Tíminn - 01.12.1995, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.12.1995, Blaðsíða 16
• Strandir og Norburland vestra oq Norburland eystra: S og SA stinningskaldi eða allhvass í fyrstu. Helaur hægari S átt þegar líbur á daginn. Skýjab en ab mestu úrkomulaust. Frost 2 stig uppí 5 stiga hita. • Austurland ab Glettingi og Austfirbir: Allhvöss eba hvöss S og SA átt og rigning. Frost 2 stig upp í 7 stiga hita. • Subausturland: SA hvassvibri og rigning framan af, en hægari S og úrkomuminna þegar kemur fram á kvöldib. Hiti 5 til 7 stig. Föstudagur 1. desember 1995 Vebrib (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland: Allhvöss eba hvöss A og SA átt og rigning. Hægari sunn- an og skúrir þegar líður á daginn. Hiti 5 til 7 stig. • Faxaflói oq Breibafjörbur: Allhvöss eba hvöss SA átt og rigning í fyrstu. SA og S stinningskaldi eba allhvass og skúrir þegar libur á dag- inn. Hiti 3 tií 7 stig. • Vestfirbir: Allhvöss SA átt og dálítil súld eba rigning fram eftir deg- inum. Heldur hægari SA og S og skúrir í kvöld. Hiti 3 til 6 stig. Leiöir aukin samkeppni til icekkunar á áfengisveröi á veitingastööum? Forstjóri ÁTVR: Sumar tegundir lækki en aörar hækki í Ríkinu í dag tekur gildi ný áfengis- löggjöf, annars vegar veröa breytingar á áfengislögunum og hins vegar breytingar á lög- um um ÁTVR. „Veigamesta breytingin er sú að frá og með deginum í dag er nánast hverjum og einum heimilt að flytja inn áfengi til íslands. í fyrsta lagi eru það ein- staklingar eöa félög sem ætla að flytja inn til eigin neyslu sem geta flutt inn, reyndar takmark- að magn í einu, um níu lítra af áfengi," sagði Höskuldur Jóns- son, forstjóri ÁTVR í samtali við Tímann. Þessi breyting þýðir að nú geta einstaklingar hringt í versl- un í t.d. Þýskalandi eöa Eng- landi og pantað sér kassa af víni með jólasteikinni. Þessi leið get- ur verið ódýrari fyrir neytendur þar sem hún hefur það í för með sér að kaupandinn þarf ekki aö greiöa álagningu sem lögö er á vörur ÁTVR, sem er 45% af kostnaðarveröi eða tæp 10% af heildarverði. „í ööru lagi þá geta þeir sem fá sérstök leyfi hjá fjármálaráðu- neytinu flutt inn vöru til endur- sölu. Þeir geta endurselt til ÁTVR og til veitingastaða sem hafa svokallaö almennt veit- ingaleyfi. Þetta þýðir að einka- leyfi ÁTVR á dreifingu vöru á heildsölustigi, sem aðallega hef- ur verið til veitingahúsanna, er úr sögunni." Aðspurður um hvort verð- lagning á áfengi á veitingastöö- um muni breytast í kjölfar laga- breytinganna sagði Höskuldur að hugmyndin á bak við þessar breytingar væri auðvitað sú að heildsalarnir gætu gert þetta með ódýrari hætti heldur en ÁTVR. „Það ætti væntanlega að endurspeglast í lægra verði á veitingastöðunum." Höskuldur kvað hins vegar nei við því að viðskiptavinir myndu sjá ein- hværn mun á verði áfengis í ÁTVR frá og með deginum í dag. „Við munum ekki breyta verði núna l.des. En við gerum það mjög bráðlega. Það eru orðnar allt aörar forsendur fyrir verðlagningunni núna en hafa verið. Það tekur bara sinn tíma að útbúa nýjar verðskrár. En það gæti þess vegna orðið í byrjun næsta árs." Hann vildi þó ekki lofa því aö verðiö myndi lækka á nýju ári. „Það var nú yfirlýsing í tengslum við umræðuna um þessi lög í vor þar sem fram kemur að heildarálagningin sem slík í krónutölum hún breytist ekki. Hins vegar getur vel breyst álagning á einstökum tegundum í krónutölum, þann- ig að sumar tegundir lækki en aðrar hækki, meðaltalið verður það sama." -LÓA Háskólinn heldur upp á fullveldiö: Hollvina- samtök stofnuó Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, gengur fyrst í Holl- vinasamtök háskólans sem stofn- uð verða við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í dag. Forsetinn verð- ur jafnframt heiðursfélagi. sam- takanna en gestir stofnfundarins munu skrá sig í sérstakar bækur sem liggja frammi við inngang- inn. Athöfnin hefst kl. 14 og það er Guörún Erlendsdóttir hæsta- réttardómari sem mælir fyrir stofnun hinna nýju samtaka. Það er Guðmundur Steingrímsson formaður Stúdentaráðs sem setur athöfnina en Matthías Johannes- sen ritstjóri og skáld flytur hátíð- arræðu dagsins. Háskólakórinn syngur Íslandsvísur eftir Gylfa Þ. Gíslason og Ólafía Hrönn Jóns- dóttir og tríó Tómasar R. Einars- sonar flytja tónlist. ■ Heilbrigöisráöherra segir gagnrýni Alþýöuflokks- manna á innritunargjöld á sjúkrahúsum furöulega: Lögðu sjálfir á há gjöld fyrir aögerðir Barnshafandi konur, öryrkjar og börn verða undanþegin innritunargjaldi á spítala samkvæmt tillögum Ingi- bjargar Pálmadóttur heil- brigðisráðherra. Gjaldið verður á bilinu 4-7 þúsund krónur. Enn er unnið að sam- ræmingu á gjöldum fyrir læknisverk innan og utan sjúkrahúsa. Stjórnarandstaðan hef- urgagnrýnt áform um innrit- unargjöld á sjúkrahús, meðal annars kom hörö gagnrýni fram í máli Össurar Skarphéð- inssonar í utandagskrárum- ræöu á Alþingi í fyrradag. Ingibjörg Pálmadóttir segir gagnrýni Alþýðuflokksmanna furðulega í ljósi þeirra eigin verka í ráðuneytinu. „Það vill oft gleymast að fólk er núna að borga ýmis gjöld innan heilbrigðisþjónustunnar og þar með inni á spítölunum. Kratar, sem gagnrýna innritun- argjöldin hvað mest, komu t.d. á gjaldi sem er allt að 15 til 20 þúsund krónum fyrir aðgerð. Fyrst þeim finnst svona óskap- leg synd að borga lágt gjald fyr- ir að leggjast inn á sjúkrahús hvernig í ósköpunum gátu þeir þá lagt þessi gjöld á? Hvernig gátu þeir hækkað lyfjakostnað sjúklinga og sett á gjöld á dagar til jóla inikanska lýðveldinu en að því er best er vitaö hefur áfengi þaðan ekki áður komist hingað til lands eftir löglegum leiðum. Hjá heildsölu Karls K. Karlssonar ehf. fengust þær upplýsingar ab 4-5 heildsölur verði líklega leiöandi í innflutningi á áfengi en allt upp í 30-40 umboðsaöilar verbi fyrir áfengi. Hjá Karli verður bætt við svokölluöum „æöri" tegundum áfengis, svo sem eldra viskís en áður hefur fengist og öörum dýrari teg- undum brenndra drykkja. Einnig verður farið að flytja inn svokallaba skot- drykki í auknum mæli sem eru nokkuð vinsælir á veitingastöðum um þessar mundir. Þessir skot- drykkir, sem uppálagt er ab drekka í einum teyg, eru fluttir inn frá Bandaríkjunum undir nafninu TGI, sem e'r veitingahúsakeðja þar í landi, og útleggst á enskunni „Thank God it’s Friday", eða gubi sé lof fyrir föstudag. -LÓA heilsugæslustöðvunum, fyrir tannlækningar o.sv.frv. Menn tala um að með innritunar- gjöldum sé rofin einhver þjóð- arsátt en er þjóðarsátt um öll þessi gjöld sem við sitjum uppi með eftir Alþýðuflokkinn?" Ingibjörg tekur fram að hægt verði að greiða innritunar- gjöldin eftir á þannig aö þau eigi ekki að hindra neinn í að leggjast inn á spítala. Gjöldin verða á bilinu 4-7 þúsund krónur en eftir er að útfæra nánar hvort þau veröi mishá innan þessara marka eða föst upphæð. Innan rábuneytisins er einnig unniö að samræm- ingu gjalda fyrir læknisverk sem á ab auka sanngirni í gjald- töku. Nefskattur sem yrbi eyrnamerktur heilbrigðisþjón- ustunni væri að mati Ingibjarg- ar sanngjarnasta leibin til að auka tekjur sjúkrahúsanna. Hún á þó ekki von á að pólitísk sátt náist um þá leið núna en segist munu halda áfram að því að vinna henni brautargengi. „Þab er margt fólk að borga allt úpp í sex þúsund krónur fyrir skammt af fúkkalyfjunum sínum í dag. Ef vib hefðum nefskatt til heilbrigðisþjónst- unnar hefðum við ef til vill svigrúm til að aflétta sárustu gjöldunum." - GBK Skot-drykkir, enn eldra viskí og dóminikanskt romm Ríflegar husaleigubætur Sambandsstjórn ASÍ skorar á stjórnvöld að koma til móts við þarfir lágtekjufólks og ráðast sem fyrst í sérstakt átak í bygg- ingu og eða kaupum á félags- legu leiguhúsnæði til að ráða bót á húsnæðisvandanum. í ályktun sambandsstjórnar eru stjórnvöld hvött til að lögleiba húsaleigubætur það ríflega að fólk geti dvalið áhyggjulaust í íbúbun- um. Sambandsstjórnin telur að í þeim efnum verði að búa þannig um hnútana að það verði ekki á valdi einstakra sveitarfélaga hvort húsaleigubætur séu greiddar. -grh Þœr vín- og áfengistegundir sem heildsala Rolfs Johansen hefur hafiö innflutning á. Þar á mebai er romm frá Dóminikanska lýbveldinu, léttvín frá Ítalíu og piprab vodka. Tímamynd: cs 80 ára einokun ÁTVR afnumin: í tilefni af nýrri áfengislöggjöf sem tók gildi í dag var haldin kaupstefna í gær á vegum áfeng- ishóps Félags íslenskra stórkaup- manna. Á kaupstefnunni mátti sjá ýmsar þær áfengistegundir sem áfengis- heildsalar hafa nú eba hyggjast flytja inn á næstunni og munu selja til ÁTVR og veitingahúsa. Þar má telja ýmis léttvín sem ekki hafa fengist áður hér á landi, einnig er byrjað að flytja inn romm frá Dóm- FJORFALDUR 1. \TNNINGUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.