Tíminn - 24.11.1995, Blaðsíða 11
Föstudagur 24. nóvember 1995
11
Æskumynd af frú Mörthu.
geisladiska."
„Hvernig var það fyrir ykkur
að vera í Þýskalandi á þessum
tíma?"
„Það var auðvitað mjög erf-
itt, en ég man nú lítið eftir
öðru en stríöslokunum, þegar
við misstum húsnæðið, og svo
heimferöinni 1946. Við feng-
um senda pakka meö Rauða
krossinum frá systkinum
pabba. Allt var skammtað, en
þannig fengum við stundum
mjólkurduft, dósamat og hlý
föt."
„Kom aldrei til greina að þið
fœruð frá Þýskalandi á stríðsár-
unum?"
„Jú, en það var ekki hægt.
Pabbi reyndi það að vísu, en
leyfi til þess fékkst ekki. Þar
við bættist að hann var á
samningi við óperuna og vildi
standa við hann. í Hamborg
skemmdist óperuhúsið í loft-
árás, svo sýningar lágu niðri.
Þá fékk pabbi fyrirmæli um að
mæta í aðra vinnu, við eitt-
hvað sem var alveg óskylt
söng eða þeim listrænu störf-
um sem hann var ráðinn til
viö óperuna. Hann hummaði
þetta fram af sér og fékk þá
viövörun í gegnum óperustjór-
ann án þess að meira yrði úr
því máli."
Jón Þórarinsson tónskáld
segir í grein sinni í vönduðum
bæklingi, sem fylgir útgáf-
unni, að á því leiki ekki vafi að
Einar Kristjánsson hafi verið
einn af fremstu og mest
metnu söngvurum í Þýska-
landi um og fyrir síðari heims-
styrjöldina. Síöan segir Jón:
„Um hann var talsvert skrif-
að í þýsk blöð til viöbótar öll-
um umsögnunum um söng
hans í óperuhúsunr og á tón-
leikasviöum. Hann var lista-
maður sem Þjóðverjar töldu
sér sóma aö og vildu gjarnan
eigna sér. En hann var Islend-
ingur, fór aldrei dult með það,
og hann stóðst allan þrýsting
sem hann var beittur til að
gerast þýskur ríkisborgari, og
þá líklega um leiö nasisti,
meðan allt lék í lyndi."
Áður en Einar fluttist ásamt
fjölskyldu sinni til Dannrerkur
1949, þar sem hann var á föst-
um samningi við Konunglega
leikhúsið í Kaupmannahöfn
um fjórtán ára skeið, söng
hann m.a. í Mílanó, Vínarborg
og Stokkhólmi. Eftir heim-
komuna til íslands 1946 hélt
Einar marga tónleika, og vitn-
ar Jón Þórarinsson í urnsögn
Páls ísólfssonar í Morgunblað-
inu um þá fyrstu: „Einar er
jafnvígur á allt, hann er snill-
ingur hins ljóðræna lags og
hann er óperusöngvari í besta
lagi. Þessir tónleikar voru ynd-
islegir og sjaldgæf nautn fyrir
þá sem sannri list unna."
Texti: Áslaug Ragnars
Lionsklúbburinn Njöröur 35 ára:
Sr. Gunnar Björnsson, Holti, Önundarfirbi, og Úlfar Eysteinsson, formabur
Njarbar.
hríð átt náið og gott samstarf við
Blindrafélagiö. Hann hefur m.a.
veitt fé til hljóðbókageröar og unn-
ið að útgáfu hljóðtímarits. Einu
sinni á ári er farin dagsferð með fé-
lögum Blindrafélagsins og einn af
fundum Njarðar er gjarnan hald-
inn hjá Blindrafélaginu ár hvert.
Klúbburinn hefur einnig sinnt um-
hverfismálum með landgræöslu-
skógum í Skorradal, styrkt Landa-
kotsspítala, Flugbjörgunarsveitina,
Sinfóníuhljómsveit ungs fólks á
Norðurlöndum (Orkester Norden)
o.m.fl.
Foreldrar í fararbroddi?
Er þaö svo? Fetar þú þessa braut
eða hvað?
Kaupir þú áfengi fyrir barniö
þitt? Ef svo er, hversvegna?
Gerir þú það af kærleika til
barnsins? Varla er það af illgirni,
eða hefur þú hreint ekki velt
málinu fyrir þér?
Hefur þú hugleitt aö þú ert
. ekki undanþeginn lögum og regl-
um þjóðfélagsins, að þú hefur
ekki rétt til að gera hvað sem þér
kann að detta í hug með barnið
þitt. Sum lög eru sett til að stuðla
að öryggi og heilbrigði barnsins
þíns. Þér ber aö fara eftir þeim í
uppeldi barnsins. Þú hefur ekki
leyfi til aö gefa barninu þínu
áfengi, en kannski hefur þú aldr-
ei hugsað út í það. Talið sjálfsagt
aö þú réðir.
Finnst þér sjálfsagt að ungling-
ar drekki áfengi? Líturðu á það
sem einskonar lögmál að svo
hljóti að vera? Ef svo er, staldr-
aðu þá aðeins við og hugsaðu
máliö.
Ert þú ef til vill líka einn af
þeim sem undrast hve ung börn-
in byrja að drekka? Heldur þú
jafnvel að öruggara sé að kaupa
sjálfur áfengiö, af því að þá vitir
þú hvað barnið þitt drekkur? Tel-
ur þú að þá komir þú í veg fyrir
að barnið þitt verði drykkjusjúk-
*sí
fl3
O:
<S
BS
sr
ÁTYLD
lingur eöa ánetjist öðrum vímu-
efnum? Eða hefur þú bara gert
eins og þú heldur að hinir geri,
eins og unglingurinn þinn segir
að hinir foreldrarnir geri? Ef svo
er, endurskoðaðu þá afstöðu þína
og hugleiddu hvort ekki séu önn-
ur ráð hollari.
Hverskonar framtíð óskar þú
barninu þínu og hvernig fyrir-
mynd ert þú? Þetta eru áleitnar
spurningar og ég óttast að alltof
margir hafi ekki velt þessu mikið
fyrir sér, bara gert það sem þægi-
legast er hverju sinni. Ekki nennt
að standa í þrasi við krakkann,
enda ómögulegt að kljást við
hann. Hinir gera þetta hvort sem
er líka á léttasta mátann!
En hvað urn framtíðina?
Getur þú hugsað þér aö í fram-
tíðinni veröi barnið þitt drykkju-
sjúklingur og þú getir ekki varist
þeirri hugsun að þú, einmitt þú,
foreldri hans, hafir gefið honum
fyrsta sopann? Hugsar þú aldrei
um að allt í kringum þig er að
finna fólk sem á einn eða annan
hátt hefur ánetjast Bakkusi, já ef
til vill þú líka?
Hefur þú ekki fylgst með bar-
áttu manna til að losna úr viðj-
um drykkjusýkinnar? Viltu
stuðla að því að barniö þitt þurfi
að ganga í gegnum þá baráttu?
Nei, þú berð eflaust mikinn
kærleika til barnsins þíns og ósk-
ar að það komist til eðlilegs
þroska og verði gæfusamt. Ekki
getur þú hugsað þér að þú eða
þínir verði valdir aö slysi. Að þú,
eða barnið þitt, akir ölvaður eða í
annarskonar vímu og verðir jafn-
vel öðrum að fjörtjóni.
Nei nei, auðvitað ekki. En samt
verða svo alltof mörg slys, vegna
þess að við, já alltof mörg okkar,
erum óábyrg og hiröum ekki um
lög og reglur, blásum á siðferði
og högum okkur bara eins og
okkur dettur í hug. Þetta eru stór
orð, en skelfileg og sorgleg slys,
sem hafa verið svo alltof mörg að
undanförnu, sýna okkur að ekki
er allt sem skyldi og sárin óbæt-
anleg sem þau skilja eftir.
Ábyrgðin er okkar allra, sem
byggjum þetta land. í hvaða far-
vegi eru uppeldismálin? Viö get-
um ekki sífellt afsakað okkur
með tímaskorti og streitu, það er
kominn tími til að stíga á brems-
urnar. Það þýðir heldur ekki aö
velta sér upp úr fortíðarvanda, en
byrjaðu núna og leggðu þitt af
mörkum til að við verðum gæfu-
söm þjóð, sem býr börnum sín-
um.framtíð í öryggi og kærleika
án vímu. ■
Gefur 500
þus. kr. til
Flateyrar
I tilefni 35 ára afmælis Lions-
klúbbsins Njaröar í Reykjavík var
ákveðið að veita kr. 500.000 til
styrktar Flateyringum. Á afmæl-
isfundi klúbbsins sl. fimmtudag
veitti Gunnar Björnsson, sóknar-
prestur á Flateyri, viðtöku bréfi
klúbbsins þessu til staðfestingar.
Ekki hefur enn verið ákveðið á
hvern hátt fénu verður varið, en
Njarðarfélagar hafa óskað eftir
ráðleggingum frá sóknarprestin-
um og heimamönnum í Lions-
klúbbi Önundarfjarðar. Fjár til
verkefnisins er m.a. aflað með
sölu á piparmyntum víða í
Reykjavík um þessar mundir.
Lionsklúbburinn Njörður hóf
starfsemi í apríl 1960 og hélt stofn-
skrárhátíð sína þann 29. október
sama ár, eða fyrir rétt rúmum 35
árum. Af 18 stofnfélögum eru 5
enn starfandi og veita hinum yngri
hvatningu í starfi. Öllum fyrrver-
andi formönnum klúbbsins, hvort
sem þeir eru enn starfandi eða
ekki, var boðið til afmælisfundar-
ins. Voru þar saman komnir, auk
núverandi félaga, 24 af 35 for-
mönnum klúbbsins í gegnum tíð-
ina.
Markmið Lionsklúbba er: Að
leggja lið. Lionsklúbburinn Njörð-
ur hefur haft þessi orð að leiðar-
ljósi í 35 ára starfi sínu. Hann hef-
ur unniö að ýmsum framfaramál-
um, einkum með því að ryðja
braut nýrri tækni í lækningum
með tækjagjöfum til ýmissa heil-
brigðisstofnana. Ber þar vafalaust
hæst stubning klúbbsins við Háls-,
nef- og eyrnadeild Borgarspítalans.
Verulegur hluti af tækjakosti deild-
arinnar er frá Njarðarfélögum kom-
inn. Þá hefur klúbburinn um langa
Formenn Njarbar í gegnum tíbina.
Katrín Eyjólfsdóttir:
/
A beinni braut til Bakkusar