Tíminn - 18.10.1995, Page 4

Tíminn - 18.10.1995, Page 4
4 Mi&vikudagur 18. október 1995 @$9)f$tgÍI STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn oa auqlýsinqar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötuger&/prentun: ísafbldarprentsmi&ja hf. Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Þekking og reynsla í sjávarútvegi er út- flutningsvara Sjávarútvegur er enn sem fyrr sú atvinnugrein okkar íslendinga sem gefur mestar útflutningstekjur. Um 75% af þeim koma frá afurðum sjávarútvegsins, og iðnaður honum tengdur hefur náð fótfestu á erlend- um mörkuðum. Hin mikla reynsla í fiskveiðum og vinnslu er hluti af þjóðarauði okkar. Líkur benda til að hún geti ekki síður orðið verðmæt útflutningsvara en afurðir þær sem frá atvinnugreininni koma. Nýleg dæmj sýna það og sanna. Það er ekki ofmælt að segja að sjávarútvegurinn hefur lagað sig að breyttum aðstæðum í flestum greinum. Síldveiðarnar, sem nú standa sem hæst, eru eitt dæmi þar um. Ekki eru mörg ár síðan Rússlands- markaður tók við meginhluta síldarinnar, en það er breytt nú og flökun og frysting hafa tekið við sem stór hluti vinnslunnar í landi af hinni hefbbundnu söltun, þótt hún sé enn veruleg. Jafnframt hefur meðferð síldarinnar breyst, til dæmis með tilkomu kælingar um borð í veiðiskipunum. Minnkandi bolfiskafli á heimamiðum hefur haft í för með sér gjörbreytta hugsun og gjörbreytt um- hverfi í sjávarútveginum. Hin öflugu fiskiskip hafa sótt á fjarlæg mið til veiöa í vaxandi mæli. Veiðarnar í Smugunni eru aðeins eitt dæmið um úthafsveiðar sem hafa þýðingu fyrir íslenskt efnahags- og at- vinnulíf. Vegna þeirra veiða hefur skapast viðkvæm milli- ríkjadeila við Norðmenn og Rússa. Hins vegar hefur reynslan leitt í ljós að íslendingar hafa fullan rétt til veiða á alþjóðlegu hafsvæði sem Smugan er, en hins vegar höfum við rekið þá stefnu í hafréttarmálum á alþjóðavettvangi að allar veibar eigi ab vera undir stjórn. Það sé farsælast til verndunar fiskistofna og nauðsyn til þess að halda uppi reglu á fiskislóöum á úthafinu. Nýir möguleikar hafa opnast í sjávarútvegi fyrir forgöngu framsækinna manna í fisksölufyrirtækjum okkar. Samningur íslenskra sjávarafurða um stjórn veiða og vinnslu á Kamtsjatka er síðasta dæmið um þetta. Þar er raunverulegt dæmi um útflutning á reynslu og þekkingu, og risaskref fram á við í þeim efnum. Það er samdóma álit þeirra, sem til þekkja, að fleiri möguleikar gætu verið um samstarf við Rússa, þá miklu fiskveiðiþjóð, en deilur þjóðanna um veið- ar í Barentshafi gætu verib þar þrándur í götu. Halldór Ásgrímsson ræddi þessi mál við Kosirev, utanríkisráðherra Rússlands, og Björn Tore Godal, utanríkisráðherra Noregs, í Rovaniemi nú á dögun- um. Sá fundur var skref í áttina til þess að setja niður deilumál landanna. Það er mikið í húfi að það takist. Rússar eru mikil fiskveibiþjóð og hagsmunir fara saman á ýmsum sviðum. Þeir þurfa á þekkingu og ráðgjöf að halda. Einnig hefur hráefni af rússneskum togurum verið unnið í fiskvinnsluhúsum hér á landi í umtalsverðum mæli, og samskipti á fleiri sviðum væru hugsanleg þegar hindrunum hefur verið rutt úr vegi. Samningar um stjórn veiða í Barentshafi eru einn þáttur í leiðinni að þessu marki. Styðjum flugumferðarstjóra Sumar stéttir ríkisstarfsmanna eiga erfitt meö aö ná fram kröfum sínum, vegna þess aö verkfalls- vopniö er ekki handhægt eöa jafnvel ekki heimilt til brúkunar fyrir viökomandi hópa. Þannig er t.d. erfitt fyrir ýmsar heilbrigöis- stéttir aö fara í verkfall og þær veröa í það minnsta að skipu- leggja öflugar neyöarvaktir ef þær gera það. Hver man ekki eftir deil- um hjúkrunarfræðinga og sjúkra- liða, sem vissulega hafa farið á ystu nöf í kaupkröfum sínum og valdiö sjúklingum og aöstand- endum ómældu erfiði og áhyggj- um. Nú standa lögreglumenn í stór- ræðum og krefjast launahækkana. Lögreglumenn eru þó að best er vitað nokkuð vel launaöur hópur starfsmanna, svona miöaö við þaö sem gengur og gerist hjá við- miðunarstéttum. Garri hefur ver- iö að hlusta á Þjóðarsálina í út- varpinu síöustu daga og tekið eft- ir því aö þangað hafa hringt menn og konur sem legiö hefur hlýtt orö til lögreglumanna og baráttu þeirra. Ýtt út í aögeröir Af einhverjum ástæöum viröist annar hver maöur, sem hringir í Þjóðarsálina, vera öryrki eða elli- lífeyrisþegi og í þeim hópum er alveg greinilegt aö lögreglan nýt- ur mikils skilnings og samúöar. Samninganefndir ríkisins og sáttasemjari viröast hins vegar ekki deila þessum tilfinningum með þjóðarsálinni og eflaust end- ar þetta með þvi aö öllum þessum yndislegu og hjálpsömu lögreglu- þjónum veröur ýtt út í einhvers konar kjarabaráttuaögerðir. Það e; einmitt þaö sem gerist meö ann- an hóp, sem umfram aöra hópa í þessu þjóðfélagi hefur dregist aft- ur úr viðmiöunarstéttum sínum. Þetta eru flugumferöarstjórar. Þeir hafa mætt slíkum yfirgangi og skilningsleysi af hálfu stjómvalda aö annað eins hefur varla þekkst. Eins og menn vita, eru ekki fyrir hendi sambærileg störf við flug- umferöarstjóm hér á landi, en miöaö viö hópa í svipuðum flokki erlendis — s.s. flugstjóra á breið- þotum, flugumferðarstjóra á nokkrum völdum stööum í heim- inum aö ógleymdum aöal við- GARRI miðunarhópnum, sem eru þeir ríkisstarfsmenn hér sem þiggja laun sín úr B-hluta stofnunum ríkisins — þá eru íslenskir flugum- feröarstjórar á lúsarlaunum og fara enn halloka í samanburöin- um, ef eitthvaö er. Þrátt fyrir þetta hafa þeir ekki fengið eölilegar leiöréttingar á launakjörum sín- um og vinnutíma og hafa því allir nema einn sagt upp störfum. Garra minnir að þeir hafi sagst hafa verið sviptir samningsrétti og talað um aö skjóta réttlátum málflutningi sínum fyrir mann- réttindadómstölinn í Strassborg. Nú er staðan semsé sú aö 90 ís- lenskir flugumferöarstjórar hafa sagt upp störfum vegna óviöun- andi kjarasamninga og ekkert er við þá rætt. Aðeins helmingur- inn á lista Aö óbreyttu veröa allir þessir menn atvinnulausir um áramótin vegna skilningsleysis stjórnvalda og þvergiröingsháttar. Það væri því eðlilegt framhaid að launamenn jafnt hjá því opinbera sem á al- menna vinnumarkaðnum, t.d. fé- iagar í Starfsmannafélagi Reykja- víkur og Sóknarkonur, rækju nú af sér slyöruorðiö og boðuðu til sam- úöaraögeröa meö flugumferöar- stjórum. Þetta á ekki síst viö eftir aö leynilistinn margfrægi hefur nú litið dagsins ljós, en þar em aöeins 45 flugumferðarstjórar á skrá. Slíkt er að sjálfsögöu óverjandi fásinna, ekki síst ef tillit væri tekiö til þess hversu mikið láglaunasvæöi ísland er, að helmingur íslenskra flugum- ferðarstjóra skuli ekki komast á leynilistann og staðfestir hversu fráleit kjör þeirra eru orðin. Viö þetta verður hreinlega ekki unaö og Garri vill gera það að kröfu sinni að nú þegar veröi gengið til samninga við flugumferöarstjóra og bundinn endi á þessa ósann- gjörnu kjaradeilu þeirra. Markmið slíkra samninga hlýtur aö vera aö koma stéttinni í heild sinni inn á leynilistann. Kjörorðið er því: Allir flugumferðarstjórar á leynilistann! Garri Sundrung jafnabarmanna Þá er hafinn enn einn hringur- inn í sameiningarhringekju vinstrimanna meö kjöri Mar- grétar Frímannsdóttur til for- mennsku í Alþýöubandalaginu. í útvarpsviötali sl. sunnudag í þættinum „Þriöji maöurinn" varö Ólafi Ragnari Grímssyni, fráfarandi formanni, tíörætt um þaö hversu hlý manneskja og viljasterk Margrét væri. Augljóst er aö þaö á ekki fyrir Jóni Bald- vini Hannibalssyni aö liggja aö finna fyrir þessari hlýju frá nýj- um formanni Alþýöubandalags- ins. Margrét Frímannsdóttir fékk sem kunnugt er sérstakt bréf upp á að hún ætti aö sam- eina vinstrimenn í landinu í far- areyri frá landsfundinum um helgina, og hún hefur nú' kosið að túlka þetta sameiningarum- boö meö nokkuð óvæntum hætti. Hún sér fyrir sér aö sam- eining geti helst farið fram með eins konar „bypass"-aðgerö þar sem sameiningarstraumurinn sé leiddur framhjá formanni Al- þýöuflokksins og hann skilinn eftir sem nátttröll í dagrenn- ingu: Hægri öfgamabur? Þannig lýsir Margrét því yfir í samtali viö Tímann í gær, aö hún telji Jón Baldvin einna helst vera hægri öfgamann, eða í þaö minnsta einn af fáum ís- lendingum sem hægt sé aö flokka hægra megin við Sjálf- stæðisflokkinn. Hennar erindi sé viö hinn almenna alþýöu- flokksmann, sem hún vilji taka inn í sinn flokk. Þessi viöbrögö Margrétar koma í kjölfar þess aö Jón Baldvin var búinn aö lýsa því yfir aö hann teldi ekki hafa orðið neina stórbreytingu varð- andi sameiningu jafnaöar- manna með innreið Margrétar í Á víbavangi formannsembættið. Viðtökur annarra jafnaðar- mannaflokka, þ.e. Þjóðvaka, hafa hins vegar veriö jákvæöari og Jóhanna Sigurðardóttir er enn á þeirri línu aö sú staðreynd ein að Margrét sé kona gjör- breyti forsendum fyrir samein- ingu jafnaðarmanna. Það myndi hins vegar duga skammt, þó Þjóbvaki og Alþýðubanda- lagiö sameinuðust, því hinn raunverulegi og langvinni klofningur jafnaðarmanna- hreyfingarinnar á íslandi kemur Þjó&vaka sáralítið við. Sá klofn- ingur snýst um Alþýðubanda- lagiö og Alþýöuflokkinn og á meöan sameiningartilraunirnar byrja á hnútuköstum og upp- hrópunum milli forustumanna þessara flokka, þá er kannski ekki ástæða til aö búast viö miklum landvinningum á þessu sviði. Ekki einu sinni vi&leitni Þannig getur þaö varla talist sameiningarviöleitni, þegar Jón Baldvin segist engin teikn sjá um breytta stefnu hjá Allaböll- um og ekki er hægt að skilja hann öðruvísi en svo að hann telji hinn nýja formann jafnvel enn meiri gísl átaka hinna jafn stóru fylkinga í flokknum. Þaö- an sé því ekki nauðsynlegra sáttaskrefa aö vænta. Þaö er heldur ekki traustvekjandi sam- einingarviöleitni, þegar nýr for- maður Alþýöubandalagsins seg- ist ætla að „stela" Alþýöu- flokknum frá Jóni Baldvini, rétt eins og Alþýðuflokkurinn og al- þýðuflokksmenn séu eitthvert sérstakt herfang hans. Þjóövaki og Kvennalistinn eru aö sjáifsögðu tilbúnir til við- ræðna við alla um allt, enda eru þetta stjórnmálaöfl í hnignun, ef ekki beinlínis í útrýmingar- hættu. Þau munu því hlusta á sameiningartalið af þolinmæði, ef svo ber undir. Hins vegar væri þaö afar óráblegt aö flagga þess- um sameiningaráformum mikiö meira í bili, þau eru á góðri leið meö aö fá þau óveröskulduöu örlög að veröa aö fimmaura- brandara. - BG

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.