Tíminn - 02.11.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.11.1995, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 2. nóvember 1995 9 UTLOND UTLOND Fyrstu bœjar- og sveitarstjórnarkosningarnar í Suöur-Afríku: Kjósendur krefjast skjótra umskipta Tokoza, Su&ur-Afríku — Reuter Svartir íbúar Suður-Afríku áttu þess kost í gær í fyrsta sinn að kjósa til bæjar- og sveitarstjórna, en í nóvember á síðasta ári fóru fram fyrstu frjálsu kosningamar á landsvísu. Kjósendur sögðu kröfur sínar vera skýrar: þeir vilja fulla hlutdeild í þeirri þjónustu sem staðaryfirvöld veita, og það verður aö gerast fljótt — annars séu litlar líkur til þess að þeir sem kosnir verða nú nái kosningu aftur að lei&togi Yabloko, neitaði því og sagði kjörnefndina vísvit- andi vera að mismuna flokk- um og sagði ákvörðun hennar ólöglega og byggjast á geð- þótta einum. Aðrir flokkar lýðræðissinna hafa lýst stuðningi við Jav- linskí, en Kommúnistaflokk- urinn segir á hinn bóginn að málið allt sé e.t.v. ekki annað en tilraun til að vekja athygli á Yabloko. fjórum árum liönum. „Ég er aö kjósa til þess að hverfið sem ég bý í verði hreint, öruggt og njóti al- mennilegrar þjónustu," sagði Joel Mkhwanazi, sem búið hefur í meira en 45 ár í Katlehong, sem er eitt af úthverfum Jóhannesarborg- ar þar sem glæpir og fátækt hafa verið áberandi. „Þetta eru mikil- vægustu kosningarnar í lífi mínu. Þaö er verið að kjósa bæjarráðsfull- trúann minn sem þarf að taka brýnustu þarfir mínar til skoðun- ar." Bæjarfélög svartra bera skýr ein- kenni þess að þau hafa veriö van- rækt áratugum saman, vegir eru holóttir og vatnsveita og skólpræsi í niöurníöslu, meðan þau hverfi sem áður voru eingöngu ætluð hvítum eru snyrtileg og öll þjón- usta þar til fyrirmyndar. Martha Moeng, sem býr í So- weto, bendir á sprungið skolprör sem flæðir úr út á götu: „Ef sú manneskja sem ég ætla að kjósa lagar þetta ekki innan þriggjá vikna, þá kýs ég ekki oftar á æv- inni," sagði hún. ■ - eöa var guö kannski kona? Eitt af verkum Tolla sem veröa á sýningunni á Selfossi. síns tíma, eru ekkert annað en styttur af guði." Ljóst má því vera af þessari ræöu Tolla aö hann tekur undir orð mætra kvenpresta að guð gæti allt eins verið kona og segir hann að þær goðsögur, sem sýni konuna sem grimma veru, séu síðari tíma sagnir. „í þessum fornu goðsögn- um er ekki aö finna hernaðar- hyggju og við erum þar annars vegar aö tala um það sem er græð- andi, gefandi afl sem ber um- hyggju fyrir lífi, og hins vegar um samfélagsmynstur sem byggir á valdi, en karlmenn lenda í því hlutverki að reka þetta samfélag sem tekur og drepur." „Þannig að ef við horfum fram á veginn, raunsæjum pólitískum augum, og lítum ekki bara á heim- inn út frá vinstri og hægri heldur út frá einhverjum húmanisma, þá segi ég að ef við stillum upp þess- um spiritúel gildum hins kvenlega eðlis, þá á mannkynið séns." Sýningin verður í Selfossbíó við Hótel Selfoss á Selfossi og opnar laugardaginn 4. nóv. Viö opnunina geta gestir hlýtt á Bubba Morthens um leið og þeir narta í osta og skála í teknó-mysu, sem er sérstaklega búin til af þessu tilefni og er frá Mjólkurbúi Flóamanna. Þeir, sem ekki hafa lyst á mysu, geta lagt leið sína á sýninguna alla daga milli 13 og 21 til 12. nóv. LÓA íslendingar á öllum aldri þekkja vel hinn vinsæla Skólaost. Hann er mildur og góður og tilvalinn ofan á brauðið, bæði heima og í skólanum. ÍSLENSKIR Skólaosturinn ér nú kominn í nýjar á og fallegar umbúðir sem hæfa betur “ þessum ljúffenga osti, en ostinum l sjálfum breytum við ekki - enda I engin ástæða til! OSTAR^ ^llNASfy 'f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.