Tíminn - 22.11.1995, Qupperneq 4

Tíminn - 22.11.1995, Qupperneq 4
4 Miövikudagur 22. nóvember 1995 Hu@tíí®« STOFNA£5UR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Cuðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Sjálfhelda Langflestir flugumferðarstjórar munu hætta störf- um um áramót. Þeir hafa sagt upp og auglýst eftir atvinnu erlendis. Uppsagnirnar eru vegna óánægju með launakjör og einnig telja þeir vinnu- álag óeðlilega mikið og að flugöryggi stafi hætta af. Sú undarlega staða er uppi að samninganefnd ríkins hefur staðið í viðræðum um launakjör og breytingar á starfsháttum við starfsmenn flug- málastjórnar sem eru að hætta störfum eftir rúm- an mánuð, eða um áramótin næstkomandi. Nú er slitnað upp úr viðtölum launanefnda rík- is og flugumferðarstjóra og ber svo mikið á milli að enginn grundvöllur er fyrir að halda samning- um áfram. Enda er vafasamt að samninganefnd á vegum ríkisins hafi um neitt að semja við fólk sem er á leið út af vinnustöðum sínum og láta af störf- um innan skamms. Það væri nær að endurnýja ráðningasamninga og fara svo að ræða um kjör og starfstilhögun. Nema að gengið sé út frá því sem vísu að takist kjarasamningar muni ráðningarsamningur fylgja. En engar viðræður eru fyrirsjáanlegar og segir formaður samninganefndar ríkisins að kröfur flug- umferðarstjóra gefi ekki tilefni til að um þær sé rætt af neinni alvöru. Er því augljóst að þeir muni ganga út af vinnustöðum sínum um áramótin, hvaða þýðingu sem það kann aö hafa fyrir flugör- yggi á Norður-Atlantshafi. Flugumferðarstjórar hafa lengi kvartað yfir óheyrilegu vinnuálagi og yfirvinnu sem er svo mikil og þreytandi að ekki sé sæmilegt í svo ábyrgðarmiklu starfi. Samt er það svo að stéttin er að miklu leyti lokuð og komast þar færri að en vilja. Það eru ekki síst starfandi flugumferðarstjór- ar sem varna fjölgun í stéttinni. Hér skýtur því skökku við, að takmarka fjölda starfsmanna og að kvarta svo yfir óeðlilega löng- um vinnutíma og hættulegu vinnuálagi. Sé það rétt að flugumferð stafi ógn af óðlilega miklu vinnuálagi hlýtur það að vera krafa yfir- stjórnar samgöngumála og flugfélaga að fjölgað sé verulega í röðum flugumferðarstjóra og að vinnu- tími og starfsálag sé miðað við að þreki þeirra og hæfni sé ekki ofboðið. Annað er ekki sæmilegt. Hvað við tekur eftir að flugumferðarstjórar hætta störfum er ekki vitað enn sem komið er, en tæpast leggjast flugsamgöngur af þótt svo fari, enda hafa ekki allir sagt upp og svo hlýtur sá möguleiki að vera fyrir hendi ab ráða annað fólk í stöðurnar. Ekki verður þá um nein verkfallsbrot að ræða, þar sem um er að ræða uppsagnir en ekki verkfall. Flugumferðarstjórar vilja fá sömu laun og flug- stjórar og segjast bera álíka ábyrgð og þeir. Hér er gamalkunn samanburbarfræði á ferð og líkast til rétt af flugumferbarstjórum að reyna, enda hefur svona samanburöur reynst sumum stéttum vel. En hvernig á að gera kjarasamninga við fólk sem er að hætta störfum er vandamál sem báðar launa- nefndirnar standa frammi fyrir og hafa raunar gef- ist upp á að leysa. Og þar við situr. Konunglegur gleraugnaskortur Garra létti viö það að sjá í sjón- varpinu sínu í fýrrakvöld að eng- inn þjóðkjörinn þjóðhöfðingi var í brúðkaupsveislu Jóakims og Alexöndru. Að vísu sást til danska forsætisráðherrans við eitt veisluborðanna, en að öðru leyti var lítiö um almúgafólk sem ekki hafði blátt blóð í æöum. Þessi almenna fjarvera þjóð- kjörinna þjóðhöfðingja bjargaði íslendingum frá algjömm bömmer yfir því aö íslenska for- setanum var ekki boðið. Þaö er ekki von að Danir átti sig á því, eftir að hafa verið svo lengi í burtu, að íslendingar hta svona hvursdags ekki á frú Vigdísi sem þjóðkjörinn embættismann, hún er miklu frekar hin þjóð- kjörna íslenska drottning. Þess vegna finnst okkur þegnum hennar að hún eigi að sjálfsögðu að vera boðin í brúðkaup með öðru skandinavísku kóngafólki. Landsmenn vilja einfaldlega hafa þaö besta úr báöum heirn- um, konungsdæminu og lýð- veldinu. Veruleiki lýbveldisins En veruleikinn bankar semsé alltaf annaö slagið uppá og minnir á aö viö erum ekki kon- ungsveldi lengur, heldur bara lýöveldi, sem er jú ágætt á 17. júní, þó það sé fúlt þegar hefðar- fólkið heldur brúðkaup. En þó svo að Vigdísi væri ekki boðið, lét Garri sig hafa það að fylgjast með athöfninni í ríkis- sjónvarpinu. Og vegna þess að í Þjóðarsálinni, sem og vítt og breitt um þjóðfélagiö, hafa menn verið að hugleiða hvað ís- lendingar gætu gefið brúðhjón- unum vill Garri leggja nokkuð til málanna í þeim efnum. Garri er nefnilega alveg sammála því að það hafi verið fullkomlega full- nægjandi að senda brúðhjónun- um skeyti, enda varð ekki annað séð en þau hafi allt til alls og van- GARRI hagi ekki um neitt sérstakt. Þannig lá fyrir að þau vantaöi hnífapör, en Kaupmannahafnar- borg var búin að kaupa handa þeim ansans ári huggulegt sett, þannig að ekki kemur til greina að gefa fleiri hnífapör. Ekki hefur frést að þau væru að safna neinu sérstöku stelli, þannig að að fara að gefa þeim inn í mávastellið eða kornblómið væri ákaflega ómarkvisst. Helst hefði komið til greina að gefa þeim gjafabréf í Kosta Boda, Tékkkristal eða jafn- vel einhverri húsgagnaverslun, en þaö heföi líka verið ómark- visst, því það væri svo snúið fyrir þau að nálgast vörurnar. Einfald- ast og látlausast var því að senda þeim einfaldlega skeyti meö heillaóskum, eins og forsetinn okkar og gerði. Gjöf handa Margréti Hitt er svo annað mál hvort þjóbin ætti ekki að skjóta saman í gjöf handa Margréti Danadrott- ingu í tilefni af brúðkaupinu og öllum hátíðarhöldunum. Þannig gætu íslendingar svo sannarlega markað sér sérstöðu meöal þjóö- anna svo eftir verði munað — og það gæti jafnvel leitt til þess að forsetanum okkar (hver sem þab nú verður) verði boðiö í brúð- kaupsveisluna hjá Friöriki krón- prinsi, þegar þar að kemur. Það er líka miKlu nær aö færa Margréti gjafir, því hún stendur okkur miklu nær heldur en Jóakim prins gerir nokkurntíma. Og það sem er mest um vert, er ab það verður aubvelt að færa Dana- drottningu gjöf sem kemur henni að gagni. í sjónvarpinu kom nefnilega greinilega fram aö hana vantar lesgleraugu sem passa. Þegar hún setti upp gler- augun til ab halda ræðu, vom þau alltaf að detta af henni, þannig að áhorfendur áttu fullt í fangi meb ab einbeita sér að því sem hún sagöi, allir voru að bíða eftir því að gleraugun dyttu af nefinu á henni. Að vísu tókst henni ab leysa málib með því að reigja höfuðib upp móti himni, þannig að gleraugun hölluöu að andlitinu á henni. Áhorfendur þurftu fyrir vikið aö sætta sig við að horfa á barkakýlið á drottn- ingunni, rétt eins og Margrét Frí- mannsdóttir varð að gera þegar hún kom í vibtal til Hjörleifs Guttormssonar, þáverandi iön- aðarráðherra. Það væri verðugt hlutverk íslensku þjóbarinnar að eyða þessum konunglega gler- augnaskorti. Garri Hetjusögur af útflutningi Ávallt hvílir einhver ævintýra- ljómi yfir útflutningi frá íslandi og þeir sem annast söluna drýgja hetjudáö hverju sinni sem þeim tekst ab selja á erlenda markaði. Aftur á móti þykja innflytjendur mestu viðsjárgripir og er heildsali skammaryrði í fjölda skáldverka og í tali manna á meöal. Enda var starfsheitið lagt niður og innflytj- endur vöru vilja láta kalla sig stórkaupmenn. Þaö starfsheiti er þó hvergi notaö nema í upphöfn- um hátíðartóni. Að flytja inn vöru krefst ekki annars en einhverrar þekkingar á heimamarkaði og starfsfólks sem kann aö fylla út tollskjöl. Svo er miklu betra að verða sér úti um útlenda vörulista og skilja boð- skap þeirra. Enda skipta heildsal- ar þúsundum og síöast þegar talning fór fram voru töskuheild- salar 1250 talsins, það er aö segja innflytjendur sem stunduðu greinina sem ígripavinnu eöa úr eldhúskróknum heima hjá sér. Orkusölukappar Útflytjendur eru aðeins örfáir enda krefst sú starfsgrein aðeins meiri viðskiptaþekkingar og freistar því ekki margra. En í gegnum tíðina hefur útflytjend- um tekist að sveipa sig skikkju töframanna sem framkvæma þaö ömögulega. Útvörp og blöö skýra frá afar spennandi samningaviöræöum um sölu á fiskafuröum hér og hver um heiminn. Alltaf tekst okkar mönnum aö ná viöunandi samningum að lokum og bjarga þjóöarhag um sinn. Þjóösögur af fisksölum hafa vikið fyrir hetjusögum af köpp- um orkusölunnar sem herja á stórfyrirtæki úti í heimi að versla við okkur og eru þar margir stór- sigrar í augsýn. En ein er sú framleibslugrein sem aldrei tekst að læra á erlenda markaöi og lítill hetjubragur er á sölumennsku Iandbúnaðaraf- uröa. Það eru helst þeir sem selja hross á fæti sem kunna aö hrósa sér fyrir útflutning og nú er verið að vekja vonir um að brundur úr stóðhestum geti oröiö arðvæn- legur útflutningsatvinnuvegur. Á víbavangi Kjötsalar viröast vera eins og afvelta sauöir þegar þeir reyna aö hasla sér völl á erlendum mörk- uöum og botna aldrei í því af hverju þeir útlensku fúlsa vib hnútum og mör, sem er svo dæmalaust gott í okkar heims- frægu ketsúpu. Sífellt er verið aö vekja vonir um ab eftirspurnin sé á næsta leiti og aö b’rátt muni heilu skips- farmarnir af dilkakjöti lenda á út- lendum matborðum. Allt í gjaldþrot En þegar vonir loks vakna um að búið sé að finna upp galdra- menn sem geta selt íslenskar landbúnaörvörur erlendis eru at- vinnugreinarnar aö komast á vonarvöl. Loödýraeldiö var sett á fót af miklu offorsi og er búiö að rúin- era fjölda bænda. Þegar lokst er búið að aölaga þaö markaöi eru allir þeir sem komiö hafa nærri skuldum hlaðnir eins og skratt- inn skömmunum og vafasamt er hvort tekst aö bjarga bændum og dýrum til ab njóta betri markaös- aðstæðna. Matgæðingur í New York kynnti íslenskt dilkakjöt að sín- um hætti fyrir nokkrum vikum. Kaupmaður í Reykjavík skildi sinn vitjunartíma og hefur ekki við aö afgreiða pantanir á úrvals- kjöti vestur um haf. Galdurinn felst í því aö selja kjötið eins og kaupendurnir vilja fá þaö en ekki eins og seljendunum þóknast aö láta þaö frá sér fara. Svo einfalt er það. Hvort framhald verður á þess- um útflutningi er undir því kom- iö að hægt sé að halda markaðn- um og stækka hann meb því að hlusta eftir óskum viðskiptavin- anna og gefa útflutninginn full- komlega frjálsan. Fiskeldið er enn ein fram- leiöslugreinin sem skortur á þekkingu markaba kom á kaldan klaka. Ofboðið og ruglingurinn bauö öllum gjaldþrotunum heim og seiöasalan gat aldrei staöiö undir fjárfestingunum. Eftir- spurn fiskafuröa eykst hröðum skrefum og á fiskeldiö eftir aö standa undir neysluaukning- unni. Það hefur aldrei verið neinn galdur aö selja fisk frá íslandi, nema auðvitaö allan skítfiskinn sem alltaf fylgir meb. Kannski er lausnin sú aö setja allar fiskelsisstöðvar, sauöfjár- og loödýrabú endanlega á hausin og byrja á nýjan leik. Þá þarf líka sölumenn sem kunna sitt fag, eins og hetjur fisksölufyrirtækj- anna. OO

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.