Tíminn - 09.12.1995, Blaðsíða 10
10
8ÍIIIÍW
Laugardagur 9. desember 1995
Með sínu nefii
Senn líður að jólum og á
morgun er annar sunnudagur
í aðventu. Flestir eru komnir á
fullt í jólaundirbúningi og því
tilvalið að hafa jólalög í „Nef-
inu" í dag. Jólalögin eru ótal
mörg, en með þeim vinsælii
eru örugglega „Jólasveinar
ganga um gólf", sem er þjóð-
vísa við lag Friöriks Bjarnason-
ar, „Jólastjarnan" við ljóð eftir
Ingólf Jónsson frá Prestsbakka
og „Þrettán dagar jóla", sem er
enskt þjóðlag þýtt eða endur-
ort af Hinriki Bjarnasyni.
Óvenjuleg og talsvert breytt
útgáfa af laginu, sem flutt var
af Skrámi, hefur enn aukiö á
hróður þessa lags.
Góða söngskemmtun!
JÓLASVEINAR GANGA UM GÓLF
Am E7
Jólasveinar ganga um gólf
Am F C
með gildan staf í hendi,
Dm E
móðir þeirra sópar gólf
Am Dm E Am
og hýðir þá með vendi.
Am
Upp á stói
Dm G C
stendur mín kanna,
Dm E
níu nóttum fyrir jól
Am Dm E Am
þá kem ég til manna.:,:
JÓLASTJARNAN
D
Bjart er yfir Betlehem,
G A D
blikar jólastjarna.
D
Stjarnan mín og stjarnan þín,
G A D
stjarnan allra barna.
D
Var hún áður vitringum
G D
vegaljósið skæra.
D A
Barn í jötu borið var,
A D G D
barnið ljúfa, kæra.
Víða höfðu vitringar
vegi kannað hljóðir.
Fundið sínum ferðum á
fjöldamargar þjóðir.
Barst þeim allt frá Betlehem
birtan undurskæra.
Barn í jötu borið var,
barnið ljúfa, kæra.
Barni gjafir báru þeir.
Blítt þá englar sungu.
Lausnaranum lýstu þeir,
lofgjörð Drottni sungu.
Bjart er yfir Betlehem,
blikar jólastjarna.
Stjaman mín og stjarnan þín,
stjarnan allra barna.
Am E7 p
ÞRETTÁN DAGAR JÓLA
D A7 D
Á jóladaginn fyrsta hann Jónas færði mér
G A7 D
einn talandi páfugl á grein.
D A7 D
Á jóladaginn annan hann Jónas færði mér
A7 D G A7 D
tvær dúfur til og einn talandi páfugl á grein.
Á jóladaginn þriðja hann Jónas færöi mér
þrjú spök hænsn, tvær dúfur til
og einn talandi páfugl á grein.
Á jóladaginn fjórða hann Jónas færði mér
fjögur nautin feit, þrjú spök hænsn,
tvær dúfur til og einn talandi páfugl á grein.
D A7 D
Á jóladaginn fimmta hann Jónas færöi nrér
E7 AA7 D
fimmfaldan hring, fjögur nautin feit,
G A7
þrjú spök hænsn, tvær dúfur til
D G A7 D
og einn talandi páfugl á grein.
6.
D A7 D
Á jóladaginn sjötta hann Jónas færði mér
A7 E7 A A7
sex þýða þresti, fimmfaldan hring,
D G
fjögu'r nautin feit, þrjú spök hænsn,
A7 D G A7 D
tvær dúfur til og einn talandi páfugl á grein.
7.
Á jóladaginn sjöunda hann Jónas færði mér
sjö hvíta svani, sex þýða þresti,
fimmfaldan hring, fjögur nautin feit,
þrjú spök hænsn, tvær dúfur til
og einn talandi páfugl á grein.
8.
Á jóladaginn áttunda hann Jónas færbi mér
átta kýr með klöfum, sjö hvíta svani,
sex þýða .... o.s.frv.
9.
Á jóladaginn níunda hann Jónas færði mér
níu skip í naustum, átta kýr meb klöfum,
sjö hvíta .... o.s.frv.
10.
Á jóladaginn tíunda hann Jónas færði mér
tíu hús á torgi, níu skip í naustum,
átta kýr.... o.s.frv.
11.
Á jóladaginn ellefta hann Jónas færði mér
ellefu haljir álfa, tíu hús á torgi,
níu skip.... o.s.fn'.
12.
Á jóladaginn tólfta hann Jónas færði mér
tólf lindir tærar, ellefu hallir álfa,
tíu hús .... o.s.frv.
I3.
Á jóladaginn þrettánda hann Jónas færði mér
þrettán hesta þæga, tólf lindir tærar,
ellefu hallir.... o.s.frv.
aðwntunni
25 gr þurrger
75 gr smjör
2 1/2 dl mjólk
1 dlsykur
1/4 tsk. salt
Ca. 7 dl hveiti
Fylling:
75 gr smjör
1 dlsykur
1 1/2 dl muldar möndlur
2 dl saxaðar rúsínur
1/2 súkkat
Egg til að smyrja hringinn
Perlusykur
Smjörið brætt, mjólkinni
blandað út í, haft ylvolgt.
Gerib sett út í vökvann.
Hveiti, salti og sykri sáldrað
út í. Hnoðað saman í
sprungulaust deig. Stykki sett
yfir skálina og deigið látið
lyfta sér í ca. 40 mín. Deigib
tekiö upp á borð og hnoðað,
flatt út í aflanga lengju.
Smjör, sykur og möndlur
hrærð saman og smurt yfir
deiglengjuna, söxuðum rúsín-
unum og súkkatinu stráð yfir
og deigib vafið saman eins og
rúlluterta. Sett á smurða
plötu, sárið látið snúa niður,
ca. 2 sm langir flipar klipptir í
hringinn og snúið til vinstri
og hægri. Látið hringinn hef-
ast vel í 30-40 mín. með
stykki yfir. Smyrjiö hringinn
meö eggi, stráib gróft muld-
um möndlum og perlusykri
yfir. Bakið í miðjum ofni við
200* í 20-30 mín.
íörnin
Fljótlegt, gott og börnun-
um þykir þetta „meiriháttar
nammi".
150 gr suðusúkkulaði
2 tsk. rifið hýði utan af
appelsínu
1 stór bolli cornflakes
Súkkulabið er brætt við
vægan hita eða yfir vatns-
baði. Bætib appelsínuraspinu
út í. Cornflakes hrært vel
saman við. Sett í lítil bréfform
(fást í flestum verslunum)
með tveim teskeiðum. Látið
verða alveg kalt áður en það
er borðað.
JÓLASÆLGÆTI:
Fne'tu.toppar
200 gr suðusúkkulaöi
1/2 dl rjómi
3 msk. rúsínur
75 gr hnetur
Súkkulaðið er brætt við
vægan hita með rjómanum.
Notið lítinn pott. Rúsínunum
og gróft söxuöum hnetunum
hrært út í. Sett í lítil pappírs-
form með tveim teskeiðum.
Skreytt aö smekk hvers og
eins, með kokkteilberjum,
smávegis hnetum eða ávöxt-
um.
Pipar&öíur
éa/°nanna
1 dl síróp
150 gr sykur
150 gr smjör
1 dl rjómi
1/2 tsk. negull
1/2 tsk. engifer
1/2 tsk. pipar
2 tsk. kanill
1 tsk. lyftiduft
Ca. 400 gr hveiti