Tíminn - 20.09.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.09.1995, Blaðsíða 2
2 Wimimi Mi&vikudagur 20. september 1995 Samtök fámennra skóla fagna hverjum karlmanni í kennarastétt: Litiö niður á karlmenn í barnakennslu Tíminn spyr... Er ástæba til a& taka tillit til álfabygg&ar í steinum vi& vegagerö hérlendis? Árni Björnsson þjóöháttafræ&ingur: Ég tel aö ekki sé ástæöa til þess vegna nokkurrar mann- hættu. Hinsvegar viröist þaö geta veriö nokkuö góö fjárfest- ing aö búa til sögur um álfa í hinum og þessum steinum sem enginn hefur kannast við fyrr á tímum. Þetta getur aukiö fer&a- mannastraum, ekki síst útlend- inga. Ég lít svo á að þessar sagn- ir um álfa í steinum séu skáld- skapur þjóöarinnar og þaö er allt gott um þaö segja. Sem dæmi get ég tekið klofasteininn í Ljárskógum í Dölum. í ör- nefnaskrá sem er skrifuö af Hallgrími Jónssyni í Ljárskóg- um, fööur Regínu sem var í fréttunum, minnist hann á klofasteina og klofasteinabörð og segir að þetta hafi upphaf- lega veriö einn steinn sem hafi klofnaö. En hann minnist ekki einu orbi á álfa. Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri: Viö erum meö almenna stefnu í þessum málum. Eftir því sem hægt er, þá tökum við tillit til óska fólks. Þaö á jafnt við um álfasteina, álfakletta, sérkenni í landslagi eða hvaö- eina sem upp kemur. Einar K. Gubfinnsson, formaður Samgöngunefndar ríkisins: Sem gömlum og sönnum íhaldsmanni finnst mér rétt aö hafa í heiöri alla íslenska hjá- trú. Ég hef aö vísu viljað skella skollaeyrum viö öllu álfatali hingaö til, en þaö eru ákveðin menningarsöguleg rök fyrir því að viröa öskir þjóötrúarinnar. „Aöalfundur Samtaka fámennra skóla, haldinn á Flúöum 15.-16. sept. 1995, gieöst yfir hverjum þeim karlmannni sem gerist kennari. Fundurinn lýsir áhyggj- um sínum af því hversu karl- menn eru orönir fáir í kennara- stétt og hvetur yfirvöld mennta- mála til aö taka á þessum vanda og stuöla þannig aö jafnrétti kynjanna í íslensku skólastarfi." Svo hljóöar ályktun ársþings Samtaka fámennra skóla en eins og kunnugt er hefur hún vakið nokkra athygli í fjölmiölum. Þingið hvetur til að tekiö verði á þeim vanda sem fækkun karlmanna í kennarastétt sé. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Villingaholtsskóla í Flóa og formað- ur SFS, segir aö rannsóknir erlendis frá sýni að skilnaðarbörn, sérstak- lega drengir, geti átt mjög erfitt uppdráttar af þessum sökum. Þeir alist upp án viðveru fööur síns, fari í leikskóla og síðan í gunnskóla, oft án þess að hafa nokkur afskipti af karlmönnum. Afleiðingin sé að drengirnir viti ekkert hvernig þeir eigi að haga sér sem karlmenn, þeir ieiti fyrirmynda í bíómyndum og jafnvel í e.k. ofbeldi; verði-fasískir í hugsun. „Ég þekki það úr mínu starfi að sumir drengir hlýða aldrei konum. Kvenkennarar geta ekkert átt viö þá en þeir hlýða strax körlum." Hafsteinn segir að launamálin vegi þungt hvaö varðar að karl- menn fást vart til kennarastarfa nú- orðið: „Það er ekkert launungarmál að hér skipta launamálin mestu máli. Eftir samningana núna hef ég trú á að karlmönnum hafi enn fækkað frá því sem var. Það er litið á karlmenn sem fyrirvinnur í þjóðfé- laginu og maður er ekkert að flíka því í kunningjahópnum, en það er beinlínis litið niður á karlmenn sem eru bamakennarar nú orðið. Þetta er að verða þannig í mörgum skól- um aö það eru bara húsvörður og íþróttakennari sem eru karlmenn." En launamálin eru ekki eina vandamálið. Hafsteinn segir að nú séu konur í auknum mæli komnar í skólastjórastöður. Þegar kona sé oröin skólastjóri velji hún sér gjarn- an aðstoðarskólastjóra sem einnig er kona og saman velji þær svo kon- ur til kennarastarfa. Konur vinni öðruvísi en karlar. Þeir leggi meira upp úr yfirvinnu og séu þ.a.l. ekki jafn skemmtilegir starfskraftar og konur. | Sagt var... „Vegageröin passar vafalaust upp á aö þaö detti ekkert úr hillunum hjá álfunum." DV-Loki gærdagsins. Lögga fór á taugum „Mér er alveg Ijóst hvaö geröist þarna í Arbænum. Lögreglan fór ein- faldlega á tauqum oq af því uröu öll þessi læti." Segir Gunnlaugur Mikaelsson greibabíl- stjóri í DV. Eins og kunnugt er af frétt- um, beitti laganna vörbur kylfunni í átökunum, en þab gerist ab jafnabi ab- eins einu sinni á ári. Islensk kvikmyndagerb fyrr og nú „Myndin [Tár úr steini] er laus viö þá ágalla sem einkennt hafa flestar ís- lenskar bíómyndir þar sem áberandi hafa veriö lungu, lifur og hjartablóö sem spýtist út um víöan völl eöa þá ósmekklegar klámsenur og jafnvel barnaklám." (!) Ljótt er þab. Ef orb SBÁ í DV eru rétt, þá er kannski ekki ab undra ab gagn- rýnandi Moggans hafi talab um sanna kvikmyndagerbariist og stökkbreyting- ar. Spurning um vibmib? Tannhvöss og kokhraust borgarstýra „Borgarstjórinn í Reykjavík hefur sýnt af sér dæmafáa sjálfshreykni og rök- leysu í málflutningi sínum af ýmsu tilefni aö undanfömu. Frammi fyrir myndavélum sjónvarpsstöövanna minnir þessi fyrrum forystukona Kvennalistans einna helst á kok- hrausta og tannhvassa tengda- mömmu, sem ríkiryfir heimilisfólki sínu í Ráöhúsinu og keyrir þaö áfram með góöu eöa illu, enda í nokkuð styrkri stöðu til þess arna." Páll Örn Líndai er reibur í Mogganum í gær. „Hrafnssyndrómib" „Sagan er nokkurs konar blanda af þekktum minnum úr Islendingasög- unum og bandarískum hetjustælum. í þessa blöndu er síöan bætt vænum skammti af „Hrafnssyndrómi" meö tilheyrandi blóbslettum og aflimun- um." Skrifar Örn Markússon í Tímann um bíómyndina Víkingasögu. Hún ku harla vond ab mati Arnar. í pottinum er mikið spekúlerað um ráöningu í ráöuneytisstjóra- stö&u í heilbrigöisrá&uneytinu. Tveir heyrast nefndir oftar en a&rir. Dögg Pálsdóttir, deildar- stjóri í ráöuneytinu sem unniö hefur mikið starf þar auk þess aö vera dóttir fráfarandi ráðuneytis- stjóra, var af mörgum sögð krón- prinsessa á meðan kratar réöu ríkjum. Óvissara er með erföa- festu stöðunnar eftir aö nýr ráð- herra kom inn. Hinn sem oft er nefndur er Gu&mundur G. Þór- arinsson, verkfræöingur. Fullyrt er í pottinum aö þrýst sé á ráö- herrann meö að ráöa Gu&mund en hann hefur mikla reynslu úr heilbrigöisgeiranum, m.a. sem stjórnarforma&ur Ríkisspítalanna. Mikiö er rætt um hvaöa sjálf- stæöiskona geti oröiö kandídat í nýja varaformannsstólinn. í Tím- anum í gær var talað um aö þær Drífa Hjartardóttir og Svanhild- ur Árnadóttir á Dalvík væru heitar auk þingkvennanna. Nú bætast kunnugleg nöfn í hóp þeirra sem taldar eru ætla að blanda sér í slaginn, en það eru Katrín Fjeldsted og Salóme Þorkelsdóttir. Þrek og tár föstudag, þann 22.sépt. Á svibinu verbu Fyrsta frumsýning Þjóbleikhússins á þessu teikári verbur nœstkomandi föstudag, þann 22.sepLÁ svibinu verbur vesturbœrinn í kringum 7 962 og mun tónlist þess tíma spila stóra rullu í sýningunni. Svoköllub Tamlasveit mun sjá um tónlistarflutning. Söguþráburinn er á þann veg ab ungur mabur rifjar upp sín æsku- og þroskaár í vesturbænum og koma ýmsar persónur vib þá sögu. Þab var Ólafur Haukur Símonarson sem samdi leikritib Þrek og tár en Þórhallur Sigurbsson setur verkib á svib. Hér sést Davíb Einarsson, 17 ára menntaskólanemi og saxófónleikari, gerir sig kláran fyrir svibib. Bak vib gervi Davíbs situr Hilmir Snœr Cubnason. ■ starfi sínu lausu, því hann: LófcrTkorlo™>,«»'»rMH,«9” ,Ætlar ekk að legg)- ast beint í kor WERNIGÞ/I?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.