Tíminn - 04.11.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.11.1995, Blaðsíða 5
.:v>rvr —-J' * . v . r-* ’ , . . Laugardagur 4. novémbér 1 99 í> WHWfwH Haustveöur í Reykjavík - Tímamynd: G.S. Jón Kristjánsson: Heima og heiman Noröanveöriö mikla, sem gekk yfir í fyrri viku, hefur gengiö niöur og þessa vikuna hefur veriö venjulegt haustveöur. Fólk er nú fyrst aö átta sig á þeim ósköpum sem dunið hafa yfir og því tjóni sem oröið hefur víða um land. Gífurlegar skemmd- ir hafa orðiö á raflínum á noröan- og vestanverðu landinu, og er þetta ísingar- veður eitt hið versta sem komið hefur, en ísingarveöur eru nú árviss og brjóta nið- ur raflínur í stórum stíl. Það, sem skiptir sköpum í þessu efni, er ein gráöa í hita- stigi til eða frá. Þegar saman fer stórviöri á norðan með örlítiö hærra hitastigi en venja er til, er ekki aö sökum aö spyrja. Staurarnir brotna eins og eldspýtur und- an þunganum. Gífurlegt tjón hefur einnig oröiö á hafnarmannvirkjum og sjóvarnargörö- um og hefur þaö oröiö á svæðinu allt frá Reykjanesi vestur og norður um land og austur til Vopnafjarðar. Þegar saman fer hafrót og stórstraumur, stenst fátt þær hamfarir. Einnig hefur oröiö verulegt tjón á búfé. Ég heyröi í fréttum aö talaö var um að beint eignatjón í óveðursvikunni sé taliö í milljörðum og því miður er það áreið- anlega ekki ofmælt til viðbótar viö þaö tjón á mannslífum sem aldrei er hægt aö bæta. Þessi tíðindi hér af vettvangi innan- lands eru auðvitaö þaö, sem efst er í huga fólksins þessa vikuna eins og þá síöustu. Að standa saman Atburöir eins og þeir, sem orðið hafa nú á þessu ári, snerta fólk djúpt. Þó er erf- itt fyrir fólk, sem er í fjarlægð, aö setja sig í spor þeirra sem verða fyrir barðinu á náttúruhamförunum fyrir vestan. Ég hef hitt fyrir fólk, sem fariö hefur á vettvang að kanna aðstæður, og ég hef oröið var viö þaö aö því er verulega brugðið aö sjá þá ógurlegu eyðileggingu sem viö blasir og ekki kemur fram nema dauft bergmál af í sjónvarpi. Þeir, sem eru í fjarlægö, reyna eftir megni að sýna samstööu með fólkinu fyrir vestan. Ein aöferöin til þess var aö taka þátt í bænastundum í kirkj- um landsins og taka þátt í hinni miklu göngu framhaldsskólanema í Reykjavík. Eg var einn af þeim sem fóru í þá göngu, ásamt konu minni, og ég held aö ég hafi ekki fyrr séð jafnmargt fólk á einum stað, og örugglega ekki hér á landi. Sú ganga var látlaus og vel viö hæfi. En lífið heldur áfram og smám saman reyna ráöamenn heima og heiman aö átta sig á því hver verða næstu skref. Ég ætla ekki á þessu stigi að taka upp um- ræðu um þaö mál. Heimamenn á Flateyri hafa tekiö þá skynsamlegu afstöðu aö flýta sér hægt í ákvörðunum og auðvitað gengur þaö fyrir að fá hjólin til að snúast í þorpinu á ný og koma atvinnulífinu á skriö, sem er undirstaða mannlífsins á staðnum, til viðbótar við það ógnarverk- efni aö hreinsa til. Þessir tímar minna okkur á að það er dýrt að vera íslendingur. Nátt- úra þessa litla og fá- menna lands hér á norö- urslóðum er haröleikin, en hún getur einnig sýnt á sér hinar betri hliöar. Andstæöurnar milli ljóss og myrkurs, sumars og veturs eru óvíða skarpari en hér á norburslóbum. Þessi eilífa breyting og árstíðaskipti bera í sér töfra og tilbreytingu, en geta einnig verib óendanlega haröleikin. Þótt veör- áttan sé ef til vill mildari á suðlægari breiddargráðum, er ýmislegt annað sem vegur þab upp. Þjóöinni ber aö standa saman um það aö lifa og starfa í þessu landi í góöri sátt viö umheiminn. Um þaö ætti aö vera jafn góöur samhugur og ríkir þegar hörmulegir atburðir steöja aö. Góðir grannar Þaö sýna margir samhug sinn í verki þessa dagana og þjóðin hefur brugðist viö til hjálpar, eins og svo oft áöur. Hins vegar hlýnar manni óneitanlega um hjartaræturnar aö heyra um viöbrögð Færeyinga nú í annað skiptið á þessu ári. Almenn þátttaka þeirra í fjársöfnun er einstök, þar sem þeir hafa fyrr á árinu lát- ið til sín taka í tengslum við snjóflóöin í Súðavík. Færeyingar hafa upplifað djúpa efna- hagslægð, sem hefur leikiö almenning þar grátt. Þrátt fyrir þetta hafa þeir nógu stóran hug og hjarta til þess aö hjálpa öörum með þessum hætti. íslendingar eiga allir aö muna þetta og virða. Því miöur hefur umtalið hér um erfiðleika þeirra ekki alltaf veriö ígrundaö eöa meö öllu sanngjarnt. Þeir heyja erfiða lífsbar- áttu. Þeir hafa gert sín mistök, eins og viö höfum gert hér á landi. Hins vegar býr duglegt og framsækið fólk í Færeyjum og tengsl þjóöanna hafa veriö afar mikil í gegnum tíöina. Ég þekki það aö heiman frá Austurlandi, þar sem síöustu árin hafa verið afar mikil tengsl viö Færey- inga meö sameiginleg- um ferjurekstri og á viðskiptasviöinu. Á þau samskipti hefur engan skugga borið. Sameinubu þjóbirnar Meöan hugur okkar íslendinga er bundinn viö voveiflega atburði á heimaslóbum, gengur lífið sinn gang annarstaðar. Frétt- ir halda áfram aö berast frá umheimin- um, eins og fjarlægur niður. Þær eru góð- ar og slæmar, eins og áöur. Þaö er von um það nú að eitthvað miöi í fribarátt á Balk- anskaga, þótt þar geti brugðiö til beggja vona og hatrib kraumi undir. Átök árum saman með mannfalli, pyntingum, þjóö- ernishreinsunum og morðum skilja eftir sig sár, sem ekki þurrkast út í einu vet- r'angi meö samningum stjórnmála- manna. Þeir eru þó forsenda þess aö koma skipulagi á málin þar. Um þessar mundir eru Sameinuðu þjóðirnar 50 ára. Við stofnun þeirra, eftir að þjóðir heims höföu borist á bana- spjótum í heimsstyrjöldinni síöari, voru bundnar miklar vonir. Þær áttu aö vera vettvangur þjóðanna til samráðs og sam- vinnu til þess aö koma í veg fyrir styrj- aldir og hjálpa þeim, sem minna mega sín, til sjálfsbjargar. Umfjöllunin um stofnunina í fjölmiöl- unr hér heima, bæöi fyrirlestrar í útvarpi og þættir sem sýndir voru í sjónvarpi, hneig öll að því aö draga fram í dagsljós- iö hve gjörsamlega gagnslaus og spillt stofnun Sameinuðu þjóðirnar væru. Þess háttar naflaskoðun er vissulega gagnleg, ef hún leiðir til einhverra breytinga. Það er því miður ekki margt sem bendir til neinna straumhvarfa í starfsemi Samein- uðu þjóðanna. Þar er áreiöanlega misjafn sauður í mörgu fé. Ég er samt einn af þeim bjartsýnismönnum, sem eru á þeirri skoöun að starfsemi samtakanna hafi gert gagn, og án þeirra væri heimur- inn ennþá verri en hann er. Mörg mál hafa hlotið athygli heimsins fyrir um- ræöur á vettvangi samtakanna, og má þar til dæmis nefna umhverfismál, haf- réttarmál og nú síðast jafnréttismál, svo fátt eitt sé nefnt. Þaö er einnig fullvíst aö ýmis starfsemi samtakanna í þriðja heiminum hefur verið til gagns, þótt margt hafi vafalaust veriö unniö fyrir gýg- Vissulega er óþolandi að í starfsliði samtakanna sé spillt yfirstétt í fílabeins- turni. Ef sú umfjöllun, sem veriö hefur á fimmtíu ára afmælinu, leiöir til breyt- inga, er ekki nema gott eitt um hana að segja. Ef hún gerir þaö ekki, grefur hún enn meira undan áliti samtakanna en orðið er. Ég trúi því aö þessi samræðuvettvang- ur þjóöanna sé nauðsynlegur. Hiris vegar hlýtur slíkt bákn ætíð að vera þungt í vöfum. Sameinuðu þjóöirnar eru stofnaðar ut- an um þá hugsjón að varðveita frið á jörðu og koma á samvinnu milli þjóða til þess að stybja þá sem minna mega sín. Engin samtök þjóbanna hafa fleiri ríki innan sinna vébanda. Fjárhagur samtak- anna er hins vegar í molum vegna skulda aðildarríkjanna, en þab ætti að vera ástæða til þess að fara ofan í saumana á því hverju starf samtakanna í hinum ýmsu heimshornum skilar. Á slíku er þörf, ef stofnunin á að njóta virbingar í framtíðinni. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.