Tíminn - 09.12.1995, Blaðsíða 1
Verslaö á abventunni í Reykjavík. Tímamynd gva
Innkaupaferöir til útlanda hafa gífurleg áhrifá fatamarkaöi hér.
Fatakaupmaöur viö Laugaveg:
Innkaup óvenju róleg
Bíldshöfða 20-112 Reykjavík - Sími 587 1410
„Fataverslunin fyrir jól, sérstak-
lega fyrir börnin, eru ævinlega
fyrr á ferðinni en jólagjafainn-
kaupin. Ég get fullyrt ab núna eru
innkaupin óvenjulega róleg,"
sagbi Sigurður Haraldsson, kaup-
maður í Elfi við Laugaveg. Hann
hefur rekið verslun í 30 ár og
minnist ekki svo daufrar jóla-
kauptíðar. Hann segir að hætta sé
á að þetta boði slaka verslun í
gjafavöru. Kaupmenn væru sam-
mála um þetta. Þeir kenna fyrst
og fremst um óheftum innflutn-
ingi ferðamanna, en eitthvað á
þriðja tug þúsunda manna mun
kaupa inn fyrir jólin í erlendum
bor^um í ár.
„Astandið er hrikalegt, þegar tekj-
ur ríkisins hverfa, tekjur verslunar-
fólksins hverfa, og látum nú vera
tekjur okkar kaupmannanna. Við
verðum altjent veikburða skatt-
greiðendur á eftir," sagði Sigurður.
Hann sagði að minni verslun hér
heima væri gífurlega keðjuverkandi
og sjálf yrðum við illilega fyrir barð-
inu á þessum innflutningi, sem
stuðlaði aö auknu atvinnuleysi.
Sigurður sagði fullljóst að stór
hluti fólks, sem kæmi úr verslunar-
ferðum utanlands, flytti inn vörur
sem væru langt umfram þau mörk
sem leyfileg væru, en leyft er að
taka með tollfrjálsan varning fyrir
36 þúsund krónur.
„Það er ekki tekið þessum silki-
hönskum á kaupmönnum sem eru
að flytja inn vöru sína. Við verðum
að borga upp í topp, 15% aöflutn-
ingsgjöld og um 20% í virðisauka-
skatt," sagði Sigurður Haraldsson.
Tíminn frétti af fatakaupmanni
sem var að leysa út 135 kíló af fatn-
aði, sem hann greiddi fyrir 170 þús-
und krónur í opinber gjöld. Vina-
fólk hans lenti á sama tíma í því í
Leifsstöð að töskur þess voru opn-
aðar. Þær voru 70 kíló á þyngd, að
stórum hluta nýkeyptur fatnaður.
Tollvöröurinn barði þetta augum
og sá að varningurinn var langt yfir
leyfilegum mörkum, líklega fyrir
meira en 200 þúsund krónur. Varð
tollverðinum þá að orði: „Ja, þetta
er nú alveg á nippinu," lokaði tösk-
dúkkurnar
fyrir stráka og stelpur.
Þær eru hreint ótrúlega sætar.
3 Stærðir:
24cm kr. 33cm kr. 45cm kr.
580,- 980,- 2.180,-
Jólagjöfin mín fæst í Magasin.
Húsgagnahöllinni
unum og veifaði fólkinu í gegn.
Sigurður Haraldsson segir að
kaupmenn geri sér grein fyrir að
þeir þurfa stöðugt að keppa við er-
lenda starfsbræður, það sé ekkert
nýtt. Hins vegar sagði hann að talaö
væri um að verslunarferðir, til
dæmis til írlands, væru í raun nið-
urgreiddar af írska ferðamálaráðinu.
Ef svo væri, þá væri það í hæsta
máta óeðlilegt. Ennfremur þætti sér
og fleirum óeðlilegt að formaður Al-
þýðusambandsins, Benedikt Dav-
íðsson, væri stjórnarmaður Sam-
vinnuferða-Landsýnar. Þá væri það
óverjandi að semja við verslanir er-
lendis um afslátt fyrir íslenska
ferðamenn, eins og gert hefur verið
með írlandspundum SL.
„Þegar svona mikið er flutt út af
versluninni, þá minnkar hún eðli-
lega að sama skapi hér heima. Ég sé
ekki að verslun hér á landi geti þrif-
ist, þegar hún á að greiða ríkinu
20% af sölunni á sama tíma og þeir
sem flytja inn í ferðatöskum sínum
borga ekkert," sagði Sigurður. -]BP
Sjá einnig bls. 2
Fullkomin fjarstýring með öllum aðgerðum á skjá.
Islenskt textavarp (Upplýsingar á skjá).
• Myndllampi (BLACK MATRIX) flatur.
• HljóSmagnari Nicam víSóma (STERIO)
2x15W eSa 30W. Tveir hátalarar eru í tækinu.
• Hægt er aS tengja heyrnartól og auka hátalarasett
viS tækiS.
• Beint inntengi (SCART) sem gerir mynd frá
myndbandstæki og/e3a afruglara mun skarpari.
Afborgunarverö kr. 77.666,
Lágmúla 8, Sími 553 8820
Umboðsmenn um allt land
VISA í 24 mánuði 3.790,- (pr. mánuð)
EURO í 36 mánuði 2.685,- (pr. mánuS)
Reykjavík: Heimskringlan, Kringlunni.Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Vestfirölr: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði.
Rafverk.Bolungarvík.Straumur.ísafirði. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð.Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík.
Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Stál, Seyðisfiröi. Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúösfirðinga, Fáskrúðsfirði. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn.
Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík.
fjölskyldunnar!
28" twin TLl