Tíminn - 23.08.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.08.1995, Blaðsíða 9
TÍIVIINN Á VESTFJÖRÐUIVI Mi&vikudagur 23. ágúst 1995 Framkvœmdir eru nú í fullum gangi vib gatnagerb í nýrri Súbavík. Mikiö uppbyggingarstarf \ Súöavík og ný íbúöabyggö aö rísa á Eyrardalssvœöi: „íbúum hér í Súöavík má ekk- ert fækka frá því sem nú er, eigi þær fyrirætlanir sem gerö- ar hafa veriö um framtíö byggöarlagsins aö standast. Hér eru nú um 200 íbúar og þaö er vandamál hve margir sem hér stunda vinnu búa og eiga sitt lögheimili annars staöar, svo sem á ísafiröi. Til dæmis flestir sjómenn á togar- anum Bessa. Víöast hvar ann- ars staðar eiga menn lögheim- ili á útgeröarstaö. Og þetta eru menn meö háar meðaltekjur," sagöi Jón Gauti Jónsson, sveit- arstjóri í Súöavík, í samtali viö blaöamann Tímans. Þaö hefur ekki gerst áöur aö byggt sé í einum rykk upp frá grunni heilt byggðarlag. Þetta er nú aö gerast í Súðavík, en fram- kvæmdir við gatnagerð i nýju íbúðahverfi á svonefndu Eyrar- dalssvæöi standa nú sem hæst. Núverandi byggö í Súöavík hef- ur veriö skilgreind sem hættu- svæöi meö tilliti til snjóflóöa og frystihús Frosta hf. er á gráu svæöi ef svo má aö oröi komast, en lína sem segir af og á um hættu liggur um húsiö endi- langt. Flutt ínn fyrir jól Nú þegar hefur 54 lóöum ver- iö úthlutaö í hinni nýju byggö og nokkrar umsóknir um lóðir eru til afgreiðslu. Ný hús verða byggð í flestum tilvika, en nokkur eldri timburhús verða þó flutt um set á nýjan staö. Bú- ast má viö aö flutt hafi verið um jól í aö minnsta kosti 25 íbúðir. Þaö er stjórnvaldsákvöröun að öll íbúabyggð í Súðavík skuli flytjast á hinn nýja stað. Fjöl- mörg hús á gamla staðnum eru ónýt eftir snjóflóöiö mikla í vet- ur og önnur mikiö löskuð. Mörg standa óskemmd, en Ijóst er aö þar verður þó ekki framar búið heilsársbúsetu. Eru aö sögn Jóns Gauta margvíslegar hugmyndir uppi um nýtingu þessara húsa, til dæmis sem orlofsbyggðar á vegum verkalýðsfélaga, en þess má geta að frá í vetur hafa Súð- víkingar búiö í sumarhúsum sem keypt voru af Súðavíkur- hreppi, en verða seld aftur með : Sveitarstjórinn, jón Cauti Jónsson, á vettvangi á Eyrardatssvœbinu þar sem ný íbúbabyggb er nú ab rísa. Meb honum eru nokkrir starfsmenn sem annast framkvœmdir. Mikib starf hefur verib unnib síbustu vikur á Langeyri en þangab var ekib öllum lausum munum úr húsum þeim sem snjóflóbib lenti á og voru á víbavangi. Heibar Cubbrandsson hreppsnefndarmabur hefur stjórnab þessu starfi og meb honum hafa starfab sex nemendur frá Atvinnumibiun námsmanna. Verba þeir ab störfum fram ab mánabamótum, en þá er ácetlab ab verkinu Ijúki. Hér heldur Heibar á einum þeirra muna sem hafa fundist, hljómplötu meb leikriti Davíbs Stefánssonar, Cullna hlibinu. afhendingu næsta sumar í huga. Engin útkjálka- byggö Ákveðin hafa verið nöfn á göturnar nýju í Súðavík. Þær munu bera nöfnin Víkurgata, Vallargata, Arnarflöt, Alfa- byggð, Holtagata, Eyrardalur, Grundarstræti og Hlíðargata. Gatnagerðin mun kosta um 150 millj. kr. Fjármögnun liggur ekki fyrir en ríkissjóður tryggði 70 millj. kr. til að tryggja fram- kvæmdir og eðlilegan gang þeirra í sumar. Jón Gauti Jónsson segir að Súðvíkingar hafi ákaflega sterk- ar rætur til síns byggðarlags. Það sé ástæða þess að þeir vilji vel- flestir búa þar áfram. „Hér hefur fólk góðar tekjur, öryggi í at- vinnu og hér er fyrir mikil fjár- festing í ýmsum byggingum sem fólk tekur ekki með sér á brott. Fyrstihús og hafnar- mannvirki sem leggja sig kannski á nokkur hundmð milljónir verða ekki flutt héðan. Súðavík er líka staður sem aldrei hefur þurft að greiða með. Frosti er fyrirtæki sem gengiö hefur vel og greitt háa skatta til samfé- lagsins og það hafa Súövíkingar almennt gert. Þjóðleiðin frá Reykjavík til ísafjarðar liggur síðan í gegnum þorpið þannig að þetta er engin útkjálka- byggð," sagði Jón Gauti. I uppbyggingarstarfinu í Súðavík síðustu vikur segir Jón Gauti að skyggt hafi á og tor- veldað hve margir aðilar í stjórnsýslunni hafa meb hönd- um mál er snerta byggðarlagiö. Hinsvegar sé nú komin á lagg- irnar nefnd undir forystu Eiríks Tómassonar lögmanns og muni hún vinna að ýmsu samræm- ingarstarfi. Segir Jón Gauti aö í starfinu í Súðavík síöustu mán- uöi hafi fengist margvísleg reynsla í hjálpar- og uppbygg- ingarstarfi, en vonandi þurfi aldrei að nýta frekar við sam- bærilegar aðstæður. Frásögn og myndir: Sigurður Bogi Sævarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.