Tíminn - 02.12.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.12.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 2. desember 1995 snemma. Hún dafnabi vel, sýndi góð vibbrögb og allt virtist í góðu lagi," segir Einar. Loksins heim eftir ársdvöl í Reykjavík „Hún var alltaf brosandi og hörð af sér. Óbilandi seigla, kraftur og lífsvilji fleytti henni áfram yfir erfiða njalla. Hún varð uppáhald læknanna og starfs- fólksins á vökudeild Landspítal- ans, var litla prinsessan á deild- inni. Hún þekkti okkur fljótlega og brást alltaf við þegar við kom- um," segir Lóa. Einar segir að þetta hafi skipt sköpum, þ.e. hversu mikið þau voru hjá henni. Hann bætir við, með þó nokkru stolti, að þetta hafi verið ansi mikil pabbastelpa. í febrúar fór hann t.d. til Eyja í 5 vikur til að vinna í loðnufrystingu. Þegar Einar kom aftur á vökudeildina eftir allan þenna tíma, þekkti stelpan pabba sinn strax og fagri- aði honum innilega. Eftir 11 mánaða dvöl á sjúkra- húsinu fékk stelpan, sem hafði fengið nafnið Aníta, að fara heim með foreldrum sínum. Var þetta stór stund þann 22. júlí sl. Aníta fékk að vísu bara að dvelja í nokkra tíma í einu til að byrja með í litlu íbúðinni sem foreldr- ar hennar höfðu leigt. Hún var útskrifuð af vökudeildinni 7. ág- úst sl., en þurfti að fara inn aftur þegar hún fékk í eyrun. Lóa og Einar þurftu að fara með Anítu vikulega í skoðun til að byrja meb og þurfa enn að halda henni að mestu innandyra. Og loks eftir rúmlega árs dvöl í Reykjavík kom öll fjölskyldan aftur til Eyja þann 8. september sl. og þá var hátíð í bæ. En tæp- um tveimur vikum seinna kom bakslag. Aníta þyngdist ekkert og hélt illa niðri því sem fór ofan í hana. Þau fóru með hana á Landspítalann og þar var hún í þrjár vikur þangað til hún fékk að fara aftur heim til Eyja. Lóa segir að Aníta sé dugleg að borða, en á enn erfitt með að halda því niðri. Þess vegna þyng- ist hún hægt. í dag er Aníta um 6 kg, en bróðir hennar, Brynjar, tæp 10 kg. Hann er mjög dugleg- ur, farinn að ganga og unir sér vel. Foreldrarnir eru sammála um að tvíburamir séu mjög geb- góðir og lítið þurfi til að gleðja þau bæbi. Aníta og Brynjar eru nú fyrst að venjast hvort öðru, enda voru þau aðskilin fyrsta ár- ið. Aníta vill reyndar sem minnst af Brynjari vita og lætur vita svo um munar þegar hann er að príla yfir hana. Aníta er far- in að geta setið aðeins uppi, en á langt í land með að ná bróður sínum í þroska og líkamsburöi. Hún er seinþroska, en á að ná jafnöldrum sínum. Læknar í Reykjavík og Eyjum fylgjast vel með framþróun og þroska Anítu og til að mynda hringdi næring- arfræðingur úr Reykjavík í Lóu meðan á viðtalinu stóð til að fá upplýsingar og fylgjast með. An- ítu er sérstaklega sárt saknað á vökudeild Landspítalans, en eng- inn hefur dvalið þar lengur, hvorki fyrr né síðar. Fyrirburar, sem fá lungnasjúkdóm, útskrif- ast yfirleitt ekki ab fullu fyrr en um fjögurra ára aldur. Vilja ekki kvarta Mjög aðdáunarvert er að hlusta á Einar og Lóu segja frá ¦lífsreynslu sinni. I viðtalinu kvörtuðu þau aldrei yfir nokkr- um sköpuðum hlut, heldur tóku því sem veröa vildi. „Við sáum ýmislegt sorglegt á vökudeild Landspítalans og þess vegna datt okkur aldrei í hug að fara að kvarta. Það var t.d. annar fyrir- buri, sem var jafn slæmt tilfelli og hjá Anítu, sem læknarnir mið- uðu mikið við. Þetta munu vera tvö verstu tilfellin sem læknar hafa séð. Hinn fyrirburinn var nokkrum mánuðum eldri en An- íta og virtist vera kominn á rétta braut. En hann dó 9 mánaða gamall og það var mikið áfall fyr- ir okkur. I raun og veru höfðum við engan tíma til að velta okkur upp úr veikindum Anítu eða hversu hún átti bágt, því við höfðum nóg að gera með Brynj- ar. Ég hugsaði sem minnst um sjálfan mig, heldur var fyrst og fremst þakklátur fyrir hversu vel gekk þrátt fyrir allt," segir Einar. Þegar Lóa fór upphaflega í skoðun til Reykjavíkur eftir 24 vikna meðgöngu fyrir rúmu ári, átti það að vera í nokkra daga. En Reykjavíkurdvölin varð rúmlega eitt ár meö tilheyrandi röskun á fjölskylduhögum. Einar hefur alla tíð verið sjó- maður og var í góðu plássi á Ág- ústu Haraldsdóttur VE. Hann fór strax til Reykjavíkur. Elsti strák- urinn, Ágúst Sævar, varð eftir hjá ömmu sirini í Eyjum, en sá næst- elsti, Sigþór, var með foreldrum sínum í Reykjavík. „í raun og veru bitnaði þetta mest á þeim bræðrum, sérstaklega Ágústi Sæv- ari, því hann var allan síðasta vetur í Eyjum á meðan við vor- um í Reykjavík," segir Lóa. Einar hætti á sjónum og fékk vinnu í löndunargenginu í Reykjavík. Hún var nokkuð stop- ul, en gaf vel af sér. En miðað við sjómennskuna hrundu tekjurnar niður í ekki neitt og viðbrigðin voru því mikil. Aldrei kom annað til greina en aö Einar yrði í Reykjavík, þrátt fyrir tekjumiss- inn, og Lóa segist aldrei hafa haft það af að vera ein í Reykjavík. Lóa og Einar reyndu að vera sem mest hjá Anítu á vökudeild- inni og Brynjar fékk einnig oft að koma með. Þau gefa starfsfólki vökudeildarinnar hæstu ein- kunn. Starfsfólkið vinni frábært og óeigingjarnt starf, þrátt fyrir mikil þrengsli. Aníta er í dag eins og við- kvæmt postulín. Ekkert má út af bregöa, augnabliks kæruleysi get- ur boðið hættunni heim. Hún er t.d. mjög viðkvæm fyrir breyting- um í andrúmslofti. Ekki má reykja í nálægð Anítu og hún þolir illa að vera í bíl, ef bílar í grennd menga mikið. Sérstaklega er hún viðkvæm fyrir dieselbíl- um. Þau fara sem minnst með hana út og í dag verður að gefa henni að borða á klukkutíma fresti til þess að venja hana við að borða, því oftar en ekki ælir hún öllu sem henni er gefið og því þyngist hún ekki nóg. Hjarta- gallinn læknaðist af sjálfu sér með auknum þroska og gatið á milli hjartahólfanna er ekki stærra en nálarauga í dag. Einar og Lóa segjast hafa fund- ið fyrir mjög góðum stuðningi meðal bæjarbúa og eru þakklát fyrir þab. Fólk hefði verið að spyrja ættingja og vini af hlýhug, ekki af einskærri forvitni. Einnig hefði fólk, sem þau þekktu ekki neitt, spjallað við þau og þeim þótti vænt um það. Þau eru sam- mála um að ef tvíburarnir hefðu verið fyrstu börn þeirra, hefðu veikindi Anítu tekið miklu meira og allt öðruvísi á þau. Þau áttu tvo eldri stráka fyrir og svo Brynjar og því nóg að hugsa um og gera. Að lokum vildu Einar og Lóa koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra, sem hafa reynst þeim svo frábærlega vel síbastlið- ið ár. Sérstaklega hefur reynt á ömmurnar að passa Ágúst Sævar og Sigþór. Aníta fær svo sinn sopa, sem fer allur upp úr henni aftur. Það er nóg að gera, þótt það versta sé yfirstaðið. Og ekki kvarta foreldr- arnir nema síður sé. Sambandsstjórn ASI: Krefst viðræöna um skipan starfsþjálfunar Sambandstjórn ASÍ krefst þess ao starfsþjálfunarnemar fái laun fyrir vinnu sína og þegar veröi teknar upp viöræöur við verkalýðshreyfinguna um framtíðarskipan starfsþjálf- unar í starfsnámi sem fellur utan löggiltra iðngreina. Þetta kemur m.a. fram í harð- orði ályktun sambandsstjórnar þar sem fordæmd er „ódrengi- leg árás" heilbrigðisyfirvalda og einhliða ákvörðun þeirra að svipta starfsþjálfunarnema 50 þús. króna launum fyrir fullt vinnuframlag. í ályktuninni er einnig bent á að þessi ákvörðun um launa- sviptingu starfsþjálfunarnema er tekin samhliða því að „heil- brigðisráðherra og æðstu emb- ættismenn ríkisins taka við tug- þúsunda launahækkun." Sam- bandsstjórnin telur að þetta lýsi vel ástandinu á vinnumarkaði svo ekki sé minnst á yfirlýsing- ar heilbrigðisráðherra og stjórn- ar ríkisspítala „að tekist hafi að ná launakostnaði niður," eins og segir í ályktun sambands- stjórnar ASÍ. -grh Vífilfell framleiöir átappaö létt-kolsýrt vatn undir merkjum Coca Cola Company: Mikil viðurkenning á sérstööu ísl. vatns Vífilfell hf. hefur selt The Coca Cola Company vöru- merkib Blátopp og er varan því framleidd undir merkum þessa alþjóðlega gosdrykkja- framleiðenda. Fá dæmi munu vera af samningum sem þess- um og er litiö á hann sem mikla viðurkenningu á sér- stöðu íslensks vatns, auk þess sem samningurinn er talinn geta skapað mikla möguleika á markaðsetningu íslensks vatns á alþjóbavettvangi. í tilkynningu frá Vífilfelli kemur m.a. fram að mikil og ört vaxandi eftirspurn hefur verið eftir átöppuðu létt-kol- sýrðu íslensku lindarvatni sem framleitt hefur undir vöru- merkinu Blátoppur frá 1993. Ástæða þess er sögð vera aukin vitund neytenda um heilsu- samlegt líferni. Áhugi bandaríska gosdrykkja- risans á þessari framleiðslu á ís- lenska lindarvatninu má rekja til legu landsins, hreinnar nátt- úru og árangurs Vífilfells við framleiðslu og sölu drykkjar- vara. En fyrirtækið hefur á síð- ustu tveimur árum unnið til gæðaverðlauna innan samtaka Coca Cola, en miðað við höfða- tölu drekka íslendingar alla þjóða mest af Coke. Áhugi bandaríska gosdrykkja- risans á vörumerkinu Blátoppi vaknaði í framhaldi af viða- miklu markaðs- og vöruþróun- arátaki sem Vífilfell réðst í til að kanna afstöðu rteytenda til vörunýjunga á þessu sviði. En undir vörumerkinu Blátoppi eru framleiddar fjórar mismun- andi bragðtegundir. Þetta þró- unarferðli hefur staðið yfir í eitt ár og er framkvæmt eftir ströngustu gæðastöðlum Coca Cola. -grh Dugur og framkvœmdasemi Carls Christians Rafns verbur seint full- metin fyrir íslensk fræbi á 19. öld. Þjóöarbókhlaöa: Carl Christian Rafn 200 ára 200 ár eru liðin frá fæbingu stofnanda Landsbókasafnsins, Carls Christians Rafns. Af því til- efni verður opnub sýning í Þjób- arbókhlöbunni í dag en á henni eru handrit, bréf, prentub rit og myndir sem tengjast sögu Rafns. Rafn fæddist áriö 1795 á Fjóni. Hann lauk herþjónustu og lögfræði ungur aö árum en hugur hans var þó allur á norrænum eða íslensk- um fornfræðum og útgáfu á þeim. Hann beitti sér fyrir stofnun „stift- isbókasafns" í Reykjavík árið 1818 sem síðar hlaut nafnið Landsbóka- safn. Vann hann af mikilli elju ab vexti og viðgangi þess allt til dauðadags árið 1864. Rafn var einn aðalhvatamaður að stofnun Hins norræna forn- fræðafélags í Kaupmannahöfn árið 1825. Helstu samstarfsmenn hans þar voru m.a. ýmsir þjóbkunnir ís- lendingar, svo sem Finnur Magn- ússon, Jón Sigurðsson og Svein- björn Egilsson. Félagiö gaf út fjölda íslenskra sagna og fræðirita m.a. Fornmannasögur í 12 bindum og Fornaldarsögur Norðurlanda í þremur bindum. Ný kvenfataverslun vib Skólavöröustíg: Verslunin Hennar meö amer- íska tísku Jóhanna Guðnadóttir opnaði ný- lega kvenfataverslun að Skóla- vörðustíg 6B, gegnt Iðnaðar- mannahúsinu. Verslunin heitir Verslunin Hennar. í.nýju búð- inni er bobið upp á tískufatnað frá Bandaríkjunum, meðal ann- ars frá Evan Picone og Jones New York. Á myndinni sýnir Jóhanna sneisafulla rekka af nýupptekn- um vörum að vestan. ¦ Halaleikhópurinn: Túskildingsóperan Die Dreigroschenoper eba Tú- skildingsóperan sem Bertolt Brecht skrifaöi áriö 1928 verbur frumsýnd hjá Hala- leikhópnum laugardaginn 2. des. Halaleikhópurinn er skipaður áhugafólki og hefur nú starfað í fimm ár undir kjörorðinu: Leik- list fyrir alla. Um 30 manns taka þátt í sýn- ingunni, fatlaðir og ófatlaðir, undir leikstjórn Þorsteins Guð- mundssonar leikara. Túskildingsóperan var fyrst flutt í Berlín árið 1928 en hún er unnin upp úr Betlaraóper- unni eftir John Gay sem skrifub var tveimur öldum fyrr. Báðar fjalla þær um almúga og undir- málsfólk en Brecht velur sinni óperu annað sögusvið, Lundúni um síðustu aldamót. Tímaleysi ríkir hins vegar í uppfærslu Halaleikhópsins. Tónlistin í sýningunni er mörgum kunn en hún er eftir Kurt Weill. Sýningar verða í Halanum, Hátúni 12 (Sjálfsbjargarhús- inu). ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.