Tíminn - 04.11.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.11.1995, Blaðsíða 4
4 <§fint§t9$i Laugardagur 4. nóvember 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb ílausasölu 150 kr. m/vsk. Húsbóndavald þarfasta þjónsins Á fundum borgarstjóra meb íbúum hinna ýmsu borgarhluta kemur í ljós ab fólk telur umferbarþunga í og vib íbúbahverfi vera illþolandi. Óhófleg bílanotkun og hrabakstur meb til- heyrandi hávabamengun er til ama, og þar bætist vib slysa- hættan sem íbúar verba ab búa vib. Fyrir nokkru kvartabi einn borgarfulltrúa yfir þrúgandi bí- laumferb, sem hvarvetna gerir íbúum og öbrum vegfarendum lífib leitt. Þetta er í algjörri andstöðu vib þá stefnu borgaryfir- valda fyrr og síbar ab libka hvarvetna fyrir bílaumferb og gera hana greibari og skilvirkari. í erlendum stórborgum og minni bæjum er farib ab taka upp þveröfuga stefnu og farið er með skipulegum hætti ab hamla gegn óhóflegri bílaumferb og torvelda ökumönnum að geysast um þröngar götur og íbúbahverfi á manndrápshraða. Stofnub hafa verib samtök borga, sem hafa þab ab markmiði ab draga stórlega úr bílaumferb meb þab fyrir augum ab gera þéttbýlissvæbin byggilegri og fegra mannlífib. Sannleikurinn er sá ab bílaáþjánin er komin út í slíkar öfgar, ab einkabíllinn og fáránleg ofnotkun hans er ab gera heilu borgirnar óbyggilegar mannfólki. Mannvirki eins og margra akreina breibgötur skera borgirnar sundur þvers og kruss og hverfin verða ab einangrubum eyjum. Illmögulegt er að komast um vibskiptahverfin, gangandi eba akandi, nema þar sem forsjálar bæjarstjórnir hafa bægt bí- laumferbinni frá göngugötum og víða heilum gönguhverfum þar sem viðskipti og mannlíf blómstrar. Enn er ótalinn sá skaðvaldur, sem kann ab rústa heilu stór- borgirnar þar sem ekkert er ab gert. Þab er mengunin. Hún tærir byggingar og mannvirki hvers konar og hefur vægt sagt vond áhrif á heilsufar og lífslíkur þeirra sem bíllinn á að þjóna. Samtökin gegn bílum í borgum stefna ekki að því ab útrýma bílum úr þéttbýli, heldur að draga úr notkun þeirra og leitast vib ab koma á einhverju skynsamlegu skipulagi í umferbar- málum. Borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjórnir annarra þéttbýlis- staba hljóta ab fara ab opna augun fyrir því í hvers konar óefni stefnir meb endalausu bíladekri og þeirri asnalegu og kostnab- arsömu vibleitni að vera sífellt ab greiba götu bíla á kostnab fólks. Hagsmunir íbúa Reykjavíkur eba annars þéttbýlis felast ekki í ab þrengja sífellt ab fólki og þrúga það meb æbisgengnum og taugaveiklubum akstri um hrabbrautir. Aksturslag flestra öku- manna er þannig, ab þab er eins og að líf liggi vib ab þeir kom- ist á sem allra skemmstum tíma milli áfangastaba. Og yfir- völdin leggja allt í sölurnar til ab æsa vitleysingana meb meiri, betri og skilvirkari umferbarmannvirkjum. Og skattborgarar og tryggingafélög borga. Skipulag, sem tekur tillit til fólks, og brúklegar almennings- samgöngur hljóta að verba markmib til ab stefna ab, þegar þar kemur ab dýrkeypt einkabílastefnan hlýtur ab láta í minni pokann. Ef borgir án bíla eiga ekki framtíb fyrir sér, eiga bílaborgirn- ar það ekki heldur. Hér er því ekki fleiri kosta völ og er eins gott að borgaryfirvöld átti sig á því fyrr en síðar. Kvartanir íbúanna á hverfafundunum ættu ab ná eyrum borgarstjóra ekki síbur en heimtufrekja fótafúnu vesaling- anna, sem halda ab þeim sé um megn ab yfirgefa dýru leik- föngin sín, sem draga nibur lífskjörin meira en almennt fæst viburkennt. Birgir Guömundsson: Mjúkur og haröur klósettpappír Einhver sérkennilegasti umræbu- fundur sem undirritabur hefur set- ib, var húsfundur á stúdentagarbi vib Essexháskóla í Austur-Anglíu veturinn 1977-1978. Örlögin höfðu hagab málum þannig ab leigjendur á görbunum, (sem voru háir og miklir turnar á skólalóðinni), áttu ab fá hluta leigunnar endurgreidd- an, sem þó var ekki meira en svo ab varla tók því ab skipta upphæbinni á milli manna. Fundurinn snerist semsé um hvað ætti að gera við þessi pens og pund sem garðbúar í sameiningu áttu. Einhver hafði komið meb tillögu um ab haldib yrði partý og peningarnir notabir til að niburgreiba veigamar í íbúana. Merkilegasta tillagan, og sú sem varb ofan á á endanum, snerist hins vegar um það ab keyptur yrbi „mjúkur klósettpappír" á öll salerni í byggingunni á meban fjármagnið entist. Þessi tillaga féll í mjög góban jarbveg hjá miklum meirihluta stúdentanna, enda sú tegund kló- settpappírs sem skólinn skaffaði, harbur og einna líkastur smjör- pappír. Tillagan fékkst þó ekki samþykkt umræðu- eða átakalaust, enda þó nokkrir íbúanna vanir smjörpapp- ímum og töldu mjúkan klósett- pappír fráleitt brubl. Sérstaklega minnisstæba ræbu hélt verkamannssonur frá Manc- hester, Paul Yates, sem taldi fráleitt ab sólunda sameiginlegum sjóbum námsmanna í hlaba undir rassinn á forderkrubum pempíum. Nær væri ab kaupa fyrir þá eitthvab skynsam- legt, t.d. bjór. Paul þessi (sem nú mun vera orbinn skatteftirlitsmab- ur í Bretaveldi) varb undir og mjúk- ur klósettpapír var keyptur handa „fordekrubu pempíunum". Klósettpappír oq Ráðhús Á þeim tæpu tuttugu árum sem libin eru síban þessi hitafundur var haldinn hefur sá sem þetta ritar oft brosab ab þessari uppákomu. Aldrei reis ágreiningur milli íbúa út af öbrum sameiginlegum málum þennan vetur og afar sjaldgæft hlýt- ur ab vera ab í samfélagi fólks rísi ekki ágreinngur út af merkilegri málum en hvort klósettpappír eigi ab vera mjúkur eba harbur og vax- kenndur. En í Reykjavík í dag virbist stjóm- málabaráttan þó vera ansi nálægt þessu klósettpappírsstigi. Stjórnar- andstaba Sjálfstæbisflokksins minnir óneitanlega á málflutning verkamannssonarins og skatt- heimtumannsins frá Manchester á stúdentagarbi í Essex fyrir 20 ár- um. Málin sem ágreinngur er gerb- ur um eru einfaldlega þess eblis ab þab kæmi hreint ekki á óvart þó næsta sprengiefni gagnrýni og hneykslunar hjá sjálfstæbismönn- um væri ab R- listaflokkarnir heföu keypt mjúkan klósettpappír eöa jafnvel blómóttan á salernin í Ráö- húsinu. Sjálfstæöismenn eru þegar komnir inn á babherbergiö hjá embætti borgarstjóra. Þar stynja þeir af pólitísku harölífi yfir því aö keypt hafi verib hárblásari, sjampó, meik og maskari í búningsklefann sem hannabur hafbi verib til fata- skipta og veislubúnings fyrir þenn- an æösta embættismann borgar- innar. Oddviti stjómarandstööunn- ar taldi þaö einmitt „afar sérkenni- legt" ab í sérstöku búningsherbergi kvenborgarstjóra væru til staöar slíkar snyrtivörur. Er oddvitinn þó bæbi kvæntur maöur og ólst upp í hópi systra. Velta boröum víxlara En auk þess ab hneykslast á snyrtivörum í búningsklefa borgar- stjórans hefur Sjálfstæbisflokkurinn kvatt sér hljóbs á grundvelli rétt- trúnaöar í þjóökirkjunni og viljaö úthýsa svokallaöri „borgaralegri fermingu" út úr Ráöhúsinu. Ástæb- una segja þeir vera aö hugtakib „ferming" sé kristiö hugtak. Hrein- trúarstefna Sjálfstæöismanna er slík aö engu er saman aö jafna nema e.t.v. hræsni þjóbkirkjunnar sjálfrar sem lætur svo lítib aö samþykkja meö þögn sinni oröskýringar Sjálf- stæöisflokksins um ab þab sé stór- mál ab orbiö „ferming" sé notaö um borgaralega fermingu. Þab væru ný tíöindi á Vesturlöndum ef Ráb- hús eru talin slíkur helgidómur aö stjórnmálamenn þurfi ab velta þar um borbum víxlara í heilagri vand- lætingu. Á sama tíma er hvers kyns nýaldarkukl og spíritísmi boöiö vel- komib inn í sjálfar kirkjur landsins. Þab er kannski tímanna tákn ab postuli tiltekins strangtrúnaöar og gamall skólabróöir oddvita stjórn- arandstöbunnar í borgarstjórn, sjálfur forstöbumabur Fíladelfíu I tímans rás Smámálin Þegar öll þessi hin stóru pólitísku upphlaup stjórnarandstöbunnar í Reykjavík eru skoöuö kemur í ljós ab þau eru næstum öll út af ein- hverjum smáatriöum, sem skipta svo litlu máli aö þau flokkast undir ab vera fáfengileg. Undantekning frá því er þó helst sú viöleitni and- stööunnar ab gagnrýna skattahækk- anir og fargjaldahækkanir hjá SVR. Ekki einu sinni á þessum vettvangi hefur sjálfstæöismönnum þó tekist ab tefla fram uppbyggjandi mál- flutningi. Beittasta gagnrýnin á SVR hækkunina hefur komib úr röbum R-listafólks sjálfs en gagnrýnin á holræsagjaldib og fjármálastöbu borgarinnar hefur einkennst af upphrópunum. Og þó upphrópanir geti verib ágætar þarf aö undir- byggja þær svo aö eitthvert gagn sé ab þeim. Þá undirbyggingu hefur hins vegar skort. Þaö dugar einfald- lega ekki ab hamra endalaust á því aö staöan hjá öbrum sveitarfélög- um sé líka slæm eins og sjálfstæöis- menn hafa gert — slíkt bætir ekki fjárhagsstöbu Reykjavíkur. Því mib- Hafliöi Kristinsson, segir í spurn- ingu Tímans í gær ab hann telji ekki nema sjálfsagt ab Rábhúsib sé opiö öllum svo framarlega sem sömu reglur gildi fyrir alla. Frelsispostular Sjálfstæöisflokksins telja slíkt hins vegar daöur vib villutrú. Myndir á vegg í Höfba Hin skyndilega umhyggja fyrir kristindómnum veröur því nánast jafn hjákátleg og sú mikla reyk- sprengja sem varpab var fram í sumar um þaö hvort málverk af Bjarna heitnum Benediktssyni ætti ab hanga á einhverjum tilteknum staö í Höföa eöa hvort helgispjöll hafi veriö unnin meb því aö endur- skipuleggja uppstillingar á mál- verkasafni borgarinnar. Eflaust heföi stjórnarandstaöan í Reykjavík sett fram hástemmda kröfu um ab kosningum yröi flýtt vegna yfirg- engilegrar misbeitingar valds, ef hinar borgaralegu fermingar heföu farib fram í Höfba, þar sem búib var ab færa til málverk af fyrrum for- manni Sjálfstæöisflokksins. Svo ekki sé talaö um ef vel snyrtur borg- arstjóri meb blásiö hár væri viö- staddur eftir aö hafa haft fataskipti í búningsklefa embættisins í Ráöhús- inu! Af öbrum pólitískum stórmálum sem áberandi hafa veriö hjá sjálf- stæöismönnum muna flestir eftir hótunum vegna rábningar Helgu Jónsdóttur í stöbu borgarritara og nú fyrir skömmu mikla útreikninga um aö feröakostnaöur borgarstjór- ans hafi aukist á einhverju sérvöldu tímabili, en þó er viburkennt ab feröakostnaöur og risna hafi snar- lækkaö í heild sinni. Ljós í myrkrl En kannski er ljós í myrkrinu. í Staksteinum Moggans í vikunni var vitnab í Flokksfréttir Sjálfstæöis- manna vegna þess ab þar höfbu birtst talsverb tíbindi: Árni Sigfús- son bobabi þar ab „nútímaleg stjórnun sjálfstæöismanna muni leysa skattastefnu R-listans af hólmi." í þessum Flokkstíbindum segir Árni ab endurmeta þurfi hlut- verk og starfsemi borgarinnar og „á eftir slíkri skoöun fylgir krafan um aukna hagkvæmni í rekstri, fyrir- hyggju og nákvæma útfærslu á kostnaöaráhrifum einstakra aö- geröa, ábyrga starfsmanna- og stjórnendastefnu og fjárhagsáætlun til minnnst 10 ára sem yröi endur- skoöuö á tveggja ára fresti. í kjölfar- ib myndi fylgja bætt þjónusta og lækkun skatta." Þetta hljómar vissulega vel og er raunar í allt öbrum gæöaflokki en kristnibob Árna í Rábhúsinu, inn- anhússarkitektúr hans í Höfba eöa vörutalningin á snyrtiboröinu í búningsklefa borgarstjórans. Eng- inn er fullkominn, ekki einu sinni R-listinn og því er fagnabarefni ef sjálfstæöismenn ætla aö skipta um gír í stjórnarandstööunni. Lyklakippan Hin „nútímalega stjórnun sjálf- stæöismanna" er vonandi annab og meira en enn einn „lykill" á allt of lítiö notaöa lyklakippu Árna Sigfús- sonar frá því í kosningabaráttunni. Stór og merkileg mál eru á hinni pólitísku dagskrá í Reykjavík og löngu kominn tími á aö rífa sig frá þrætubók hins mjúka og harba kló- settpappírs. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.