Tíminn - 20.09.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.09.1995, Blaðsíða 1
Sigríöur Magnúsdóttir var í íbúb sinni í gœr ab reyna ab bjarga einhverju smálegu úr rústunum. Hér er hún ásamt Alexöndru dóttur sinni. Tímamynd: cs Tveggja barna einstœö móöir missti allt sitt í eldsvoöa á Freyjugótunni: Innbúið ótryggt Það var nöturlegt um at> litast í gær á efstu hæb Freyjugötu 10 þegar Sigríöur Magnúsdóttir, 29 ára gömul einstæb tveggja barna móbir, var ásamt barns- föbur sínum og vinafólki ab reyna ab bjarga lauslegum munum úr innbúi eftir elds- voba sem kom upp í fyrradag í íbúbinni. Svartir og svibnir veggir, bækur, húsmunir og annab lauslegt báru eybilegg- ingu eldsins vitni. Innbúib var ótryggt og fyrir utan tilfinn- ingalegt tjón fyrir Sigríbi og dæturnar tvær, er því um mik- ib fjárhagstjón ab ræba. Sigríbur hafði ásamt dætrum sínum, Alexöndru og Önnu Margréti, skroppib í bankann og bakaríið en hálftíma síbar þegar þær sneru aftur var.íbúðin í ljósum logum. Eftir að slökkkvistarfi var lokiö kom í ljós aö íbúöin og inn- bú er nær allt ónýtt. Þessi þriggja manna fjölskylda er nú nánast á götunni en gistir tímabundiö hjá frænda Sigríöar. „Ég veit eiginlega ekki hvaö ég get gert, sennilega ekki neitt. Ég á góöa fjölskyldu og þau gera þaö sem þau geta en viö veröum að reyna aö finna nýtt húsnæöi." Hún segir dæturnar standa sig vel miðaö viö aöstæður en áfallið aö missa 'allt dótiö, föt og annað sé mjög sárt. „Þeirri yngri fannst sár- ast aö allar Barbie-dúkkurnar brunnu." Sigríöur var aö reyna aö bjarga éinhverju smálegu úr rústunum í gær en þaö var nánast ekkert nýti- legt eftir. Þó sluppu fjölskyldual- búmin ósködduö sem er „ljós í myrkrinu" aö sögn Sigríðar. „Aö ööru leyti er allt fariö." „Það er ekki rétt aö það hafi kviknað í frá sígarettu eins og fram hefur komið í fréttum. Enda sagöi RLR viö mig í gær að eldsupptök væm óljós. Mér finnst skrýtiö aö RLR skýri DV frá þessu án þess að láta mig vita fyrst. Auðvitað er maöur beiskur út í hvernig komið er fram viö mann," segir Sigríöur. Aö sögn nágranna hennar voru blaðamenn og fréttamenn komnir á staðinn á undan slökkviliöinu í fyrradag. Barnsfaðir hennar, Ing- ólfur Guöbrandsson, segir aö þaö hafi verið erfitt aö hlusta á út- varpsfréttir í hádeginu í gær. „Ég, faðir barnanna, heyrði kl. 12 á há- degi í gær aö íbúö viö Freyjugötu væri aö brenna. Að vísu var tekið fram að allir heföu sloppiö en þaö kom fyrst yfirlit og svo þurfti maö- ur aö bíða eftir 5-6 aöalfréttum áö- ur en málin skýröust. Þetta er ekki nógu gott." ■ Borgarráb vill ab rekstur Fœbingarheimilisins verbi tryggbur: Skilyröi fyrir leigu húsnæðisins Borgarráb skorar á heilbrigbis- rábherra og þingmenn Reykja- víkur ab tryggja fjármuni til reksturs Fæbingarheimilis Reykjavíkur á næsta ári. Verbi þab ekki gert hljóti samningur- inn um afnot Ríkisspítalanna af húsnæbi Fæbingarheimilis- ins ab koma til endurskobunar. Þetta er efni ályktunar sem borgarráb samþykkti í gær. í henni kemur fram ab forsvars- menn Ríkisspítalanna hafi staö- fest að ekki sé tryggt ab Fæbing- arheimilib verbi opnab aftur um áramótin eins og upphaflega hafi verið ætlun framkvæmdastjórn- ar Ríkisspítalanna. Leigusamningur sem þáver- andi borgarstjóri og stjórnar- nefnd Ríkisspítalanna undirrit- uðu í mars á síðasta ári gildir til 10 ára. í honum eru fortakslaus ákvæöi um aö leigutaki reki Fæð- ingarheimili Reykjavíkur þann tíma sem leigusamningurinn gildi, eftir því sem segir í álykt- uninni. Borgarráð harmar aö gripiö hafi veriö til þess úrræðis að loka Fæbingarheimilinu. ■ Súövíkingar vilja yfirgefa 55 hús á hœttusvœöi og eru tilbúnir aö tvöfalda byggöina á nýja byggingasvœöinu fyrir áramót. Jón Cauti Jónsson sveitarstjóri um ummceli Cuöjóns Pedersen: Skil ekki svona ummæli Súðvíkingar kvíba margir vetrin- um, sem nú er framundan, minnugir atburbanna síbastlib- inn vetur. Hreppsnefndin hefur óskab eftir uppkaupum á 55 íbúbum á hættusvæbum í stab þess ab varnarmannvirki verbi byggb. Kostnabur vib varnir er áætlabur um 700 milljónir króna en kaup á húseignunum mundi kosta álíka upphæb. Súbvíkingar treysta ekki varnarmannvirkjum sem rætt hefur verib um ab reisa fyrir ofan þorpib. Alþingi samþykkti eins og kunnugt er 1.400 milljón króna tekjuöflun fyrir Ofanflóðasjóð, en þar er um aö ræða aukna hlut- deild sjóösins í viðlagatrygginga- gjaldinu. Þetta fé á að koma á næstu 5 árum. Það er sérstaklega hugsað sem fé til uppbyggingar nýrra hverfa á hættulausum svæðum í Súðavík, Flateyri og Hnífsdal. „Við höfum engar áhyggjur af þessu en undrumst hins vegar ummæli Guðjóns Pedersen, for- stöbumanns Almannavarna, í sjónvarpinu þar sem hann er að kvelja hrelldar sálir hér meö svona yfirlýsingum. Guðjóni var sagt það af ráðuneytisstjóra for- sætisráðuneytisins á sínum tíma aö mér áheyrandi aö hann þyrfti engar áhyggjur að hafa, pening- arnir yröu útvegaðir," sagöi Jón Gauti Jónsson sveitarstjóri í Súða- vík í gær. Gubjón Pedersen sagði í sjón- varpinu að ekki væri fé í Ofan- flóðasjóði eins og stendur til að fullklára varnarmannvirki í Súða- vík, eða kaupa upp þær eignir sem myndu veröa inni á hættusvæö- um, ef ákvöröun verður um aö gera þaö. Jón Gauti sagöist ekki skilja svona ummæli og slíkt tillitsleysi sem væri ótrúlegt gagnvart fólki sem heföi beðiö í þolinmæði síð- an í vor hávaðalaust. Kerfið hefði tekið nákvæmlega sinn tíma til aö semja sínar reglugerðir. Hins veg- ar biöi fólk á staönum enn úr- lausnar. í Súðavík væru gömlu húsin á rauðu hættusvæði. í Súðavík eru 55 hús á skil- greindu hættusvæði. Fimmtán hús eyðilögðust í snjóflóbinu og hafa verið bætt. Verið er að byggja jafnmörg hús á öruggu byggingarsvæði. Jón Gauti segir aö alþingi og ríkisstjórn hafi stað- iö í einu og öllu viö loforð sín. Vissir embættismenn séu hins vegar ekki sammála stjórnmála- mönnunum og láti þaö í ljósi. „Viö óskum eftir því við Ofan- flóðasjóð og Almannavarnaráð að hús í núverandi byggð verði keypt. í undirbúningi er bygging 12 til 14 íbúða í vibbót við þessar 15 sem eru í byggingu. Við erum í sambandi við verktaka sem eru tilbúnir að skila þeim húsum fyrir áramót, ef þeir fá ab byrja," sagði • Jón Gauti og sagðist vonast eftir svari Ofanflóbasjóðs um næstu mánaöamót. ■ SIMI 56B 1600 Brautarholti 1 STOFNAÐUR 1917 79. árgangur Miðvikudagur 20. september 1995 175. tölublað 1995

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.