Tíminn - 10.10.1995, Side 10

Tíminn - 10.10.1995, Side 10
10 Þribjudagur 10. október 1995 er sálin í leikhúsinu? Ur Tvískinnungsóperunni. Hugmyndin, um sálfarir og endurholdgun, er hreint ekki slæm, og auðvitaö ekkert ný. Þaö mátti gera ráð fyrir að einhverjum dytti svona lagað í hug í allri hinni þrálátu umræðu um van- mátt kynjanna til að skilja hvort annað. Þetta er kveikjan, að því er Ágúst Guömundsson skýrir frá. En það er nú svo meö absúrdhug- myndir eins og aörar að til aö þær lifi á sviðinu, þó ekki sé nema þá stund sem sýningin stendur, þarf á að halda mikilli oröfærni, fyndni, snerpu, galsa, lipurð og útsjónarsemi í sviðsetningunni allri. Á þetta fannst mér skorta til- finnanlega hjá Ágústi Guömunds- syni. Einstök atriði og nokkur til- svör voru aö vísu sæmilega smell- in, sterkara er ekki hægt að kom- ast að oröi. En sýningin í heild leið fyrir snerpuleysi textans og hversdagsleika orðræöunnar, svo brátt setti að manni geispa. Fram að hléi var þetta reyndar beinlínis þungbært á löngum köflum, en eftir það þolanlegt, enda þá lítið eftir að gerast í leiknum svo mað- LEIKHÚS GUNNAR STEFÁNSSON ur gat séð fram á að sýningin tæki enda. Þegar verkið er jafnbeinasmátt og hér, persónusköpunin van- burða, textinn bragðdaufur, þá er ekki von að frammistaða leikend- anna bjargi miklu. Sumir gerðu að vísu eins vel og búast mátti við, og nefni ég þar sérstaklega Margréti Vilhjálrhsdóttur sem var eiginlega miklu betri hér en í Línu langsokk (þótt Lína sé auðvitað tífalt merk- ari persóna en þessi Sólveig, sem er alls óspennandi „nútíma- kona"). Margrét hefur sterka nær- veru á sviðinu, nokkuð frekjuleg og ekki nema í meðallagi fáguð, en það er þó bragö að leik hennar. Aftur á móti gat Felix Bergsson ekkert gert úr Þór aumingjanum, sem á víst að vera forstjóri. Þjálf- aöri og leiknari gamanleikari en Felix hefði átt meira erindi í hlut- verkið, þótt ofraun væri að gera svona persónu skemmtilega. Besta karlhlutverkiö er hinn ást- sjúki læknir Páll, sem Magnús Jónsson leikur snöfurmannlega, og Jóhanna Jónas heföi vissulega þurft að hafa úr meiru að moða, hún hefur alla burði sem leikkona og hefur sýnt það áður. Aöra leikendur þarf varla að nefna. Jónatan uppfinningamann leikur Eggert Þorleifsson og engin leið að trúa á að þessi persóna sé snjall hugvitsmaður, nema hvað sagt er aö slíkir séu stundum hjá- rænulegir í framgöngu. Sóley El- íasdóttir er svo einkaritari, eins og þess háttar ritarar eru yfirleitt sýndir. Ótaldar eru tvær fígúrur, sem litlu skipta: iðnaðarrábherra (Theodór Júlíusson) og Lind- enskov nokkur vísindafrömuður (Guðmundur Ólafsson). Ágúst Guömundsson er, að því er ég best veit, lítt vanur að stýra sviðsverkpm og heföi því áreiðan- lega verið betra, úr því þetta var tekið til sýninga, að fá annan leik- stjóra sem heföi kunnað betur aö spila úr þessu en höfundurinn, sviösetningin er öll í daufasta lagi. Söngtextarnir eru ekki rismikill kveðskapur og þarflaust aö krefj- ast þess, en söngvarnir voru snot- urlega fluttir og tónlistin hljóm- aði allvel við fyrstu heýrn; þó ósérkennilega eins og annaö hér. Satt að segja minnti sýningin og viðfangsefnið mig stundum á áhugasýningu „úti á landi", eins og sagt er í Reykjavík, en þó svipt þeirri leikgleði sem þar svífur tíö- um yfir vötnunum. Þá er ekki annaö eftir en að sjá hvað kassinn í Borgarleikhúsinu hefur upp úr þessu tiltæki. Vel má svo sem vera að einhverjir hafi kvöldskemmtun af þessu, sumir hlógu meir að segja hátt á frum- sýningu. En ekki minnka áhyggj- ur manns af leikhúsinu, stefnunni eöa stefnuleysinu, metnaðinum eða metnaöarleysinu sem þar viröist ríkja, þyngjast fremur en hitt. — Nú er búiö að ráða nýjan leikhússtjóra. Viö óskum honum velfarnaðar og hljótum aö binda vonir okkar við að meö honum renni upp betri tíö þar í húsinu. ■ Borgarleikh úsiö: Hvar Borgarleikhúsib: TVÍSKINNUNCSÓPERAN, VÍSINDAUPPSPUNI MEÐ SÖNGVUM. Höf- undur leikrits, söngva og söngtexta: Ágúst Gubmundsson. Leikstjóri: Ágúst Gub- mundsson. Útsetning tónlistar og hljóm- sveitarstjórn: Ríkar&ur Örn Pálsson. Leik- mynd: Stígur Steinþórsson. Búningar: Þór- unn Elísabet Sveinsdóttir. Dansar og hreyfingar: Helena jónsdóttir. Lýsing: Ög- mundur Þór Jóhannesson. Frumsýnt á Stóra svibi 7. október. Það heyrist stundum úr leikhús- inu að gagnrýnendur taki nýjum íslenskum leikritum fjandsam- lega. Fyrir mitt leyti kannast ég ekki við slíkt. Auðvitað vill maður örva innlenda sköpun á þessu sviði, er jafnvel tilbúinn aö taka vægt á hnökrum ef merkja má ósvikinn neista í verkinu — og metnað að baki. Hins vegar verð- ur ekki fram hjá því horft aö ekki má taka viljann fyrir verkið; at- vinnuleikhús — og þá ekki síst stóru leikhúsin tvö — verða að gera strangar kröfur. Slíkar kröfur stenst Tvískinnungsópera Ágústs Guömundssonar engan veginn. Mér dettur helst í hug aö í Borgar- leikhúsinu ríki einhvers konar ör- vænting eftir vonda uppskeru síð- ustu tveggja leikára og erfiba stööu sem af því hefur leitt. Verk- efni sem er „íslenskt, létt, skemmtilegt, nútímalegt" á að bjarga þessu við. Það er eitthvað svona „sem fólkiö vill sjá", hafa menn líklega hugsað i húsinu. Tvískinnungsóperan er, eins og segir í undirtitli, vísindauppspuni, grínleikur sem byggir á þeirri hug- mynd að meö vísindauppspuni, grínleikur sem byggir á þeirri hug- mynd aö með vísindalegum hætti veröi sálir færöar-á milli líkama. Vísindamaöurinn Jónatan hefur hannað tæki sem gerir þetta mögulegt, fært sál úr ketti í mús og öfugt. Hann fær sem vænta má lof og verðlaun fyrir verkið, en sá er hængur á að hann hefur ekki fengiö manneskjur til að gera til- raun á. Það verður par nokkurt, Sólveig og Þór, sem fæst í tilraun- ina, að áeggjan Sólveigar. Er nú ekki aö orölengja að þau víxla sál- um með hinum mestu afleibing- um, reyndar furöu fyrirsjáanleg- um, bæði á þau sjálf og þá sem í námunda við þau eru. Þar kveður mest að Páli lækni sem er ofur- máta ástfanginn af Sólveigu, Huldu sem elskar Pál og einkarit- aranum Lísu sem Þór fer að reyna við eftir að sálin úr Sólveigu er komin í hann! Mér er ómögulegt aö rekja „efnib" frekar, fólk getur bara keypt sig inn í Borgarleikhús- ið ef þaö hefur áhuga á þessum samsetningi. Ungt par skiptist á skinnum í Tvískinnungsóperunni: Innlegg í umræbu um kynhlutverk „Þetta er söngleikur sem fjallar um ungt fólk sem býr hér á Stór- Reykjavíkursvæðinu. í fyrsta þætti kemur fram að búið er aö finna upp vél til aö hjálpa sálum ab hafa skipti á líkömum. Þannig aö sál úr einum getur farið yfir í annan og öfugt. Ungt par, sem fær fréttir af þessu, býður sig fram til að vera fyrsta fólkið til að prófa þetta. Og hamskipti fara fram. ..." sagði Ágúst Guð- mundsson, leikstjóri, laga- og textahöfundur Tvískinnungs- óperunnar sem frumsýnd var á laugardaginn. „Og þá loks fer allt aö veröa ógurlega flókið." En hver er meiningin með því að láta fólk hafa hamskipti í Reykjavík nútímans: „Ég geri ráð fyrir að umfjöllunarefnið sé nú kannski fyrst og fremst samskipti kynjanna. Það er veriö að velta fyrir sér einu og ööru sem snertir hlutverk kynjanna í nútímaþjób- félagi. Þessi hlutverk hafa verib mjög til umræbu upp á síðkastiö og bæði kynin ab reyna að skil- greina sig meb ýmsum hætti. Þetta er innlegg í þá umræðu." Ágúst telur sig komast að ákveð- inni niöurstöðu um hlutverk kynjanna í leikritinu, en treysti sér ekki til að skilgreina þá niður- stöðu í blaöaviðtali. Þegar Ágúst var spurður hvers vegna hann hefði farið út í að skrifa sviðsleikrit, sagöi hann ab upphaflega hefði Tvískinnungs- óperan verið hugsuð sem kvik- mynd. „Bláupphafið átti að vera kvikmynd. En svo sá ég að efniö myndi henta ,mun betur sem sviösverk og þá einkum sem söngleikur. Það var fyrst og fremst vegna þess ab það kallaði á svo miklar orbræður og ég sá mjög fljótt að þetta myndi aö mestu gerast á sama stab. Svo var hugmyndin kannski nógu skringileg til ab falla ab söng- leiksforminu." Sem reynslumikill kvikmynda- leikstjóri býst Ágúst við að hann fari öbruvísi að efninu en þeir leikstjórar, sem hafi einkum reynslu úr leikhúsunum. „Og þab er kannski ekki til bóta. En ég fékk reyndar mikla aðstoð hér í leikhúsinu, bæði hjá danshöf- undinum, Helenu Jónsdóttur, og þá ekki síður hjá Árna Pétri Gub- jónssyni, sem var mín hægri hönd vib sviðsetninguna. Það eru talsvert önnur vinnubrögö í leikhúsi heldur en í kvikmynd- um. Kvikmyndir eru gjarnan teknar upp í bútum, en það er vitaskuld ekki hægt í leikhúsi. Þar verður maður að hafa þessa heild ævinlega mjög sterklega í huga." Samkvæmt ónefndum heim- ildarmanni Tímans virkabi svið- setningin dálítib eins og bíó. Að atriðin hafi á einhvern hátt virk- ab eins og stuttar kvikmyndasen- ur. Ágúst kannast ekki vib að fleiri áhorfendur hafi fengið þá tilfinningu. „En reyndar er leik- hús almennt dálítiö að draga dám af kvikmyndum og sjón- varpi. Ég held ab þab sé ekki óal- gengt ab senur styttist og séu knappari. En ég sé þetta nú ekki sjálfur. Og leikstíllinn er mjög leikhúslegur og myndi aldrei við- gangast í kvikmynd." Ágúst Guðmundsson hefur verið þráspurður að því undan- farið hvort hann ætli ab halda áfram vinnu í leikhúsi og sagði nú sem áður að hann hefði ekk- ert ákvebið með það. „En það er ekkert sérstakt í bígerð." LÓA

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.