Tíminn - 28.09.1995, Síða 4
4
WítttÍVM
Fimmtudagur 28. september 1995
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson
Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 563 1600
Símbréf: 55 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf.
Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Heimsókn Finnlandsfor-
seta og norrænt samstarf
Opinberar heimsóknir eru fastur liöur í samskiptum
þjóöa. Þær eru þáttur í því aö treysta vináttubönd og
skapa traustari tengsl meö persónulegum samskipt-
um æðstu stjórnenda. Slíkar heimsóknir eru felldar í
mót formfestu, en eru eigi að síður mikilvægur þátt-
ur í samskiptum sjálfstæöra ríkja.
Ein slík opinber heimsókn til íslands er nú afstað-
in, en síðustu tvo daga hafa Martti Ahtisaari, forseti
Finnlands, og eiginkona hans Eeva Ahtisaari dvalið
hér á landi í boði Vigdísar Finnbogadóttur, forseta ís-
lands.
Hér er um opinbera heimsókn forustumanns vina-
þjóðar að ræða, en samskipti Finria og íslendinga
eiga sér traustar rætur. Þjóðirnar hafa bábar um ára-
bil tekið þátt í samstarfi Norðurlandaþjóba undir
merkjum Norðurlandaráðs.
Saga Finna á þessari öld hefur ekki síst mótast af
samskiptum við volduga nágranna í austri. Þær
breytingar, sem urðu eftir lok kalda stríðsins og með
skiptingu Sovétríkjanna, höfðu gífurleg áhrif í Finn-
landi, en þeir áttu mikil viðskipti austur á bóginn og
útflutningur þeirra þangað hrundi og afleiðingarnar
urðu geigvænlegt atvinnuleysi og efnahagskreppa.
Þess sjást nú merki að Finnar séu á leið upp úr öldu-
dalnum.
Finnar eru nú aðilar að Evrópusambandinu og
virðist stuðningur þar í landi vera meiri við aðildina
heldur en raunin er á í Svíþjóð, svo dæmi sé nefnt.
Ástæðan kann að vera að Finnar hafa ekki dregið dul
á að meb aðildinni séu þeir að skipa sér í sveit með
þjóðum Vestur-Evrópu og aðildin sé öryggismál jafnt
og efnahagsmál.
Það er fagnabarefni að forseti Finnlands telur að
aðildin að Evrópusambandinu dragi ekki úr mikil-
vægi norræns samstarfs nema síður sé. Vilji æðstu
ráðamanna í þessu efni er þýðingarmikill. Ekki síst
eru þessi mál viðkvæm nú, þar sem einmitt þessa
dagana standa yfir fundarhöld í Norðurlandaráði þar
sem ræddar eru gagngerar breytingar á starfsemi
þess. Veigamikill þáttur í þeim er sá að vægi sendi-
nefnda þjóbanna minnkar, en stefnumótunin fer í
ríkara mæli fram í svokölluðum „flokkahópum",
sem eru samtök stjórnmálaflokka sem eiga aðild að
Norðurlandaráði. í öbru lagi mun skipulag þess
verða einfaldað til muna með því að fækka þeim
nefndum sem þar starfa. Vonandi verða þessar breyt-
ingar til þess að styrkja samstarfið en ekki til þess að
draga úr vægi smæstu þjóðanna í ráðinu, sem vissu-
lega er hætta á. íslendingar þurfa við þessar nýju að-
stæður að leggja sérstaka rækt við norrænt samstarf,
til þess að hverfa ekki undir væng stærri þjóða í þessu
nýja umhverfi.
Það hlýtur að vera einlæg von íslendinga að eiga
gott samstarf við Finna, hvort sem heldur er tvíhliða
eba undir merkjum norrænnar samvinnu. Þjóðirnar
hafa mörgu að mibla hvor annarri. Finnar hafa lagt
margt fram til okkar menningarheims, eins og forseti
íslands kom inn á í hátíðarræðu, og má þar ekki síst
nefna framlag til arkitektúrs, hönnunar, íþrótta og
alls konar iðnaðar, svo ótalin séu áhrifin á menning-
arsviðinu sem eru ekki síður drjúg.
Finnsku forsetahjónin eru aufúsugestir hér á landi
og megi heimsókn þeirra treysta enn frekar bönd
þessara vinaþjóða.
Faraó; Davíb og Ahtisaari
Óvænt innlegg í umræbuna um
fjárhagsstöbu Reykjavíkurborgar
kom frá forseta Finnlands í há-
degisverbarbobi hjá íslenska for-
sætisrábherranum í gær. Þar flutti
finnski forsetinn ræbu eftir ab
hafa farib í skobunarferb um höf-
ubborgina og til Nesjavalla.
Finnski forsetinn sagbi m.a.:
„Vib höfum í dag farib og skob-
ab allra nýtískulegustu fyrirtæki
Reykjavíkur. Um gróna dali og
f jöll höfum vib ekib ab gufuorku-
verinu á Nesjavöllum, sem vib
höfum ekki ábur séb neitt í lík-
ingu vib. Vatnsveitumannvirkin
vib Gvendarbrunna vöktu líka
abdáum okkar. Vib komum í Ráb-
húsib þar sem allt er í nýjasta stíl
og njótum þessa stundina hrif-
andi útsýnisins úr Perlunni og dá-
umst ab þeirri einstæbu húsa-
gerbarlist sem hún ber vitni."
Minnir á hrifningu á
pýramídunum
Þessi orb Finnlandsforseta bera
vott um mikla hrifningu á fram-
kvæmdaglebi og stórhugnum
sem einkennt hefur höfubborgar-
búa lengi vel. Segja má ab þetta
séu svipub vibbrögb og þegar
ferbamenn koma til Egyptalands
og dást ab pýramídunum, hversu
stórfenglegt verkfræbilegt og
skipulagslegt afrek þeir eru, auk
þess fagurfræbilega gildis sem
GARRI
þeir hafa.
En Martti Ahtisaari var aldeilis
ekki búinn ab tala og í beinu
framhaldi af þessum hrifningar-
orbum um stórhug Reykvíkinga
sagbi hann orbrétt:
„Næstum allar byggingar, sem
vib höfum séb, hefur Davíb Odds-
son formlega tekib í notkun, sem
fremur en allt annab sýnir dugn-
ab og frumkvæbi forsætisrábherr-
ans meban hann var borgarstjóri í
Reykjavík."
Augljóst er ab forseti Finnlands
hefur verib vel upplýstur um þab
hverjum allir hinir glæsilegu
minnisvarbar í höfubborginni
voru reistir og hver þab var sem
formlega opnabi allar þessar
glæsilegu byggingar. Þab er
greinilegt af þessu ab enn er
Reykjavík borg Davíbs í hugum
þeirra sem hingab koma og skoba
minnismerkin fallegu.
Reykjavík og Egypta-
land til forna
Líka þetta atribi er eins og meb
pýramídana í Egyptalandi, allir
vita ab þeir voru reistir faraóum
til eilífrar dýrbar.
En þab er kannski óþarfi ab
spilla ánægjunni af þessum vin-
gjarnlegu lofsorbum finnska for-
setans meb því ab draga fram
þriöju sögulegu samlíkinguna frá
Egyptalandi til forna. Gordon
Child og fleiri sagnfræöingar hafa
nefnilega í gegnum tíöina bent á
aö þaö var bygging pýramídanna
sem á endanum varö forn-eg-
ypskri menningu ab aldurtila, því
samfélagiö þoldi einfaldlega ekki
ab öll verömætasköpunin væri
soginn úr hagkerfinu og grafin í
fullkomlega gagnslausum og
óaröbærum hlutum eins og pýr-
amídunum.
Núverandi meirihluti í borgar-
stjórn Reykjavíkur, sem stendur í
því erfiöa verki þessa dagana ab
koma skikki á fjármál borgarinnar
og fær aö launum ómælt van-
þakklæti, mun trúlega skrifa und-
ir þá söguskýringu aö þó pýram-
ídar séu fallegir, þá eru þeir líka
hættulegir sibmenningunni, ef
þeir eru reistir í óhófi.
Garri
Höll Kristjáns VII. og danskur bóndabær
Amalíuborg í Kaupmannahöfn
samanstendur af fjórum höllum.
Þar hefur veriö absetur konunga
og drottninga í á þriöja hundraö
ár. Margrét II. býr í höllinni sem
kennd er viö Kristján IX. og er
glæsibygging utan sem innan.
Ein höllin er kennd vib Kristján
kóng VII. og var fullbyggö 1754. í
tímans rás lét höllin mikiö á sjá,
sérstaklega innvibir, einsog eöli-
legt má telja. Ab því kom aö
nauösynlegt var aö gera höllina
upp og allt frá árinu 1992 hafa
fariö fram gagngerar breytingar á
hinu glæsilega húsi, sem telst til
þjóbargersema Dana.
Ab sögn dansks tímarits hafa
herskarar ibnaöarmanna, arki-
tekta og sérfræöinga í menningar-
sögu unnib aö endurbyggingunni
í nokkur ár. Markmiöiö er aö
koma höllinni í upprunalegt horf
og er ekkert til sparaö aö svo megi
veröa.
Gull og marmari
Gólf eru marmaraklædd upp á
nýtt og glæsisalir meö útskomum
skreytingum eru gulli lagöir á nýj-
an leik. Margt þarf ab endurnýja
og annab er gert viö af kunnáttu-
fólki, sem leggur metnaö sinn í aö
höllin verbi nánast alveg eins og
hún var á valdatíma Kristjáns VII.
Gluggar eru margir og miklir og
gardínurnar fyrir þá eru ofnar í
Frakklandi meb gömlum aöferb-
um og eru mynstrin þau sömu og
franskir listiönaöarmenn geröu
fyrir sömu glugga fyrir nær tveim-
ur og hálfri öld. Gobelínteppi eru
gerö upp og eru þau mörg og gríb-
arstór. Þau veröa í sínum gull-
römmum í höllinni.
Höll Kristjáns VII. er á þrem
hæöum undir háu risi, eins og
aörar hallir Amalíuborgar, og er
Á víbavangi
þar hátt til lofts og vítt til veggja.
Húsgögn og skrautmunir, sem eru
margir og forkunnar íburöarmikl-
ir, ganga gegnum endurnýjunina
eins og allt annab sem tiíheyrir
höllinni.
Innangengt verbur úr höll
Margrétar II. yfir í glæsibygging-
una, sem veriö er aö endurbyggja
eftir langt tímabil sem henni hef-
ur ekki veriö haldib viö.
í framtíöinni er höllin ætluö
fyrir tigna gesti sem sækja dönsku
kóngafjölskylduna heim. Hún er
ætlub þjóöhöföingjum.
Þegar endurbyggingu og nauö-
synlegu vibhaldi veröur lokiö,
mun almenningur eiga þess kost
aö skoöa herlegheitin og njóta
dýröarinnar þegar erlent tignar-
fólk þarf ekki ab nota höllina.
Kostnabur
Sé kostnaburinn viö endurnýj-
un og viÖhald hallar Kristjáns VII.
reiknabur í íslenskum krónum,
nemur heildarupphæbin 610
milljónum.
Samkvæmt upplýsingum
danska blabsins, sem þessar upp-
lýsingar eru sóttar í, greiba dansk-
ir skattborgarar 410 milljónir af
þeirri upphæb, en 200 milljónir
leggja sjóbir í einkaeign (private
fonde) fram.
Endurbyggingin verbur afmæl-
isgjöf til drottningarinnar, sem
verbur 56 ára í apríl næstkom-
andi. En hún hefur fylgst mjög
vel meb vibhaldinu og er sérstak-
lega ánægb meb hve vel er á mál-
um haldib og fylgt nákvæmlega
því markmibi ab koma höllinni
og innbúi í upprunalegt horf.
Subur á Alftanesi var reistur
mebalstór danskur sveitabær um
áratug eftir ab höll Kristjáns VII.
var byggb. Hann er búib ab end-
urreisa aftur og aftur og bæta vib
alls kyns skúrum og séríslenskum
arkitektúr. Eftir endurnýjun er
ekkert eins og þab ábur var.
Þarna er búiö aö gera viö einlyft
hús meb risi og tiltölulega ný úti-
hús fyrir 700 milljónir og enn er
eftir aö framkvæma fyrir 300
milljónir til viöbótar.
100% upphæöarinnar koma frá
skattborgurum. OÓ