Tíminn - 11.08.1995, Page 5

Tíminn - 11.08.1995, Page 5
Föstudagur 11. ágúst 1995 5 Stórefnileg söngkona Þess sáust fá merki á glæsilegum einsöngstónleikum Aubar Gunn- arsdóttur sópransöngkonu og Ingibjargar Þorsteinsdóttur pí- anóleikara að Auður sé ennþá í námi. Því hún var örugg og „afs- löppuð" í framkomu og söng afar fallega og af mikilli kunnáttu. Efnisskráin spannaði talsvert svið tónlistar og túlkunar — létta ást- arsöngva eftir Haydn, dramatíska ástarsöngva eftir Brahms, nú- tímalegan tónkveðskap Albans Berg (þrjú lög úr Sieben Fruhe Lie- der og Richard Strauss. Og að auki safn íslenskra laga eftir Jórunni Viðar, Sigfús Einarsson og Sig- valda Kaldalóns, en hreint ekki þau alþekktustu eingöngu. í lokin tóku þær stöllur þrjú aukalög, m.a. Biðilsdans eftir Loft Guð- mundsson: „Viljirðu ekki elska mig, ofurlítið grand." Eg held Auður hljóti að vera Auöur Curmarsdóttir og Ingibjörg Þorsteinsdóttir. leg og jöfn, textameðferö óvenju- lega gób — og fyrir sópran af- burðagóð — og túlkun hennar á lagi og ljóði hófstillt en áhrifa- mikil, Aubur er nú langt komin í framhaldsnámi við Ljóða- og TONLIST með meiri efnum sem hér hafa komib fram um hríð, röddin fal- óperudeild tónlistarháskólans í Stuttgart, en áður lauk hún námi við Söngskólann undir leiösögn Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Á tónleikunum nú flutti Auður ein- göngu ljóðasöng, en í skóla sín- um í Þýskalandi hefur hún sungib ýmis óperuhlutverk; vonandi og vafalaust eigum við eftir að heyra hana og sjá á íslenskum óperu- fjölum áður en langt um líður. Samvinna þeirra Auðar og Ingi- bjargar var með miklum ágætum og hallaðist hvergi á um jafnvægi söngraddar og píanóraddar eða önnur mikilvæg atriði samleiks. Tónleikarnir á fimmtudaginn 3. ágúst voru liður í röð sumartón- leika í listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar, og voru endurteknir — fyr- ir fullu húsi — vegna mikillar ab- sóknar á fyrri tónleikana 1. ágúst. Mjög glæsilegir og ánægjulegir tónleikar. Sig St. I sama knérunn Um mánaðamótin bárust fast- eignaeigendum í Reykjavík síð- ustu greiðsluseðlar fasteigna- gjalda yfirstandandi árs. Fast- eignagjöldin sjálf hafa ekki hækk- að frá fyrra ári, en bætt hefur verið á nýjum gjöldum sem inn- heimt eru um leið og þau. Þarna er um að ræða holræsa- gjaldið margfræga og álag á við- lagatryggingu fyrir ofanflóðasjób. Um þessar mundir er síðari hluti annars nýlegs skatts, bif- reibagjalda, einnig til innheimtu, svo fólk hefur nóg að greiða. Auðvitað verður engin samfé- lagsþjónusta rekin án þess að til hennar sé aflab fjár. Það er hins vegar ekki sama með hvaða hætti þess fjár er aflað. En þótt menn séu ef til vill ekki sáttir við skatt- lagninguna, er það hlutverk stjórnmálamannanna að sjá svo til að ósættið verbi sem minnst. Vinur minn sýndi mér greiðslu- seðlana sína um daginn og var greinilega brugbið. „Þetta er hrein eignaupptaka," sagði hann, „og af því að húsið mitt er nýlegt og því hátt metið, borga ég miklu meira en aðrir sem búa í jafn góðu eldra hús- næði." Hin nýja skattlagning sem beinist ab eignum borgaranna er vissulega umhugsunarefni, eink- um vegna þess að á undanförnum árum hafa þau sjónarmið fengib aukinn hljómgrunn að eftir megni skuli skattlagningu háttab þannig að sá greiði fyrir sem þjónustu nýtur. Er það til dæmis ekki einmitt svo, aö gömlu, lágt metnu eign- irnar þurfi meiri endurnýjun hol- ræsa en húsin í nýju hverfunum, þar sem götur hafa nýlega verið lagðar og holræsin um leið? Er þá eðlilegt að miða holræsaskattinn við fasteignamat? Er ekki einmitt Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVEÍ nýbúið að borga gatnagerbar- gjöldin og þar með holræsin? Og svo er það bílaskatturinn. Vissulega er eðlilegt að á umferö- ina séu lögð gjöld vegna vega- framkvæmda, löggæslu og þess mikla kostnaöar sem heilbrigðis- kerfið hefur af umferðar- slysum. Maður hélt bara að bensínskatt- arnir nægðu til fyrr- greindra þarfa og vel það. Mér finnst það vera merki um vissa uppgjöf stjórnmálamanna að höggva sífellt í sama knérunn þegar afla þarf fjár. Uppgjöfin verður svo enn augljósari þegar því er velt fyrir sér að í stað þess að afla fjár mætti hugsa sér að spara og eyða hægar, fresta fram- kvæmdum þar til efni leyfa. Það er auðvitað mjög þægilegt að innheimta abeins skatta af skráðum eignum eins og fasteign- um og bílum. Gjöldunum fylgir réttur til að selja eignirnar á nauðungaruppboði ef vanskil verba og áður en veðhafar fá nokkuö af andvirði þeirra, verður að vera búið að skila opinberum gjöidum. Skattlagning af þessum toga er á rangri leið. Eða endar þetta með því að ein- ungis verði lagðir skattar á eignir? Stöndum vib þá einn daginn frammi fyrir því ab enginn vilji eiga fasteignir eða bíla eða aðrar þær eignir sem stjórnmálamenn telji léttast að leggja á skatta? ■ Herbum refsingar vegna umferðalagabrota Þá er mesta umferðarhelgi ársins, verslunarmannahelgin, afstaðin. Eins og vant er, krafðist hún sinna fórna. Hér verður ekki farið út í einstaka þætti þeirra, en mörg eru sárin, sem um þarf að binda, bæbi andleg og líkamleg. Óhjákvæmilega hvarflar hug- urinn að helsta slysavaldi um- ferðarinnar, þ.e.a.s. glannaakstri unglinga. í þarfri grein Ragn- heiðar Davíðsdóttur í Morgun- blabinu, 3. ágúst s.l., kemur fram, að í 85% slysatilfella, eru slysavaldarnir unglingar á aldrin- um 17 ára til tvítugs. Þolendurn- ir eru oftast á sama aldri. Nær alltaf verða slys þessi vegna hraðaksturs og þess, að ökumenn og farþegar nota ekki bílbelti. Þess eru jafnvel ófá dæmi, eins og fram kemur í grein Ragnheiðar, að foreldrar spenna ekki beltin utan um börn sín. Á sama tíma og þetta gerist, hlutfallslega mun oftar en í ná- grannalöndum okkar, er um- ferðalögreglan í fjársvelti. Vera má, að slíkt spari dómsmálaráðu- neytinu einhverjar krónur. En þeir peningar glatast margfald- lega í gegnum heilbrigöiskerfið. Að nú ekki sé talað um þann harmleik, þegar fólk deyr í blóma lífsins eða örkumlast, oft bæði andlega og líkamlega. Fræðsla er að vísu góbra gjalda verb. En reynslan sýnir, að hér dugir hún ekki til, ein og sér. Fólk verður að finna pyngjuna léttast, ef það hættir eigin lífi og annarra með gáleysi í umferð- inni. T.d. mætti hugsa sér, aö við fyrsta brot, kostaði það menn 2000 krónur á hvern kílómetra, sem ekið væri umfram hámarks- hraða, 4000 krónur við annað brot og 8000 krónur við þribja brot, auk ökuleyfissviptingar í svo sem eins og þrjú ár. Eftir þriðja brot, mætti svo auk sekta, eignaupptöku ökutækis og ævi- langrar ökuleyfissviptingar, fara ab huga að fangelsisdómum. Vib skulum í þessu sambandi gera okkur það ljóst, ab maður sem ekur t.d. í gegnum íbúðar- hverfi á, segjum 100 km hraða á klukkustund, eins og ég hef marg- sinnis orðið vitni að, er ekki aö- SPJALL PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON eins glanni. Hann nálgast það ab vera morðingi, sem lætur sig einu gilda, hvert fórnarlambib er. Ef mig ekki misminnir, er sekt- in við því ab nota ekki bílbelti, 5000 krónur. Hana þyrfti að tí- falda. Og fólk, sem stabið er að því, ab spenna ekki börnin í ör- yggisbelti, ætti, ekki síðar en við annað brot, að svipta forræði yfir börnunum, a.m.k. tímabundið. Þab á einfaldlega ekki að líba það, að börn séu lemstruð og jafnvel drepin, vegna heimsku foreldranna. Ég er sannfærður um, að ef refsingar sem þessar yrbu lög- leiddar og lögreglunni yrði um leið gert fjárhagslega kleift, að sinna eftirlitsskyldu sinni, mundi umferðarslysum stór- fækka. Fjárhagslegur hagnaður þjóðfélagsins yrði margfaldur á við kostnað, bæbi í gegnum heil- brigðis- og tryggingakerfið, sem og með ýmsum öðrum hætti. Og þeir yrðu margir, sem lifa mundu lengra og hamingjuríkara lífi fyr- ir vikið. Og þá má ekki gleyma ölvuna- rakstri. Hverskonar þjóbfélag er það eiginlega, sem fyrirlítur róna, sem ráfa um stræti og torg, engum til tjóns, nema sjálfum sér, en tekur um leið með silki- hönskum á fábjánum og glæpa- mönnum, sem ýmist eru nægi- lega heimskir eða forhertir, til að aka sauðdrukknir innan um fólk, sem á sér einskis ills von? Er ekki orðið tímabærf, ab slíkir menn séu annað hvort sendir aftur í barnaskóla og þá vitanlega í sér- kennslu ætlaða idjótum, eba að þeir séu geymdir bak við lás og slá, jafnvel þótt glópalánið hafi forbab þeim frá manndrápum? . FOSTUDAGS PISTILL GYÐJAN OG UXINN Uxahátíðin á Kirkjubæjarklaustri hefur vakið margan til umhugsun- ar um íslenska tónlist. Ekki bara um ab gybjan Björk Guðmunds- dóttir leggur nú stóran part af heiminum ab fótum sér heldur ekki síbur um gróskuna hér heima á íslandi. Margt hefur sjálfsagt lagst á eitt til ab sá í þann jarbveg sem nú er upp skorinn. Bestan ávöxt hefur þó borið ab yfirvöld slökubu til á þrem svibum og le>rfbu fólkinu ab rába sjálft: f fyrsta lagi ákvörbun gamla vinstri meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur frá 1978 til 1982 ab slaka á kröfum til aðbúnaðar veit- ingahúsa. Fyrir þann tíma fengu menn ekki vínveitingaleyfi nema innrétta tugmilljóna eldhús og bjóba gestum upp á sinfóníu- hljómsveit og blandaban kór. Borgarstjórnin gerbi fólki kleift ab opna litla vínveitingastabi án par- ketlagningar og Persíuteppa. Þar óx vísir ab kaffihúsa- og kráarlífi í borginni hvar trúbadorar, dúettar, tríó og þess háttar númer fengu ab troba upp. Annab skref í sömu átt var ákvörbun Alþingis ab leyfa brugg- un og sölu á sterku öli^ftir áratuga smygl og heimabrugg. Þá óx vibur af vísi og blómlegt pöbbalíf hefur þróast síðan um allt land og út- hverfi Reykjavíkur. Bjórnum fylgir ný íþrótt hjá alþýbu manna ab blanda gebi yfir ölkollu og njóta góðrar tónlistar án þess ab drekka frá sér ráð og rænu. í þribja lagi lyfti frelsi manna til ab reka útvarpsstöbvar Grettistaki fyrir innlenda tónlist. Nýir heimar opnubust og nú ösla íslenskir popparar um Ijósvakann á mörg- um stöbvum eftir endilöngum Ijós- vakanum allan sólarhringinn árib um kring. jafnframt hljóta tónlist- armenn og uppátæki þeirra um- fjöllun og auglýsingu hjá Ijósvík- ingum svo fólk fréttir rakleibis af gjiggum þeirra og er meb á nót- unum. Ótalinn er þó stærsti þátturinn í tónlistarvorinu en þab eru hæfileik- ar og vilji og geta hljómlistarfólks- ins ab leggja sig fram í starfi og leik. Fyrir bragbib eiga íslendingar ekki bara gybjuna Björk á ferb og flugi um Vesturheim meb vibkomu á Uxanum heldur líka ótalinn fjölda af frambærilegu fólki á öll- um svibum tónlistar og skemmt- anahalds. Hvert stórvirkib á fætur öbru er sett á fjalirnar í borginni og gamlir kunningjar á borb vib Hárib, Súperstar og Rokkí Horror eru aftur orbnir heimilisvinir hjá nýrri kynslób íslendinga. Pistilhöfundur velkist ekki í vafa um ab frelsib er í lykilhlutverki á tónlistarvori. En betur má ef duga skal. Þjóbfélagib er heltekib af op- inberum mötuneytum og veitinga- menn fá ólögmæta og óréttláta samkeppni. Lausnin er ab afhenda öllum ríkisstarfsmönnum sem tök eru á matarmiba sem gilda í veit- ingahúsum landsins. Leggja nibur mötuneytin og spara peninga meb því ab nota dýrmætt húsnæbib undir annab. Veitingarekstur landsins fengi nýja blóbgjöf sem kæmi öllum til góba og ekki síst íslensku tónlistar- fólki.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.