Tíminn - 11.08.1995, Page 8

Tíminn - 11.08.1995, Page 8
8 /jffiXITISilITuUfva. Föstudagur 11. ágúst 1995 Leiftursókn Tudjmans Flóttafólk í Bosníu: stórfelld þjóbarhreinsun enn á ný Hernaöurinn í fyrrver- andi Júgóslavíu hefur löngum þótt þrátefl- iskenndur. Á því varö snögg breyting er króatíski herinn á fáeinum dögum hertók meí> leiftursókn serbneska lýbveldib Krajina. Fréttir af vettvangi um flóttamanna- straum benda til þess að þetta blitzkrieg Tudjmans Króatíuforseta, sem skólabist í hernabi hjá landa sínum Tito, hafi nánast gert út af vib Krajina-samfélagib sem slíkt. Þab kemur varla mjög á óvart. Þjóbarhreinsanir hafa verið fastur libur í hernabinum í fyrrverandi Júgóslavíu. En af fréttum að dæma var þjóðár- hreinsun sú, sem átti sér stab um verslunarmannahelgina, sú mesta hingaö til ófribi þess- um, miðað við það hve margt fólk varð forflótta á skömmum tíma. Samkomulag Milosevic og Tudjmans? Samfélag það, sem nú virðist vera ab líða undir lok, er litlu fámennara en ísland, hefur staðið í mörghundrub ár og á ab líkindum ab einhverju leyti rætur að rekja allt aftur til vík- ingaaldar eða jafnvel enn eldri tíðar. Kaldhæðni má kannski kalla að á sama tíma og margir gerast til þess að spá vaxandi átökum milli Evrópu/Vestur- landa og íslamsheims skuii vera upprætt - af kristinni Evr- ópuþjóð og með meira eða minna ákveðnu samþykki Vesturlanda - samfélag sem lengi hafði sem aðalhlutverk að vera varnargarður Habs- borgara - og þar með Evrópu - gegn Tyrkjaveldi og íslam. Áhyggjur um að stríðib breiðist út aukast vib fréttirnar frá Krajina. Vera kann að átök- in þar leiði til þess að Júgóslav- ía (Serbía og Svartfjallaland) skerist í leikinn Krajina- og Bo- sníu-Serbum til hjálpar. Sunn- ar á skaganum hefur ástandið lengi verið eldfimt í samskipt- um Albana og Serba, Albana og Grikkja, Albana og Make- dóna, Grikkja og Tyrkja. Hætta á keðjuverkun út frá bardög- unum í Krajina og Bosníu er að líkindum vaxandi. Á kreiki er orðrómur á þá leið, að ekki muni langt í sam- komulag þeirra Tudjmans og Milosevic Serbíuforseta þess efnis, að sá síðarnefndi gefi þeim fyrrnefnda frjálsar hend- ur í málum Krajina gegn því að Serbía fái ab innlima sneið af Austur-Slavóníu, vib landa- mæri Vojvódínu, sem hefur BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON Hœtta er talin á oð hún leiöi til þess oð str/ð/ð breiöist út. En orörómur er á kreiki um aö samkomulag meö Króötum og Serbum sé á döfinni veriö undir serbneskum yfir- ráðum síðan 1991. Jafnframt muni þeir forsetarnir semja um skiptingu Bosníu milli ríkja sinna, séu þeir ekki þegar búnir að því. Myndi þar með takast með Serbum og Króöt- um friður, ekki ýkja hagstæður Bosníumúslímum. En þeir síð- astnefndu geta varla talist ein- ir í heiminum. Bakhjarlar stríðsaðila Þeir njóta t.d. stubnings og eindreginnar samúðar af hálfu Tyrklands. Það stendur ab vísu höllum fæti í efnahagsmálum, en er hvað fólksfjölda snertir ríki á við t.d. Bretland og Frakkland og að sumra sögn hafa aðeins Bandaríkin, Rúss- land og Kína öflugri her en það. En tyrkneski herinn er að vísu að talsverðu leyti upptek- inn við hernað og þjóðar- hreinsun gegn Kúrdum. Þegar litið er á hvernig hinir ýmsu aðilar í heiminum skipa sér í fylkingar gagnvart yfir- standandi illdeilum á Balkan er ekki laust vib ab það minni á ástandiö í þeim efnum fyrir 1914, þótt ekki sé allt því vib- víkjandi á sömu lund og var þá. Á bak viö Króatíu eru Þýskaland og Páfagarður, á bak við Serba Rússland (og hugsan- lega að vissu marki Frakkland), á bak við Bosníumúslíma Tyrk- land/íslamsheimur og Banda- ríkin. Eftir hrun Sovétríkjanna eru Bandaríkin eina heimsveldið, eða a.m.k. það af ríkjum heims sem hefur mesta möguleika á að láta verulega til sín taka um svo að segja allan hnöttinn. Afstaða Bandaríkjanna í stað- bundnum deilum mibast því gjarnan við ástandið í alþjóða- málum í heild. Eitt af grund- vallaratriðum í utanríkisstefnu þeirra er að viðhalda góðu sambandi við það tiltölulega öfluga ríki, sem Tyrkland er, í þeirri trú ab þannig verði „stöðugleiki" tryggður í aust- anverðum Miðjarðarhafslönd- um/Austurlöndum nær. Bandaríkin óttast að ósigur Bo- sníumúslíma hefði í för með sér aukinn fjandskap í íslams- heimi. Tyrklandi einnig, gegn Vesturlöndum. í því sambandi er líklega með í myndinni kvíði meðal bandarískra ráða- manna á þá leið, að til sam- stöbu dragi með íslamsheimi og Kína. Samskiptin við Kína eru líklega um þessar mundir mesti höfuðverkur Bandaríkja- stjórnar í utanríkismálum. „Valdatómarúm" Rússland hefur lengi seilst eftir ítökum á Balkanskaga og leitast nú líkt og fyrir 1914 við Tudjman: meb Þýskaland og Páfa- garb ab baki. að ná slíkum ítökum og auka þau með samböndum við Serba. En Rússland er í lama- sessi, mjög komið upp á gób sambönd vib Vesturlönd og fer því varlega að öllu í Balkan- málum. Á afstöðu Þýskalands í Balk- anmálum er rétt að líta með hliðsjón af hruni austurblokk- ar, sem ekki er laust við að skapað hafi „valdatómarúm" í austanverðri Mið- Evrópu og á Balkanskaga, sameiningu Þýskalands og vaxandi óvissu um Evrópusamrunann í fram- haldi af þessu tvennu. Öxull- inn Bonn-París er varla laus við bresti og pirringur sést á ný í samskiptum Þýskalands og Frakklands, þótt reynt sé að breiða yfir hann. Það ástand stuðlar að því að Þýskaland reyni að koma upp nýjum „Evrópusamruna innan Evr- ópusamrunans" með hlutdeild Þýskalands og minni ríkja í grennd viö það. í því sam- bandi renna Þjóðverjar líklega ekki síst hýru auga til Slóveníu og Króatíu, enda virðast meiri möguleikar á því að samskipti þeirra vib Þýskaland geti orbib snurðulítil en t.d. Póllands og Tékklands. Þrátt fyrir herskátt orðbragð Chiracs Frakklandsforseta í garð Serba á dögunum er ótti Frakka við Þjóbverja enn einu sinni frekar á uppleið, og þeim fyrrnefndu líst varla á aukn- ingu áhrifa þeirra síðarnefndu í fyrrverandi kommúnistaríkj- um. Það er því varla útilokað að I Balkanmálum skipuðu Frakkar og Rússar sér saman, líkt og fyrir 1914, í þeim til- gangi að efla Serbíu sem varn- argarö gegn þýskum áhrifum. Ekki verður því neitað að deilur á Balkan og út af því svæði hafa haft tilhneigingu til að verða afdrifaríkar, bæði fyr- ir Balkanbúa og aðra. Þar braust út heimsstyrjöldin fyrri, og deilur Þjóðverja og Rússa út af ítökum þar urðu e.t.v. úr- slitaástæðan til þess að þeir fyrrnefndu réðust á Sovétríkin 1941. ■ Atif Dudakovic, hershöfbingi Bosníumúslíma (t.v.): ekki einir í heiminum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.