Tíminn - 11.08.1995, Síða 2

Tíminn - 11.08.1995, Síða 2
2 Wtmwm Föstudagur 11. ágúst 1995 Tíminn spyr... Hefur samkeppni í skobun bif- rei&a bætt þjónustu vi& neyt- endur? Hilmar Hólmgeirsson, sölumaöur hjá Bílasölunni Skeifunni: „Án vafa hefur samkeppnin leitt til betri þjónustu viö neyt- endur, samanber skemmri biö- tíma og lægri skoöunargjöld. Einnig get ég nefnt ástandsskoö- un bifreiöa, sem er mjög til bóta fyrir þá sem eru aö selja eöa kaupa notaöa bíla. Hinsvegar er ekki þaö langur tími liðinn frá því sam- keppni í þessari grein fór af staö aö tíminn einn getur leitt í ljós hvort skoöun bifreiöa veröi betri eöa verri en var og hvort hún veröi nægilega ítarleg." Karl Ragnars, forstjóri Bifreiöa- skoöunar íslands hf. „Ég get svaraö þessu bæöi ját- andi og neitandi. Verö skoöunar hér í Iteykjavík er nú oröið um 10% lægra en var, skoöunarstööv- ar eru fleiri og sú einokunarásjóna sem Bifreiðaskoðun íslands haföi er horfin. Á hinn bóginn tel ég óyggjandi aö hinn fjárhagslegi ávinningur sé á kostnaö gæöa þjónustunnar og þaö styö ég meö því aö skoöunartíminn hefur styst frá 18 mínútum í 10. Það eitt hlýt- ur aö koma niöur á þjónustunni." Runólfur Ólafsson fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bifrei&aeigenda: „Þjónusta við neytendur á höf- uðborgarsvæöinu hefur batnaö; biötími styst og skoöunargjald lækkaö. Hinsvegar hef ég ákveön- ar áhyggjur af þjónustu í dreifbýl- inu og þar sem um öryggisskoöun er aö ræöa veröur aö tryggja aö allir bíleigndur eigi jafnan aögang aö góöri þjónustu aö þessu leyti. Gæði þjónusunnar held ég aö hafi ekki minnkaö, enda er leyfisveit- ing til bifreiöaskoöunar háö fag- gildingu og í samræmi viö kröfur hennar veröa menn aö vinna." Uppeldisabferöir löggœslunnar koma ökumönnum í koll: „Okkur er bara klappað á kinnina" Gubbrandur Bogason í stórvibrinu ígœr ásamt verbandi ökumönnum. Tímamynd CS. í ljósi umræðu undanfarið í fjöl- miðlum um óeðlilega^ hátt iðgjald bílatrygginga hafa ýmsar tölur verið birtar um fjölda tjóna, slysa og dán- artíðni í umferðarslysum á íslandi og eru íslendingar ýmist í efstu eöa neöstu sætum eftir því hvaöa við- miðun er notuð. Sums staðar kemur fram aö á íslandi séu allt aö þrefalt fleiri tjón en annars staöar á Norö- urlöndunum og þá hljóta menn aö velta fyrir sér ástæöum þess. Tíminn hafði sambandi viö Guð- brand Bogason, formann Ökukenn- arfélags íslands, og heldur hann því fram að ástæðan liggi í því aö hér sé -engin löggæsla. „Það væri mikið um skattsvik á íslandi ef ekki væri reynt aö ná skattsvikurunum. Það er unnið í því af því að þar eru pen- ingar en þjóðfélagið virðist ekki skynja aö þaö séu peningar í þessu líka. Þú getur ekki horft á þessar töl- ur sem tap á ríkissjóði. Erlendis forðast fólk að lenda í löggæslunni því þar er því straffaö." Hann tekur þó undir að ein af ástæðunum sé sú aö viö séum verri ökumenn en Norðurlandabúar. „Við erum svo agalaus sem stafar af því að viö komumst upp með að gera allt sem okkur dettur í hug í umferðinni og okkur er bara klappað á kinnina og sagt gerðu þetta aldrei aftur." Hámarkshraði er ekki virtur Guöbrandur minnir á að umferð- in í Reykjavík er 20% yfir hámarks- hraða. Hann segir þá staðreynd ekki benda til þess að allir séu aö borga sektir fyrir að brjóta þessar reglur. „Keyrðu Sæbrautina og Miklubraut- ina þar sem umferöin gengur á 90 km hraða og löggæslan horfir á og klórar sér í nefinu." Aðspurður um þaö hvort aö sú ómenning sem virðist ríkja hér í umferðinni hafi eitthvaö meö ökukennslu í landinu að gera segir Guðbrandur svo ekki vera. „Það er ekki hægt að rekja um- ferðaróhöpp til ökukennslu nema aö sáralitlu leyti." Þess eru dæmi að ökukennarar hvetji nemendur til þess að keyra hraöar en hámarkshraði segir til um vegna þess aö nemendur í ökutím- um eru yfirleitt afar löghlýönir en um leið eru þeir aö tefja umferð. Guðbrandur kannaöist ekki við aö þetta væri almennt viðhorf hjá öku- kennurum. „Ég vil meina að öku- kennarar kenni nemendum sínum alveg fullkomlega að fara eftir þeim reglum sem í gildi eru." Hann taldi enn fremur ólíklegt aö slíkt fram- feröi ökukennara gæti undiö upp á sig, þ.e. að hraði umferöar myndi smám saman aukast. En hann velti upp þeim möguleika hvort há- markshraði væri þá ekki of lágur. „En vegir eru hannaöir miöað viö ákveðið hraðaþol og aðra þætti sem liggja því til grundvallar hvað hægt er að keyra hratt á götu." Hann tel- ur ab ef leyfður yröi mismunandi hámarkshraði eftir árstíðum væri þaö eins og fara í rússneska rúllettu. „Ég vil meina aö íslenskt vegakerfi gefi ekki tilefni til meiri hraöa en þegar er búiö að leyfa. Þegar menn ganga í berhögg viö þau lögmál sem lögð voru til grundvallar við lagn- ingu vegar þá brestur eitthvað. Þá er bara spurning hvort svo óheppilega vilji til aö einhver sé að koma á móti þér." Heldur hefur dregiö úr tjónum á síðastliðnum tveimur árum, sam- kvæmt Ólafi Thors framkvæmdar- stjóra Sjóvár-Almennra, og á því tímabili hafa foreldrar/forráða- menn unglinga fengiö leyfi til að þjálfa þau í akstri. Guöbrandur taldi engin tengsl á milli fækkunar tjóna og foreldrakennslu. „Þab er ár síðan þaö gekk í gildi þannig aö það getur öngvan veginn staðist. Það er raun- verulega fyrst núna sem þetta er orðið aö einhverju marki og því get- ur það ekki haft áhrif á tjónatíðn- ina." Þab er engin markviss umferðar- löggæsla sem skilar árangri, ef þetta er borið saman viö önnur iönd, þar sem fólk forðast aö lenda í löggæsl- unni vegna þess aö því er straffað, það leyfir sér ekki slíka hluti. Skýringin á færri tjónum? „Umferðin hefur batnað frá því að kreppan hélt innreiö sína á ís- landi. Fólk er rólegra. Það er ekki eins mikil spenna í umferðinni eins og var fyrir fjórum til fimm árum, minni vinna, meiri tími til aö slaka á, þú ert í betra andlegu jafnvægi. Þegar fólk vinnur orðib tvöfalda og þrefalda vinnu þá er andlegt álag á því, það er orðið í spennu aö ná á milli staða. Menn þurfa að vera mættir til að sækja og fara með börnin í barnagæslu og sækja vinnu á annan stað. Þetta veldur spennu þannig ab fólk keyrir óeðlilega. Það þarf breytt lífsmunstur til að bæta umferðarmenninguna. Ég er ekki að deila á löggæslu- mennina sem slíka en það hefur dregib verulega úr eftirliti á sama tíma og vegakerfið batnar, hraði eykst og bílum fjölgar þá er dregið úr umfangi löggæslunnar Þetta er agaminna þjóöfélag gagnvart umferðinni," sagði Guö- brandur að lokum. ■ Sagt var... Orkuþörf manna „Tugþúsundirflóttamanna frá Króa- tíu bensínlausar". Fyrirsögn í DV. Ólöglegt hveiti „Heimamabur af Klaustri var um helgina handtekinn á Uxa-hátí&inni af ffkniefnalögreglunni vegna stór- felldrar hveitisölu á svæðinu, en drengurinn hafði, þegar lögreglan hafði hendur í hári hans, raka&sam- an seðlum um stund á þeim forsend- um ab gumsib í pokanum væri krist- altært kókaín." Helgarpósturinn hjarir enn. Ritsnilld Marx og Engels „Þab var ekki einn einasti maður af þessum róttæklingum, fyrir utan þá sem tóku þátt í ab þýða verkib, sem hafbi komist í gegnum þab allt. En þetta verk er sennilega toppur leið- indanna." Össur Skarphé&insson játar ioks ab hafa aldrei lesib Orvalsrit Marx og Eng- els, fremur en abrir fyrrverandi róttæk- lingar, í Helgarpóstinum. Matreibslubók Hemingways „Ég þrælabi mér í gegnum hana. í henni er ekkert gert nema stoppab og borðað og síðan fylgja lýsingar á réttunum. Þetta þótti mér óhemju lei&inlegt." LOKSINS! Viburkennir einhver bragb- dofa og mengandi leibann sem gegn- sýrir Veislu Hemingways í farangrinum. Þab gerbi Helga Thorberg en hún tók þátt í ab velja leibinlegustu verk heims- bókmenntanna í Helgarpóstinum í gær. Crænmetisgar&ur Alþýbublabsins „Þröstur er óneitanlega einn prúbasti laukurinn í skrautjurtagar&i Alþýbu- blabsins." Hrafn Jökulsson, ritstjóri, eignar sér Þröst prýbisgrænmeti og játar skák- snilld hans enda hefur drengurinn náb jafntefli vib Hrafn. í heita pottinum... Yfirvöld í Höfðakaupstað, öðru nafni Skagaströnd, hljóta að standa í þakkarskuld við Hall- björn Hjartarson, kántríkóng þar í bæ. Hann hefur sannarlega komið kaupstaðnum á kortið. Um helgina var þar talsvert fjöl- menni, sem komið var til að skemmta sér í einmuna blíðu. Allur var bæjarbragurinn ein- dæma skemmtilegur segja þeir sem þarna voru... • Það kom skrítinn svipur á suma sem lögðu leið sína til Siglufjarö- ar um sí&ustu helgi. Siglfirðingar seldu aðgang a& kaupsta&num, 1.500 krónur á manninn, hvort heldur þeir voru ab fara á Síldar- ævintýrib e&a ekki. Enginn slapp við a& borga abgangseyri ab Siglufir&i... • Yfirvöld á íslandi eru fræg fyrir a& svara ekki bréfum, - jafnvel sín á milli. í pottinum heyr&ist a& heil- brigðisrá&uneytið hefði óskað eftir því í sendibréfi til umhverfis- rá&uneytis ab gripið yrði til ráb- stafana vegna mengunar sem berst frá tannlæknastofum vegna amalgams. Rá&uneyti heilbrig&is- mála hefur hins vegar beöib mánubum saman eftir svari rá&u- neytis umhverfismála... " / fy' 4 ' % V/ * vp V , /// \ ° v\(° í?

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.