Tíminn - 20.07.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.07.1995, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 20. júlí 1995 'SrWWf IfWW 7 Um 4,4 milljaröa velta í fasteignasölu á höfuöborgarsvceöinu á 7. ársfjóröungi líkt og ífyrra: Fermetraverö orðið 20% hærra í 2ja en 4ra herbergja íbúðum Velta á fasteignamarkabi höf- uöborgarsvæöisins nam tæp- lega 4,4 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 1995, sam- kvæmt mælingum Fasteigna- mats ríkisins, eöa örlitlu meiri (2%) en á sama tímabili árið áður. Seldar eignir eru vænt- anlega heldur fleiri í ár, því verð hefur lækkab nokkub, nema á minnstu eignunum. Tveggja herbergja íbúðir eru þær einu sem hafa heldur hækkað að nafnverði milli ára og raunar í mörg ár. Fermetra- verb er nú orðiö 20% hærra í þeim en í 4ra herbergja íbúb- um, í stað 11% ári ábur. Fjög- urra herb. íbúbirnar hækkuðu nefnilega töluvert milli '93 og '94, en hafa síðan lækkab meira en þær minni (7%). Fer- metraverð í 3ja herbergja íbúöum varð aftur á móti hæst 1993, en hefur lækkað um samtals 5% á tveim árum. Eins og þessar tölur (sem allar miðast vib verð á 1. fjórðungum umræddra ára) bera með sér, geta verðbreytingar verið mjög mismunandi eftir stærð íbúða, frá einum tíma til annars. Verð- hækkun eða verðlækkun fer þá oft eftir því hvaða forsenda er valin. Sú virðist samt raunin að smæstu íbúðirnar og raunar líka smæstu einbýlis/raðhúsin hafi jafnaðarlega hækkað meira en stærri íbúðir og hús. Svo litið sé á þróun yfir lengra tímabil, eða frá 1. ársfjórðungi 1990, þá hafa 2ja herbergja íbúðir hækkað um 23% og 3ja herbergja um 22%, eða heldur meira en lánskjaravísitalan, sem hækkaði um 21% á þessu 5 ára tímabili. Verð 4ra herbergja íbúöá hækkaði aðeins 17% á Hildur og Katrín í Perlunni Listdanssýning verbur haldin í Perlunni laugardaginn 22. júlí kl. 15.00 og 16.30 og sunnudaginn 23. kl. 15.30. Þar mun fólki gefast tækifæri til ab sjá unga dansara sýna nútíma og klassískan ball- ett. Á mebal dansara koma fram Hildur Ottósdóttir og Katrín Johnson, sem eru hér í stuttri heimsókn frá Stokkhólmi þar sem þær stunda dansnám vib Konunglega sænska ballettinn. Meðal annars mun Hildur dansa sólódans úr Don Quijote og Katrin sólódans úr Carmen. Ungur dans- ari, Guðmundur Helgason úr ís- lenska dansflokknum, sýnir sól- ódans. Við munum einnig fá tæki- færi til að sjá Tinnu Grétarsdóttur dansa áður en hún pakkar niður og heldur til Óslóar til frekari mennt- unar í dansi. Einnig kemur fram fjöldinn allur af ungum dönsurum úr Listdansskóla íslands. Tveir nýir ballettar hafa verið samdir sérstaklega fyrir þennan viðburð. Annar þeirra er saminn af ungum sænskum danshöfundi, Palle Dyrvall, sem starfar núna meö Efva Lilja dansproduction í Stokkhólmi. Verk Palle er skemmti- legt og ferskt og gefur okkur hug- mynd af því sem er að gerast í nú- tímaballett í Evrópu í dag. Hinn ballettinn er saminn af David Greenall, sem er okkur öll- umj>ð góðu kunnur fyrir störf sín hjá íslenska dansflokknum og í þágu ungra dansara hjá Listdans- skóla íslands. David er stjórnandi þessarar uppsetningar. ■ sama tíma. Meðalverð á fermetra á 1. fjórðungi þessa árs var eftirfar- andi: 2ja herbergja 87.200 kr. 3ja herbergja 78.700 kr. 4ra herbergja 72.400 kr. Útreikningar Fasteignamats- ins sýna einnig mjög mikinn verðmun eftir aldri íbúðanna og gæðum. Af þeim hátt í 700 tveggja herbergja íbúðum, sem skiptu um eigendur á höfuð- borgarsvæðinu í fyrra, þá seld- ust 15% þeirra á lægra verði en 71.500 kr. m2 og önnur 15% á Frá Stefáni Gíslasyni, fréttaritara Tímans á Hólmavík: f vor fór Hilmir ST-1 frá Hólma- vík í sína síbustu veibiferb, og verbur báturinn nú úreltur. For- svarsmenn útgerbarinnar og hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps hafa tekib upp vibræbur um varb- veislu bátsins, og er verib ab skoba hvernig best verbi stabib ab því verkefni. Hilmir var fjórða elsta skipið í fiskveiöiflota íslendinga, þegar honum var lagt í vor. Hann er 28 tonna eikarbátur, smíðaður í Kefla- vík 1942 og hefur verið gerður út frá Hólmavík samfellt frá 1945 eöa 1946. Báturinn var upphaflega í eigu Guðmundar Guðmundssonar skipstjóra, og síðar Guðmundar Guðmundssonar hf., þannig að sömu aðilar hafa gert bátinn út allt frá því að hann kom til Hólmavík- ur. Útlit bátsins og innréttingar eru að verulegu leyti upprunalegar. Þó hefur verib skipt um stýrishús, og mun upphaflega húsið ekki vera til lengur. Skutur bátsins er með því Iagi sem tíðkaðist á smíðatímanum og fram á 7. áratuginn, en sést óvíða núorðið. Bátar á aldur við Hilmi eru sjald- séðir. Þar ræður nokkru sú regla sem gilt hefur, að úrelta báta þurfi aö brenna eða eyðileggja með öðr- meira en 100.000 kr. m2. En 70% íbúðanna voru síðan á verði þarna á milli. Aldurinn hefur þarna mikið að segja, en þó langt frá allt. Af um 50 ára gömlum 2ja herb. íbúðum voru 15% á verði undir 63.000 kr. á m2, önnur 15% á verði yfir 96.000 m2, en hinar mitt á milli. Sömu hlutföll í nýj- um íbúöum (byggðum '90-'94) voru 15% undir 80.500 kr. (þ.e. lægra verði en márgar fimmtug- ar íbúðir), en dýrustu 15% íbúð- anna fóru á meira en 112.500 kr. á fermetra. Samsvarandi fjöl- um hætti. Haft hefur veriö á orbi, að meö þessu sé búið að brenna gat á sögu útgerðar á íslandi. Því hafa komið upp hugmyndir hjá forsvars- mönnum Guðmundar Guðmunds- sonar hf. og í hreppsnefnd Hólma- víkurhrepps um að varðveita bát- inn í núverandi mynd. Rætt hefur verið um að taka bátinn á land og breytni í verði kemur fram í öll- um stærðum íbúða og sérbýlis- húsa. Meðalverð á fermetra í einbýl- is- og raðhúsum á höfuðborgar- svæðinu er líka mjög mismun- andi eftir stærð. Þau örfáu hús, sem eru undir 100 m2, seljast á um 100 þús.kr. á fermetra að meðaltali. Fermetraverð í 100- 200 m2 húsum var 69.400 krón- ur núna á fyrsta ársfjórðungi, en aðeins 57.300 krónur í 200-300 m2 húsum og ennþá lægra í hús- um stærri en 300 m2, en þau eru mjög fá. ■ koma honum fyrir til sýnis á hafn- arsvæðinu á Hólmavík. Engar ákvarðanir hafa þó enn verið teknar í málinu, enda ljóst ab þarna er um veruléga framkvæmd að ræba. í því sambandi má geta þess, að báturinn ■vegur yfir 50 tonn, þannig að tölu- verðan útbúnað þarf til að lyfta honum upp úr höfninni. Kjöttromman, ný plata meö Exem Út er komin hjá Smekkleysu sm. hf. fyrsta .geislaplata dúettsins Exem, Kjöttromman. Exem skipa Einar Melax (m.a. áður í Kukl, Van houtens, Kókó o.fl.) og Þorri Jóhannsson (Inferno 5 o.fl.). Auk þess aðstoðuðu við gerð plötunnar fjöldi hljóbfæra- Ieikara og má þar nefna gítarleikar- ana Þór Eldon, K. Mána, Guð Krist og Birgi Mogensen á bassa. Um upptökur og hljóbblöndun sáu Andrew McKenzie og Már Gunn- laugsson. Exem kvaddi sér fyrst hljóðs í fyrrasumar með lagi og myndbandi í tilefni lýðveldisafmælisins; var þab söngurinn „Lifi lýðveldiö". Á plötuumslagi segir að tónlist Ex- ems byggi á þjóðlegum og fornum grunni með kvæðasöngli, föstum hægþungum takti og seiðandi sí- bylju. ■ Síðustu árin var Hilmir nær ein- göngu gerður út á rækjuveiðar: á innfjarðarækju á veturna og úthafs- rækju á sumrin. Nýr Hilmir hefur nú tekið við þessu hlutverki, en þegar þeim eldri var lagt festi út- gerðin kaup á stálbát, sem fengiö hefur sama nafn og umdæmis- númer og fyrirrennarinn. ■ Bœbi skipin, gamli Hilmir og sá nýi, saman vib bryggju á Hólmavík. Hilmi 5T- 7 frá Hólmavík lagt: Hugmyndir uppi um varðveislu bátsins Gamli Hilmir nýkominn úr síbustu veibiferbinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.