Tíminn - 23.08.1995, Qupperneq 3

Tíminn - 23.08.1995, Qupperneq 3
Mi&vikudagur 23. ágúst 1995 fiítitstefi 3 Hundraö ára kvenfélag á Króknum: Bjóöa nærri 3000 manns í kaffiboð Körlum tekst enn ekki oð lœra á þvottavélar og verja skemmri tíma meö börnum sínum en fyrir 10 árum: Aukinn frítími Svía allur í imbakassann Þab eru líklega ekki mörg fé- lög á íslandi sem hafa náb því ab verba aldargömul. Kvenfélag Saubárkróks er eitt þeirra, en þab verbur 100 ára á föstudaginn kem- ur. Aldarafmælisins munu kon- ur á Króknum að sjálfsögbu minnast tilhlýðilega, mebal annars með sýningu á hug- og handverki félagskvenna, yfir- liti yfir það sem þær hafa gert í eina öld. Sýningin heitir „Gengin spor" og verður opn- uð í Safnahúsinu á afmælis- daginn. A sunnudag verður bæjar- búum öllum, rúmlega 2.700 manns, boðið til kaffisamsæt- is í íþróttahúsinu. Kvenfélags- konur segjast vonast til að sem allra flestir bæjarbúar sjái sér fært að fagna aldarafmæl- inu með þeim, þiggja veiting- ar og skoða sýninguna. Á hundrað árum hafa verib haldnir 590 fundir í stjórn Kvenfélags Sauðárkróks og milli 360 og 370 konur hafa verið skráðar félagar. Formað- ur félagsins er Helga Sigur- björnsdóttir. ■ Er hugsanlegt ab eins mundi fara fyrir Islendingum og Svíum, ab fleiri frístundum yrbi kannski öllum eytt fram- an vib imbakassann? Væri þá kannski til lítils barist fyrir styttri vinnutíma, sem lengi hefur verib ofarlega á óska- iista flestra launaþræla? Þróun á vinnutíma og frí- stundum fólks í Svíþjób er mebal þess sem sagt er frá í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóð- anna um þróun lífsgæða. Frí- tími bæði karla og kvenna þar í landi hefur aukist um 2% að meðaltali síðasta áratuginn. Mest hefur frístundum fjölgaö (10%) meðal karla á þrítugs- aldri, en af konunum eru það aðallega eldri aldurshóparnir sem vinna skemur en fyrir tíu árum. „Fleiri frístundir þýða fyrst og fremst að fólk eyðir nú fleiri stundum í að horfa á sjónvarp og víseó", segja skýrsluhöfund- ar. Karlar eyða nú jafnabarlega 17,5 stundum á viku framan við skjáinn en konur 3 stund- um skemur. Aftur á móti lesa karlar nú 26% skemur en áður og konur 12% minna. Flykkist fólk stöðugt meira að skjánum í stað þess að lesa blöð eða bæk- ur þyrftu Svíar að reyna að finna dýrmætari leiðir til notk- unar á sínum aukna frítíma, að mati skýrsluhöfunda. Stofna Þýsk-íslenska verslunarráöiö: 60 stofn- endur strax skráöir Skemmdir af völd- um jaröskjálfta? Fjöldi fyrirtækja í Þýskalandi og á íslandi hafa látib skrá sig sem stofnfélaga ab Þýsk- íslenska verslunarrábinu, eba 32 í Þýskalandi og 29 á ís- landi. Stefnt er að því að ráðið opni skrifstofu hjá Verslunarráði ís- lands fljótlega eftir ab því verb- ur komið á laggirnar í október næstkomandi. ■ Nú er unnib ab viðgerbum á brúnni yfir Jökulsá á Fjöll- um, sem er á þjóðvegi númer 7, skammt austan Asbyrgis. Um er að ræba nokkuð um- fangsmiklar vibgerbir, sem lýkur ekki fyrr en á næsta ári. Nokkrar skemmdir hafa kom- ib í ljós á vestari brúarstólpa og gera menn því skóna ab rekja megi þær til jarðskjálfta og hef- ur stólpinn hafi skemmst og gliðnað frá. Auk þess sem gert er við steypuskemmdir, verður brúin máluð og hugab ab öðr- um skemmdum. Tímamynd BG Sjávarútvegur vanbúinn til ab taka áhœttur viö aö reyna eitthvaö nýtt: Skortur á áhættufjár- magni hamlar nýjungum Sverrir Leósson útgerðarmað- ur Súlunnar EA á Akureyri og formabur Útvegsmannafélags Norburlands segir ab íslensk- um sjávarútvegi hafi verib skorinn svo þröngur stakkur í rekstri ab atvinnugreinin get- ur ekki tekib mikla áhættu við reyna eitthvab nýtt á nýjum slóbum. Hann telur einsýnt að ef breyting á að verða á þessu þurfi að koma til einhver stuðningur af hálfu stjórnvalda eða annarra aðila sem tilbúnir séu að leggja fram áhættufjármagn vib rann- sóknir og leit á nýjum nytjateg- undum við íslandsstrendur. Sverrir telur einnig ab þekking okkar á auðlind sjávar sé ekki nægjanleg og sé í allt of miklum mæli takmörkub við hefð- bundna nytjastofna. í gærkvöldi var von á jap- anska túnfiskveiðiskipinu hing- að til lands að sækja vistir, en talið er að skipið hafi verið á til- raunaveiðum sunnarlega á Reykjaneshryggnum. Töluverð spenna og eftirvænting ríkir meðal íslenskra útvegsmanna vegna þessara veiða Japana, enda telja menn að þarna geti verið á ferðinni mjög svo at- hyglisverður hlutur. Sérstaklega ef það kemur á daginn að í út- hafinu við ísland sé að finna vænlegar veibislóðir á túnfiski, en mjög hátt verb er greitt fyrir afurðina á Japansmarkaði. í þessu sambandi vekur það einnig athygli að flestar nýjung- ar í fiskveiðum íslendinga virð- ast þurfa að koma erlendis frá. Til að mynda voru það Norð- menn sem kenndu landanum að veiða síld og rækju auk þess sem íslenskar útgerðir fóru ekki að senda skip sín í Smuguna fyrr en þeir fréttu af þeim möguleika frá færeyskum skipstjórnar- mönnum. ■ Könnunin leiddi líka í Ijós að bilið milli heildarvinnutíma kvenna og karla hefur mjókk- að. Konur vinna nú 46,5 stund- ir en karlar 45 stundir á viku. Höfuðá,stæðan er sú húsverkin hafa styst um 3,5 tíma hjá kon- unum — fyrst og fremst elda- mennskan og uppvaskið — niður í 21,5 stundir á viku að jafnaði. Þótt karlarnir hafi bætt vib sig klukkutíma verja þeir þó ennþá 10,5 stundum minna í húsverkin vikulega en konurn- ar. Karlar reynast ennþá eiga í miklum erfiðleikum við að læra á þvottavélina. „Svenson" eyð- ir aðeins 20 rpínútum á viku í þvottastúss borið saman við 2 klukkustundir sem konur nota til að þvo af sjálfum sér og öðr- um. Konur verja líka um tvöfalt lengri tíma í ummönnun barna. Hvað mest kemur þar kannski á óvart að hópurinn sem fengið hefur flestar viðbótarfrístundir, karlar á þrítugsaldri, ver nú enn- þá styttri tíma en áður til að annast börnin sín en fyrir ára- tug, eða rúmlega hálfri klukku- stund skemur á viku. Konur á sama aldri verja nú aftur á móti 2 stundum meira á viku í barna- umönnun. ■ Dagvörudeild Kristjáns Ó. Skagfjörö seld Nathan og Olsen: Ó. Skagfjörö hættir á mat- vörumark- aðnum Kristján Ó Skagfjörð hf. hefur dregib sig út úr sölu á mat- og dagvörum meb sölu á dagvöru- deild fyrirtækisins til Nathan og Olsen. Jónína G. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kristjáns Ó. Skagfjörb hf. segir að þessar breytingar komi tvímælalaust til með að styrkja fyrirtækið, þó vissulega væri eftirsjá í huga hennar, sérstaklega þar sem með deildinni flyttust nokkrir starfsmenn sem lengi væru búnir ab vinna hjá fyritækinu. „Við erum ab hætta í þessum geira og á sama tíma er Nathan og Olsen að auka hagkvæmni sína og auka vöruúrval fyrir sína viðskiptavini. Spurning- unni hvort rekstur þessarar deildar hafi verið óhagkvæmur hjá okkur er erfitt að segja um. Þetta er ágætis viðskipti sem þessu fylgja, en viö emm ekki með eins umfangsmikla veltu í dagvörum eins og við þyrftum að hafa til að dreifingin væri nógu hagkvæm og því höfum við ákveðið ab snúa okkur að öðru sem við höfum og sinna því betur," segir Jónína og bendir á að á þessum viðskipt- um séu báðir að hagnast. Hún segir ennfremur að í framtíðinni myndi fyrirtækið einbeita sér að veiðarfærum og byggingarvömm og þar væri engan bilbug að finna. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.