Tíminn - 02.11.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.11.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 2. nóvember 1995 5 Rósa B. Blöndals: 100 þúsund rjúpur liggja í valnum á hverju hausti Nú á bágt til bjargar blessuð rjúpan hvíta sagöi Jónas Hallgrímsson. Mynd hans af konunni í daln- um: dýri dauöamóöa / dreg- ur háls úr liö." En þaö eru ekki horaöar rjúpur, sem veiöimenn hafa til sölu fyrir jól. Skot- mannafélagiö þekkir rjúpu unga frá vori og veiöir þá. En dýrin eru dauöamóö af hræöslu í skotbardaga veiöimanna. Blóöbaöiö og fjaöradrífan er ein skelfing aö sjá, segja þeir sem séö hafa. Svo eru nú lélegu rjúpnaskytturnar, sem eru menn óskyggnir á fjöllum. Einn þeirra skaut á bónda, sem var aö gá aö fé. Fjögur högl lentu í höföi bóndans, en færiö var þaö langt, aö ekkert þeirra var bana- skot né lenti í auga eöa eyra. Þar var rjúpnaskyttan heppin. Bóndinn varö aö vera á Land- spítala frá október fram yfir jól. Oöru hverju komu fréttir af hans góöu líöan, eins og hann heföi lent í endurhæfingu. Skemmra er liöiö frá því aö önn- VETTVANGUR ur rjúpnaskytta skaut tvær rjúp- ur öllum aö óvörum heima á hlaöi á sveitabæ. Sá var heppinn aö enginn gekk í veg fyrir skot- in. Húsmóöirin á bænum lýsti þessu atviki í blaöi til aö mót- mæla þessari skotmanna iöju. Hún sagöi: „Maöurinn skaut báöar lappir undan annarri rjúpunni, þannig flaug hún burt, en annan vænginn af hinni." Hvaö margar rjúpur v.eröa þannig útleiknar á fjöll- um, eöa meö högl í skrokknum og dragast upp á Iöngum tíma? Ég vil benda fjármálaráðherra á stórsparnað fyrir ríkiö í sam- bandi við alfriðun rjúpunnar. Nú þegar, í byrjun veiðitímans, var hafin mikil leit að rjúpna- skyttu. Allir vita að þessar leitir kosta gífurlegar upphæðir. Ég þakka Atla Vigfússyni Þingey- ingi fyrir hans hógværu grein („Skotveiði hefur umtalsverð á- hrif á fækkun rjúpunnar, 100 þúsund liggja í valnum á hverju hausti"). Ungar frá vorinu. Rjúpnaverndarfélag, segir hann, var stofnað á Húsavík af Þingey- ingum áriö 1991. „Þá var rjúpnastofninn í mikilli lægö. Og hefur nokkuð aukist síðan. ... Þeir sendu friðunarbeiðni fyr- ir þrjú ár til umhverfisverndar- ráðherra (sem þá var Össur Skarphéðinsson). í framhaldi af þeirri beiðni var veiöitíminn styttur um mánuö haustið 1993." „Við teljum," segir Atli, „að það hafi bjargaö einhverj- um fugli." Ég var þakklát Össuri, þegar þessi veiðitímastytting kom. En algjört bann í þrjú ár heföi verið betra. Ég hef ekki heyrt um styttingu veiðitímans nema þetta eina ár. Þaö er blindur maöur sem heldur aö rjúpnastofninn end- urnýi sig fyrir þá fækkun, sem stafar af skotmönnum. Menn fella rjúpuna í hrönnum, en láta hettumávinn í friði. Hettumáv- ur er nýlega búinn aö nema hér land. Hann, ásamt minkum, mýraþurrkun og refum, eyöir ölíu vaöfugla-, smáfugla- og söngfuglalífi. Skotmannafélagið ætti heldur að hafa mynd af hettumávi sem skotmark, en mynd af rjúpunni. Þá ynnu þeir þarft verk. Skjótiö hettu- mávinn, sem er hér á Selfossi og flýgur upp um allar sveitir og eyðir eggjum og ungum. 5000 skotveiðimenn ættu aö beita sinni herdeild á hettumávinn, sem er ræningi, en láta rjúpuna í friði. Eitt sinn sagöi Jóhannes Kjarval: „Ég banna aö skjóta rjújrur." Eg skora á Kvennalistann, umhverfisráöherra og Össur Skarphéöinsson að beita sér fyr- ir alfriðun rjúpunnar, og helst ef hægt vaéri að stööva blóöbaöið strax. Friðið rjúpuna í minn- ingu Jónasar Hallgrímssonar og Jóhannesar Kjarvals. Höfundur er rithöfundur. Ingvar Níelsson: Sandkassaálver og skotgrafir Kratar voru í álversleik um alllangt skeið. Ómældri lygi var ausið yfir hausinn á landslýö, en sviðsetningin minnti oftar en ekki á börn að leik í sandkassa. Lengst af ríkti öngþveiti og í skjóli þess laumaði Landsvirkjun inn einni Blöndu- virkjun svo lítiö bar á — og litlu fjallahóteli á la Suisse svona fyrir sjálfa sig (bráðsniðugur leikur hjá Landsvirkjun). Og þegar krötum var ekki lengur stætt á vitleys- unni, hrókfæröu þeir snarlega og sendu þáverandi óskabarn þjóö- arinnar — og reyndar fleiri — úr landi; því hætta skal leik þá hæst stendur. En kratar — nema ef vera skyldi Jón Baldvin — ætla sér ekki þá dul aö blaðrið í þeim breyti einhverju um þróun mála úti í stóru lönd- unum. Ef svo heföi verið, stæöi nefnilega eitt af sandkassaálver- um þeirra nú suður á Keilisnesi. En sandkastalar hrynja sem kunnugt er þegar þeir þorna og VETTVANGUB „Hvarvetna hafa herskáir menn grafið sig inn í hóla og börð og ver hver sína skotgröf af lœvísi og grimmd. Ekki er þar með sagt að hér sé spilling á ferð. Guð varðveiti okkur! Slíkt vœru dylgjur og myndi jaðra við að vera meiðyrði. Nei og aftur nei! Hér er svo sannarlega verið að vemda hags- muni annarra." verða þá að þústum. Ekki er held- ur ómögulegt að kratar væru enn í álversleik — í stað þess aö vera með bölvaða ólund úti í horni sandkassans — ef þeir heföu stað- ið sig meðan tækifæri gafst. Þó væri rétt að spyrja hæstvirtan for- sætisráðherra nánar um þetta at- riði (aumingja kratar; fengu ekki aö vera með). , En nú kveður við annan tón. Nýr strákur flutti í hverfið á dög- unum og olnbogaði sér leið áður en varði alveg ihn í miðjan sand- kassann. Og viti menn; álverin uröu strax miklu langlífari og vaxtarbrestir í markaönum tóku að bergmála um heimsbyggðina. Þetta heitir á slæmu máli að hæst- virtur iönaðar- og viðskiptaráö- herra stal senunni ('stole the show', afsakið slettuna). Kratar segja fátt og finna ráðherranum helst til foráttu aö hann skýrði landslýð frá atburðarásinni, en þeir heföu aö sjálfsögðu ekki látið húkka sig á slíku. Onei. Nú lítur sem sé út fyrir að hæst- virtur iðnaöar- og viðskiptaráð- herra muni láta eitt slíkt sand- kassaálver verða að veruleika — kannski tvö. Varið ykkur nú, krat- ar! Ráðherrann hefir ráð undir rifi hverju og harðnar nú við hverja raun. Vextir — álver — lífeyris- sjóðir. Öll eru þessi mál eldfim; miklir hagsmunir í húfi, röskun óheppileg. Hvarvetna hafa her- skáir menn grafið sig inn í hóla og börð og ver hver sína skotgröf af lævísi og grimmd. Ekki er þar með sagt að hér sé spilling á ferð. Guð varðveiti okkur! Slíkt væru dylgjur og myndi jaðra við að vera meiðyrði. Nei og aftur nei! Hér er svo sannarlega verið að vernda hagsmuni annarra. Þess er líka skemmst að minn- ast að Sverrir í bankanum hljóp á sig hér um daginn út af vöxtun- um, sem hæstvirtur iðnaðar- og viðskiptaráðherra vill lækka. En Sverrir þagnaði og þaö fer honum snöggtum betur en kjaftháttur- inn, þótt raunar sé hvorugt gott. Líklega hefir hann endurmetið stöðu sína í ljósi þess að hæstvirt- ur forsætisráðherra vill nefnilega líka lækka vextina. Sverrir veit vel að veltan í sandkassanum er hröð og því gæti innan tíðar þurft að rýma til í bankanum, en hæstvirt- ur forsætisráðherra hefir verið staðinn að því að stíga á stærri menn en Sverri. Höfundur bjó í Austurlöndum fjær um tuttugu ára skeib og var abalræbismabur íslands í Singapore frá 1977 til 1985. Sofib á skattaverðinum Aldraður maður í fullu fjöri, bíl- eigandi og ökumaður, hafði lesið pistil sem ég skrifaði fyrir nokkru þar sem ég gagnrýndi þá tilhneig- ingu yfirvalda að skattleggja eign- ir meira og meira, vegna þess að innheimta slíkra skatta væri svo miklu auðveldari en margra ann- arra. „Ég er búinn að eiga sama bíl- inn í mörg ár," sagði gamli mað- urinn, „og hef ekki hugsað mér að endurnýja hann nema hann skemmist. Bíllinn fellur stöðugt í verði, en samt verð ég alltaf að telja hann til eignar á skattfram- tali á því verði sem ég keypti hann. Þetta þýbir að ég þarf að borga eignaskatt af einhverju sem ég á ekki! Vektu nú athygli á þessu fyrir mig." Auðvitað þótti mér vænt um að skrif mín vektu athygli og þá til- trú að þau gætu borið árangur. Tíminn okkar er nefnilega furðu mikið lesinn, þótt útbreiðslan mætti vera meiri. Mér er þess vegna ljúft að verba við ósk mannsins og undir það verð ég ab taka með honum, ab vissulega er þarna enn einn pott- urinn brotinn. Við skulum taka dæmi: Ef maður kaupir sér bíl og greib- ir fyrir hann 1 milljón, verður hann að telja bílinn til eignar á skattframtali sínu á því verbi svo lengi sem hann á bílinn. Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE Eftir 5 ár væri bíllinn fallinn í verði um helming, en samt yröi honum gert að greiða eignaskatt af milljón! Þeir skattar yrðu nokk- ur þúsund krónum hærri fyrir vikið og vissulega munar um það, á hverju einasta ári. Einu sinni máttu menn fyrna verð bíla sinna til skatts. Var sú fyrning í samræmi við eðlilega verðmætisrýrnun. Svo varb verð- bólgan óhófleg, með þeim afleið- ingum að menn seldu bíla jafnvel dýrar en þeir höfðu keypt, þrátt fyrir langa notkun. Þá brugðust yfirvöld við og settu regluna sem gamli maður- inn bað mig um að vekja athygli á. Nú er engin verðbólga lengur, en þá gleymist að færa þessa skattareglu til samræmis við raunveruleikann. Já, mörg er matarholan, mætti segja þegar skattamál eru annars vegar. Mér finnst að ýmis félög eða samtök ættu nú að taka sig til, fara yfir skattalögin, reglur um bætur almannatrygginga og hvað annað sem sameiginlega hags- muni varðar, og reyna að koma málum til betri vegar. Óréttlæti viðgengst nefnilega ef ekki er kvartað og við þurfum að halda vöku okkar gagnvart „kerf- inu". Því miður hefur ekki tekist enn að koma öllum embættis- mönnum í skilning um að þeir eru ekki aðeins í störfum fyrir sjálfa sig, ekki heldur til ab klekkja á borgurunum, heldur til ab gæta hagsmuna allra og sjá til þess að þjóbfélagið sé réttlátt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.