Tíminn - 21.11.1995, Síða 6
6
Þri&judagur 21. nóvember 1995
Veiöistjórn á úthafskarfa og norsk- íslenska síldar-
stofninum á ársfundi NEAFC í London:
Reynt til þraut-
ar að semja um
úthafskarfann
Á ársfundi Norftaustur-Atlants-
hafs fiskveibinefndarinnar, NE-
AFC í London í sl. viku náðist
ekki samkomulag um skiptingu
vei&iheimilda úr úthafskarfa-
stofninum á Reykjaneshrygg. A5-
ildarjjjóbirnar voru hinsvegar
sammála um ab reyna til þrautar
a& ná samkomulagi um vei&arnar
á&ur en næsta vertíö hefst í vor.
Þá voru skiptar skobanir á fund-
inum um hvert hlutverk NEAFC
ætti a& vera í sambandi við stjórn
vei5a úr norsk-íslenska síldar-
stofninum.
Á fundinum lög&u fulltrúar ís-
lands og Danmerkur fram sameign-
lega tillögu um ákvörðun heildar-
afla úr úthafskarfastofninum og
skiptingu hans. Samkvæmt-því yrði
hlutur íslendinga 58.698 tonn af
150 þúsund tonna leyfilegum
heildarafla á næstu vertíð, en hlut-
ur Grænlands og Færeyinga samtals
56.847 tonn. Tillagan byggðist m.a.
á dreifingu stofnsins á milli lög-
sagna íslands og Grænlands og út-
hafsins, veibi úr stofninum á liðn-
um árum, hversu einstaka þjóðir
eru háðar veiðum, vísindaframlagi
þjóða og fleiri atriðum. Þá var gert
ráb fyrir því að Evrópusambandið
Fréttayfirlit í tölvupósti til
hagsbóta fyrir landa er-
lendis:
Glóðvolgar
fréttir beint
inn á tölvuna
Fréttayfirlit dagsins berst
nú frá Miblun hf. í sam-
vinnu við Fréttastofu út-
varps beint inn á tölvur
þeirra sem hafa internet-
tengingu.
Yfirlitinu er dreift á hverju
kvöldi inn á netföng áskrif-
enda, innanlands sem utan,
og kostar ekkert til 1. febrúar
næstkomandi. Einnig er
hægt ab ná fréttapakkanum
á öðrum netum, til dæmis
X.400. Nú þegar eru komnir
á annað hundrað áskrifend-
ur, flestir búsettir erlendis.
Sýnishorn af fréttayfirlit-
inu er á heimasíðu Miölun-
ar, . http://www.midl-
un.is/fjolmidlavakt-in/ruv
eba á heimasíðu Skímu sem
er http/www.skima.is/ym-
isl/ruv.htm. Þeir sem óska
eftir ókeypis áskrift geta sent
tölvupóst gegnum internet-
ib. -JBP
fengi 6.241 tonn í sinn hiut, Norð-
menn 4.010 tonn, Rússar 17.441
tonn og aörar þjóðir skiptu með sér
6.763 tonnum.
Auk þess lagði sendinefnd Rússa
fram tillögu um skiptingu veiba úr
úthafskarfastofninum. I þeirri til-
lögu var strandveibiríkjum ætlaður
mun minni hlutur en kveöið var á
um í tillögu íslands og Danmerkur.
Á fundinum var ákvebið að halda
sérstakan samningafund um úthaf-
skarfaveiðamar í janúar nk. auk
þess sem stefnt er ab aukafundi í
NEAFCímars 1996.
í umræðum um norsk-íslenska
síldarstofninn var mikið rætt um
það hvaða vettvangur væri eblileg-
astur til að fjalla um stjórn þeirra
veiða og sýnist sitt hverjum í þeim
efnum. Af hálfu íslensku sendi-
nefndarinnar var lögð þung áhersla
á ab samtök strandríkjaanna fjög-
urra, þ.e. íslands, Færeyja, Noregs
og Rússlands, ættu að bera ábyrgð á
mikilvægustu ákvörbunum um
veiöistjóm úr stofninum. En þessi
fjögur ríki hafa ákveðib ab halda
áfram samræmingaraðgerðum um
stjórn stofnsins á fundi sem veröur
haldinn í Færeyjum um miðjan
næsta mánuð.
Á ársfundinum var hinsvegar
ákveðið að ræða það sérstaklega á
fundi í janúar nk. hvaba hlutverki
NEAFC hefur að gegna varðandi
norsk- íslenska síldarstofninn. Sá
fundur kann hugsanlega að leiba til
þess ab ákvaröanir um síldveiðarnar
verði teknar á'aukafundi fiskveibi-
nefndarinnar í mars n.k.
Á ársfundinum í London voru
sendinefndir frá íslandi, Danmörku
vegna Grænlands og Færeyinga,
Noregi, Rússlandi, Evrópusam-
bandinu og Póllandi.
-grh
jörgen Þór Þráinsson, framkvæmdastjóri ísiandskosta, á skrifstofu sinni.
Tímamynd: GS
Meö forriti sem heldur utan um rekstur mötuneyta má ná miklum sparnabi:
10 gr af kjöti geta
kostað 27 milljónir
Hægt er ab ná verulegri hag-
ræðingu í rekstri flestra stórra
mötuneyta með réttum
vinnubrögðum. Skráning
gagna með forritinu Hb-kost-
ur sem var hannað fyrir fyrir-
tækib íslandskost er ein leiðin
til þess.
Fyrirtækiö íslandskostur hef-
ur starfað frá árinu 1993. Fyrir-
tækiö sérhæfir sig í ráögjöf í
rekstri stórra mötuneyta. Bæöi
einkafyrirtæki og ríkisstofnanir
hafa leitað ráðgjafar hjá fyrir-
tækinu og hefur í flestum tilfell-
um komib í ljós að hægt er ab
hagræbi í rekstri svo um munar.
Jörgen Þór Þráinsson, fram-
kvæmdastjóri og einn aðaleig-
anda íslandskosts, segir aö þab
fyrsta sem hann spyrji um, þeg-
ar hann taki aö sér aö ráðleggja
um rekstur mötuneytis, séu
stæröirnar sem verið sé að vinna
með. Þ.e. hversu margar máltíð-
ir séu framleiddar á ári og
hversu mikið hráefni fari í þær?
Hversu margir hafi borðað í
mötuneytinu hvern mánaðar-
dag ársins og klukkan hvað?
Hann segir að í mörgum tilfell-
um komi í ljós að menn hafi aö-
eins óljósa hugmynd um svarið
vib þessum lykilspurningum.
Islandskostur hefur í sam-
vinnu.við fyrirtækiö Hugbúnað
hf. hannaö forrit sem á að auð-
velda yfirmönnum mötuneyta
Úrskuröarnefnd um meint kvótamisferli Nýlundu hf. í Kópavogi:
Fiskistofa tapar máli
vegna formgalla
Úrskuröarnefnd hefur fellt úr
gildi kærban úrskurb Fiski-
stofu á hendur Nýlundu hf.,
eigenda Fiskbúbarinnar okkar
í Kópavogi, vegna meints
kvótarrisferlis. I úrskurbi
nefndarinnar er kærunni vís-
ab til Fiskistofu til nýrrar
mebferbar og ákvörbunar
álagningar vegna tæknilegra
Þverbrotin markmið
Fjölmennur fundur í Verkalýbsfé-
lagi Húsavíkur, sem haldinn var
sl. fimmtudag, skorar á launa-
nefndina ab segja nú þegar upp
gildandi kjarasamningum.
„Komist launanefndin ekki aö
þeirri niðurstöðu ab samningsfor-
sendur séu brostnar, samþykkir
fundurinn að veita stjórn og trún-
abarmannaráði félagsins heimild til
að segja upp samningum, þannig
að þeir verði lausir um næstu ára-
mót," segir í harðorðri ályktun
fundarins.
Þar kemur einnig fram að vib-
semjendur verkalýðshreyfingarinn-
ar hafa þverbrotib markmið febrú-
arsamninganna og því þurfi samn-
ingarnir endurskoðunar vib. Mót-
mælt er meintum áformum til
kjaraskerðingar í frumvarpi til fjár-
laga fyrir næsta ár og hvatt til sam-
stöðu launafólks til að hnekkja mis-
réttinu. -grh
galla í mebferb málsins af
hálfu Fiskistofu, þ.e. „ekki
hefur verið gætt réttra að-
ferða," eins og segir í úrskurði
nefndarinnar.
Þetta mál kom upp sl. mars
þegar starfsmenn Fiskistofu
unnu aö athugun á útflutnings-
framleiðslu Fiskverkunar Hauks
Bjarnasonar í Keflavík. Þá kom í
ljós að hann hafði keypt nokk-
urt magn af óverkuðum eða
léttsöltuðum þorskflökum af
Nýlundu hf. í Kópavogi. Ástæða
þótti að kanna málið frekar
vegna þess að Nýlunda hafði
ekki vinnsluleyfi.
Vib nánari athugun starfs-
manna Fiskistofu þótti sýnt að
misræmi væri á innvegnum
þorskafla Nýlundu hf. og seld-
um þorskafurðum. Þar sem eng-
ar skýringar fengust á þessu mis-
ræmi af hálfu Nýlundu hf. sendi
Fiskistofa fyrirtækinu bréf í maí
sl. þar sem því var tilkynnt um
álagningu uppá tæpar tvær mi-
Ijónir kr. vegna ólögmæts sjáv-
arafla. Þessu undi eigandi Ný-
lundu ekki og kærði lögmaður
hans álagninguna. Hann lagði
einnig fram tvær nótur þar sem
fram kom að Nýlunda hafði
keypt þorsk af „Sérsjóði áhafnar
Lóms HF".
í niðurstöðu úrskuröarnefnd-
arinnar kemur m.a. fram að um-
ræddir. reikningar skýra ekki
hvar allur þorskaflinn var feng-
inn auk þess sem það dregur úr
trúverðugleika þeirra að þeir eru
gefnir út í tilefni málsins en ekki
þegar umrædd viðskipti fóru
fram. Þar fyrir utan hefur Ný-
lunda hf. ekki gefið aðrar full-
nægjandi skýringar á uppruna
þess þorsks sem umræddar af-
urðir voru unnar úr og því telst
aflinn ólögmætur. En nótur Ný-
lundu sýndu undirmálsþorsk en
flökin sem unnin voru hjá Fisk-
verkun Hauks Bjarnasonar voru
af fiski sem var vel yfir máli.
-grh
ab hafa þessar upplýsingar á
takteinum og auðvelda þannig
reksturinn. í forritiö er hægt að
skrá eigin uppskriftir, þar er
hægt að sjá næringargildi
þeirra, magn hvers hráefnis og
verð þess. Hægt er á auðveldan
hátt að sjá hvað það kostar eða
sparar mikið að breyta út af
uppskriftinni og láta tölvuna
prenta fyrir sig innkaupalista. í
mötuneytum sem nota forritið
hafa viðskiptavinirnir sérstök
kort og um leið og greitt er fyrir
máltíð skráist hvað keypt var og
klukkan hvab. Þannig fást ná-
kvæmar upplýsingar um allan
reksturinn. Upplýsingarnar eru
síöan nýttar til að skipuleggja
innkaup og matseðlagerö jafn-
vel ár fram í tímann.
Jörgen leggur áherslu á að
ekki sé allt fengið með því að
huga aö hagkvæmni í innkaup-
um. Einnig beri að líta á aðra
rekstrarþætti svo sem starfs-
mannahald. Jafnframt verði að
huga að því hvernig ná megi
sparnaöi við skömmtun á diska.
Hann nefnir hið opinbera sem
dæmi. Hjá hinu opinbera eru
framleiddir rúmlega 4,5 millj-
ónir hádegisverba á ári. Þegar
magniö er svo mikið er margt
smátt fljótt að gera eitt stórt. 10
gr til eða frá af kjöti sem kostar
600 krónur kílóiö muna t.d. 27
milljónum króna.
Þegar rætt er um rekstur
mötuneyta þýðir samt ekki ein-
göngu að huga ab verði hráefn-
isins, aö sögn Jörgens. Maturinn
þarf að vera næringarríkur og
síöast en ekki síst lystugur. Jörg-
en segir að menn vilji stundum
gleyma því síðastnefnda sem
skili sér þá e.t.v. í því ab færri
borða í mötuneytinu en ella.
Þannig sé nauðsynlegt að líta á
rekstur mötuneyta og eldhúsa í
heild sinni. Sparnaður á einu
sviöi geti þýtt aukin útgjöld á
öðru sviði. Á spítala geti fæðan
t.d. haft áhrif á þörf fyrir lyfja-
gjöf og sparnaður í innkaupum
á einu hráefni geti skilaö sér í
auknum innkaupum á öðru. Til
að koma í veg fyrir slíkan
„sparnað" sé skráning gagna
lykilatriöi. -GBK