Tíminn - 21.11.1995, Qupperneq 11

Tíminn - 21.11.1995, Qupperneq 11
Þri&judagur 21. nóvember 1995 11 Helgistund í Hallgrímskirkju Fimmtudagstónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands 16. nóv- ember voru haldnir í Hallgríms- kirkju og helgaöir tregafullri tónlist. Kirkjan var þétt setin og tónleikarnir voru afar áhrifa- mikiir — þessir tónleikar heföu tæplega gengiö í Háskólabíói. Fyrst á efnisskrá var Maureri- sche Trauermusik K.477 eftir Mozart, tregaljóö eftir tvo látna frímúrara fyrir sjö blásturshljóð- færi og strengi. Mozart var áhugasamur frímúrari, eins og oft hefur komiö fram, og stund- um hefur því meira aö segja ver- iö haldiö fram að sú árátta hafi oröiö honum aö aldurtila: Sum- ir töldu aö frímúrarar hafi eitrað fyrir hann í refsingarskyni fyrir Sigrún Hjálmtýsdóttir. TONLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON einhverjar „uppljóstranir" um regluna í Töfraflautunni, en aörir hafa bent á að Mozart kunni aö hafa smitast af mann- skæöri umgangspest á frímúr- arasamkomu þar sem hann frumflutti Frímúrarakantötuna K.623 tuttugu dögum fyrir and- lát sitt. En hvað um þaö: þessi tónlist er mjög falleg og hátíö- leg og naut sín vel þarna í kirkj- unni. Næst fluttu Helga Þórarins- dóttir og strengjasveit „Lac- hrymae" (Tár) fyrir víólu og strengi op. 48 eftir Benjamin Britten (1913-76), sem hann samdi fyrir lágfiölarann Willi- am Primrose áriö 1950. 'I'ón- leikaskrá hefur þaö úr endur- minningum Pnmroses aö „Lac- hrymae" sé röö af snilldarleg- um, frumlegum og hugvitssamlegum tilbrigðum viö sönglagaflokk með sama nafni eftir John Dowland (1563- 1626), byggðum á ljóöaflokki eftir óþekkta höfunda. Sextán árum síðar umskrifaöi Britten píanópartinn fyrir strengjasveit, og þannig var verkiö flutt nú. Viö fyrstu heyrn virðist þetta verk fremur brotakennt, en ein- söngsrödd víólunnar heldur því þó aö mestu saman. Flutningur Helgu var látlaus og virðulegur eins og sæmdi. Óbóleikur Alltaf eru að koma nýir og nýir, ungir og sprenglærðir tónlistar- menn fram á sjónarsviðiö og auðga menningarlífið í höfuðborginni, enda iíður nú varla tónleikalaus dagur eða kvöld. Tveir slíkir komu fram á Háskólatónleikum 15. nóv- ember, Eydís Franzdóttir og Bryn- hildur Ásgeirsdóttir, og fluttu þrjú verk fyrir óbó og píanó: Rómönsu nr. 2 op. 94 eftir Schumann, Til- brigði eftir Britten, og Sónötu op. 166 eftir Saint-Saens. Tónleikagest- um þótti þessi stund með þeim stöllum sérlega skemmtileg, tónlist- in góð og leikurinn frísklegur. Um rómönsu Schumanns segir í tón- leikaskrá að hún sé ein þriggja slíkra og séu þær mikilvægustu tónsmíðar sem skrifaðar voru fyrir óbó á róm- antíska tímabilinu. Þetta er fallegt lítið stykki og vafalaust vel samið fyrir hljóðfærin. Mun viðameiri eru „Temporal Variations" eftir Britten, bálkur níu tilbrigða sem saminn var í skugga hrynjandi Evrópu í lok árs 1936. Verkið var frumflutt þá, en lá síðan óhreyft í tæpa hálfa öld uns það var flutt aftur 1980, og sjálfsagt oft síö- an. Viss óhugur er yfir þessari tón- list, tilbrigðin Mars, Vals eða Polka eru hálf- afskræmd afbrigði af þess- um danstöktum, svo dæmi sé tekið.. En sannlega á verkið erindi á tón- leika vegna eigin verðleika, jafnvel Eydís Franzdóttir. þótt pólitísku innihaldi eða tilurð á vondum tímum væri gleymt. Síðust var svo Sónata Saint-Saéns frá 1921, síðasta æviári tónskálds- ins. Sónatan er mjög áheyrileg og sögð vel samin fyrir óbóiö. En það er til marks um að mikið verk sé að vinna fyrir unga óbóleikara, aö maður skuli ekki hafa heyrt neitt þessara þriggja verka fyrr. Eins og fyrr sagöi voru þetta hinir ánægjulegustu tónleikar og flutn- ingur þeirra Eydísar og Brynhildar fjörlegur og vandaður. ■ FELAGSMALARAÐUNEYTIÐ m Starfsmenntasjó&ur Félagsmálaráöuneytið auglýsir hér meö opinn fund starfs- menntaráös sem haldinn veröur miðvikudaginn 22. nóvember nk., kl. 16.00, í Borgartúni 6. Á fundinum verður fjallaö um úthlutun styrkja úr starfsmennta- sjóöi vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu skv. lögum nr. 19/1992. Félagsmálaráöuneytiö, 17. nóvember 1995. Helga Þórarinsdóttir. Síöust á efnisskrá var Sinfónía nr. 3 eftir pólska tónskáldiö Henryk M. Górecki (f. 1933), sem byggð er á þremur kvæöum sem Sigrún Hjálmtýsdóttir 'söng. Fyrirsagnir kaflanna þriggja eru Lento, Lento e largo, og Lento — nánast hægt, hæg- ar, hægast. Þaö þvkja firn mikil með þetta langa og hægferðuga verk hvílíkum vinsældum þaö hefur náö á Vesturlöndum, plat- an var á metsölulista í Bretlandi í marga mánuði, o.s.frv. En verkiö er sannarlega mjög áhrifamikiö, a.m.k. þegar jafn- vel tekst til meö flutninginn og nú varö: Sigrún söng fagurlega ofan af orgelloftinu, kirkjan tók hæfilega undir hiö sérkennilega spil hljómsveitarinnar og kvæö- in í þýöingu Gunnars Egilson í skránni juku enn á áhrifin. Þessi sinfónía Góreckis minn- ir ekki lítið á annað austan- tjalds-tónskáld, hinn armenska Johann Sebastian Bach að nafni Komítas. Staöreyndin er auövit- aö sú, aö í 75 ár skiptist Evrópa í tvo heima sem hvor þróaðist í sína átt, og þar eystra gerðust ýmis mikilvæg listræn tíöindi sem ekkert fréttist af vestan- tjalds, nema þá í formi fáeinna virtúósa sem komu vestur ýmist alkomnir eða sem gestir. Því get- ur meira en veriö aö þarna reyn- ist vera gjöfull brunnur til aö ausa úr, ekki síðri en sá brunnur eldri tónlistar sem sagan var bú- in að dæma léttvæga og mjög hefur verið sótt í á seinni árum. Eins og fyrr sagði voru þetta afar hátíölegir og vel heppnaðir tónleikar, þar sem umgjörö Hallgrímskirkju hæföi vel anda tónlistarinnar. Osmo Vánská stjórnaði af mikilli snilld — þótt nú styttist ískyggilega í veru hans hér, ber aö fagna því sér- staklega aö viö skulum hafa not- iö starfskrafta svo prýöilegs listamanns í þrjú ár. CEISL/VPMSKAR Eymakonfekt úr smiðju FÍH Elly Vilhjálms, Raggi Bjarna og Egill Ólafsson Stórsveit Reykjavíkur jazzís Dreifing: Japis „Loksins, loksins," segja djass- áhugamenn og fagna aö vonum fyrsta geisladisk Stórsveitar Reykja- víkur, sem einnig er sá fyrsti sinnar tegundar sem gefinn hefur verið út hér á landi með alvöru „big bandi". Stjómandi sveitarinnar er Snæ- björn Jónsson, en alls eru 19 tón- listarmenn í sveitinni. Þessu tii við- bótar koma þrír stórsöngvarar við sögu, þau Elly Vilhjálms, Ragnar Bjarnason og Egill Ólafsson. Geislaplötuna prýða alls 14 lög og þar af tvö frumsamin eftir Stefán S. Stefánsson. Ekki er annað að heyra en að vel hafi tekist til með hljóðritun plötunnar í hljóðveri FÍH, enda er hún mjög áheyrileg og ljóst að tónlistarmennirnir hafa haft mikla ánægju af því sem þeir voru að gera. Hljómlistarmennirnir eru blanda af eldri og yngri hljóð- færaleikurum undir styrkri stjórn Snæbjarnar Jónssonar. Þótt hljóðfæraleikurinn sé góður, er þáttur söngvaranna ekki síðri og setja þeir sinn persónulega blæ á plötuna. Raggi Bjarna ræðst t.d. ekki á garðinn þar sem hann er Sæhjórn M»s>n» s:>nn.-u Sr0RSVT.IT HEVKJAVÍKliR l.llv \ ilhjalms. Raggi Rjunu og l.gil! Oluls lægstur og syngur með tilþrifum gamla Sinatra-smelli eins og My Way og New York, New York, auk þess að syngja dúett með Agli Ólafs- syni í laginu „Einungis fyrir djass" eftir Stefán S. Sjálfur syngur F.gill eitt lag eftir Duke Ellington, „It don’t mean a thing if it ain’t got that swing". Ótalinn er þó hlutur . Elly Vilhjálms, sem syngur eins og engill klassíska lagiö „The more ! see you" og „Almost like being in love". Útgefandi plötunnar er Jazzís, en Japis dreifir. Upptökustjórn og um- sjón með útgáfunni haföi Pétur Grétarsson, en forsíðumyndir.a teiknaöi sjálfur Árni Elfar. -grli Cleöigjafinn André Bachmann meö nýja geislaplötu, Til þín: Ljúf og þægileg tónlist Gleðigjafinn André Bachmann hef- ur sent frá sér sína fyrstu geislaplötu sem ber heitið Til þín. A plötunni eru alls 13 lög og m.a. Only You, Sunny Side of the Street, Amor, Qu- ando Quando, Keep on Running, More og öll hin iögin. Platan er eins og aðdáendur André þekkja hann: ljúf, þægileg og kemur beint frá hjartanu. Þessi út- gáfa er án efa hvalreki fyrir hina fjölmörgu aðdáendur sem André á um land allt, enda sannur gleðigjafi þar á ferð. Af einstökum hljóöfæra- leikurum er þáttur Rúnar Georgs- sonar á saxófón og flautu einna at- hyglisverðastur, enda er þar á ferð- inni tónlistarmaður sem mætti að ósekju láta meira í sér heyra. Hinn þekkti tónlistarmaður Carl Möller á tvö lög á plötunni, en titil- lag plötunnar og texti er eftir sjálfan gleðigjafann. Allir aðrir textar eru eftir þúsundþjalasmiðinn Þorstein Eggertsson, að undanskildum tveimur sem eru eftir Sigurö Einars- son. Hljóðupptökur fóru fram í Stúdíó Stöðin undir stjórn þeirra Ásgeirs Jónssonar og Axels Einarssonar, en Tómas Tómasson hljóðblandaöi. Carl Möller og Þórir Úlfarsson sáu um útsetningar og hljómborðsleik. Aðrir hljóðfæraleikarar á plötunni eru þeir Gunnar Bernburg á bassa, Ásgeir Óskarsson á trommur, Hörð- ur Friðþjófsson á gítar og Rúnar Ge- orgsson leikur á saxófón og flautu. André Bachmann gefur plötuna út, Japis sér um dreifingu, en bassa- leikarinn góðkunni Finnbogi Kjart- ansson hannaði plötuumslagið. -grh „Rótvirkar" fyrir bömin Ómar Ragnarsson syngur fyrir börnin (safnpiata) Spor1995 Hér er á ferðinni aö stofni til endurútgáfa af 14 ára gamalli safnplötu frá SG-hljómplötum. Sú safnplata var samansafn laga sem Ómar haföi sungið inn á ýmsar litlar plötur í gegnum tíö- ina. Á þessari nýju útgáfu eru þó þrjú Iög, sem ekki voru á safn- plötunni, og hljómur hefur ver- ið endurbættur. Alls eru á plöt- unni 16 lög og fylgja textarnir meö í textabæklingi. Vinsældir Ómars hjá börnum landsins voru gífurlegar þegar hann var aö syngja þessi lög inn á litlar plötur fyrir meira en ald- arfjórðungi og vinsældir hans voru engu minni þegar safn- platan kom fyrst út fyrir 14 ár- um. Augljóst er, eftir aö hafa fylgst með börnum hlusta á þennan disk, að vinsældir Ómars éru engu minni í dag. Hann „rótvirkar" fyrir börnin í dag, ekki síður en hann geröi með sömu lögum á foreldra þeirra á sínum tíma. Lögin á þessari plötu henta krökkum frá þetta 2-3 ára og fram á unglingsár, þó þau yngri kunni trúlega betur aö meta þau. Þetta á ekki síst viö um Iög þar sem sögö er saga sem er nán- ast leikin eins og til dæmis í „Lok lok og læs" eöa „Ég er aö baka". Þessi geisladiskur með Ómari er einn af þeim diskum sem lík- legt er aö foreldrar endi meö því aö fela um skeiö fyrir krökkun- um, vegna þess aö börnin vilja heyra þá aftur og aftur og aftur ... og aftur! -BG

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.