Tíminn - 27.07.1995, Blaðsíða 10
10
Wimmu
Fimmtudagur 27. júlí 1995
Auglýsing
um aö álagningu opinberra gjalda á
árinu 1995 sé lokiö
í samræmi viö ákvæöi 1. mgr. 98. gr. laga nr.
75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt og 12. gr. laga
nr. 113/1990 um tryggingaiÖgjald, er hér meö aug-
lýst aö álagningu opinberra gjalda á árinu 1995 er
lokiö á alla aöila sem skattskyldir eru samkvæmt
framangreindum lögum, sbr. I. kafla laga nr. 75/1981
og II. kafla laga nr. 113/1990.
Álagningarskrár veröa lagöar fram í öllum skattum-
dæmum í dag, fimmtudag 27. júlí 1995, og liggja
frammi á skattstofu hvers skattumdæmis og hjá um-
boösmönnum skattstjóra í hverju sveitarfélagi dag-
ana 27. júlí til 10. ágúst aö báöum dögum meötöld-
um.
Álagningarseölar, er sýna álögö opinber gjöld 1995,
vaxtabætur og barnabótaauka, hafa veriö póstlagöir.
Kærur vegna allra álagöra opinberra gjalda, vaxta-
bóta og barnabótaauka, sem skattaöilum hefur veriö
tilkynnt um meö álagningarseöli 1995, þurfa aö hafa
borist skattstjóra eöa úmboösmanni hans eigi síÖar
en mánudaginn 28. ágúst 1995.
27. júlí 1995.
Skattstjórinn í Reykjavík. Cestur Steinþórsson.
Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi. Stefán Skjaldarson.
Skattstjórinn ÍVestfjaröaumdæmi. Elín Árnadóttir.
Skattstjórinn í Norburlandsumdæmi vestra. Bogi Sigurbjörnsson.
Skattstjórinn í Noröurlandsumdæmi eystra. Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi. Karl Lauritzson.
Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi. Hreinn Sveinsson.
Skattstjórinn í Vestmannaeyjum. Ingi T. Björnsson.
Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi. Sigmundur Stefánsson.
TÖKUM
yUMFERÐAR
RÁÐ
Aðsendar greinar
sem birtast eiga í blaöinu þurfa aö vera tölvusettar og
vistaöar á diskling sem texti, hvort sem er í DOS eöa
Macintosh umhverfi. Vélrit-
aöar eöa skrifaöar greinar (jGjj;
geta þurft aö bíöa birtingar
vegna anna viö innslátt.
Auglýsing frá Hitaveitu
Reykjavíkur
Gestamóttaka Nesjavallavirkjunar veröur lokuö
frá 28. júlí til 9. ágúst, vegna ráöstefnu Nor-
ræna sumarháskólans.
Listamennirnir sex viö opnun sumarsýningarinnar í Myndlistarskólanum á Akureyri. Frá vinstri: Kristinn C. Jó-
hannsson, Ragnheibur Þórsdóttir, Helgi Vilberg, Rósa Kristín Júlíusdóttir, Anna C. Torfadóttir, Gubmundur Ár-
mann Sigurjónsson og Samúel Jóhannsson. Mynd k/
Sumarsýning '95:
Fastur liður myndlist-
armanna á Akureyri
Sumar 95 nefnist sýning á
verkum sjö myndlistarmanna
sem nú stendur yfir í Mynd-
listarskólanum á Akureyri. Er
þetta í sjötta sinn sem hópur
starfandi myndlistarmanna á
Akureyri stendur fyrir sýn-
ingu af þessu tagi. Upphafs-
menn ab sumarhópnum eru
þeir Helgi Vilberg, myndlist-
armaöur og skólastjóri Mynd-
listarskólans á Akureyri og
Guömundur Ármann Sigur-
jónsson, myndlistarmabur og
kennari, auk þess sem ýmsir
abrir myndlistarmenn hafa
tekiö þátt í starfi hans.
Þeir Helgi og Guðmundur
sögöu aö upphaf sumarsýning-
anna mætti rekja til þeirrar
hugmyndar aö gefa starfandi
myndlistarmönnum á Akureyri
tækifæri til að koma saman og
kynna hvað þeir væru að fást
við. Þetta hafi síðan orðið að ár-
legum vibburði þar sem mynd-
listarmenn koma saman og
sýna verk sín. Að vissu leyti
megi líkja þessu sýningarhaldi
við starf Septemberhópsins sem
setti ákveðinn svip á myndlist-
arlíf Reykjavíkur um langt
skeið. Sumarhópurinn hefur
verið breytilegur frá ári til árs,
en nokkrir myndlistarmenrt
hafa takið þátt í sýningum hans
frá upphafi. Að þessu sinni taka
þátt í Sumarsýningu 95, auk
þeirra Helga Vilbergs og Guð-
mundar Armanns, þau Ragn-
heiður Björk Þórsdóttir, Samúel
Jóhannsson, Kristinn G. Jó-
hannsson, Rósa Kristín Júlíus-
dóttir og Anna G. Torfadóttir.
Sumarsýningin er fjölbreyti-
leg, þar sem ólíkum viðfangs-
efnum listamannanna er á að
skipa. Guðmundur Ármann
heldur sig við grafísk verk, sem
hann er þekktastur fyrir. Að
þessu sinni kemur hann fram
með ákveðna nýjung þar sem
hann vitnar til listasögunnar í
nokkrum verka sinna. Nefnir
hann þau verk Nekt og er uppi-
staða þeirra grafísk útsetning á
verkum þekktra listamanna.
Þessum tilraunum listamanns-
ins má raunar líkja við nútíma-
legar útsetningar á verkum tón-
bókmenntanna og á hann á-
kveðinn heiður skilið fyrir að
brjóta hefð með þessum hætti,
því með útfærslum sínum tekst
honum að gefa fyrirmyndun-
um annað líf og áhorfandanum
nýja sýn á hin margbreytilegu
form sem mannslíkaminn býr
yfir.
Helgi Vilberg heldur sig á
slóðum málverksins og eru verk
hans unnin meb akríllitum á
striga. Landslag leitar á huga
hans í þeim myndum sem
hann sýnir að þessu sinni, og
að vissu leyti má greina þar aft-
urhvarf til hins hefðbundna
málverks og nákvæmni í vinnu-
brögðum. í sumum mynda
sinna skiptir hann myndfletin-
um upp og gefur landslaginu
þannig aukna vídd — leyfir á-
horfandanum að horfa lengra
inn í þá veröld sem hann skap-
ar í myndum sínum.
Kristinn G. Jóhannsson kem-
ur nokkuð á óvart á þessari sýn-
ingu, ef litið er til fyrri verka
hans. Hann leikur sér með lítið
þorp, sem hann byggir upp
með hörðum rúmfræöilegum
formum. í þeim sex myndum,
sem hann sýnir, birtist sama
þorpið við margvíslegar að-
stæður. Hann flytur þab til í
tíma og rúmi — úr sumarsól í
kvöldhúm og þaðan undir næt-
urhimin. Hann færir þaö einnig
á milli árstíða og notar mögu-
leika rúmfræðinnar og litanna
til þess að skapa húsaþyrpingu
sinni nýtt umhverfi í hverri
mynd. Myndirnar njóta sín
best sem röb, enda sterkur
skyldleiki þeirra augljós.
Viðfangsefni Samúels Jó-
hannssonar er mannslíkaminn
og andlitið líkt og á fyrri sýn-
ingum hans. Að þessu sinni
einbeitir hann sér fremur að
túlkun andlitsins en formum
hinna ýmsu líkamshluta.
Myndmál hans er sterkt, bæði
hvab varðar liti og form, og
svipbrigði í andlitum hans eru
hörb. Stundum virðist hann
vinna meb óbærilegan léttleika
í tilverunni í myndum sínum
— hughrif sem skapa léttúb og
þunga í senn, en eru ekki svo
fjarri manneskjunni þegar á allt
er litib.
Anna G. Torfadóttir sýnir að
þessu sinni orginal að línole-
umdúkristu, sem hún kallar
Passíu. Verkið var upphaflega
unnib fyrir Kirkjulistaviku á Ak-
ureyri og í því birtast ákveðin
trúarleg tákn. Það opnast eins
og bók þar sem listakonan sýn-
ir bæði myndflötinn og einnig
andhverfu hans eða spegil-
mynd. Með uppstillingu verks-
ins á rauðum dúk þar sem ljós
loga á þremur kertum höfðar
hún mjög sterkt til hinna
kirkjulegu hefða, þótt í raun
megi líta verkið frá mismun-
andi sjónarhornum. Önnur
verk Önnu eru unnin með
blandaðri tækni. Hún vinnur
annars vegar með stækkabar
ljósmyndir, sem hún klippir
saman (collage), og beitir síðan
litum til að gefa klippimyndun-
um líf og meiningu. í mynd
hennar Haf aldanna birtist mik-
il barátta og átök þar sem hún
eftirlætur áhorfandanum að
beita hugarflugi sínu um hvað
átökin snúast. í annarri mynd
hennar er rithöfundurinn
Franz Kafka í aöalhlutverki þar
sem hann mætir augnaráöi sýn-
ingargesta.
Ragnheiður Þórsdóttir veflist-
arkona sýnir þrjú verk unnin úr
bómull, silki, ull og hör. í
tveimur verkanna birtist lands-
lag, en í því þriðja höfðar hún
til trúarlegrar vitundar þar sem
hún vefur ljós á stikur. Verkin
eru lifandi og myndmálið
sterkt, en að vissu leyti er eins
og verkin séu unnin undir naí-
vískum áhrifum. Slíkt þarf þó
alls ekki ab draga úr listrænu
gildi þeirra, fremur þvert á
móti, þar sem menntaður lista-
mabur kýs að þreifa fyrir sér á
þessum vettvangi.
Verk Rósu Kristínar Júlíus-
dóttir eru unnin með blandaðri
tækni, þar sem hún beitir
akríllitum á striga, grisju og
silki, en notar einnig saumnál
þar sem hún saumar og
handstingur myndir í hinn
málaða flöt. Aðferð Rósu er ný-
stárleg,“ þar sem hún leitar
myndefna í daglegu lífi jafnt
sem í hugarflugi og gefa sýn-
ingu sem þessari skemmtilega
fjölbreytni.
Þórður Ingimarsson