Tíminn - 24.11.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.11.1995, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 24. nóvember 1995 Einar Kristjánsson — tenórinn sem Þjóð- verjar vildu eigna sér Þrír upprennandi tónlistarmenn á torginu fyrir framan Reichstag í Berlín. Frá vinstri: Guömundur Matthíasson organisti (faöir Guö- nýjar Guömundsdóttur konsert- meistara), Einar og Höskuldur Ól- afsson, lengi bankamaöur á Akur- eyri. Einar og Höskuldur voru samtímis viö nám í Vínarborg og leigöu sameiginlegt húsnœöi. Liiiui r\iisijurissuri (uririur iiu vinstri) í hlutverki Vogelgesangs í Meistarasöngvurunum eftir Wagner. Einar Kristjánsson óperu- söngvari er eitt af „stóru nöfn- unum" í íslenskri tónlistar- sögu og má Jpaö merkilegt heita, þar sem Islendingar áttu þess ekki kost aö fylgjast meö ferli hans nema aö litlu leyti. Frami Einars Kristjánssonar var skjótur, enda segir Einar B. Pálsson verkfræöingur frá því, í einni þriggja greina sem birt- ast meö útgáfunni, er þeir nafnar voru saman í sveit á Staöarstaö aö Einar hafi veriö þar forsöngvari viö messu og sungiö eins og engill, þá 14 ára. Átta árum síöar var Einar B. Pálsson viö hátíöarmessu í hirökirkjunni í Dresden, þar sem Einar Kristjánsson söng tenórhlutverkiö í C-dúr messu Beethovens. Meöal annarra einsöngvara var sú víöfræga Erna Berger og segir þaö sína sögu um velgengnl söngvar- ans, sem þá er aöeins 22ja ára. Einar fór fyrst til verslunar- náms í Vínarborg, en hélt til Dresdenar þegar honum bauöst styrkur til söngnáms þar. Þá var hann tvítugur aö aldri. Aö námi loknu var hann ráöinn viö Ríkisóperuna í Taliö frá vinstri: Einar B. Pálsson, verkfrœöingur og œskuvinur Einars Kristjánssonar, sem skrifar grein í bœkling sem fylgir útgáfunni, Þorsteinn Hannesson óperusöngvari sem er manna kunnugastur í upptökusafni Rík- isútvarpsins, og Pétur Urbancic, sonur dr. Victors, sem var mikill tónlistar- frömuöur hér á landi og lék oft undir hjá Einari Kristjánssyni. Myndin var tekin þegar útgáfunni var fylgt úr hlaöi í húsakynnum Ríkisútvarpsins á dögunum. Tímamynd CS Dresden og var ekki hér fyrr en eftir stríö. Þó kom hann hingaö í brúö- kaupsferö. Þaö var áriö 1936. Þá haföi Einar nýlega gengiö aö eiga Mörthu Papafoti, sem er af grískum og þýskum ætt- um. I íslandsheimsókninni hélt hann marga tónleika og var ákaft fagnaö. Síöan liöu tíu ár án þess aö rödd hans hljóm- aöi hér, en þá átti hann heim- ili sitt í Þýskalandi og starfaöi þar öll stríösárin. Þótt heimsstyrjöld geisaöi og daglegt líf fólksins væri allt úr skoröum sett, voru ítök óper- unnar svo sterk í þýskri þjóö- arsál aö allt kapp var lagt á aö halda óperusýningum áfram í landinu. Voru þess jafnvel dæmi aö óperur væru settar upp í rústum leikhúsa. Einar Kristjánsson tenór- söngvari var fastráöinn viö Ríkisóperuna í Dresden 1933- 36. Þá tók viö samningur viö Ríkisóperuna í Stuttgart á ár- unum 1936-38, en þaöan réöst hann til Borgaróperunnar í Duisburg og loks til Ríkisóper- unnar í Hamborg þar sem hann var samningsbundinn til 1946. Einar Kristjánsson kom fyrst fram á óperusviöi á íslandi í La Traviata í Þjóöleikhúsinu 1953 þar sem hann söng á móti sænsku Metropolitan- söng- konunni Hjördis Schymberg. Óperan var sýnd 26 sinnum viö mikinn fögnuö, en þremur árum síöar söng Einar í Kátu ekkjunni. Sýningar á henni uröu 28, eöa fleiri en á nokk- urri óperettu eöa söngleik í Þjóöleikhúsinu þar til My Fair Lady sló öll met 1962. Þar var Vala Kristjánsson í aöalhlut- verkinu, en sýningarnar uröu 68 aö tölu. „Viö Brynja systir mín erum báöar fæddar í Duisburg," seg- ir Vala, „en viö fluttumst til Hamborgar áriö 1942, þegar harka styrjaldarinnar var aö færast í aukana. Þar uröum viö fyrir sprengjuárás. Heimiliö okkar fór í rúst í apríl 1945, nokkrum vikum áöur en stríð- inu lauk, aö ööru leyti en því aö sá hluti hússins stóö uppi þar sem stofurnar voru. Þegar loftárásin var gerö, vorum viö komin niður í kjallara. Annars sæti ég ekki hér. Það tókst að bjarga nokkru af húsgögnum úr rústunum og einhverjum öörum persónulegum mun- um. Þar á meðal voru fáeinar hljómplötur meö hluta af því efni sem nú er komið á þessa „Ó, leyf mér þig aö leiöa ..." er titill nýrrar hljómdiskaút- gáfu frá Smekkleysu í sam- vinnu viö Ríkisútvarpið með söng Einars Kristjánssonar tenórsöngvara. Tilviljun hagar því svo ab diskarnir koma út einmitt um þær mundir er Einar Kristjánsson hefbi oröib 85 ára, en liann var fæddur 24. nóvember 1910 og Iést abeins 55 ára gamall. Einar hefbi því átt 85 ára afmæli í dag. Hljómplata meö 22 íslensk- um sönglögum í túlkun Einars kom út fyrir um tuttugu árum. Sú plata er löngu ófáanleg, en Vala Kristjánsson, dóttir lista- mannsins, sem haföi veg og vanda af undirbúningi þessar- ar nýju útgáfu, svo og Ás- mundur Jónsson af hálfu Smekkleysu, segir aö tilgang- urinn sé fyrst og fremst sá aö veita almenningi aögang aö sönglist Einars: „Þaö hefur verið mjög gam- an aö vinna að þessu og sann- arlega er þaö fyrirhafnarinnar virði. Þaö sem vakir fyrir mér, er einkum þaö að gefa nútíma- fólki kost á að þekkja Einar Kristjánsson. Rödd hans heyr- ist ekki nema endrum og eins, þegar hann syngur „síðasta lag fyrir fréttir", en ævistarf hans er hluti af menningararfi okk- ar. Þaö er kapítuli í íslenskri tónlistarsögu. Sú saga er mjög stutt og framan af var hún ekki fjölskrúðug, en viö verð- um aö hafa slíka þætti úr menningu okkar í heiðri. Okk- ur ber skylda til að varðveita þá, en ég hef rekið mig á að þaö er varla nema fólk sem er komiö á miðjan aldur eöa uppliföi hann, sem kannast viö Einar Kristjánsson," segir Vala. „Á þessum tveimur diskum eru alls 48 verk og þau eru af mjög margvíslegum toga: íslensk söng- lög, Ijóðasöngvar, óperuaríur og þœttir úr óratóríum. Hvað réð þessu vali?" „Það efni sem tiltækt var hér á íslandi. Upptökurnar eru aö mestu leyti úr safni Ríkisút- varpsins, en tildrögin voru þau aö ekki alls fyrir löngu fundust tvær gamlar plötur þar sem pabbi syngur 11 lög viö undirleik dr. Victors Ur- bancic. Þetta var tekið upp ár- iö 1950 og leikið í útvarpiö þá um jólin. Þetta eru íslensk lög, nokkrir ljóðasöngvar eftir Gri- eg, Strauss og Schubert, svo og nokkrar aríur. Þorsteinn Hannesson var meö þetta í Hljómplöturabbi um jólin fyr- ir tæpum fjórum árum og í framhaldi af því kviknaði sú hugmynd að gefa þetta út, í stað þess aö endurútgefa aö- eins íslensku sönglögin eins og til stóð. Þorsteinn á reyndar sinn stóra þátt í að undirbúa útgáfuna. Við teljum aö hér sé um aö ræða nokkurn veginn þaö sem til er af upptökum með Einari Kristjánssyni hér á íslandi og þetta efni hefur ekki abeins listrænt gildi, heldur einnig heimildagildi." Frú Martha Kristjánsson, ekkja Einars Kristjánssonar óperusöngvara, ásamt dcetrum sínum, Brynju (t.v.) og Völu (t.h.), í húsakynnum Ríkisút- varpsins daginn sem hljómdiskarnir komu út. Þœr mceögur eru allar bú- settar í Reykjavík. Tímamynd cs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.