Tíminn - 01.08.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.08.1995, Blaðsíða 1
STOFNAÐUR 1917 79. árgangur Þriöjudagur 1. ágúst 1995 141. tölublaö 1995 Framtíb Morgunpóstsins er ennþá óljós. Sigurbur Már Jónsson: „Við vitum ekkert" „Vib vitum ekki hvert framhald- ib er. Þab er helst ab eigendur blabsins geti eitthvab sagt um þab. En þab kom út blab nú í morgun og vib erum ab undir- búa þab sem koma á út á fimmtudag," sagbi Sigurbur Már Jónsson starfandi ritstjóri Morg- unpóstsins í samtali vib Tímann ígær. Óvissa ríkir um framtíb blabsins nú, eftir ab ritstjórinn Gunnar Smári Egilsson lét af störfum. Eins eru skuldir blaösiris miklar. Stjórn blaösins, þaö er Miöils hf., glímir viö aö leysa málin en ekki náöist í stjórnarmenn í gær. Fram hefur komið hjá Árna Möller stjómar- formanni aö útgáfu Mánudags- póstsins veröi hætt. Eftir er þó að taka ákvörðun um hvort fimmtu- dagsútgáfan haldi áfram og þar meö útgáfan yfirleitt. Þá eru laun starfsmanna fyrir júní ennþá ógreidd en Árni hefur sagt aö með þau verði staðiö í skilum. Árni Möller er stærsti eigandi Miðlis hf. Þorgeir Baldursson, framkvæmdastjóri Prentsmiðj- unnar Odda, sagði í samtali viö Tímann í gær að prentsmiðjan ætti enga aöild aö reksti þess hlutafélags lengur. Samkvæmt heimildum Tímans mun þaö þó ekki vera rétt. Friðrik Friðriksson er skráður eigandi að nokkm hlutafé, en það mun í raun vera í eigu Odda sem hefur í því veð- bönd og Friðrik er í ákvörðunum sínum í stjórn Miðils bundinn því sem Oddamenn vilja. ■ Tónleikarnir á Kirkju- bœjarklaustri: Löggan legg- ur hald á falsaba miða Lögreglan í Reykjavík lagbi í gær hald á 100 falsaba abgöngumiba ab Uxa, tónleikunum sem haldn- ir verba á Kirkjubæjarklaustri um verslunarmannahelgina. Mib- arnir höfbu verib Ijósritabir og voru líkir gildum abgöngumib- um. Upp komst um fölsunina þegar komib var meb þá í prent- smibju til rifgötunar. Forsvarsmenn Uxa vilja hvetja fólk til aö vera á varðbergi gagn- vart fölsun sem þessari og þá sér- staklega eru starfsmenn prent- smiðja, ljósritunarstofa og ann- arra í þeim geira hvattir til að hafa augun opin. í ljósi þessa meðal annars verður gæsla á Kirkjubæjarklaustri öflug og á tónleikastað verður fariö yfir alla aðgöngumiöa. ■ Morgunpósturinn heyrir allt, eöa svo er bifreiö blaösins merkt. Framtíö blaösins er nú mjög óljós og starfmenn þess segjast ekkert vita hvert framhaldiö veröur. Tímamynd: Pjetur. Barnaspítalinn reyndist bara reykur af kosningabombu: Mokað ofan í tilraunaholur Ekkert bendir til þess ab barnaspítali rísi á subvestur- hluta Landspítalalóbarinnar í náinni framtíb. Bygging sér- staks barnaspítala var ab því er virðist ekki annab en sjón- hverfing í hita kosningabar- áttu. Kosningaloforð Árna Sigfús- sonar og Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar, borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins, fyrir síöustu borgar- stjórnarkosningar, sem Guð- mundur Árni Stefánsson, þá heilbrigðisráðherra, studdi, virðist úr sögunni. Tekin var hefðbundin og há- tíðleg skóflustunga að mann- virkinu og hún ljósmynduð og kvikmynduð. Síðan voru grafn- ar nokkrar tilraunaholur í lóð- ina sem heppnuðust að sögn vel. Ofan í þær hefur nú verið mokað. Pétur Jónsson, borgarfuiitrúi og fjármálastjóri Ríkisspítal- anna, sagði í viðtali við Tímann í gær að þetta mál hefði fyrir kosningar ekki fengið samþykki þáverandi borgarráðs, meiri- hluta sjáifstæðismanna. Árni og Vilhjálmur hefðu því veriö að lofa upp í ermina með að borg- in greiddi 100 milljónir króna til verksins. Ríkið átti hins vegar að greiða meginhluta verksins, 500 til 600 milljónir króna. Pétur Jónsson sagði að vissu- lega væri það möguleiki að ríkið færi af stað með framkvæmdir við barnaspítala. Þá yrðu borg- aryfirvöld að taka afstöðu til lof- orða sjálfstæðismanna um 100 milljónirnar. Innan heilbrigðiskerfisins virðast menn ekki á einu máli um nauðsyn þess að reisa sér- stakan barnaspítala. Nútíma lækningar byggist ekki eins mikið og fyrr á því að fólk liggi lengi á spítala. Þetta á einnig við um barnadeildir. ■ Hreindýraveiöin byrjar í dag: Enginn búinn að taka veibikort Eins og komið hefur fram í fréttum er um mun færri veibidýr að ræða í hreindýra- stofninum í ár en undanfarin þrjú ár. í ár má veiöa 291 dýr á móti 740 á síöasta ári, en veiöitímabilib hefst einmitt í dag. „Ég held ekki," segir Hákon Aðalsteinsson, aöspurður hvort urgur sé í mönnum vegna færri veiðidýra. „Þetta er bara þaö sem menn bjuggust við. Ég held að allir séu sáttir við þetta, maður heyrir ekki annað. Það eru einhverjir, kannski, sérstak- lega veiðiglaðir menn sem ur- gast eitthvað útaf því, en það er ekki neitt sem skiptir máli." Veiðitímabilið hefst í dag. „Það er enginn búinn að taka veiðikortið ennþá," sagði Aöal- steinn Aðalsteinsson seinni- partinn í gær, en hann er starfs- maður hreindýraráðs og sér um veiðiskapinn. Aðalsteinn bætti við: „Þeir geta nú komið í kvöld eftir kortum." Aðalsteinn segir að hrein- dýrastofninn sé um 2.500 dýr á sumarhögum, en um 1.900 á vetrarfóðrum. Ákvöröun um fjölda veiðidýra fer þannig fram að veiðistjóri og hreindýraráð gera tillögu um fjölda veiði- dýra. Síðan skiptir hreindýraráð veiðidýrunum á milli sveitarfé- laga sem sjá síöan um arðskipt- ingu til einstaklinga. „Þessi arð- skipting getur farið fram á ýmsa vegu. Það er hægt að úthluta þessu í veiðileyfum sem fyrir- fram greiddum arði, síðan má líka láta þessar heimildir til sölu hjá hreindýraráöi. Eins er hægt að fela mönnum að veiða upp í kvótann og leggja inn kjöt og skipta þá arði. En arðurinn er alltaf hjá þeim sem hafa beiti- löndin á mó.ti hreindýrunum," segir Aðalsteinn. „Þú biður bara um leyfi hjá mér," segir Aðalsteinn þegar blaöamaður spyr hvort ekki sé erfitt að nálgast leyfi til hrein- dýraveiða. „Ef ég á leyfi, þá sel ég þér leyfi og útvega þér eftir- litsmann. Þá getur þú farið og veitt þitt hreindýr. Til þess þarft þú aö hafa byssuleyfi á stóran riffil og veiðikort." Aðalsteinn segir að veiðileyfin séu eftirsótt og býst við því að verða í vanda núna, þar sem leyfin séu færri en undanfarin ár. Auk þess viti hann ekki fyrir víst hversu mörg leyfi hann fái til sölu. Enn sem komið er sé hann búinn að fá þrjú, þau séu öll seld og miklu meira en það. Verð veiðileyfanna er mis- jafnt eftir veiðisvæðum og kyni dýranna. Á svokölluöu Besta svæði, en um það er hægt að komast á bílum, kostar kýrin 30 þúsund, tarfurinn 42 þúsund undir 60 kílóum, en tarfar yfir 60 kílóum fara í 54 þúsund. Viðkomandi veiðimaður á bráð- ina. „Þetta er ekkert stórkost- lega dýrt í rauninni, því hann á þarna heilmikib kjöt," segir Að- alsteinn. -TÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.