, gullfallega kærustu og fullt af sénsum, Donny á í erf- iðleikum með samskiptin við unglinginn dóttur sína og sér einlæglega eftir mömmu hennar, en Vic sér nákvæm- lega ekkert eftir sinni fyrrver- andi — en þeim mun meira eftir börnunum og hundinum — og samskiptin við hitt kyn- ið eru í besta falli afar strjál. Um hverja helgi hittast vinirn- ir og njóta samskiptanna við börnin, skiptast á kveðjum við fyrrum eiginkonurnar og gera síðan eitthvað skemmtilegt! Hljómsveitin SSSól. En eina helgina gekk allt á aft- urfótunum ... SSSól — Sólbruni '95: Spilab á Hnífsdal á laugardag Hljómsveitin SSSól heldur áfram tónleikaferð sinni Sól- bruna '95 og nú er stefnan tek- in á Vestfirðina; þetta er eina skiptið sem sveitin kemur þar við á þessu ári. Dansleikurinn verður í félagsheimilinu í Hnífsdal laugardagskvöldið 22. júlí. Nú styttist í lok tónleika- ferðarinnar Sólbruna og er þetta í raun síðasta ball sveit- arinnar á árinu undir þessum merkjum, ef frá er talinn ísa- fjörður 22. júlí og verslunar- mannahelgin nk. Lagið „Mér var svo kalt" eft- ir söngvara sveitarinnar, Helga Björnsson, er nú eitt vinsæl- asta lagið á íslenska listanum og annað lag, „Fullorðinn", er væntanlegt á öldur ljósvakans þegar nær dregur verslunar- mannahelgi. SSSól verbur í Miðgaröi í Skagafirði á föstudags- og laugardagskvöld um verslun- armannahelgina. Þar verður mikil sólblóma-, fantasíu- og nostalgíuhátíð, sem stendur þessa tvo daga. Meira verður sagt frá henni síðar. A sunnudagskvöldið verður sveitin svo á Kili, Kirkjubæjar- klaustri, ásamt Björk, Prodigy og fleiri listamönnum. Snædís Úlriksdóttir sýnir ■ Gallerí Greip Laugardaginn 22. júlí kl. 16 opnar í Gallerí Greip, Hverfis- götu 82, sýning á verkum eftir Snædísi Úlriksdóttur hús- gagnahönnuð. Á sýningunni verða húsgögn sem Snædís hefur unnið að á síðustu mán- uðum. Snædís lauk mastersnámi frá Royal College of Art í London 1993 og hefur rekið stúdíó þar í borg síðan. Þetta er fyrsta einkasýning Snædísar, en hún hefur tekið þátt í samsýning- um í Bretlandi. Sýningin stendur til 6. ágúst og verður opin alla daga frá 14-18, nema mánudaga. APÓTEK Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka f Reykjavík (rá 14 tll 20. Júlf er f Apótekl Austurbæjar og Brelóholts apótekl. Það apótek sem fyrr er netnt annast eltt vörsluna Irá kl. 22.00 að kvöldl tll kl. 9.00 að morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefnar f sfma 16888. Neyðarvakt Tannlæknafélags islands er starfrækt um helgar og á stórhátíðum. Símsvari 681041. Hafnarfjörður: Hafnarfjaröar apótek og Noróurbæjar apó- tek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00. Upplýsingar í símsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartima búða. Apótekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið í þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00-12.00 og 20.00- 21.00. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bakvakt. Upplýs- ingar eru gefnar i sima 22445. Apótek Keflavfkur: Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna fridaga kl. 10.00-12.00. Apötek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00- 18.00. lokaó í hádeginu milli kl, 12.30-14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opiö til kl. 18.30. Opið er á laug- ardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 16.30. Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apótekið er opið rúmhelga daga kf. 9.00- 18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. ALMANNATRYGGINGAR 1. júlí 1995 Mina&argreféslur Elli/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 12.921 1 /2 hjónalífeyrir 11.629 Full tekjutrygging ellilífeyrisþega 29.954 Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega 30.793 Heimilisuppbót 10.182 Sérstök heimilisuppbót 7.004 Barnalífeyrir v/1 barns 10.794 Meölag v/1 barns 10.794 Mæbralaun/febralaun v/1 barns 1.048 Mæbralaun/febralaun v/ 2ja barna 5.240 Mæbralaun/feðralaun v/ 3ja barna eða fleiri 11.318 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaba 16.190 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða 12.139 Fullur ekkjulífeyrir 12.921 Dánarbætur í 8 ár (v/ slysa) 16.190 Fæðingarstyrkur 26.294 Vasapeningarvistmanna 10.658 Vasapeningar v/ sjúkratrygginga 10.658 Daggreibslur Fullir fæðingardagpeningar 1.102,00 Sjúkradagpeningar einstaklings 552,00 Sjúkradagp. fyrir hvert barn á framfæri 150,00 Slysadagpeningar einstaklings 69C,D0 Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framfæri 150,00 í júlí er greidd 26% uppbót vegna launabóta á fjárhæðir tekjutryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbótar. Uppbótin skerðist vegna tekna í sama hlutfaíli og þessir bótaflokbr skerðast. GENGISSKRÁNING 19. Júlf 1995 kl. 10,53 Opinb. viðm.gengi Gengl Kaup Sala skr.funr' r Bandarfkjadollar 62,83 63,01 62,92 Sterlingspund ....100,20 100,46 100,33 Kanadadollar 46,11 46,29 46,20 Dönsk króna ....11,653 11,691 11,672 Norsk króna ... 10,202 10,236 10,219 Sænsk króna 8,769 8,799 8,784 Finnsktmark ....14,840 14,890 14,865 Franskur franki ....13,034 13,078 13,056 Belgfskur franki ....2,2046 2,2122 2,2084 Svissneskur franki.. 54,34 54,52 54,43 Hollenskt gylllni 40,47 40,61 40,54 Þýsktmark..... 45,36 45,48 45,42 Itölsk Ifra .0,03878 0,03893 0,03884 Austurrfskur sch 6,447 6,471 6,459 Portúg. escudo ...0,4306 0,4324 0,4315 Spánskur peseti ...0,5242 0,5264 0,5253 Japansktyen ...0,7177 0,7199 0,7188 ...102,95 103,37 103,16 Sérst. dráttarr 97,82 98^20 98’01 ECU-Evrópumynt 83,94 84,24 84,09 Grfsk drakma ...0,2790 0,2800 0,2795 BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 568-6915 AKUREYRI 461-3000 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.