Tíminn - 21.10.1995, Síða 4
4
Slwrtint FJÁRMÁL HEIMILANNA
Laugardagur 21. október 1995
Upplýsingar frá Kjaradómi um
í eftirfarandi greinargeró, sem tek-
in er saman af Sigurbi Snævarr, rit-
ara Kjaradóms að beibni formanns
dómsins, er leitast vib ab skýra frá
helstu tölulegu stabreyndum sem
fyrir lágu er Kjaradómur kvab upp
úrskurb sinn þann 8. september sl.
í fyrsta lagi er lýst helstu heimild-
um um laun þeirra sem nálgast
gætu ab vera sambærilegir þeim er
undir Kjaradóm heyra. I öbru lagi
er fjallab um launaþróun og úr-
skurbi Kjaradóms yfir nokkurn
tíma litib. í þribja lagi er iitib til
þeirra kjarasamninga sem gerbir
hafa verib á þessu ári.
Laun oq starfskjör sambæri-
legra aoila
Oröugt er ab finna þá aðila í
þjóðfélaginu sem telja má að séu
sambærilegir forseta íslands, ráð-
herrum, dómurum og alþingis-
mönnum „meö tilliti til starfa og
ábyrgðar". Erfitt er að afla upplýs-
inga um raunveruleg starfskjör
manna. Reynt hefur verið að afla
upplýsinga um kjör bankastjóra,
embættismanna og ýmissa forsvars-
manna einkafyrirtækja.
Að beiðni iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra tók Ríkisendurskoðun
saman yfirlit um laun og önnur
starfskjör helstu yfirmanna ríkis-
banka og sjóða sem heyra undir
ibnaðar- og viðskiptarábuneyti á ár-
inu 1992. Þar kom fram að laun
bankastjóra ríkisviðskiptabankanna
námu að meðaltali 776 þús. krón-
um á mánuði og laun aðstoöar-
bankastjóra um 523 þús. krónum.
Forstjórar fjárfestingalánasjóða er
undir ráðuneytið heyra voru með
um 515 þús. krónur í mánaðarlaun.
Ekki er vitaö til neinna meginbreyt-
inga á launakjörum þessara aöila
frá árinu 1992.
Mismunandi reglur gilda um líf-
eyri bankastjóra. Bankastjórar Bún-
aðarbanka íslands vinna sér þannig
lífeyri sem að hámarki nemur 90%
af öllum launum sem næst eftir 15
ára starf. Eftir eins árs starf ávinna
þeir sér lífeyrisrétt sem svarar til
20% af launum. Hins vegar eru líf-
eyriskjör bankastjóra Landsbanka
íslands nokkru lakari og fela í sér
að 90% launa er náð eftir 18 ára
starf. Bankastjórar Seðlabanka ís-
lands njóta sömu lífeyriskjara, en
laun þeirra eru til muna lægri en
starfsbræðra þeirra í viöskiptabönk-
unum. Reglur um lífeyrisgreiðslur
til bankastjóra eru á margan hátt
heimIlib
BHNKINN
Pér standa allar dyr
ar í
ankanum!
Beintenging við Búnaðarbankann
'
BUNAÐARBANKINN
- traustur banki
Viðsklptavinum Búnaðarbankans stendur til boða margþætt
fjármálaþjónusta og ýmlskonar fræðsla sem lýtur að fjár-
málum heimllanna. Nú bætlst beintenging Heimilisbankans
vlð þá þjónustuþætti sem fyrir eru í Búnaðarbankanum.
Fleiri aðgerðir og fallegra um-
hverfi með Helmilisbankanum
og Hómer!
Þeir sem vilja nýta sér Heimilis-
banka Búnaöarbankans geta
sinnt öllum almennum bankavið-
skiptum hvenær sólarhringsins
sem er frá sinni eigin tölvu.
Viðskiptavinir Heimilisbankans fá að auki fjármálahugbúnað-
inn Hómer. Hómer er einfaldur og
þægilegur Windows hugbúnaöur sér-
staklega ætlaður fyrir heimilisbók-
haldið.
Búnaðarbankinn er eini bankinn
sem býöur slíkan fjármálahug-
búnað en hann er nauðsynlegur
við að fullnýta þá möguleika
sem bjóðast með beintenging-
unni.
Það borgar sig að vera tengdur við traustan banka því þar
er hugsað fyrir öllu.
sambærilega þeim er gilda um ráð-
herra. Réttindavinnsla ráðherra er
hraðari en bankastjóra, sem nemur
einu prósentustigi á ári, en þak er á
lífeyrisgreiðslum til þeirra sem svar-
ar til 50% af launum sem næst eftir
rúmlega 8 ára iðgjaldagreiðslutíma.
Laun margra æðstu embættis-
manna ríkisins eru ólík launum
ráðherra og þingmanna að því leyti
að þeim er greidd þóknun fyrir
vinnu umfram dagvinnuskyldu,
ýmist í formi eftirvinnu eftir reikn-
ingum eða í formi fastrar eftir-
vinnu. Þá þiggja þeir þóknun fyrir
setu í ýmsum nefndum, en ráðherr-
ar sitja aldrei í launuðum nefndum.
Samkvæmt upplýsingum Starfs-
mannaskrifstofu fjármálaráðuneytis
voru meðallaun ráðuneytisstjóra í
fyrra 370 þús. kr. á mánuði og laun
helstu skrifstofustjóra í ráðuneyt-
um, sem teljast mega staðgenglar
ráðuneytisstjóra, um 275 þús. kr. á
mánuði að meðaltali. Þá má nefna
að meðallaun sýslumanna reyndust
vera um 350 þús. kr. í fyrra.
Heimildir um launakjör forsvars-
manna einkafyrirtækja eru af mjög
skornum skammti og raunar er ein-
göngu um upplýsingar úr álagn-
ingaskrám að ræða. Þessi heimild er
ekki nákvæm, því tekjur eru af-
leiddar af óleiðrétti frumálagningu
og þannig ekki tekið tillit til kæra.
Ósjaldan hafa menn skattskyldar
tekjur af öðru en launavinnu, eink-
um eignum, en út frá álagningu er
eingöngu hægt að finna tekjuskatt-
stofn en ekki bein laun. Upplýsing-
ar úr álagningarskrám eru einatt tí-
undaðar í fjölmiðlum um það leyti
sem þær eru lagðar fram. M.a. hefur
komið fram aö ýmsir forstjórar fyr-
irtækja voru með 588 þús. króna
tekjur á mánuði í fyrra. Athugun á
tekjum starfsmanna í stórfyrirætkj-
um sýndi að tekjur millistjórnenda
voru 552 þús. króna tekjur á mán-
uöi í fyrra og stjórnarmenn voru að
meðaltali með 758 þús. króna tekj-
ur á mánuði 1994.
Launasamanburður til
lengri tíma
Launavísitala Hagstofu íslands er
traustasta heimildin sem tiltæk er
um almenna launaþróun á hverj-
um tíma. Hún mælir þróun dag-
vinnulauna á almennum vinnu-
markaði, hjá fjármálastofnunum og
hjá hinu opinbera. Launavísitalan
lýsir þróun meðallauna. Um vísitöl-
una gilda lög nr. 89/1989.
Kjaradómur hefur í úrskurðum
sínum allt frá júní 1989, að undan-
teknum skammlífum úrskurði í
júní 1992, eingöngu litið til al-
mennra taxtahækkana og þannig
horft framhjá öðrum launabreyt-
ingum, s.s. launaskriðið, breyting-
um á röðun í sérsamningum o.fi.
Úrskurður dómsins frá júní 1989
kvað á um tvennar launahækkanri
meö gildistíma frá 1. mars og 1.
maí það ár. Samanburður á launa-
þróuninni frá 1. mars 1989 leiðir í
ljós aö laun úrskurðuð af Kjaradómi
hafi hækkað um 35,2% eftir nýupp-
kveðna hækkun, en til ágúst sl.
mælist hækkun launavísitölunnar
37,9%. Ef hins vegar er litið til
breytinga frá því aö ný lög um
Kjaradóm og kjaranefnd tóku gildi,
þ.e. frá janúar 1993, sést að þingfar-
arkaup hefur hækkað um 2,5% um-
fram vísitöluna.
Kjarasamningar á þessu ári
Kjarasamningar á þessu ári hafa
verið með ýmsu móti, enda starfa
mörg hundruð stéttarfélög í land-
inu. Sú stefna sem ofan á varð í
kjarasamningum landssambanda
Alþýðusambandsins í febrúar sl. var
blanda af krónutöluhækkunum og
prósentuhækkunum. Talið er að
kjarasamningar landssambandanna
feli í sér launahækkun upp á 7% á
samningstímabilinu til loka árs
1996 aö sérkjarasamningum með-
töldum. Markmið samninganna var
m.a. iaunajöfnun og hækka lág-
markslaun í samræmi við það um