Tíminn - 04.11.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.11.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 4. nóvember 1995 1 o 7 * * w> Barnaheill gagnrýna aögeröir stjórnvalda í efnahagsmálum: Hagur bama ekki haföur að leiðarljósi Starfsmenn Stálsmibjunnar fengu óvœnta heimsókn fólks úr Barnahjálp í hádeginu ígœr. Myndin var tekin vib þab tcekifœri. Tímamynd: cs samdi verkið. Einnig var minnst á listamann sem fyrir um ári síðan setti upp sýningu á verkum gamalla meistara að viðbættum nokkrum hringj- um á hverri mynd en vakti það töluverða athygli, ekki síst á því fræga verki Jóns Stefáns- sonar með lómunum tveimur. Um þessar mundir er í gangi mál í Danmörku af þessu tagi þar sem menn telja að um beinan ritstuld sé að ræða en samkvæmt heimildum Tímans liggja vib því mjög þungar refsingar eða allt upp í árs fangelsi. Hér á landi geta menn ýmist krafist bóta eba farið fram á opinbera máls- meðferð í málum er varða brot á höfundarréttarlögum. Frakkland er aðili ab Bernar- sáttmálanum og meb þeirri að- ild hefur Frakkland skuld- bundið sig til að fullnægja þeim lágmarksskilyrðum sem sett eru um höfundarrétt í heiminum. Þar sem íslending- ar eru aðilar að EES-samningn- um höfum við m.a. skuld- bundið okkur til að hlíta þess- um sama sáttmála. Samkvæmt þessum sáttmála eru hugmyndir sem slíkar ekki verndaðar enda gæti slík lög- verndun orðib ill vibureignar. Hins vegar er útfærsla hug- mynda lögvernduð samkvæmt heimildum Tímans. Varbandi Halldór Kiljan Laxness. skáldskap er þá annars vegar um að ræða útfærðar hug- myndir er varða söguþráð (plot) og hins vegar útfærslu höfunda á persónum, hvort sem þær eru sögulegar eða skáldaöar af öðrum höfundi. Þannig væri varla hægt að kæra mann fyrir að nota skáld- sögupersónuna Arnas Arnæus úr íslandsklukkunni, en fyrir- mynd hans er Árni Magnús- son handritasafnari, nema höfundurinn útfærði persón- una á sama hátt og Laxness gerði. Út í hött aö tala um stuld Gérard Lemarquis, fram- haldsskólakennari, telur út í hött að líta á sögu Lapouge sem stuld og segir einu líkind- in vera að í báðum sögum komi fyrir maður sem fari til íslands að leita handrita. Mað- urinn hjá Lapouge heitir Egg- ert Pétursson og kemur hingab í leit að Brennu-Njáls sögu. Fyrirmynd hans sé vissulega Árni Magnússon en þar með séu líkindin upptalin. Gérard segir einkum þrennt rökstybja að Lapouge styðjist ekki beint við íslandsklukkuna. í fyrsta lagi noti hann eigin heimildir sem ekki séu þekktar á íslandi. „Þetta eru danskar 19. aldar heimildir um framhjáhalds- mál Árna Magnússonar og dóm hæstaréttar í Danmörku sem féll á Árna." í öðru lagi sé íslandið í bókinni ekki sögu- legt heldur ímyndunar-ísland. Sögurnar í henni séu algjörar fantasíur. „Til dæmis er hirð á Bessastöðum og persónan fer ríðandi á múlasna á krá á Þingvöllum sem er morandi af vændiskonum. Þessi bók er eins og 18. aldar bókmennta- verk. Þar er erótík og langar heimspekilegar ræður á milli persóna. Á bókina sem hann gaf mér skrifar hann „Drauma- Island"." í þriðja lagi benti Gérard á að Gilles Lapouge er ekki ný- græðingur á bókmenntasvið- inu heldur mikils metinn sex- tugur höfundur fjölmargra bóka en auk þess er hann með virtan menningarþátt á hverj- um degi á menningarrás franska ríkisútvarpsins. „Hann elskar ísland, hefur komið hingab þrisvar, lesið Laxness og m.a. Islandsklukkuna." Friðrik Rafnsson, ritstjóri TMM, hefur einnig fylgst vel með í frönskum bókmennta- heimi og tekur undir meb Gér- ard um að gott orð fari af La- pouge. „Ég vissi að hann hafði bæði komið hingað til lands og unnib lang- tímum saman á bókasöfnum í Kaupmanna- höfn varðandi þessa bók. Síðan skrifaði hann frábæra grein í tímaritib GEO, í ágúst sl, sem var helgað íslandi og er feiknar- lega útbreitt tímarit. Ég er nú frekar efins um þetta mál. Hvers vegna ætti mab- urinn að fara ab ræna hugmynd- um Halldórs? En það getur vel verið að hann sé að leika sér með hann." Að- spurður um hvenær mabur steli bók og hvenær mabur stelur ekki bók sagbi Fribrik ab þar sem bókin væri 18. aldar saga þá væru mörkin þar á milli mjög loðin. „Það var hluti af tíðarandan- um. Það getur vel verið að hann sé bara að vinna í þeim anda. Hugmyndir okkar um höfundarrétt hafa náttúrulega breyst svo mikið síðan. Þetta er orðið miklu niðurnegldara sem er ósköp eðlilegt þegar bisness- hugsunin kemur inn." Kynnir Laxness Af viðmælendum Tímans að dæma virðist sem réttur höf- unda yfir hugmyndum sínum, persónum, söguflækjum og öðru því er sprettur af sköpun- argleði þeirra harla óljós. Hins vegar má vera, í þessu einangr- aða tilfelli, að ef þetta mál kvisast til velviljaðra hlusta í Frakklandi þá er aldrei að vita nema hugsanleg líkindi milli L'incendie de Copenhague og íslandsklukkunnar yrðu til að kynna frönskum bókmennta- unnendum fyrir þessum óþekkta íslenska Laxness. Því eins og einn viðmælenda Tím- ans benti á er Laxness algjör- lega óþekktur í Frakklandi og ekki inni á kortinu nema hjá nokkrum Norðurlanda- áhuga- mönnum. -LOA Samtökin Barnaheill telja ab ís- lensk stjórnvöld hafi hag barna og fjölskyldna ekki ab leibar- ljósi í abgerbum sínum. Þau hafa áhyggjur af flutningi grunnskólans frá ríki til sveit- arfélaga og segja brýnt ab leggja meiri áherslu á sveigjan- leika í skólastarfinu. í skýrslu Barnaheilla um stöbu barna og unglinga á íslandi í dag kemur fram ab þrátt fyrir ab ís- lensk löggjöf sé í meginatriöum í samræmi vib barnasáttmála Sam- einuöu þjóöanna sé framkvæmd þeirra í mörgu ábótavant. Barnaheill benda á aö þrátt fyr- ir aö íslendingar séu yngsta Norðurlandaþjóöin (30% undir 18 ára) verjum við hlutfallslega minnstu til félags- og heilbrigðis- þjónustu fyrir börn. Samtökin segja ab stjórnvöldum beri aö huga betur aö aðstæðum fjöl- skyldunnar en nú er gert, m.a. meö mótun sérstakrar fjölskyldu- stefnu. Einnig beri þeim að huga sérstaklega að afleiðingum að- haldsaðgerða í efnahagsmálum á afkomu fjölskyldnanna. Bent er á mikinn aðstöðumun til uppeldis eftir fjölskyldugerb. Einstæðir foreldrar og börn þeirra búi við lakastar fjárhags- og husnæöisaðstæður og kvarti meira um tilfinningalega vanlíð- an en giftir foreldrar. Tóm- stundaþátttaka barna einstæöra uggu fjölskylduumhverfi. Báðir foreldrar bera ábyrgð á uppeldi bamsins en ríkjum ber að styðja foreldrana og leggja sitt af mörk- um til umönnunar barnsins. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í bamasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samtökin Barnaheill standa þessa dagana fyrir kynn- ingarátaki á sáttmálanum. Sam- tökin skora á íslensk stjórnvöld að löggilda barnasáttmálann hið fyrsta. Fulltrúar Bamaheilla heimsækja fjölmarga vinnustaði daglega til að kynna sáttmálann og stöbu bama hér á landi. Samkvæmt barnasáttmálanum eru börn allt fólk í heiminum yngra en 18 ára. í sáttmálanum segir að öll börn skuli hafa sama rétt. Sáttmálinn leggur þær skyldur á herbar aöildaríkjum sáttmálans að sjá til þess að réttindum barna sé framfylgt bæði í eigin landi og meö alþjóðlegu samstarfi þar sem efni hrökkva ekki til. Samkvæmt sáttmálanum eiga börn rétt á báðum foreldrum sín- um og til að alast upp í öruggu fjölskylduumhverfi. Börn sem ekki alast upp hjá báðum foreldrum eiga samt rétt á ab umgangast þá báða reglulega. í samræmi við þetta bera báðir foreldrar ábyrgð á uppeldi barnsins en ríkin eiga að styðja foreldrana og leggja sitt af mörkum til umönnunar bamsins. Börn eiga, samkvæmt sáttmálan- um, rétt á vernd gegn líkamlegu og andlegu ofbeldi og gegn van- foreldra sé einnig fábreyttari en hjá börnum giftra foreldra. Barnaheill telja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af flutningi grunnskólans frá ríki til sveitarfé- laga. Þau segja fullkomna óvissu ríkja um fyrirkomulag sérfræði- og sálfræðiþjónustu í grunnskóla sveitarfélaganna. Þau benda á að sérkennsluþörf sé vaxandi en 22% nemenda í grunnskólum Reykjavíkur þrufa nú á sér- kennslu að halda. Samtökin telja nauösynlegt að bæta þá þjónustu sem veitt er innan skólakerfisins. rækslu. Einnig er kveðið á um að fötluð börn eigi rétt á fullgildu og mannsæmandi lífi, þ.m.t. sérstakri umönnun, menntun og heilsu- gæslu. Öll börn eiga rétt á heilsugæslu og hjúkrun, skólagöngu, leik, hvíld og frístundum auk menningarlegra og Iistrænna starfa sem samræmast aldri barnsins. Sáttmálinn kveður sérstaklega á um að börn flóttamanna eigi rétt á vernd og stuðningi. Jafnframt eiga börn sem tilheyra minnihlutahóp- um rétt á eigin menningu, trú og móðurmáli. Sýningin ORÐ TIL ÞROSKA, norskar barna- og unglingabæk- ur, er umferðarsýning sem hald- in verður í íslenskum almenn- ingsbókasöfnum að frumkvæði norska menningarmálaráðuneyt- isins en sýningin opnar nk. mánudag í Borgarbókasafni Reykjavíkur. Á sýningunni verður úrval ný- legra norskra barnabókmennta en í tengsium við hana efnir Norræna húsiö til námsþings í samstarfi við norsku Bókasafnastofnunina. Námsþingið hefst kl. 14 í Nor- ræna húsinu laugardaginn 4. nóv. en þá spjallar norski rithöfundur- Þá vilja samtökin að meiri áhersla sé lögð á sveigjaneleika í skólastarfinu. Efla þurfi hlut verklegrar kennslu og mynda mismunandi fullgildar leiðir út úr gunnskólanum. Barnaheill benda einnig á að stjórnvöld standi ekki við það ákvæði barnasáttmálans sem snýr að börnum sem tilheyra minnihlutahópum. Mikill mis- brestur sé t.d. á því að nýbúa- börn fái kennslu í móöurmáli sínu. -GBK í sáttmálanum er einnig kveðið á um rétt barna á vernd gegn arðráni og vinnuánauö, ólöglegri notkun eiturlyfja, kynferðislegu ofbeldi og gegn því að vera neydd til vændis eða aðildar að klámiönaði. Börn sem hafa orðið fórnarlömb ofbeldis og misnotkunar eiga rétt á líkam- legri og andlegri umönnun og fé- lagslegri endurhæfingu. í síðustu grein sáttmálans skuld- binda aðildarríki hans sig til að veita fullorðnum og börnum vitn- eskju um ákvarðanir og meginregl- ur sáttmálans. inn Torill Thorstad Hauger um verk sín. Árið 1994 hlaut hann barnabókaverðlaun Norðurlanda- ráðs en fjórar bóka hans hafa verið þýddar á íslensku. í þeim skrifar Torill um víkingatímann. Torill hyggst beina máli sínu til allra barna yfir 10 ára aldri, að vísu á norsku en orð hans verða túlkuð á íslensku. Kl. 15 heldur Arne Marius Samuelsen, lektor við lýöháskól- ann í Telemark, erindi sem hann nefnir Norskar myndabækur - gleði og áskorun - líka fyrir fullorðna. Aðgangur að námsþinginu er ókeypis og ekki er nauðsynlegt að tilkynna þátttöku fyrirfram. ■ Barnasáttmáli S.Þ. kveöur á um rétt barna sem tilheyra minnihlutahópum: Eiga rétt á eigin menn- ingu og móburmáli Böm eiga rétt á að alast upp í ör- -GBK Norsk barnabókakynning á íslandi: Torill Thorstad Hauger heldur erindi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.