Tíminn - 09.12.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.12.1995, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 9. desember 1995 Eins og mörgum mun kunnugt hefur Ólína Þorvaröardóttir þjóöfræbingur sent frá sér þjób- sagnabókina Álfar og tröll. Þar er ab finna úrval íslenskra vættasagna, sem Ólína hefur tekib saman á síbustu árum, og liggur mikib grúsk ab baki rit- inu, enda vel ab verki stabib. Tíminn ákvab ab taka Ólínu tali og spyrja hana m.a. um bókina, fyrirbærib Grýlu, und- anhald íslensku jólasveinanna og hvort álfa- og tröllasögur eigi eitthvert erindi vib nútímabarnib. — Nú er mesti skammdegistími ársins ásamt stórhátíðum að renna upp. Eru jól og áramót uppspretta margra þjóðsagna? „Já. Vættatrúin tengist mjög hátíöum ársins og sérstaklega jólum og áramótum. Álfarnir voru mikib á ferli um jól og ára- mót og bókin fjallar aö nokkrum hluta um þessa jóla- og nýársgleöi álfa." — Hvað með fyrirbœrið Grýlu? „Grýla er mjög sérstakt fyrirbæri og hún er sennilega elsta núlifandi tröllskessan á íslandi. Hennar er strax getib í Snorra-Eddu og í Sturlungu er fyrirbæriö „grýla" notaö um tröllkonu og „grýlur" um ógnanir. Þótt Grýla hafi nú á dögum aöallega yfirbragö gamallar og geövondrar kerlingar, þá hefur þaö ekki alltaf veriö svo. Hún var öllu hrikalegri hér áöur fyrr. Og um tíma líktist hún meira skrímsli en trölli. Til eru gömul þjóökvæbi sem lýsa Grýlu sem hreinum óskapnaöi: Grýla reið fyrir ofan garð, hafði hala fimmtán, en á hverjum hala hundrað belgi, en í hverjum belgi börn tuttugu. Á öðrum staö: Grýla reið með garði, gekk með henni Varði, hófar voru á henni, hengu toppar úr enni, dró hún belg með lœri, böm trúi ég þar í vœri. Grýla hefur sem sagt veriö mannæta jafn langt og þjóðsagnir geta og hún hefur allt- af borðað börn." — Hvenœr verður hún jólasveinamóðir? „Hún, Leppalúði og jólasveinarnir, sem eru náttúrlega tröll líka, verða að fjölskyldu á 18. eða 19. öldinni. í þjóösögum Jóns Árnasonar, sem komu út á 19. öld, er talað um Grýlu sem jólasveinamóbur, en hún átti miídu fleiri börn en jólasveinana. Þar má nefna Ask, Ausu, Bikkju, Bokka, Láp, Skráp og Leiöindaskjóbu. Sennilega voru þau á fjóröa tug börnin hennar samantal- in." Nútímavæn Grýla — Það er fjarri því að Grýla sé mannœta í hugum bamanna í dag. „Já, nú er hún í versta falli geðvond kerl- ing sem rífst við krakkana. Það má segja ab þegar rafljósin komu til sögunnar hafi tröllin horfiö sjónum, flest nema Grýla. Hún megnar það að vera enn til í huga barna og þannig verður þab sennilega allt- af. Þaö er svolítið skemmtilegt aö þegar Jón Árnason gefur út sitt þjóösagnasafn, áriö 1862, þá vísar hann til þess ab um Grýlu gangi engar sögur aö gagni. Einnig segir í þjóbkvæöinu: „Nú er hún gamla Grýla dauö, gafst hún upp á rólunum." í hundr- ab ár hafa verib gefnar út dánartilkynning- ar um Grýlu, en alltaf gengur hún aftur og virðist ódrepandi. Hvaöa tröllskessur þekkja íslensk börn í nútímanum aörar en hana? Nema þá kannski Gilitrutt?" — Eru sögur afGrýlu í bókinni? „í formála bókarinnar er sagt frá Grýlu og fjallað um afdrif hennar í sagnageymd- inni, en sögur um hana eru ekki lengur til. Þaö er bara ímynd hennar sem eftir stend- ur. Hún er, kerlingargreyið, eins og upp- dagað nátttröll í sagnageymdinni og Leppalúöi er soltinn í hel fyrir löngu." Tröllabörn á undanhaldi — Hvað með bömin hennar, þessa sérís- Þjóösögur í sífelldri endurnýjun Mér var kennt þetta sem barni að í upp- hafi hafi Grýla og jólasveinarnir verið fá- tækir, horaöur óþjóöalýður sem kom úr fjöllunum og öllum var illa við. Með tím- anum batnaði atlæti þeirra og þeir fengu klæðin rauð. Meö aukinni velmegun fór þeim að líða betur og þá milduöust þeir. Þetta var mér sagt til að sýna hvernig gott atlæti getur gert mennina betri, ef þeir fá tækifæri til að sanna sig. Þetta brúaöi bilið milli ameríska jólasveinsins og tröllabarn- anna, sem fengu þar með að laga sig aö neysluþjóðfélagi nútímans. Eg hef ekkert á móti því aö fólk taki ráð- in svona í sínar hendur. Hvað er þjóð- menning annað en margra alda þróun? Hvað eru þjóðsögur annaö en eitthvað sem er í sífelldri endursköpun? Þetta er hin lif- andi sagnageymd og hún væri ekki lifandi ef hún stoppaði einhvers staðar." — Vœri nóg að t.d. Þjóðminjasafnið sinnti íslensku jólasveinunum? „Mér finnst í lagi að minjasöfnin haldi þessu uppi, en vib eigum að hugsa um að gleðja börnin og ég hef ekkert á móti þess- um rauðu jólasveinum, svo framarlega sem þeir fá að vera 9 eða 13 og halda heitum sínum og uppruna." Vættasagnir eiga ennþá erindi Aðspurð um efni bókarinnar segir Ólína ab einkenni vættasagna eigi ekki síður er- indi við nútímabarnið en börnin áður fyrr. Sameiginleg einkenni sagnanna séu að þær hafi allar einhvern boðskap og hagnýtar ráðleggingar í umgengni við annað fólk og náttúruna. Að því leyti séu þetta dæmisög- ur. „Margar tröllasögur eru örnefna- og skýr- ingasagnir, eins og t.d. sögur af nátttröll- um. En flestar þjóðsögur hafa líka siðferðis- og uppeldisgildi. Margar þeirra eru varnað- arsagnir þar sem varað er við rangri breytni. Fólki er kennt hvernig bregðast skuli við ákveðnum aðstæðum, í lífinu og svo eru þessar sögur líka útrás fyrir ótta, hvatir og þrár. Það má segja að æðsta boð- orð þessara sagna — bæði álfa- og trölla- sagna — sé að sýna hófsemi, æðruleysi og ráðsnilld. Það er lögð mjög rík áhersla á að yfirstíga óttann. Eflaust hefur það spunnist upp af því að hræddur maður er hættuleg- ur maður, sjálfum sér eöa öðrum. Ókunn- ugir menn voru oft taldir tröll eða huldu- menn og fyrir kom að ráðist var á fólk af þeim ástæðum einum. Það er mjög sterk áhersla í þessum sögum að yfirstíga þenn- an ótta, en jafnframt hafa sögurnar varn- aðargildi, t.d. með því að stugga börnum frá klettapríli og forða þeim frá því að ráfa ein út í buskann." Hlutur foreldra í skilningi barna — Finnst þér að foreldrar eigi að lesa bókina þína upphátt fyrir bömin og túlka þœr? „Það eru tvær kenningar almennt í gangi um slíkt: Annars vegar sú hugmynd að for- eldrar miðli þjóðmenningunni, mennti og fræði börnin sín. Bruno gamli Bettelheim hefði hins vegar sagt að foreldrar ættu ekki að skipta sér af því hvernig börn læsu þjóð- sögur eða ævintýri. í ævintýrinu finni barnið þær fyrirmyndir sem það þurfi og fái leikfléttuna — vandamálið í daglega líf- inu — dulbúið í ævintýrinu. Þannig velji það sér þau ævintýri sem henti aðstæðum þess hverju sinni. Ég held það væri ráðlegt að fara milliveg- inn. Þjóðsögur varpa ljósi á menningar- heim sem er nútímabörnunum framandi. Þau þekkja ekki áhöld sem talað er um, húsakynni og annað. Það er mjög æskilegt að foreldrar leiði börnin inn í þennan sagnaheim, en láti þau síðan ein, leyfi þeim að nema og njóta, en séu til staðar til að skýra fyrir þeim það sem kann að koma upp." — Er bókin aðgengileg bömum? „Já, hún er þab. Jafnvel þótt málfar sé víða látið halda sér óbreytt, er í bókinni fjöldi aögengilegra orðskýringa fyrir bæði börn og fullorbna. Auk þess er bókin skemmtilega myndskreytt af Ólafi M. Jó- hannessyni, útgefanda mínum. Á mínu heimili hefur hún ekki enn komist upp í hillu frá því að hún kom út, því litlar hend- ur hafa verið óþreytandi að blaða í henni." Viðtal: Björn Þorláksson Grýla eina ófeiga tröllkonan lensku jólasveina? Það varð t.d. uppistand á meðal amerískra gesta á Hótel Sögu um dag- inn, þegar illa klœddir og óforskammaðir ís- lenskir jólasveinargeystust inn í borðsalinn og stálu sér matarbita. Eigum við að gefast upp fyrÍT' rauð- og hvítklœdda jólasveininum? „Ég þori engu að spá um afdrif íslensku jólasveinanna. Það er sterk viðleitni í gangi ab halda þeim á lífi og mér finnst allt í lagi að minna á sögurnar um þessi fyrirbæri og hafa uppruna þeirra hugfastan. En vib get- um ekki stöðvab þróunina, Sankti Kláus er kominn út um allan heim og vib getum ekki neitað því að börnunum finnst hann mun geöþekkari jólasveinn. Hann býbur upp á hugljúfari möguleika enftröllabörnin hennar Grýlu. Ég hef aldrei verið hlynnt því að taka menninguna og frysta hana á einhverjum tímapunkti. Það er hvorki á valdi þjóðfræð- inga né menningaráhugamanna ab við- halda deyjandi hefb. Það veröur einfald- lega ab koma í ljós hvort og hvernig ákveð- in menningarfyrirbæri eins og íslensku jólasveinarnir lifa af aðvífandi hugmynda- strauma. Tröllatrúin er dauð, en jólasvein- arnir lifa enn þótt þeir séu komnir á rauð klæði. Vib getum varðveitt sagnirnar um uppruna þeirra, en því skyldum vib rífa þá úr fallegum jólafötum og klæða þá í tötra? Ólína Þorvarbardóttir þjóðfrœðingur ásamt sonum sínum, Pétri og Andrési Hjörvari Sigurðs- SOnum. Tímamynd BC Þaö er mikiö vatn til sjávar runniö síöan Crýla var skrímsli og át börn. Nú er hún í hœsta lagi geövond gömul kerling. Ólína Þorvaröardóttir þjóöfrœöingur: Tröllkona í íslenskri þjóðtrú. Teikning Ólafs M. jóhannessonar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.