Tíminn - 20.09.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.09.1995, Blaðsíða 6
V 6 fgmáam fyc nnnch' * >li\ ■ , Mibvikudagur 20. september 1995 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM íbúbarhúsib vib Vallarbraut. Austurland NESKAUPSTAÐ llla gengur ab rába fólk Síldarvinnslan hf. á Neskaup- stað hefur að undanförnu aug- lýst eftir starfsfólki í frystihús félagsins og til vinnu á yfirvof- andi síldarvertíö, án teljandi ár- angurs. Svanbjörn Stefánsson, framleiðslustjóri frystihúss SVN, tjáði blaðinu að ástandið væri svipað hér og víða annars staðar og sérstaklega gengi illa að fá vant fólk til vinnu við pökkun og snyrtingu. Hann sagði að um 35 manns vantaði til starfa og aö þegar væri farið að kanna möguleika á að fá starfsfólk erlendis frá. Fyrir- spurnir hafa verið sendar til Færeyja og einnig er til athug- unar að leita eftir Pólverjum til starfa. Húsnæðisskortur setur Síldarvinnslunni vissar skorður í ráðningum á farandverkafólki, en í dag er hægt að hýsa 19 manns. Það dugir þó ekki til að leysa úr manneklu fyrirtækisins og vonast menn til að eitthvert starfsfólk fáist sem geti leyst sín húsnæðismál á eigin spýtur. Slmrnm Irillm- og mmilytUtmblmélÓ i Smémrmttjmm |#lKUR KEFLAVÍK Glæsilegar íbúbir vib Vallarbraut Húsanes hf. afhenti fyrir skömmu íbúðir og þjónustusel fyrir eldri borgara við Vallar- braut í Njarðvík. Af því tilefni heimsótti fjöldi manns Vallar- brautina og þáði veitingar, auk þess að skoða nýju íbúðirnar. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, rakti bygging- arsögu hússins þar sem fram kom að byggingin og fram- kvæmdin öll gekk mjög vel. Einnig kom fram að Tóm- stundaráð Reykjanesbæjar mun hafa umsjón með rekstri þjón- ustuselsins. Þjónustuselið er 320 fermetrar og kostaði 26 milljónir í byggingu. í því er ýmis aðstaða, m.a. fyrir lækni og fleira. íbúðirnar sjálfar eru glæsilegar, 2ja og 3ja herbergja, og eru þær síðarnefndu um 104 fermetrar að flatarmáli með sameign. Alls eru 22 íbúðir í húsinu. Fyrstu kaupendurnir fengu afhenta lykla sína á laug- ardag og fluttu inn skömmu síðar. Að sögn Sigurðar Ragnarsson- ar hjá Eignamiðlun, sem er söluaðili íbúðanna viö Vallar- braut, er möguleiki á eigna- skiptum, en allar nánati upplýs- ingar fást hjá Eignamið’luninni. Ey 8tra-1 hornl Eldsmiburinn Hlutafélagið Eldsmiðurinn hefur verið stofnað hér í Horna- firði til að koma á fót tölvusam- skiptastöð. Vonir standa til að starfsemi þeirrar stöðvar hefjist í næsta mánuöi og verður meg- inverkefni hennar að bjóða upp á aðgang að Internetinu á inn- anbæjargjaldi. Þegar hafa safn- ast 4,9 milljónir upp í áætlaðan stofnkostnað, sem er 6 milljón- ir. Internetið er alheimstölvu- net. Til að komast inn á netið þarf tölvu og mótald, en eins og nú er málum háttað verða íbúar þessa landshluta að tengjast netinu gegnum Reykjavík, Ak- ureyri eða Kópasker og er kostn- aöur sambærilegur við afnot af síma. Því er það mikið hags- munamál fyrir þá aðila, sem nýta sér þetta kerfi, að fá móð- urtölvu hér. Hugmyndinni að stofnun samskiptastöðvar var varpað fram á bæjarstjórnarfundi í vor og fékk hún strax góðan byr, að sögn Gísla Sverris Árnasonar, sem er formaður stjórnar Eld- smiðsins. Starfshópur, sem skip- aður var til undirbúningsvinnu, skilaði fljótt og vel af sér og fyr- irtæki, skólar og einstaklingar sýndu strax mikinn áhuga. Þarna opnast möguleikar á við- skiptum og fræðslu gegnum Internetið og hægt er að kaupa sér „heimasíðu", ef menn vilja koma upplýsingum á framfæri. Nýr leikskóli hefur starfsemi Leikskólinn Álfasteinn í Glæsibæjarhreppi í Eyjafjarðar- sveit var opnaður formlega fyrir skömmu, en starfsemi hófst þar fyrir um mánuði. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem leikskóli er starfræktur í hreppnum. Leikskólinn er rúmlega 100 fermetrar og hægt er að taka við 14 börnum þar í einu. Mörg börnin eru þó aöeins hluta úr degi og alls eru á leikskólanum nú milli 16 og 18 börn. Við leikskólann verða þrír starfs- menn í fullu starfi og er Rann- veig Oddsdóttir leikskólastjóri. Rannveig segir að mikil þörf hafi verið á leikskóla í hreppn- um. „Margir sem búa í hreppn- um vinna á Akureyri og þeir hafa ekki haft aögang að leik- skólunum þar vegna þess að þeir eru ekki með lögheimili á Akureyri. Eins nýta margir sér að leyfa börnunum að vera ein- hvern hluta úr degi, þó þeir séu ekki að vinna." Aö sögn Rannveigar er leik- skólinn nógu stór til að anna eftirspurn í hreppnum og er enn pláss fyrir fleiri börn fyrir hádegi. „Nágrannasveitirnar hafa líka fengið hérna inni, bæði Arnarneshreppur og Skriðuhreppur," segir Rannveig. Fyrstu íbúar á dvalarheimili aldr- abra flytja inn Fyrstu fjórir íbúar dvalar- heimilisins á Djúpavogi fluttu inn sl. laugardag, en heimilið sem hlotið hefur nafnið Helga- fell verður formlega tekið í notkun 30. sept. nk. Á dvalar- heimilinu er rými fyrir 12 manns í þremur tveggja manna herbergjum og 6 einstaklings- herbergjum. Þar er ennfremur rúmgott sameiginlegt rými, en fyrirhugað er að í framtíðinni verði hægt að taka aldraða í dagvistun. Einnig er áætlað aö félagsaöstaöa fyrir eldri borgara á Djúpavogi verði þar til húsa. Tveir starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa á dvalarheimil- inu og mun sá þriðji hefja störf upp úr næstu mánaðamótum. Leikskólinn Álfasteinn í Clœsibœjarhreppi var opnabur formlega fyrir skömmu, íþessu rúmlega 100 fermetra húsi. A innfelldu myndinni tekur Oddur Cunnarsson, oddviti Glœsibœjarhrepps (t.v.), vib blómvendi úr hendi Elíasar Höskuldssonar, fulltrúa verktakans, Kötlu hf. á Árskógs- strönd, vib opnunina á laugardag. Reglugerö um stœkkun möskva í botn- og flotvörp- um til aö draga úr hlutfalli smás fisks í Smuguafla: Strangari kröfur en Norðmenn gera í lok síöustu viku gaf sjávar- útvegsráðuneytið út viðauka við reglugerð um botn- og flotvörpuveiðar til að draga úr hlutfalli smás fisks í afla íslenskra skipa í Smugunni. í viðaukanum er kveðiö á um að frá og með deginum í dag, 20. sept., veröur öllum ís- Ienskum skipum gert skylt að nota 155 millimetra möskva í 8 öftustu metrum botn- og flotvarpa við veiðar í Barents- hafi. í frétt frá ráðuneytinu kemur m.a. fram að þetta séu strangari kröfur en Norðmenn gera til möskvastærðar við veiðar eigin skipa á svæðinu. Jafnframt er í athugun hjá ráðuneytinu hvort gera eigi frekari kröfur til bún- aðar veiðarfæra togara í Smug- unni, til að draga enn úr hlut- falli smás fisks í afla. Þessi viðauki við reglugerð um botn- og flotvörpur er til- kominn vegna niðurstaðna úr þeim athugunum, sem varð- skipsmenn um borð í Óðni gerðu á afla og veiðarfærum 6 íslenskra skipa í Smugunni á tímabilinu 25. ágúst til 13. september sl. Þar kom m.a. í ljós að notaðar voru vörpur með minna en 155 mm möskvastærð. Jafnframt kom í ljós að allmikið af smáum fiski var í aflanum, þótt hann stæð- ist þau viðmiðunarmörk sem Norðmenn nota við ákvörðun um lokun veiðisvæða. Þá hafa allmörg íslensk skip tekið í notkun svonefndan „glugga" í sín veiðarfæri. En hann hámarkar það magn sem hægt er að taka í veiðarfærið í hverju hali. Þegar ákveðnum mörkum er náð lekur aflinn út um „gluggann" í vörpunni og þannig er hægt að afstýra því að skipin séu að fá risahöl, sem í flestum tilfellum er ávísun uppá léleg gæði og verðmæta- rýrnun. ■ Sceplast á Dalvík: Ný gerð af fiskikerum Um 20 milljón króna hagnaöur varö af rekstri Sæplasts hf. á Dalvík á fyrstu sex mánubum ársins, en það er mun betri af- koma en á síðasta ári þegar fyr- irtækib skilabi abeins um 10 milljónum króna í hagnab yfir allt árið. Heildartekjur fyrir- tækisins urbu rúmlega 190 milljónir króna á þessum tíma og jiar af námu tekjur af út- flutningi rúmlega 100 milljón- um eba um 54% af heildartekj- um fyrirtækisins á sex mánaða tímabiii. Helsta framleiðsla Sæplasts eru fiskikassar, en það framleiðir einnig nokkuð af rotþróm. Nú hefur Sæplast sett nýja tegund af fiskikerum á markað, en þar er um að ræða ker sem framleidd eru úr vistvænum efnum. Voru kerin fyrst kynnt á sjávarútvegs- sýningu í Bella Center í Dan- mörku í júní og hlutu strax góbar viðtökur. Þar sem um dýrari framleiðslu er að ræða en á hin- um hefðbundnu kerum, mun taka nokkurn tíma að kynna kosti þeirra til fullnustu, en þegar hafa borist pantanir til fyrirtækis- ins erlendis frá, sem farið er að framleiða uppí. Ekki er komin reynsla á end- ingu þessara nýju kera, en talið er aö sú efnablanda, sem þau eru unnin úr, hafi meiri endingar- möguleika en eldri kerin. Meö framleiðslu á hinum nýju kerum horfa forráðamenn fyrirtækisins ekki einvörðungu til sjávarút- vegs, heldur að þessi framleiðsla muni nýtast öðrum matvæla- greinum í framtíðinni. ÞI Árni Björnsson þjóöháttafrceöingur um meintan álfabústaö í Dölum: Engin stob fyrir slíku samkvæmt örnefnaskrá í tilefni af meintum álfabú- stab í Klofasteini vib Ljár- skóga í Dölum, sagði Árni Björnsson þjóöháttafræbingur vib Tímann í gær: „Ég Iít svo á ab þessar sagnir um álfa í steinum séu skáldskapur þjób- arinnar og þab er allt gott um þab ab segja. Sem dæmi get ég tekib klofasteininn í Ljárskóg- um í Dölum. í örnefnaskrá sem er skrifuð af Hallgrími Jónssyni í Ljárskógum, föbur Regínu sem var í fréttunum, minnist hann á klofasteina og klofasteinabörö og segir að þetta hafi upphaflega verib einn steinn sem hafi klofnað. En hann minnist ekki einu orbi á álfa." Vegagerðin hefur ákveðib aö færa klofasteininn til, en Regína Hallgrímsdóttir hefur verið í fréttum að undanförnu, enda í sambandi við álfana í steininum að hennar sögn. Ýmis óhöpp hafa dunið yfir verktakann Borg- arverk eftir að lagning nýs vegar hófst við Ljárskóga í sumar, en Regína segir álfana ekki hafa hefnt sín á mönnunum, Þeir séu hins vegar mjög hræddir. Tímnn spuröi nokkra valinkunna menn hvort rétt væri að taka mið af meintum álfabyggðum við vega- gerð. Sjá bls. 2. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.