Tíminn - 02.11.1995, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.11.1995, Blaðsíða 16
Vebrib (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Su&urland: Norðvestan gola og léttskýjab. Hiti 2 til 8 stig. • Faxaflói og Breioafiör&ur: Nor&vestan gola og skýjaö meö köflum. Hiti 3 til 7 stig. • Vestfir&ir til Stranda og Noröurland vestra: Norövestan gola og skýjaö en úrkomulítiö. Hiti T til 5 stig. • Nor&urland eystra og Austurland ab Clettingi: Nor&vestan gola eöa kaldi og dálítil slydduél. Hiti -1 til +4 stig. • Austfir&ir: Breytileg átt, gola e&a kaldi og skýjað me& köflum. Hiti 1 til 6 stig. • Su&austurland: Fremur hæg breytileg átt. Lengst af léttskýjab. Hiti 5 til 10 stig. • Mi&hálendiö: Nor&vestan kaldi og smáél nor&austan til. Hiti -2 til - 3 stig. lenskra sveitarfélaga kom til Flat- eyrar í gær, undir forystu þeirra Vil- hjálms Vilhjálmssonar, borgarfull- trúa og formanns sambandsins og Þóröar Skúlasonar, framkvæmda- stjóra. Skoðuöu þeir snjóflóðasvæö- ið og afleiðingar þess, undir leið- sögn Kristján Jóhannessonar sveit- arstjóra Flateyrarhrepps. Þessir aðil- ar héldu síðan fund þar sem fjallað var um hver þörfin væri og með hvaöa hætti sveitarfélögin gætu að- stoöað, en engin niðustaða fékkst. Sveitarstjórnarmenn á vettvangi í gær. Vilhjálmur Vilhjálmsson for- mabur Sambands sveitarfélaga horfir inn íhúsarúst. Eybileggingin ergífurleg og kemur betur íljós þegar snjórinn hörfar. Vélskófla í húsarústum á Flateyri. Tímamynd: Pjetur Sigurösson Á samningstímanum hœkka laun 0,5% meira en spáb er ab verbi í ríkjum ESB, eba 9% á móti 8,5%. Ríkib meb ívibraebum um forsendur samninga. VSÍ: Áhersla á lægra matvælaverö Fyrsta lobnan til Siglufjarbar: Albert GK með fullfermi Albert GK var væntanlegur með fullfermi af Ioðnu til Siglufjarðar í gær, eða 750 tonn sem skipið fékk 50-60 sjómílur norður af Horni. Þetta er fyrsta loðnan sem berst til Sigiufjarðar frá því í sumar sem leið. I gær var Grindvíkingur bú- inn aö fá einhvern afla og sömuleiðis var Örn KE á leið á miðin í sundinu á milli íslands og Grænlands. Búist er við að fleiri skip muni halda til loðnuveiða á næstunni því mörg þeirra eru ýmist búin eða langt komin með sína síldar- kvóta. Þá eru skip Hafró við loðnuleit í sínum árlega leið- angri. Þórður Jónsson rekstrarstjóri SR- mjöls hf. á Siglufirði segir aö þótt loðnan sé horuð, þá sé það mikill fengur að fá loðnu til vinnslu á þessum árstíma. Hann sagði í gær að það væri allt tilbúið til að taka á móti loðnu, en hinsvegar væri ekki útilokað að einhverjar verk- smiðjur kynnu að lenda í vandræðum með raforku vegna þess tjóns sem varð á raflínum. Mjög gott afurðaverð er fyrir mjöl- og lýsi á heimsmarkaði, sem lofar góðu um framhaldið. Þá hafa margar verksmiðjur endurbætt búnað sinn til fram- leiðslu á hágæöamjöli. -grh Flateyri: Aökomufólk sækir í vinnu á Flateyri Verkó er aö grafa sína eigin gröf Frá Pjetri Sigurbsson á Flateyri: Vinna er hafin af fullum krafti í fiskvinnslu Kambs, á Flateyri, og nú þegar vinna þar um 30 manns. Á næstu dögum verður starfs- mönnum Kambs fjölgab og hefur verið talsvert um það að fólk bú- sett utan Flateyrar hafi sótt um vinnu í fyrirtækinu, óhrætt þrátt fyrir þær hörmungar sem dunið hafa yfir byggðarlagið. Hráefni hefur verib nægilegt og í dag munu fyrstu bátarnir frá Flat- eyri róa. Þá bættist í gær nýtt skip í flota Flateyringa, Styrmir, sem er um 200 tonna fiskiskip og fer skipið strax í róður í dag. í gær var unnið ab því að fara í gegnum rústir síðustu húsa sem urðu fyrir snjóflóðinu og voru það sem fyrr björgunarsveitarmenn víðs vegar að af landinu sem unnu verk- ib undir st jórn starfsmanna slökkvi- liðsins. Þá var unnið að því aö grafa í rústum minjasafnsins í leit ab munum. Síðdegis í gær þóttust menn sjá breytingar á snjóalögum efst í skál þeirri sem snjóflóbiö féll úr á dög- unum. Fóru athugunarmenn upp í skálina á snjóbíl til að kanna snjóa- lög. Sendinefnd frá Sambandi ís- Sveigjanlegur vinnutími for- senda fyrir auknum afla til vinnslu í landi. Form. LÍÚ: Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ segir aö á meöan verka- lýðshreyfingin sé jafn aftur- haldssöm og þröngsýn og raun ber vitni um vaktafyrirkomu- lag, mismun á launagreiöslum í dagvinnu og yfirvinnu og af- mörkun dagvinnu við tiltekn- ar klukkustundir sem nær hvergi þekkist meö sama hætti og hérlendis, sé hreyfingin aö grafa sína eigin gröf og beri því ekki aö gera kröfu til annarra. Hann gefur lítiö fyrir ályktun nýafstaöins þings VMSÍ um at- vinnumál þess efnis aö þaö veröi aö skilyrða afnotarétt, t.d. aö auölind sjávar, eftir þörfum full- vinnslu. Hann bendir m.a. á aö útflutningur á ferskfiski hefur minnkaö töluvert á liönum ár- um og í þeim efnum sem og öör- um sé þaö hagkvæmnin og aö- stæöur á markaöi sem skipta mestu máli. Þar fyrir utan hefur náöst góö samstaöa meöal full- trúa VMSÍ meö fulltrúum ann- arra hagsmunahópa í Aflamiöl- un sem stýrir útflutningi fersk- fisks. Hann segir aö sveigjanlegur vinnutími sé forsenda þess aö landvinnslan geti gert sér vonir um aö fá meira hráefni til vinnslu svo ekki sé talaö um þá möguleika sem kunna aö vera fyrir hendi á endurvinnslu afla. Til aö svo geti oröiö þarf verka- lýöshreyfingin aö breyta afstööu sinni til vinnutímans, þ.e. aö vinna aöeins frá kl. 8-17, fimm daga í viku hverri. -grh Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSÍ segir að ef samningum verður sagt upp, þá munu laun ekki hækka um 3% í ársbyrjun eins og kveðið er á um í gildandi samningi. Hann telur einsýnt að það mundi verða tafa- samt að ná þeirri hækkun í nýj- um samningum, auk þess sem það gæti þvælst fyrir „fyrirferðar- miklum mönnnum" að sýna fram á öruggan ávinning af því. Hann útilokar ekki að sérstök áhersla verði lögð á lægra mat- vælaverð í komandi viöræðum aöila vinnumarkaðarins við ríkis- stjórnina, í tengslum við mat á forsendum giidandi samninga. Samkvæmt athugun VSÍ á heild- arlaunaþróun á samningatímanum, í ár og næsta ári, kemur fram að meðaltalshækkun launa verður um 9% á sama tíma og því er spáð að þessi þróun verði 8,5% í ríkjum Evr- ópusambandsins. Þab þýðir að laun muni hækka að meðaltali um 0,5% meira á samningatímanum hér- lendis en gert er ráð fyrir í sam- keppnislöndum í ESB. Til að ná fram meiri kaupmætti meb þessum launahækkunum, telur VSÍ að verð- bólgan verði ab hækka minna hér en annarsstabar, auk þess sem taka verður á ýmsum þáttum landbún- aöarmála. Framkvæmdastjóri VSÍ býst vib að launanefnd aðila vinnumarkað- arins muni fljótlega koma saman til að fara yfir forsendur samninganna, en niöurstaða í þeim efnum verður að liggja fyrir í þessum mánuði. Hann telur einnig óhjákvæmilegt að ríkisstjórnin komi ab þeim við- ræðum, enda eru stjórnvöld aðili að veigamiklum þáttúm er lúta ab for- sendum kjarasamninga eins og t.d. fjárlögum næsta árs og þáttum er lúta verðlagsþróun. Þórarinn V. seg- ir að framkomnar vaxtalækkanir séu afleiöing af samdrætti i ríkisút- gjöldum og áhrifum þess á fjár- magnsmarkaðinn. Hann býst viö að vextir geti lækkað enn frekar en orðið er, en þab er þó háð því að stjórnvöld missi ekki stjórn á ríkis- fjármálunum. Af hálfu VSÍ hafa einnig komið fram óskir um viðræður við stjórn- völd um stefnumörkun í landbún- aðarmálum. Þórarinn V. segir að samtök atvinnurekenda séu þeirrar skoðunar að það verði að stíga sýni- leg skref í því ab skapa skilyrði fyrir lægra matvælaverði og útilokar ekki aö það verði áhersluatriði í kom- andi vibræðum við ríkisvaldið. Hann segir að það sé ekki endalaust hægt að hafa þessi mál að „hláturs- efni og í flimtingum". -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.