Tíminn - 21.11.1995, Síða 10
10
Þri&judagur 21. nóvember 1995
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
UTLOND
Forsetakosningarnar í Póllandi:
Kwasniewski vann
Clinton og Bandaríkjaþing komust ab brábabirgba-
samkomulagi:
Hafa mánub til ab
semja um framhaldib
Varsjá — Reuter
Alexander Kwasniewski bar
sigur úr býtum í forsetakosn-
ingunum í Póllandi sem fram
fóru á sunnudag. Þegar taln-
ingu var að mestu lokið í gær
hafði Kwasniewski fengið tæp
52% atkvæða en Lech Walesa,
frelsishetja Pólverja sem verið
hefur forseti landsins frá því
1990, hafði hlotið rúm 48%.
Þrír ráðherrar í ríkisstjórn-
inni, sem höfðu notið stuðn-
ings Walesa, sögðu af sér emb-
ættum þegar ljóst var að Wa-
lesa hefði borið lægri hlut. Þab
eru varnarmálaráðherrann, ut-
anríkisráðherrann og innanrík-
isráðherrann.
Ósigurinn hlýtur að teljast
töluvert áfall fyrir Walesa, enda
þótt að Kwasniewski sé vart lík-
legur til að breyta um stefnu í
efnahagsmálum landsins svo
neinu nemi.
Fyrir flesta Pólverja táknar
ósigur Walesas e.t.v. endalok
tímabils sem hefur haft mikib
tilfinningalegt gildi fyrir þá, en
sumir þeirra þykjast þó sjá al-
varlegri blikur á lofti. „Þessi sig-
ur táknar ekki aðeins ósigur
frambjóbanda görnlu and-
kommúnísku stjórnarandstöð-
unnar," skrifar Adam Michnik,
fyrrverandi félagi Walesa.
„Þetta er táknræn endurkoma
þess anda sem ríkir meðal arf-
taka einræðisskipulagsins."
Hann sagði hins vegar að Wa-
lesa hefði hlotib sömu örlög og
Winston Churchill: „Hann
vann stríðið og tapabi síðan í
kosningum."
í kosningabaráttunni gerði
Walesa þab öllum ljóst að hann
hefði engu gleymt, og kallaði
Kwasniewski „bolsévíka" hve-
nær sem tækifæri gafst. En svo
virðist sem meirihluti Pólverja
hafi komist að þeirri niður-
stöðu að baráttunni gegn
kommúnismanum sé lokið og
endanlegur sigur hafi unnist.
Kwasniewski hefur ennfrem-
ur boðað sættir og fullyrt að all-
ar stjórnmálahreyfingar ættu
að taka þátt í að móta framtíð
Póllands. „Verkefni okkar er
aðeins hægt að hrinda í fram-
kvæmd ef vib störfum öll sam-
an," sagði hann.
Washington — Reuter
Yfir 700.000 ríkisstarfsmenn í
Bandaríkjunum sneru aftur til
vinnu í gær eftir að Bill Clinton
forseti og þingið höfðu náð
bráðasamkomulagi sem bindur
endi á sex daga fjársvelti ríkis-
stofnana. Clinton féllst á að
fjárlagahallanum yrði útrýmt á
sjö árum í staðinn fyrir 10, en
Repúblikanar féllust í staðinn á
það að fjármagn til heilsugæslu,
menntamála og fleiri mála yrði
ekki skoriö niður jafn gífurlega
og þeir höfðu stefnt að.
Samkomulagið byggir á því að
ríkisstofnunum sé veitt fjár-
magn til þess að halda úti
óskertri starfsemi til 15. desem-
ber nk., þannig að Clinton og
Repúblikanar geti notað tímann
í þennan tæpa mánuð til þess
að koma sér saman um sjö ára
fjárhagsáætlun þar sem lagðar
verða línurnar um skatta og út-
gjöld ríkisins fyrir þetta tímabil.
Clinton lýsti raunar efasemd-
um sínum um að unnt reyndist
að útrýma fjárlagahallanum á
sjö árum, en hann taldi að til
þess þyrfti 10 ár. Hann lagði
hins vegar á það áherslu að nú
fyrst væri hægt að fara að hefja
alvöru samningaviðræöur um
langtíma fjárhagsáætlunina.
Fannst frosin í
ísnum eftir 501
ár
Lík Inkastúlku fannst í sumar á toppi fjallsins Ampato í Perú í S-Ameríku.
Þykir fundur stúlkunnar geysilega merkilegur og talib er ab hann gefi
frcebimönnum miklar upplýsingar um fórnarathafnir hinna fornu Inka.
Argentínskir fornleifafrœbingar fundu þennan Inkadreng, sem fórnab hef-
ur verib gubunum, í7.000 metra hæb íAndesfjöllum.
Eldgos geta haft hræðilegar af-
leiðingar í för með sér fyrir þá
sem búa í nálægð viö eldfjöll.
En til eru jákvæðar hliðar á
þeim líka. Árið 1993 hófst
mikiö gos í eldfjallinu Caban-
conde í Perú. Fjallið jós heitri
ösku yfir nálægt fjall, Ampato
og varð þetta til þess að íshetta
þess bráðnaði. í sumar sem
leið fór mannfræöingurinn
John Reinhard ásamt perúsk-
um félaga sínum í könnunar-
ferb upp á Ampato og bjugg-
ust þeir ekki við neinu sér-
stöku. En þegar á toppinn var
komið, í rúmlega 6200 metra
hæð, blasti við þeim sjón sem
þeir gleyma aldrei. Heit askan
hafði brætt íslag ofan af ein-
stökum fornminjum; þarna
uppi lá frosið og fullkomlega
varðveitt lík Inkastúlku í gröf
sem talin er vera a.m.k. 500
ára gömul. Einnig fundust tvö
önnur lík: stúlka, um 10-12
ára gömul og óþekkjanlegt lík,
sennilega 12-14 áia. Bæbi
þessi voru í mun verra ásig-
komulagi en hið fyrstnefnda.
Fórn til handa
Fjallagubinum
Reinhard telur ab stúlkunni,
sem hann kallar „Juanita",
hafi verib fórnað Fjallagubin-
um til dýrðar og að hún hafi
verið á bilinu 12-14 ára gömul
þegar fórnin fór fram. Margs-
konar hlutir fundist einnig á
sama stab og stúlkan, m.a.
fjaðrir, bein og leirmunir. Sjálf
var Juanita í fósturstellingu
þegar hún fannst, en hún er
ellefti einstaklingurinn úr röb-
um Inka sem finnst og er talið
ab hafi verið fórnað. Það sem
gerir fundinn svo merkilegan
er ab hún fannst frosin og
þessvegna er hún mjög vel
geymd og heil. Flest líkanna
sem fundist hafa, hafa verib
frostþurrkuð, en þannig geym-
ast þau ekki eins vel.
Staðsetning og aðstæðurnar
þar sem hún fannst þykja
einnig mjög merkilegar, þar
sem fórnarstaðurinn er mjög
heill og gefur þetta Reinhard
mjög góðar hugmyndir um
þær athafnir sem hafa farið
fram við fórnina. Þeir hafi
m.a. fundið mikið af grasi á
staðnum, sem talið er ab hafi
verið borið upp á lamadýrum
og notað til þess ab mynda
göngustíg að fórnarstaðnum,
einskonar „rauðan dregil".
Fórnaö undir
áhrifum
Juanita fannst brosandi á
fórnarstaðnum. Það rennir
stobum undir þá skoðun Rein-
hard ab henni hafi verið gefið
áfengi áður en henni var fórn-
aö og fórnin hafið farið þann-
ig fram að stúlkan hafi senni-
lega verið grafin lifandi. Lík-
legt er talið að hin tvö hafi
verið kyrkt eða rotuð áður en
þau voru grafin, þar sem engin
sjáanleg lýti hafi verið á þeim.
Talið er að fórnir hafi verið
mjög algengar meðal Inka, þó
ekki mannfórnir, þeim hafi
aballega verið beitt þegar mik-
il áföll dundu yfir samfélagið,
t.d. uppskerubrestur eða mikl-
ir þurrkar.
Reinhard bendir á að til þess
að „gera klárt" fyrir þessa til-
teknu fórn hafi Inkarnir þurft
að klifra alla þá leið sem hann
fór og það hafi abeins verið
hægt að því gefnu að nálæg
eldfjöll hafi gosið fyrst. Og
hann telur að í augum Ink-
anna hafi fjöllin ekki aðeins
verið heimili guðanna, heldur
verið raunverulegir guðir, sem
gátu sent allskyns óáran yfir
íbúana: snjóflób, grjóthrun og
fleira. Þessvegna hafi Inkarnir
brugðið á það ráð að fórna
börnum þegar mikib lá við,
ekki bara lamadýrum, en al-
gengt var ab slíkum dýrum
væri fórnað daglega.
Sex milljóna veldi
Talið er að veldi Inkanna,
sem náði hámarki sínu á 15.
öldinni hafi veriö samsett úr
um 100 smáríkjum á svæði
sem nú er strandlengja Chile,
en þab hafi einnig teygt sig
inn í Argentínu, Bólivíu, Ekva-
dor og Perú, þar sem stærstur
hluti þess var. Þegar mest var
er talið ab þetta hafi verib 6
milljón manna samélag. Sá
sem stjórnaði veldinu var ein-
valdurinn Inka og var hann
talinn vera sonur sólarinnar.
Margt bendir til þess að leið-
togarnir hafi verið umburðar-
Fórnab á altari gubanna; júanita
var unglingur þegar henni var
fórnab til ab friba Fjallagubinn.
Hún fannst ótrúlega heil eftir ab
hafa legib í ís í um 500 árá toppi
Ampato fjallsins í Perú. Fundur
hennar þykir mjög merkilegur og á
mögulega eftir ab veita mikla inn-
sýn íheim Inkanna.
lyndir, leyft menningarlega
fjölbreytni og heimastjórn
svæða. Veldi Inkanna leið sem
kunnugt er undir lok á 16. öld
með innrás Spánverja.
En meö þessum nýjasta
fundi vonast fræðimenn til
þess að geta komist að enn
frekari vitneskju um samfélag
Inkanna, bæði menningar-
lega, félagslega og stjórnmála-
lega. Öll líkin sem fundust í
sumar eru nú geymd í frysti og
bíða frekari rannsókna, m.a.
DNA rannsóknar, en meb
henni vonast vísindamenn-
irnir til þess aö geta sagt til um
það hvaða S-Ameríkuþjóðir
eru skyldastar Inkunum.
G.H.Á
Byggt á Newsweek
Evrópusambandib:
Refsiabgeröir
á Nígeriu
Brussel — Reuter
Utanríkisráðherrar Evrópu-
sambandsins samþykktu á
fundi sínum í gær refsiaðgerð-
ir á Nígeríu vegna lífláts
mannréttindafrömuðanna
níu. Meðal annars verður al-
gjört vopnasölubann á Níger-
íu, auk þess sem erfiðara verb-
ur fyrir nígeríska herforingja
og fjölskyldur þeirra að fá
vegabréfsáritanir. Rábherrarn-
ir sögðust enn fremur vera að
ræða enn frekari refsiaðgerðir
gegn Nígeríu. ■