Tíminn - 01.12.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.12.1995, Blaðsíða 5
Föstudagur 1. desember 1995 5 Miklavatn og Fljótaá í Fljótum Fljótaá, skammt neöan raforkuvers. Byggöarnafnið Fljót er réttnefni, þar sem sjávarlónið Miklavatn og Hópsvatn fylla gott rými lág- lendis sveitarinnar. Þá jók mannshöndin vatnsyfirborð dalsins þegar gerður var stíflu- garður í Stíflu, er myndaði uppi- stöðulónið Stífluvatn, 3,9 ferkm að flatarmáli, vegna orkufram- kvæmda. Þetta var umdeild framkvæmd á sínum tíma, þegar land 6-7 bújarða fór á kaf í vatn. Raforkuverið Skeiðfossvirkjun, sem Siglfirðingar reistu, er með fyrstu almenningsrafveitum hér á landi. Starfsemin hófst áriö 1945, en aflið var enn aukiö með umbótum 1976. Fyrir daga Skeiðfoss voru aðeins slíkar virkjanir við Elliðaár (1921), Ljósifoss í Sogi (1937), Laxá I í Þingeyjarsýslu (1939) og Garðsá VEIÐIMAL EINAR HANNESSON í Ólafsfirði (1943). Fljótaá á ós í Miklavatni um 6 km frá sjó, en efstu drög hennar eru í Hvarfdal og Klaufabrekkna- dal inn af Stífluvatni, í nágrenni Lágheiðar. Um hana liggur veg- urinn úr Fljótum til Ólafsfjarðar, sem kunnugt er. Áin var fyrir daga virkjunar 22 km að lengd, en frá stíflu við rafstöð eru 13 km til sjávar. Miklavatn er 6,6 ferkm aö stærð og heitir af- rennsli þess til sjávar Hraunaós og er vib Fljótavík, en mjótt san- drif, Hraunamöl, abskilur vatniö frá sjó. Myndir EH Fljótaá varb lax- • K • * veioia Fyrir daga raforkuversins neö- an Stíflu mun hafa verið lax- vottur í Fljótaá. Áin var fyrst og fremst öflug sjóbleikjuá, vegna þess að áin hafði verið frekar köld. En meö tilkomu hinnar miklu uppistöðu hefur vatnið hlýnab í ánni og upp kom betri aöstaða fyrir laxinn, sem síðar hefur gert sig töluvert gildandi á svæðinu. Eigi að síður er ótrú- lega mikil gengd af sjóbleikju í ána. Stangaveiöi hefur lengi verið á svæðinu og bændur vib Mikla- vatn stunda netaveiði fyrir sínu landi bæbi gagnvart silungi og laxi. Núna veiðir hver jörð meö tveimur netum og fækkab er í eitt net um mánaöartíma í júlí og ágúst, til þess væntanlega að greiða fyrir fiskför um vatnið í ána. Eingöngu er veitt á stöng í Fljótaá og notaðar mest fimm stengur við veibar samtímis, þar af þrjár til laxveiða og tvær sil- ungastengur. Ótrúleg sjóbleikju- mergð Árleg meðalveiði á laxi á stöng í Fljótaá á árunum 1974 til 1994 eru 176 laxar, en mesta árleg veiði 388 laxar 1990. 1992 fengust 282 laxar og s.l. sumar tæplega 100 laxar. Þá veiddust rúmlega 7 þúsund bleikjur árið 1994 og svipaður fjöldi mun hafa fengist úr ánni s.l. sunrar. 67 veiðistaðir eru í ánni. Auð- velt er að komast ab veiðistöð- um. Árlega er unnið að fiskrækt meö sleppingu laxaseiða í ána úr hrognum, sem klakið hefur verið út af Fljótaárlaxi. Leigutaki hin seinni ár er Trausti Sveinsson, Bjarnargili, en samningur við hann rennur út í lok veiðitíma 1996. Trausti býbur veiöimönnum mjög góða gistiaöstöðu í húsakynnum að Bjarnargili. Stangaveiðifélag Siglfirðinga hafði ána á leigu um áratuga skeið, enda ítök þeirra þarna sterk, þar sem raf- veita þeirra Siglfirðinga eignab- ist á sínum tíma sex jaröir vib ána. Við vatnasvæöið starfar Veibi- félag Miklavatns og Fljótaár, sem staðfestingu hlaut árið 1975. Innan þess eru 33 jarðir. Formaður þess er Gunnar Stein- grímsson, Stóra-Holti, en hann tók við formennsku í félaginu 1989. Forverar hans sem for- menn voru Ríkarður Jónsson, Brúnastöðum, og Reynir I’áls- son, Stóru-Brekku. Miklavatn í Fljótum. Lambanes til hœgrí á myndinni. Stífluvatn í Fljótum. Saga úr fásetnu fuglabjargi Langt norður í höfum rís eyja úr sæ. Á þessari eyju stendur lítið þorp og yfir þorpinu gnæfir himinhátt bjarg. En þótt bjargið sé bæði hátt og víðáttumikið, þá höfðu, þeg- ar þessi saga gerðist, aðeins tveir fuglar tekið sér bólfestu í því. Var annar fálki, en hinn hrafn. Fálkinn átti sér bústað á efstu syllunni, sem slútti fram úr bjarginu, en hrafninn bjó á snös í miöju bjargi. Einhverra hluta vegna kenndu þorpsbúar fálk- ánn við biblíukóng einn, en hrafninn kölluöu þeir aðeins hrafn eða krumma. Lítt var hrafninum um þá iðju gefið að draga sér björg í bú. Var hann þó þurftarfrekur. Eigi kom það aö sök, því mikil vinátta var með fálkanum og krumma og annaðist hinn fyrrnefndi aö- drætti fyrir bába. Færði hann vini sínum ekki aðeins gnótt matar, heldur einnig skart og annaö glys, sem hann hnuplaði frá þorpsbúum. Var hann höfð- ingi í lund. En þótt hrafninn flygi ekki af snös sinni sér til bjargræðis, þá var honum að því skemmtan nokkur að hringa sig niður í þorpið þegar fólk átti hans þar síst von. Laumaðist hann þá inn um opna glugga og dritaði í rúm fólks eða mat þess, væri þess kostur. Einnig hafði hann af því mikið yndi að setjast á burstir húsa og krunka þar óhróður yfir þorpsbúa. Þann sið höföu þorpsbúar aö kjósa sér einhvern til öndvegis. Hafbi kona ein lengi skipað þann tignarsess, en hugbist nú láta af þeirri iðju. Fýsti fálkann mjög að taka hennar sæti. Nægt vit hafði hann til ab gera sér Ijóst, að af vinum sín- uin er hver dæmdur. Bab hann því krumma ab hafa hægt um sig, svo sér yröi léttara að vinna sér hylli þorpsbúa. Lofaði krummi því. Skáld eitt bjó í þorpinu. Var hann maður ellimóbur, er hér var komið sögu. Naut hann virðingar þorpsbúa. Fyrr á árum hafði skáldið haft nokkurt sam- neyti viö hrafninn, enda er sá SPJALL PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON háttur skálda ab • skemmta sér gjarnan við það sem öðrum leiðist. Nú brá svo við, að krummi taldi sig eiga eitthvað sökótt við skáldiö og skyldulib þess. Kapp hafði hann umfram forsjá. Leið honum því úr minni loforð þab, sem hann hafði gefið fálkanum. Flögraði hann nú niður í þorp- ið, settist þar á staur sem stóð við þorpstorgið og hóf að krunka níð mikið um skáldið, en þó sýnu meira um konu þess. Treglega gekk þorpsbúum að rýna í þau sálarfylgsni krumma, er slíkt æði rann úr. Réð þar mestu um, ab hrafn þessi var jafn svartur til sálar sem búks, en mennskum augum er sem kunnugt er erfitt ab lesa í myrk- ur. Þegar krummi hafði lokið krunki sínu, flaug hann aftur á snös sína. Hafði hann skömm allra, er heyrt höfðu krunk hans. Víkur nú sögunni til fálkans. Þegar hann frétti af níðkrunki krumma, setti hann hljóðan. Hafði hann að vísu heyrt krunk þetta áður og látið vel af, en þá voru ekki aörir viðstaddir en þeir kumpánar tveir og nokkrir sálufélagar þeirra. Sá fálkinn, ab treglega mundi sér ganga að fá þorpsbúa til að kjósa sig til önd- vegis, þegar vinur hans hafði svo ómaklega vegið að skáldinu og konu þess. Því svo sem fyrr er sagt, vissi hann að af vinum sín- um er hver dæmdur. Urbu því fáleikar nokkrir meö fálkanum og hrafninum, eða svo virtist þorpsbúum. Þó hélst vináttan enn með illfyglum þessum, þótt leynt færi. ■ FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES RÁÐHERRANN, FORSJÁRHYGGJAN OG FORSETINN Fáar þjóðir hafa orbib jafn ilja fyrir barðinu á forsjárhyggju og íslend- ingar. Helst er að finna samjöfnuð í einstaka ríkjum Austur- Evrópu og harðskeyttari ríkjum Rómönsku Ameríku. Öldum saman mátti þjóbin lúta erlendu valdi Skandina- va og loks drykkfellds Breta um hundadagana. Síban tók lýbveldið við á Þingvöllum og þá kárnabi gamanið. íslendingar hafa aldrei stabið frammi fyrir stærri spurningu en inngöngunni í Evrópusamfélagib. Að stofna lýðveldi á Þingvöllum var aldrei vafamál og abeins spurn- ing um hvaða dag því yrði hrint í framkvæmd. í Evrópusamfélaginu eru íslendingar hins vegar ab ganga erlendu valdi á hönd af fús- um og frjálsum vilja. Spurningum þjóbarinnar verður þá ekki lengur svarað í Reykjavík, heldur í Brussel. Pistilhöfundur lagöi til á Alþingi ab þjóbin fengi sjálf að greiba at- kvæði um hvort hún gengi með öbrum EFTA-löndum inn á sameig- inlegan Evrópumarkab — EES. Þingheimur tók ekki undir kröfu pistilhöfundar um þjóðaratkvæði og þagði eins og blandkanna. Enginn annar þingmaður vildi deila valdi sínu meb þjóðinni í af- drifanku máli og taka ákvörðun með henni um framtíbina. Hinir vildu allir gera þab einir. Hinsvegar hefur þjóbin fengib að kjósa um opnun nýrra vínbúða á landsbyggbinni og hvort halda má hunda í Reykjavík. Þjóðin fær líka ab velja í embætti forseta. Þingmenn eiga ekki að taka stóra ákvörbun fyrir þjóbina. Þab er ekki hluti af löggjafarvaldi Al- þingis. Þjóbin á sjálf að taka ákvörðun í stórum málum á sama hátt og hún tekur ákvörðun um hverjir sitja á Alþingi. Síðan setja þingmenn lög um vilja þjóöarinnar til að tryggja að hann nái fram að ganga. Lýbræðið hvílir á valdi fólksins yfir þinginu, en forsjár- hyggjan treystir á vald þingsins yfir fólkinu. Davíb Oddsson forsætisrábherra hefur margoft sannab ab hann hefur aðra skoðun en pistilhöfund- ur á kosningarétti. Dæmi: Þegar borgarstjórinn Davíb Oddsson kúldraði rábhúsinu ofan í Reykja- víkurtjörn, vildu þúsundir Reykvík- inga greiða um það atkvæði. Dav- íð ansabi ekki fólkinu. Þegar ríkis- stjórnin samþykkti inngöngu Is- lendinga á sameiginlegan Evrópumarkað — EES, vildu þús- undir landsmanna greiba um það atkvæði. Aftur hunsaði Davíb fólk- ib. Og þegar svo flokksbræbur ráb- herrans vildu allra náðarsamlegast fá ab ræba um örlög sín í Evrópu, reiddist Davíb okkar og sagbi ab framtíð þjóðarinnar væri ekki á dagskrá. A sama tíma er víba talað upp- hátt um ab forsætisrábherrann vilji skipta um vinnu og gerast forseti. Fróðlegt verður ab sjá hvort karl- inn hefur geb í sér til að nota þjóð- aratkvæðagreibslur þegar hann þarf sjálfur á þeim að halda. Ganga fram fyrir kjósendurna, sem hann hefur ítrekað svipt kosninga- rétti, og biðja þá um að nota nú atkvæðisréttinn til aö tryggja hon- um sjálfum skattlaust starf á Bessa- stöðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.