Tíminn - 21.10.1995, Qupperneq 7
Laugardagur 21. október 1995
%ÍIHfÍ8H FJÁRMÁL HEIMILANNA
7
Stofnaöu þinn Einkabanka:
Reikningamir borgabir vib
heimilislegan tölvuskjáinn
Edda Gubmundsdóttir.
Ef þér lei&ast bi&ra&ir í bönk-
um, þjónustugjöldin pirra þig
og þú fær& stööumælasekt í
hvert sinn sem þú stígur fæti
þínum inn í bankastofnun —
en ert tölvueigandi og átt mó-
tald, þá áttu þess kost, fyrir
milligöngu Landsbankans, a&
fría þig mána&arlegu banka-
ergelsi me& því a& sækja um
og setja upp Einkabanka
heima í stofu.
Fyrir um 5 árum tók Lands-
bankinn upp þjónustu viö fyrir-
tæki, sem fólst í því aö þau gætu
fylgst meö bankavi&skiptum
sínum í gegnum tölvur fyrirtæk-
isins. Sí&an í september hafa
einstaklingar einnig getaö nýtt
sér þessa þjónustu og hefur
henni verið vel tekið, ab sögn
Eddu Guðmundsdóttur, starfs-
manns á marka&ssviöi Lands-
bankans, en alls eru um 700 ein-
staklingar og fyrirtæki tengd
Einkabankanum og fjöimargar
umsóknir bíða afgreiðslu. Edda
var beðin um aö leiba mann-
eskju í gegnum þetta ferli og
upplýsa hana í leiöinni um
hvaða ávinning hún heföi af því
að tengjast Einkabanka Lands-
bankans.
„Viökomandi byrjar á því aö
sækja um Einkabankann á þar
til ger&u eybublaði og fær síðan
diskling meö hugbúnaði, sem
tengir hann vib okkar kerfi." Að
jafnaöi líöa um tveir dagar frá
því aö sótt er um Einkabankann
og þar til tengingin fæst. Heima
hjá sér þarf manneskjan aö eiga
tölvu (PC eða Macintosh), mó-
tald og símalínu, og ef hún kann
ekki aö fara meö þessi tæki, get-
ur hún fengið aöila frá Lands-
bankanum til aö hjáipa sér viö
tenginguna. Einnig fær hún
leiðbqiningablað um þaö hvern-
ig hún keyrir forritið upp í tölv-
unni. Ef viökomandi á ekki mó-
tald, getur hann fengið það hjá
fyrirtækjum sem eru á samningi
við Landsbankann og veita um-
sækjendum um Einkabankann
afslátt á tækjunum, en þau kosta
milli 10 og 20 þúsund eftir því
hversu hraövirk þau eru. Þegar
tölvan er tengd við kerfi bank-
áns, er borgaö 1900 kr. stofn-
gjald, en eftir þaö em borgaðar
950 kr. í ársgjald. Á sama tíma er
viðkomandi að spara sér ýmis
þjónustugjöld bankanna og aö
sjálfsögöu dýrmætan tímann.
Nú eru komin mánaöamót hjá
tilraunadýri okkar og hyggst þaö
komast aö því hvaða ávinning
þaö haföi af því aö tengjast
Einkabankanum. Manneskjan
sest viö tölvuna og ætlar sér að
borga gíróseðla og reikninga,
sem vom farnir aö mynda haug
á mottunni fyrir neban póstlúg-
una. „Hún þarf aö slá inn tvenns
konar lykilorö: annaö er aö-
gangsorð og hitt er aðgangs-
nafn. Aögangsoröinu þarf að
breyta mánaöarlega, eöa oftar ef
fólk vill, af öryggisástæöum, en
forritið lætur vita hvenær þarf
að skipta um orö. Eftir að hafa
slegiö inn orðin er hún komin
inn í kerfið. Þá kemur upp val-
mynd og hún velur þá greiðslu
reikninga. Svo kemur önnur val-
mynd upp og þar skrifar hún
inn númerið sem er neöst á gíró-
seðlunum, sem sýnir eiganda
greiðslunnar. Síðan gefur hún
upp sitt reikningsnúmer og þá
fer greiðslan beint út af hennar
reikningi og inn á þennan reikn-
ing sem hún tilgreindi, hvort
sem það er af skuldabréfi, víxli
eöa gíróseðli."
Eins og sést á þessari lýsingu
er bæði beinn og óbeinn sparn-
aöur viö notkun Einkabankans.
Sá óbeini felst í tíma- og bensín-
sparnaöi, en beinn sparnaður er
á ýmsum þjónustugjöldum
banka. Tékkhefti kosta 270 kr.
(notkun ávísana minnkar með
þjónusm Einkabankans), út-
prentuð reikningsyfirlit í bönk-
um kosta 45 kr., en í Einkabank-
anum er hægt aö prenta út
reikningsyfirlit hvenær og hve
oft sem er. Millifærsla milli
banka kostar 80 kr., en er fólki
tengt Einkabankanum að kostn-
aðarlausu. Þegar reikningar em
borgaöir í banka meö debetkorti
eöa ávísunum, eru borguö
færslugjöld (9.50 kr. fyrir debet-
færslu en 19 kr. fyrir ávísun),
sem notandi Einkabankans
borgar ekki. „Viökomandi er
með miklu betri yfirsýn yfir
stöbu sína hjá bankanum. Fyrir
þá, sem eiga erfitt meö aö fylgj-
ast meö tékkhefti sínu, em lík-
urnar á því að fara yfir og þurfa
aö borga fit-kostnað, minnk-
andi."
Auk greiðslu reikninga, milli-
færslu og reikningsyfirlita getur
notandi Einkabankans:
- séð stööu sína gagnvart
bankanum, þ.e. stöðu allra inn-
lána og útlána.
- fengið gengi dagsins, gengis-
þróun síöustu 12 mánaöa eða
lengra aftur í tímann.
- fengiö upplýsingar um inn-
láns- og útlánsvexti og vísitölur.
- reiknaö út skuldabréf. Ef þú
ert aö spá í að taka skuldabréf,
geturðu reiknað út afborganir,
vexti og veröbætur.
- fengið upplýsingar um stööu
skuldabréfa.
- séö greiðsluskrá víxla. Þar
getur þú fengiö upplýsingar um
gjalddaga og greiöslustöðu, van-
skil og kostnað viö víxla.
Edda segir aö ekki sé nein
þjónusta inni í þessu kerfi til aö
hjálpa fólki, sem komið er meö
fjármál heimilisins í hnút. Fyrir
þann hóp sé hins vegar annar
möguleiki, en það er að hafa
samband viö þjónustufulltrúa,
sem fær alla reikninga viðkom-
andi senda til sín og sér um ab
þeir séu borgaðir af reikningi
viöskiptavinarins. Þetta sé aub-
veldasta leiðin fyrir þá sem eng-
in afskipti vilja hafa af bankan-
um og þá þurfi enga tölvu, mó-
tald eöa símalínu.
Aðspurö hvort þessi þjónusta
Einkabankans hafi verið misnot-
uö á einhvern hátt, segir Edda
aö enginn hafi brotist inn í kerf-
ið og engin mistök oröiö, sem
ekki hafi verið hægt að leiðrétta
strax að morgni.
Fyrir skömmu var þjónustu-
tími Einkabankans lengdur, en
nú er hægt ab notfæra sér þjón-
ustu hans allan sólarhringinn.
LÓA
Unglist '95,... eins og hún leggur sig:
Hin hliö unga fólksins
Myndlist, tónlist, Transcen-
dental LoveMachine, djass,
stuttmyndamaraþon, ljós-
myndamaraþon, leiksmiöja,
listsmiöja, internetsmiöja,
dans og kaffiþamb meö ýmsu
móti stendur ungu fólki til
boöa á Unglist '95 sem hefst í
dag og stendur fram til sunnu-
dagsins 29. okt.
Menningarsamtök ungs fólks
standa að þessari listahátíð ungs
fólks sem veröur ýtt úr vör meö
nokkrum vel völdum oröum
Davíös Þórs Jónssonar, Radíus-
bróöur, í opnunarávarpi í Ráö-
húsi Reykjavíkur í dag.
Guðmundur A. Erlingsson, í
framkvæmdanefnd Unglistar,
telur vera mikla þörf á þessari
hátíð þrátt fyrir t.d. óháöu lista-
hátíðina og fleiri hátíöa sem
efnt er til regulega. „Mér finnst
vera þörf á þessu því að þarna
fær ungt fólk á þessum aldri
tækifæri til aö sýna sín verk og
ég held aö þaö sé mjög gott fyr-
ir ungt fólk aö koma úr felum
með sín verk og sýna þau. Þarna
fær ungt fólk að sýna hvaö í því
býr og sérstaklega er það jákvætt
í kjölfar þessarar umræöu sem er
búin aö vera um ungt fólk síö-
ustu vikur. Þarna fáum viö að
sýna á okkur aöra hlið."
Fjölmargir forvitnilegir dag-
skrárliöir veröa frá kl. 9.00 á
morgnana og fram á kvöld
flesta daga hátíðarinnar en að
sögn Guðmundar hefur einn
þeirra þó vakið mesta athygli.
„Sú nýjung sem vekur kannski
hvað mesta athygli er Sveim í
svart/hvítu. Það eru bæði tón-
leikar og kvikmyndasýning sem
veröa í Tjarnarbíó á þriöjudags-
kvöldiö. Þar ætlum viö aö sýna
gamlar þöglar myndir á borö
við Metropolis og Orustuskipiö
Potemkin og Chaplin-myndir.
Á sviöi fyrir neðan tjaldiö munu
íslenskar danshljómsveitir leika
undir. Eins og þaö er orðab þá
veröur svart/hvítri fortíð bland-
að saman við litríka nútíö. Áöur
fyrr var fólk sem glamraöi á pí-
anó eöa þaö voru einhverjar sin-
fóníuhljómsveitir undir en
núna ætlum við aö poppa þetta
svolítið upp og hafa íslenska
ambient danstónlist."
Fortíðin er víöar nærri á há-
tíöinni en í þöglu myndunum
því undir lok hátíðarinnar verö-
ur málþing um unglingamenn-
ingu undir yfirskriftinni Miö-
bærinn fyrr og nú. Þar veröa
ýmsir nafntogaðir og misaldrað-
ir Reykvíkingar með framsögur
um mannlífið í miöbænum fyrr
og nú.
Af öðrum dagskrárliðum má
nefna listsmibju þar sem ungt
fólk getur komiö, málaö eöa
gert eitthvað annaö skapandi.
Einnig verður leiksmiöja í Hinu
húsinu en hún fer þannig fram
aö Rúnar Guöbrandsson tekur
fólk í grunnæfingar í leiklist og
síbasta dag hátíöarinnar veröur
Hinu húsinu breytt í alls herjar
leikhús og stuttar leiknar
„myndir" veröa út um allt hús.
Stuttmyndamaraþonið hefst
og lýkur á laugardag og fá kepp-
endur 8 klukkustundir til aö
festa stuttmyndina á filmu.
Þátttakendur mæta kl. 12.00 á
hádegi, í dag 21. okt., í Ráöhús
Reykjavíkur meö eigin vide-
ótökuvélar. Þar fá þeir mynd-
verkefni og 5 mínútna langa
vídeóspólu og ber þeim aö skila
spólunum í Hitt húsiö kl. 20.00
aö kveldi sama dags. Ljós-
myndamaraþonið hefst á sama
tíma og sama stað en þar fá
keppendur 12 tíma til aö festa
myndir á filmu.
Aö sögn Guðmundar er ekki
sjáanlegur mikill munur á þátt-
töku í listahátíðinni eftir fram-
haldsskólum en þó segir hann
aö þáttur Iönskólans sé stór þar
sem nemendur þaðan veröa
meö hönnunarsýningar alla há-
tíðina og sýna húsgagnasmíöi,
fatahönnun og margt fleira.
Hátíöin fer fram víöa um miö-
bæinn. í Hinu húsinu veröur
gallerí, uppákomur á hverju
kvöldi í Tjarnabíó, listsmiöjan
veröur í Hafnarhúsinu og Há-
skólabíó sýnir valdar ljós- og
stuttmyndir. -LÓA