Tíminn - 20.07.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.07.1995, Blaðsíða 8
8 .Fimmtudagur 20. júlí 1995 Banatilrœdiö viö Mu- barak viröist cetla aö leiöa til þess aö er- lendir og innlendir andstœöingar bók- stafssinnaörar stjórn- ar Súdans sameinist um aö reyna aö steypa henni afstóli s Iframhaldi af banatilræö- inu viö Mubarak Egypta- forseta í Addis Ababa hef- ur athygiin á alþjóbavett- vangi beinst meb meira móti ab Súdan, víölendasta ríki Afríku. Egypskir rábamenn segja Súdansstjórn bakhjarl tilræbismannanna. Mubarak talar í stíl vib faraóa og segist ekki þurfa nema tíu daga til ab steypa valdhöfum Súdans. Hassan al-Turabi, andlegur ieibtogi („Khomeini Súdans") þeirra valdhafa og abalrába- maöur landsins í raun, segir á móti á ab allt vatn í Egypta- landi sé raunar súdönsk eign, þar eb þab komi meb Níl frá Súdan. I;rá því 1989 hafa herforingjar undir forystu Omars al-Beshir, sem telst forseti Súdans, og odd- vitar þarlendra bókstafssinna ráðiö því landi í félagi. Bókstafs- sinnar eru ríkjandi í því banda- lagi. Beshir er að sögn dansks fréttamanns „frekar klaufaleg- ur" og Mubarak kallar hann „ritara Turabis". Valdhafarnir hafa stofnað fyrir sig og sitt fólk ríkisflokk, sem heitir íslamska þjóðfylkingin (á ensku: Nation- al Islamic Front, skammst. NIF). Stórveldisdraumur Turabis Turabi er 63 ára gamall lög- fræðingur sem menntaðist í Bretlandi og Frakklandi. Aö sögn manna, sem hafa haft tal af honum, er hann fágaður í framkomu, málsnjall, fjörlegur, næstum alltaf brosandi og fliss- ar oft án sýnilegs tilefnis. Opin- berlega hefur hann enga stöðu á vegum stjórnarinnar. Mark hans og mib er að gera Súdan, eitt af fátækustu lönd- um heims, að forysturíki íslams, með þab fyrir augum aö allt ís- lam gangi bókstafsíslam á hönd, og leibandi ríki í Afríku. „Súdan er fyrsta landið, sem á róttækan hátt hefur endurupp- götvað sál sína og endurinnleitt íslam í mibju stjórnmálanna," hefur vestrænn fréttamaður eft- ir honum. Önnur íslamsríki seg- ir Turabi flest vera „í fullkom- inni mótsögn við íslam". Jafn- framt fer hann ekki leynt með ab Súdan, sem bæbi er araba- og Afríkuríki, eigi að útbreiða bók- stafsíslam út um Afríku sunnan Sahara. Það sé vel í sveit sett til ab útbreiöa bókstafsíslam í Afr- íku yfirleitt, þar eö það eigi landamæri ab níu ríkjum. í samræmi vib yfirlýsta stefnu sína hefur NIF-forystan gert land sitt að griðastaö og æfinga- og undirbúningssvæði fyrir „herskáa" bókstafssinna víða að úr íslam, sérstaklega þó frá Aust- urlöndum nær. En vestrænir fréttamenn kunnugir í Súdan segjast lítt veröa varir þar við byltingareldmóð hjá fólki al- mennt, a.m.k. í Kartúm, höfub- borg landsins. Á lýsingum / einu af úthverfum Kartúm: landiö viröist lítt til þess búiö aö veröa stórveldi. méiri hætta af nágrönnum sínum en nágrönnunum af henni. Og tilræðið við Mubar- ak, hvort sem NIF-forystan átti hlut ab því eba ekki, gæti orð- ib henni dýrt. Með stefnu sinni og greiðasemi við sam- tök, sem leggja fyrir sig skæru- hernab og hryðjuverk, voru Turabi og þeir félagar þegar fyrir nokkru búnir að koma sér út úr húsi hjá mörgum grann- landanna auk annarra, ekki síst Bandaríkjunum og ísrael. Svo er að sjá ab tilræðið hafi orðið ríkjum þessum, þ.á m. Saúdi-Arabíu, Eritreu, Eþíópíu og Úganda, hvati til þess að hafa aukið samráð um ráðstaf- anir gegn Súdansstjórn. Ríki þessi eru líkleg til aukins stuðnings við innlenda and- stæðinga Turabi-stjórnarinn- ar. Helstir þeirra eru nú blökkumenn í suðurhluta landsins, sem hafa síðan 1983 verið samfellt í sjálfstæðis- stríði gegn stjórnum í Kartúm, en til þessa fengið litla áheyrn hjá alþjóðasamfélaginu. Þá er að nefna Beja, hirðingjaþjóð norðaustanlands sem er í góðri aðstöðu til að rjúfa mik- ilvægustu samgönguleiðir landsins, járnbrautina og aðal- veginn frá hafnarborginni Port Sudan inn í land. Og loks herforingja nokkra sem kváðu undirbúa „vopnaða and- stöðu" í norðurhluta landsins frá bækistöðvum í Eritreu. Líka háir það Turabi að land hans hefur aldrei verið hátt skrifað meðal íslams og araba. Fréttamaöur hefur eftir göml- um kunningja (og fangelsisfé- laga, svoleibis heyrir til í stjórnmálunum þar) Turabis, að vandi hans sé ab „Araba- heimurinn hafi aldrei litið á Súdan sem annað en vanþró- aðan egypskan landshluta". Turabi eigi að því skapi erfitt uppdráttar meb að gera land sitt að forysturíki íslamsvakn- ingar. Hann láti allrahanda bókstafssinnum í té húsaskjól og land undir æfingabúði'r út um allt land, „því að annað hefur hann ekki upp á að bjóba". Súdanskir stjórnarliöar skaka vopnin. Hvaö sem því líöur er byltingareldmóöurinn sagöur takmarkaöur í Kartúm. sumra þeirra er meira að segja helst svo að skilja ab fólk í þeim stað sé áhugasamast um ab hafa það sem náðugast og skemmta sér þess á milli, enda séu Súdan- ir „félagslega sinnabir". Þrátt fyrir áfengisbann stjórnarinnar bmggi menn og drekki í gríð og erg. Þegar hóf sé haldið, sé regl- an að rába lögreglumann til að halda öörum lögreglumönnum í hæfilegri fjarlægö. Hann sitji á verbi viö dyr hússins, þar sem hófib er haldið, með kaup sitt, dunk með landa, milli hand- anna. Einkavæ’óing „skeggjanna^ Meb hliðsjón af efnahag Sú- dans virbist það og miöur vel til BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON þess búið aö verða stórveldi. 1989 hefbu 95% útflutnings- tekna þess farið í afborganir af skuldum erlendis — ef Súdan þá hefði staðið vib skuldbindingar sínar um greiðslur, sem þab gerði ekki. Og ekki mun það hafa batnað undir stjórn „skeggjanna" (eins og núver- andi landsstjórnendur em gjarnan kallaðir í Kartúm, í lág- um hljóðum). Spilling er þar landlæg, og NIF- stjórnin bætti ofan á það með einkavæbingu, sem er á þá leið að félagar í rík- isflokknum kaupa ríkiseignir „með góðum kjömm". Eftir því er ástandið á flestum sviðum. Bílar sjást þar varla nema dmslur, sem naumlega hanga saman, meira að segja stjórnarbyggingar em í niður- níðslu. Rafmagn í Kartúm fer á og af eftir því hvort hækkar eða lækkar í Níl og ab sögn eins vestræna fréttamannsins verða erlendu hryöjuverkamennirnir þar að notast við fjarskynjun, því að símakerfiö er ekki í lagi nema endrum og eins. Af um 25.000 súdönsku/n læknum eru ekki nema um 800 eftir í land- inu. „Vanþróaóur eg- ypskur landshluti" Að öllu samanlögðu mætti ætla að Súdansstjórn stafaði Bókstafstrúarríki í kröggum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.