Tíminn - 20.09.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.09.1995, Blaðsíða 11
or >p r '^♦'•rncttfv'V OC mnsKi t’Jív/fSífv/1 Miövikudagur 20. september 1995 fiftlfjjrim n Forsetahjónin í Finnlandi, Martti og Eeva Ahtisaari á heimili sínu í forsetahöllinni í Helsinki. Annars konar forseti á umbreytingatímum eftir Jaako lloniemi, fyrrum sendiherra Finnlands í Bandaríkjunum Martti Ahtisaari var kjörinn tíundi forseti Finnlands í febrúar 1994. Sú kosning markabi tímamót í sögu finnsks lýbræbis. í fyrsta sinn var forsetinn kjörinn beinni kosningu al- mennings fremur en óbeint meb kjör- mannakerfi. Sú breyting hafbi þegar sett svip sinn á kosningabaráttuna. Finnlandsforseti og frú hans koma í opinbera heimsókn til íslands í næstu viku. ~ Finnskt þjóbfélag er ab ganga í gegnum gagngerar breytingar, eins og veröldin í heild sinni. Þörf er á nýrri sýn, nýjum abferðum og öðruvísi leiðtogum. Martti Ahtisaari svarabi þeirri þörf vel. Hann háði kosningabaráttu sína með því að leita eftir stuðningi hjá al- menningi milliliðalaust án þess að styðjast beint við flokkakerfið. Hann lagði áherslu á hreinskilni, gagnkvæmni í samskiptum og endurnýjun stjórnmálalífsins, og hann ein- setti sér að takast á við atvinnuleysisvand- ann. Hann átti auðveldara meb að koma þessum bobum til skila en atvinnustjórn- málamenn. Flestir litu á hann sem algerlega nýjan stjórnmálaleibtoga, ólíkan öllum öðr- Frá fœbingarborg forsetans, Viborg eba Viip- uri, sem nú er rússnesk borg í nibur lœgingu, ábur köllub París norbursins og var frœg fyr- Forsetahöllin í Helsinki er í mibborginni vib fjölfarna götu. um. Og reyndar hafbi allur starfsferill hans verið ögn til hliðar við stjómmál, án þess að tengjast þeim beint. Martti Ahtisaari fæddist 23. júní 1937 í borginni Viipuri (Viborg), sem nú er Rúss- landsmegin á því landsvæði, sem Sovét- mönnum var Iátið eftir að lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Faðir hans var nor- skættaður innflytjandi í Finnlandi, hermaö- ur, undirforingi. Martti Ahtisaari gekk í skóla í Norður-Finnlandi, í verslunar- og iðnaðar- borginni Oulu (Uleáborg). Hann lauk prófi frá kennaraskóla og hugðist leggja fyrir sig kennslustörf. Hinn ungi kennari haföi hins vegar mikla löngun til að skoða sig um í heiminum og skyndilega gafst tækifæri til þess. Alþjóbaþróunarstofnunin í Svíþjóð var ab leita að ungum, athafnasömum manni til að annast fræðslunámskeið í Pakistan. Aht- isaari fékk starfið og vann þar í nokkur ár. Sú reynsla breytti lífsstefnu hans til frambúðar. Er hann kom aftur til Finnlands 1963, vann hann um hríð fyrir alþjóðleg stúdenta- samtök. 1965 réðst hann til nýstofnabrar deildar í utanríkisráðuneytinu fyrir alþjóð- lega þróunarsamvinnu. Hann vann sig upp í Martti Ahtisaarí: stöðu abstoðarforstöðumanns og var skipað- ur sendiherra í Tanzaníu 1973. Undir hann heyrbu einnig Mozambique, Sómalía og Zambía, og hann stofnaði til margvíslegra persónukynna víða í Afríku. Vinir hans þar settu traust sitt á hann, þegar Sameinuðu þjóðirnar leituðu að sérstökum sendifulltrúa fyrir Namibíu. Aðalritari Sameinuöu þjóð- anna, Javier Perez de Cuellar, skipaöi Ahtisa- ari sérstakan sendimann og persónulegan fulltrúa sinn í Namibíu, sem þá laut stjórn Suður-Afríku, en á leið til sjálfstæðis. Ahtisa- ari vann sem næst ógerlegt afrek, er honum tókst að hjálpa Namibíu til sjálfstæðis án þess að það raskaði félagslegri uppbyggingu þjóð- arinnar. Þaö tókst honum með því að tengja saman festu og mildi. Þessu starfi Ahtisaaris var lokið 1984. Hann sneri heim til Helsinki, tók vib stöðu aðstoð- arrábuneytisstjóra og sá um alþjóölega þró- unaraðstoð. 1987 leitaði aðalritari Samein- uðu þjóðanna enn á ný til Ahtisaaris. Hann var skipabur aðstobar-aðalritari á sviði stjórn- unar og rekstrar, en hélt einnig stöðu sinni sem sérstakur sendifulltrúi fyrir Namibíu. Nú var Namibía á lokaáfanga leiðar sinnar til sjálfstæbis og þau mál á mjög svo viðkvæmu stigi. Allt fór það samt vei: Namibía öðlabist sjálfstæði og þar var efnt til frjálsra og óvil- hallra kosninga. Namibía er augljóst dæmi um farsæl afskipti Sameinuðu þjóöanna og Martti Ahtisaari gegndi þar lykilhlutverki. Hin nýfrjálsa þjóð gerði hann að heiðurs- borgara sínum. Árið 1991 var kominn tími til að snúa heim á ný. Hann tók viö stöðu ráðuneytis- stjóra utanríkisráöuneytisins, sem er æðsta staða embættismanna í ráðuneytinu. Ári síð- ar höfðu Sameinuðu þjóðirnar hins vegar aft- ur þörf fyrir samningalipurð Ahtisaaris, og hann var skipaður formaður starfsnefndar fyrir Bosníu-Hersegóvínu á alþjóðaráðstefn- unni um málefni fyrrum Júgóslavíu. Enda þótt Ahtisaari hefði aldrei tekið virk- an þátt í finnskum stjórnmálum, var vitað um stuðning hans vib hinn hófsama Sósíal- demókrataflokk á vinstri væng stjórnmál- anna. Flokksdeildin í Oulu, þar sem Ahtisaari lauk skólagöngu sinni 1959, tilnefndi hann fulltrúa sinn í prófkjöri flokksins til að verða opinbert forsetaefni hans í forsetakosningun- um 1994. Ahtisaari sigraði í prófkjörinu, flestum stjórnmálaskýrendum til mikillar undrunar. Hann háði kröftuga kosningabar- áttu og náði kjöri sem forseti með talsverðum atkvæðamun. Miklar umræbur hafa orðið um stöðu Finn- landsforseta frá því ab Urho Kekkonen sagbi af sér 1981 eftir ab hafa gegnt embættinu í meira en aldarfjórbung. Eftirmabur hans, Mauno Koivisto, hneigðist til þess að skil- greina pólitískt hlutverk forsetans þrengra en forveri hans, og hann vann einnig markvisst að því að draga úr stjórnarskrárbundnum for- réttindum forsetans. Með það í huga er skilj- anlegt, að viðhorfa eftirmanns hans væri beöið með eftirvæntingu. Ahtisaari forseti hefur gegnt hlutverki hins virka stjórnmála- leiðtoga, ekki síst vib þær nýju aðstæður Finnlands á alþjóðavettvangi þegar aðild þess að Evrópusambandinu hefur tekið gildi. Ut- anríkis- og öryggismál hafa jafnan verið snar þáttur í starfi Finnlandsforseta. Fyrir því er bæbi hefð og stjórnarskrárákvæöi. Orðið hafa snarpar umræður um það, hvort stefna Finn- lands innan ESB skuli lúta forystu ríkisstjórn- ar og forsætisráðherra eða vera hluti af eðli- legu starfssviöi forsetans. Þeim deilum er nú lokiö. Stjórnskipunarlög Finnlands skipta þessum hlutverkum á milli forsetans og ríkis- stjórnarinnar, og mun Finnland sinna aðild sinni að ESB á þeim grundvelli. Ahtisaari forseti hefur haldið þeim beinu tengslum við þjóbina, sem hófust með kosn ingabaráttu hans. Reglubundnar heimsóknir til hinna ýmsu héraða Finnlands hafa gefið forsetanum tækifæri til beinna funda við al- menning, án milligöngu stjórnmálasamtaka. Þannig er forsetinn ekki einasta fyrsti þjóð- höfbingi Finnlands, sem kjörinn er beinni kosningu af þjóbinni, heldur einnig stjórn- málaleibtogi sem þekkir af eigin raun áhyggj- ur og áhugamál fólksins. Þjóðin kann að meta þessa afstöðu og það endurspeglast í áframhaldandi vinsældum hans. Ahtisaari forseti er kvæntur Eevu Ahtisaari, fæddri Hyvárinen, sögukennara við fram- haldsskóla. Þau eiga einn son, Marko, er nemur heimspeki í Bandaríkjunum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.