Tíminn - 04.11.1995, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.11.1995, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 4. nóvember 1995 Haavrðingaþáttur Ógnin Ennþá skekur íslandsbyggð ógn sem vœtir kintiar. Sárt upp vekur hugarhryggð hörmung þjóðar mitmar. Þögull grœtur þanki minn þessa stund og lengur. Því margur vinamissirinn mjög að hjörtum gengur. Bið égguð á hœðum hátt að hlúa að gleðisnauðum. Og öllum þeim, sem eiga bágt og eru í hugamauðum. Drottins máttur mikill er, sem megnar allt að iaga. Fyrr en varir veit ég hér er von um bjarta daga. Flateyringar. faðir hár, fái blessun þína. Vil ég og, með votar brár, þeim votta samúð mína. Pétur Stefánsson Ástin blómstrar Alltafverður ástin blíð, allar vonir túlka. Þig ég elska ár og síð, yndisfagra stúlka. Þarna uppi sólin skín, skartar himinn fagur. Yndislegur, ástin mín, okkar bíður dagur. Við skulum vaka, elskan mín, verum þess ei dulin. Sólarinnar fyrstu sýn sofendum er hulin. Ægir Geirdal Þjóöleg íþrótt Allir lýsa yfir hér, engin krísa grandi. Að yrkja vísur íþrótt er á okkar ísa-landi. Sami Eftirfarandi vísu orti Auðunn Bragi um fööur sinn, Svein frá Elivogum: Oft í vanda orðhvatur, eyddi grandi kífsins. I raunastandi réttstígur; rataði sanda lífsins. Haustkoma Fram úr nausti fleyið skaust, feigðar laust við kœlu. Senn mun haustið hárri raust hefja austan brœlu. Svo dýrt kveður Búi. Og að lokum þjóðlýsing eftir hann: Oröstír Ýmsir telja okkur slynga, þó um sé rcett í norskri frétt, að grœðgi okkar íslendinga engin takmörk verði sett. Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík p.s. SKRIFIÐ GREINILEGA Flott og stolt aukakíló Að hætta að reykja er ekkert grín. Fyrir marga er það langvar- andi stríö og svo fylgir sá böggull skammrifi að þeir sem hætta, fitna flestir og er tíu kílóa ábót algeng. Kona, sem svona er ástatt fyrir og talar áreiðanlega fyrir munn margra, væntir þess að Heiðar geti gefið góð ráð við spurningunni hvort maður eigi að vera feit og óhamingjusöm en heilbrigð, eða grönn, sísvöng og óhamingjusöm og með það að verða aö reykja ti'. að tolla í lín- unum. Heiðar: Reykingar eru mesta eitur og ætti ég að vita það betur en nokkur annar eftir að hafa reykt síðan ég var unglingur. Að hætta að reykja er krafta- verk og ætti að veita því fólki orðu, sem leggur það á sig og tekst að venja sig af eiturinnsog- inu. Það fylgir reykingabindind- inu, sérstaklega hjá konum, að þær fitna án þess að borða meira. Eitrið í nikótíninu er svo mikið að líkamsstarfsemin breytist og fer úr skorðum þegar hætt er aö neyta þess. Leyfið fitunni að safnast Fólk, sem hættir að reykja, verður bara að leyfa sér að fitna í eitt til eitt og hálft ár þangað til mesti sviðinn er farinn hjá. Þá má byrja á að fara í skynsamleg- an megrunarkúr, ef það vill vera grennra, sem fyrir guði er alls ekki nauðsynlegt, né mönnum. En ef að reykingafólkið fyrr- verandi vill grenna sig, er varað við að það sé að bögglast við að byrja strax í matarkúr og pína sig á tvennu, að hætta reykingum og svelta sig samtímis. Því að það að hætta að reykja er svo mikiö kraftaverk, að þó að það kosti tíu kílóa ábót, þá er ástin blind. Vigtin manns er mikilvæg gagnvart þeim sem elskar mann og ef að mótaöili konu eða manns, sem fitnar um tíu kíló, missir ást á viðkomandi fyrir þá sök, þá er ástin ekki mikil og eitt- hvað annað að en líkamsþyngd- in. Hégómi og öfgar Það er einfalt aö vera bara reykingalaus bolla í eitt til tvö ár og vera stolt/ur af því. Ég vildi óska þess að ég hefði þrek til þess að vera reykingalaus bolla í tvö ár. Það þurfa ekki allar konur að vera eins og tískusýningarstúlk- ur eða tággrönnu glæsikonurnar sem notaöar eru í auglýsingar. Ég held ab guði sé það ekki þóknanlegt, vegna þess að hé- gómi er ekki synd nema hann fari út í öfgar. Eðlilegur hégómi er guði ábyggilega þóknanlegur, en óeblilegur hégómi hlýtur ab vera synd fyrir guði. Þess vegna verðum við að sætta okkur svolítiö viö að vera eins og guð skapar okkur. Sum- um er eðlilegt að vera feitlagnir og aðrir eru alltaf tággrannir og verður fólk bara að sætta sig við þab. En óblileg matgræðgi er hvorki guði né líkamanum þóknanleg. Þarna kemur líka inní fyrirbæri sem danskurinn kallar „tröstespiser". Það er geb- rænt vandamál fremur en líkam- legt. Hugarástand Breytingar á lífsháttum geta komið þessu af stað. Það þarf ekki reykingar til. Matgræðgi af þessu tagi getur stafað af sorg, hún getur stafað af höfnun og þunglyndi. Þab er ýmislegt sem geþur orðib til þess að fólk fitni af sálrænum ástæðum. Þannig að líkamsbreytingu af því að hætta aö reykja má líkja við líkamsbreytingu, sem getur orðið hjá konu sem á mann sem skilur við hana og giftist yngri konu, en hún elskar enn þennan sama mann. Sú kona fitnar oft mjög svipað og sú sem hættir ab reykja. Sumir vilja meina að þetta sé maturinn. Persónulega vil ég meina, og hef séb, að þetta hefur ekki endilega neitt með mat að gera. Það er röskun á líkamsstarf- semi, röskun á kirtlastarfsemi líkamans, sem hefur mikið meb vigt ab gera. Þannig að fara í megrunarkúr stuttu eftir ab hætt er að reykja, vil ég meina að sé tilgangs- laust. Tilfinn- ingamál karla Hægt er að bera þetta saman vib annað vanda- mál kvenna, sem sækir mis- jafnlega þungt . á þær. Þegar kona eignast barn, slitnar hún oft. Slíkt Heibar jónsson, snyrtir, svarar . spurningum lesenda Hvernig áégaö vera? slit er ekki 1 æ k n a n - legt, en lag- ast oft með aldrinum. Þetta leggst oft þungt á sumar kon- ur. Ég hef spurt þó n o k k u ð marga karl- menn um þ e t t a vandamál, h v e r n i g það lítur út frá þeirra bæjardyrum. Niðurstaðan er hughreyst- andi. Kona, sem er með slit eftir barnsburð, er oft meira ablað- andi og kynþokkafull fyrir mann, því hún hefur þá alið honum, eða öbrum mannL barn. Sem auðvitað er tilfinn- ingamál okkar karlmanna. En kona með slit verður ekki feg- urðardrottning eba fyrirsæta. En kona, sem búin er að eiga barn án þess ab fá slit, verbur ekki heldur fyrirsæta eba fegurðar- drottning. Og hvað með þab? Það er svo margt fleira sem gefur lífinu gildi, og kona með slit eða nokkur aukakíló er ekk- ert síður aðlaðandi en glæsilegu stúlkurnar sem hafa „rétt" vaxt- arlag. Spyrjið bara karlana. Þeir vita hvað þeir vilja og það er ekki alltaf sú kvenímynd sem tísku- heimurinn heldur mest á lofti. Frí förðun Nú ber vel í veiði fyrir konur sem ætla á ball í kvöld, eba eitt- hvað annað svakalega flott. Þær geta komið vib hjá Heiöari að Laugavegi 66 og fengið sér fríða förðun. Þar er verið aö kynna hinar glæsilegu Givenchy- snyrtivörur. Þarna verður hægt að lykta og prófa og þær konur sem komast að fá fínustu förðun án þess ab borga eyri fyrir. Þaö er langur laugardagur við Laugaveginn og opið fram á kvöld og Heiöar til þjónustu reiðubúinn alveg fram á sel- skapstímann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.