Tíminn - 23.08.1995, Page 1

Tíminn - 23.08.1995, Page 1
STOFNAÐUR 1917 79. árgangur Miðvikudagur 23. ágúst 1995 155. tölublað 1995 Gersemar eöa drasl? Tímamynd CS Þab sem einum kann ab þykja fánýti og kastar á hauga kann öbrum ab þykja hinar mestu gersemar. Nytjamarkabur Rauba krossins ab Bolholti 6 sœtt- ir þessar andstœbur á abdáunarverban hátt. Cripir sem hefur verib kastab á glœ fá þar nýtt gildi í augum nýrra eigenda. Þessi mynd var tekin ígær af Ómari Sigurbsson í Nytjamarkabi RKÍ meb ýmsa gripi úr skemmu sinni. Markaburinn hefur nú verib reyndur um skeib og líkar vel. Fiskvinnsludeild VMSÍ: Karlar geta líka snyrt flskflök Eftirspurn eftir œbardún aö aukast: 36 þúsund í sængina Undanfarib hefur verð á æðar- dúni til útflutnings farið talsvert hækkandi og nú er svo komið að æðarbændum býðst allt að 36 þúsund kr. fyrir kílógrammið, magn sem nægir í eina dúnsæng, að frádregnum sjóðagjöldum og lífeyrissjóðsgreiðslum. Verð hef- ur ekki veriö hærra hér á landi undanfarin þrjú ár og fór það allt niður í 20 þúsund. Astandið var meira ab segja svo slæmt ab um tíma var æbardúnn óseijanlegur. Atli Vigfússon, æbarbóndi að Laxamýri í Þingeyjarsýslu, segir þetta mikið gleðiefni, enda um mikið byggðamál að ræða, þar sem æðarbúskapur er mikilvæg aukabú- grein á tímum niburskurðar í hefb- bundnum landbúnaði. Atli segir samdráttinn í sölu á æðardúni til útlanda hafi mátt rekja m.a. til áróðurs umhverfis- sinna gegn sölu á æðardúni og menn hafi leitað á náðir gerviefna. Æöarræktarfélag íslands hafi hins vegar lagt mikla vinnu í að kynna hvernig æðardúni er safnaö saman og að sýna fram á að ekki séu not- aðar neinar ómannúðlegar aðferðir við þab. Þetta sé að skila sér nú, auk þess sem almenningur víða vilji frekar náttúrlegar vörur. „Við sjáum fram á betri tíð með dúninn, en það er ekki þar með sagt ab þetta haldist. Menn setja dálítib spurningarmerki við fram- leiðsluna í ár og hversu mikil hún verði. Menn lentu í dálitlum erfib- leikum vegna tíðarfars, en menn vona hib besta." Atli segir aeðarbændur mjög glaða yfir þessari þróun, því það sé mikið byggðamál ab dúnninn selj- ist og þab á viðunandi verði. Útflutningur á æðardúni fer að mestu til austurlanda og Þýska- lands og er hann notabur í fram- leiðslu á hágæða og mjög dýrum rúmsængum, auk þess sem einhver hluti fer í fataframleiðslu. ■ Auglýsing félagsmálarábuneytis: Viðbrögb strax í gær Samkvæmt upplýsingum sem Tíminn fékk í gær í félagsmála- ráðuneytinu, urðu þó nokkuð snörp viðbrögb við augiýsingu ráðuneytisins varðandi fisk- vinnslu víba á landsbyggðinni. Margir hringdu og höfðu beint samband, bæði við ráðuneytið og eins við vinnumiölanir í gær. ■ Karitas Pálsdóttir, formaður fiskvinnsludeildar VMSÍ, segist vera mjög ósátt vib þaö ef atvinnurekendur í sjávarútvegi taka erlendan vinnukraft framyfir inn- lendan. Þá segist hún ekki þekkja þaö af eigin raun aö útlendingar séu eitthvab betri starfskraftur en inn- lendur. Formaburinn bendir jafn- framt á þá tregbu atvinnurek- enda ab vilja eingöngu rába kvenfólk til að snyrta fiskflök fremur en karla. En í atvinnu- auglýsingum fiskvinnslufyrir- tækja er einatt óskað eftir kvenfólki til að starfa við snyrtingu. í því sambandi minnir hún á að um borð í frystitogurum vinni fílefldir karlmenn við snyrtingu og pökkun og því geti þeir alveg eins gert það í landi ef ekki tekst að fá kvenfólk til starf- ans. Karitas telur einnig að það sé ekki sanngjarnt af atvinnurek- endum og ólíku saman að jafna að ætla að bera saman annarsvegar útlending sem hingað kemur til að vinna í skamman tíma og hinsvegar íslendinginn. Hánn flytur ekki með fjölskyldu sína í eitthvert sambýli sem viðkomandi fyr- irtæki býður honum ab búa í meöan á ráðningartíma hans stendur öndvert vib útlend- inga. Þeir sem koma hingað til lands að starfa í fiskvinnslu, eins og t.d. fólk frá A-Evrópu, það þekkir fáa sem enga og á erfitt með tjáskipti vegna tungumálaerfiðleika. Þab vinnur eins hinsvegar eins mikið og það mögulega getur og heldur síðan af landi brott án þess að hafa samlagast ís- lensku þjóölífi ab neinu marki. Hinsvegar er formanni fisk- vinnsludeildar VMSÍ engin launung á því að hvort sem starfskraftur í fiskvinnslu sé er- lendur eða innlendur, þá sé hann misjafn eins og menn- irnir eru margir. Húsnceöisstofnun fengiö tugi umsókna um hœrra lán til kaupa ódýrra fyrstu íbúöa: Fyrstu 27 fengu 70% húsbréfalán í júlí Húsnæöisstofnun afgreiddi í júlí 27 umsóknir frá fólki sem óskað hafði eftir ab nýta sér nýfengna heimild fyrir allt aö 70% húsbréfa- láni til kaupa á fyrstu íbúð. Kaupverð þessara 27 íbúða verður að teljast mjög hóflegt, eða rúmlega 5,4 milljónir króna að meðaltali. Meðalút- borgunin var um 250 þús.kr. lægri vegna framangreindrar heimildar og hefur þannig verib rúmlega 1,6 milljónir króna. Samkvæmt fréttabréfi Hús- bréfadeildar voru fasteigna- verðbréfin sem stofnunin tók í skiptum fyrir húsbréf um 2,8 milljónir að meðaltali, eba rétt rúmlega helmingur kaup- verðsins. Önnur áhvílandi lán nema því kringum einni milij- ón á íbúð. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.