Tíminn - 04.11.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.11.1995, Blaðsíða 2
2 SMhr Laugardagur 4. nóvember 1995 Jónas Þórisson framkvcemdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar: Ekki hægt að horfa upp á fólk sem á ekki fyrir mat „Vib höfum farib langt út fyrir þau fjárhagslegu mörk sem vib settum okkur vegna þess ab þab er bara ekki hægt ab horfa upp á fólk gráta hér og segjast ekki hafa mat ab borba," segir Jónas Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunn- ar, en á opnum fundi félags- málarábs í Rábhúsinu á dög- unum upplýsti hann ab á nýlibnu starfsári hefbu um þrettán hundrub umsóknir um neybarabstob borizt til hjálparstofnunarinnar. Jón- as gerbi langan bibtíma og erfitt abgengi á hverfaskrif- stofum Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar ab um- ræbuefni og spurbi í hverju neybarabstob þar væri fólg- in. Ab sögn Lám Björnsdóttur félagsmálastjóra er framundan ab stofnunin leiti eftir sam- starfi vib Hjálparstofnun kirkj- unnar, Rauba krossinn, Hjálp- raeðisherinn og Mæbrastyrks- nefnd vegna slíkra tilvika sem hér um ræbir og telur hún jafnvel líkur á því ab þessir ab- ilar geti unnib mikilvægt starf í þessu sambandi, ekki sízt til ab brúa bil þar sem kerfis- bundin úrræbi dugi ekki til. Svar félagsmálastjóra vib fyr- irspurn Jónasar Þórissonar á fundinum í Rábhúsinu var hins vegar á þá leib ab þab væri blettur á þjónustu Félags- málastofnunar ab enn þyrftu menn ab bíba í þrjár eba fjórar vikur eftir því ab koma málum sínum á framfæri. Kvabst fé- lagsmálastjóri viburkenna þetta fúslega og harma ab enn skuli stofnuninni ekki hafa tekizt ab ná því yfirlýsta mark- mibi ab enginn þyrfti ab bíba lengur en viku eftir því ab geta lagt mál sín fyrir, enda væri þab eitt af forgangsverkefnum um þessar mundir ab rába bót á þessu. Ýmislegt hefbi komib til, ekki sízt sú staðreynd ab á þessu ári hefbi skjólstæbing- um Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar fjölgab um rúm 20%. Jónas Þórisson segir ab eftir- spurn eftir abstob Hjálpar- stofnunar kirkjunnar hér inn- anlands hafi aukizt verulega á undanförnum árum og sé ekki sízt mikið um hana í desem- ber. Hann bendir á ab mikil fjölgun umsókna um aðstob í fyrra skýrist ab hluta til af því ab þá hóf hjálparstofnunin samstarf vib Reykjavíkurdeild Rauba krossins sem lagbi fram fjármuni um leib þeim sem til hennar höfbu leitab ábur var vísab til Hjálparstofnunar kirkjunnar. Reykjavíkurdeild- in lagbi Hjálparstofnun kirkj- unnar auk þess lib meb ýmsu móti, en Jónas segir ab meb tilliti til þessara abstæbna hafi fjölgun hjálparbeibna samt sem ábur verib mun meiri en skýra megi meb þessu. „Þab sem mér finnst grátleg- ast," segir Jónas, „er ab hib op- inbera kerfi virbist ekki hafa neina brábabirgbalausn fyrir fólk sem er í neyb. Sú abstoð sem vib erum ab veita er ekki varanleg lausn heldur brába- Ekki hafa allir borgarar íslands til hnífs og skeibar. Til er fólk sem kíkir í öskutunnur í leit ab bita. Fólk spyr hvernig á því stendur ab allsnœgta- þjóbfélagib dysjar og brennir matvœli. Tímamynd: c birgbalausn. Abalorsök hjá mörgum sem hingað koma er ekki atvinnuleysi. Þetta eru yf- irleitt öryrkjar og einstæðing- ar, eba fólk sem af einhverjum ástæbum hefur orðib utan- veltu á einhvern hátt og á síb- an erfitt meb ab bera hönd fyr- ir höfuð sér." Jónas Þórisson segir ab mik- ib sé um ab ungar mæður í vandræbum sem eigi sér marg- víslegar orsakir leiti til Hjálpar- stofnunar kirkjunnar. „Talsvert er líka um utan- garbsmenn, sem yfirleitt eru eldri karlmenn," segir fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnun- ar kirkjunnar, „en óhætt er ab segja ab hópurinn sé mjög blandaður og mikib um fólk á bezta aldri." „Öll abstob sem hér er veitt flokkast undir neybarabstob, en þó kemur fyrir að beibnir berist um fjárhagsabstob vegna slysa eba alvarlegra sjúkdóma," segir Jónas. „Neyðarabstob af okkar hálfu felst í því ab bjarga fólki um mat í nokkra daga. Fólk snýr sér til okkar en vib vísum því á prestana sem meta stabreyndir mála og senda síban umsókn til okkar ef þeir telja ástæbu til. Margt af þessu fólki kemur aubvitab aftur og aftur og er í langvarandi vanda vegna þess ab bætur hér eru svo skamm- arlega lágar ab enginn getur lifab af þeim, ég tala nú ekki um éf fólk hefur flækt sig í ein- hver neyzlulán sem þab þarf ab borga af líka. Þab er nú ekki meir en svo ab menn geti lifab af þessum bótum sem í mörg- um tilfellum ná ekki 54 þús- und krónum á mánuði, en þab er yfirleitt um mibjan mánuð- inn sem sem umsóknum um neybarhjálp fer ab fjölga. Þá eru bæturnar búnar enda bjargar fólk sér ekki á þessu, jafnvel þótt þab skuldi ekki neitt, nema kannski helzt allra elzta fólkib, sem ólst upp vib allt önnur kjör en nú teljast sæmandi, og borbar kannski ekki annað en hafragraut og eina braubsneib á dag." Framkvæmdastjóri Hjálpar- stofnunar kirkjunnar segir ab neybarabstobin hafi oft verib í formi gjafakorta en ekki sé heldur óalgengt ab greitt sé fyrir lyf. „Fyrir jólin í fyrra úthlutub- um vib matvælum fyrir nærri fimm milljónir króna sem fóru í um átta hundruð stabi. Ann- ars hefur matarbúrib hjá okkur verib tómt þannig ab af- greibsla hefur verib í formi gjafabréfa, sem eru upp á 2.500 krónur og fólk getur framvísab í stórverzlunum. Ab vísu höfum við haft alihænu- læri sem okkur voru gefin til rábstöfunar undanfarnar vikur og fyrir jólin stefnum við ab því ab úthluta matargjöfum," segir Jónas Þórisson. ■ Sagt var i.. Menntaskólinn á Subureyri „Maöur um fertugt, sem var aö koma frá vinnustaö sínum um helg- ina, aö nóttu til, varö fyrir fólskulegri árás fimm ungmenna sem voru ný- komin af menntaskóladansleik á staönum." Uppbygging í menntakerfi landsins fer hamförum. DV sagbi í gaer frá líkams- árás á Suöureyri. Fyrirmyndardansleikur „A annaö hundraö ungmenni voru á menntaskóladansleiknum þetta kvöld, sem tókst ágætlega aö undan- skildum þjófnaöi, líkamsárás, inn- broti og rúöubroti." Enn af dansleik Menntaskólans á Sub- ureyri. DV. Hvab varb um íslenska hagsýni? „Þegar ég tók saman við konuna mína settumst við ekki fyrst á rök- stóla um viöhorf okkar til barnaupp- eldis, búsetu, atvinnu, fjármála og svo framvegis." Helgi Hjörvar telur ekki vænlegt ab hefja sambönd meb samningavibræb- um af ofangreindum toga. Alþýbublab- ib. Samtvinnab tilfinningalíf félagshyggjuafla „En aö eiga samleið um sjóa lífsins er fyrst og fremst spurning um ákvörð- un, um aðalatriöi og síöast en ekki síst tilfinningu." Helgi Hjörvar, bobflenna Alþýbubiabs- ins í gær, leibir út af fyrri tilvitnun og kemst ab þeirri niburstöbu ab félags- hyggjuflokkarnir eigi ab láta hjartab rába og ástríburnar tala í sameiningar- vibræbum félagshyggjuflokkanna. Útsmogin handtaska „Handtaska greiddi í gær atkvæöi gegn því að frumvarp um þingfarar- kaup og þingfararkostnaö yröi tekiö til 3. umræðu á Alþingi." Gubrún Helgadóttir lét töskuna sína um ab greiba atkvæbi á þingi í fyrra- dag, óafvitandi. Mogginn í gær. Hjörlelfur Cuttormsson þing- maöur varö 60 ára í vikunni og hélt upp á það með pompi og prakt. Meðal þeirra sem fluttu ræðu var formaður Alþýðubanda- lagsins Margrét Frímannsdóttir og þótti ræða hennar nokkuð óvenjuleg. Margrét rifjaði upp fyrstu kynni sína af Hjörleifl en þá var hún ungur sveitarstjórnarmað- ur en hann ráðherra. Hún fór og fékk viðtal hjá ráðherranum og sat fyrir framan borð hans og starði á barkakýlið á honum allan tímann — Hjörleifur horfði svo stíft upp í loftiö. Þó sá hún nokkrum sinnum framan f hann, en það var þegar hann leit á úrið sitt til að athuga hvort þessi viðtalstími væri ekki senn á enda! • Og formaður Alþýðubandalagsins var ekki alveg búin með lýsingar sínar á afmælisbarninu. Hún sagði að mörgum árum síðar hafi hún fengið það verk að fara í fundaferð með Hjörleifi fyrir austan. Þá hafi hún komist að þvf sem enginn hefði trúað, að Hjörleifur gat bara verið skemmtilegur. • Ræða Margrétar vakti að sögn mikla athygli f veislusalnum, ekki síst hjá stjórnmálamönnunum sem voru margir. Einn þeirra var Davíb Oddsson og í heita pottinum er haft fyrir satt að Davíb hafi endur- flutt ræbu Margrétar daginn eftir í samanþjöppuðu og lítið eitt end- urskoðubu formi annað hvort í þröngum hópi samstarfsmanna eba í ríkisstjórn, en heimildum ber ekki alveg saman um það atribi. Hvernig útgáfa forsætisrábherrans hljómabi mun hins vegar vera rfkis- leyndarmál!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.