Tíminn - 09.12.1995, Blaðsíða 3
Laugardagur 9. desember 1995
3
Craftonstrœti iöar af lífi, mannfjöldinn eins og á 17. júní í Reykjavík. Hér
er uppáklœdd gömlum írskum búningi og mikiö máluö stúlka aö auglýsa
nýja verslun.
aö hægt er að fá endurgreidd-
an virðisaukaskatt, um 20% af
andvirði vörunnar. Endanlegt
verð vörunnar er því orðið til
muna lægra en það var í írsku
búðinni. Tilboð írskra versl-
ana eru því þannig að þeim er
erfitt að hafna. Eftir sitja ís-
lenskir kaupmenn og ríkis-
sjóður, sem missa ótvírætt
spón úr aski sínum.
Óhindrab gegnum
tollhliðið
Heimferðin með margar
töskur, pinkla og poka tekur 2
tíma og 20 mínútur á Boeing
737 Atlantaflugfélagsins. I
Leifsstöð bíða tollhliðin, græn
og rauð. Reglan er sú að hafa
má með sér vöru fyrir 36 þús-
und krónur á mann án þess
að greiða toll. Það þýðir toll-
frjálsan innflutning landans
fyrir þessi jól upp á 720 millj-
ónir króna í það minnsta.
Margir telja að innkaupin
nemi meira en milljarði, því
áreiðanlega er meöaltalsinn-
flutningur yfir leyfilegu
marki.
Enda þótt ljóst sé að lang-
flestir farþega koma heim
með vöru sem er langt um-
fram leyfileg mörk, fara nær
allir í græna hliðið og er veif-
aö í gegn.
Fjármálaráðherra hefur því
augljóslega ekki hagnast á
þessari „víkingaferð" fjöl-
skyldunnar á hendur írum.
Þvert á móti hefur hann tap-
að miklu fé úr landi.
VSK alvarlegasta
atriðið
„Það þætti líklega ekki góð
latína, ef við færum að skoða
í töskurnar hjá öllum sem
koma til landsins," sagði Indr-
iði Þorláksson, skrifstofustjóri
í fjármálaráðuneytinu. Hann
segir að á Vesturlöndum fari
tollgæsla og landamæraeftirlit
minnkandi. í öllum Evrópu-
löndum væri viðurkennt sem
meginregla að skipta sér ekki
af því hvar einstaklingar
kaupa sínar vörur. Aðeins ein-
staka hátollavörur væru með
takmarkanir. Við byggjum því
í breyttum heimi og yrðum að
aðlagast honum.
„Þegar tollar eru orðnir lágir
hér á landi og kannski aflagð-
ir í Evróþu, þá á þetta ekki að
skipta verulegu máli. Stefnan
hjá EB og Evrópuríkjunum er
að opna þetta alveg, en svo
borgi menn í rauninni þá
skatta sem eru lagðir á í sölu-
landinu. Við höfum fariö í
kjölfarið á þessari þróun. En
það hefur náttúrlega þetta í
för með sér, að ef fólk getur
gert hagstæðari kaup^erlendis,
þá gerir það þau. Maður spyr
sjálfan sig hvort það sé svo
mikið athugavert við það í
sjálfu sér," sagði Indriði.
Indriði sagði að ýmsir teldu
að sumir farþegar kæmu með
varning sem væri yfir leyfileg-
um mörkum um tollfrjálsan
varning. Það væri ósannað
mál og menn vissu ekki hvað
hæft væri í ýmsum sögum um
óeðlilegan innflutning ferða-
fólks.
Varðandi endurgreiddan
virðisaukaskatt sagði Indriði
að það væri alvarlegasta atrið-
ið.
„Það fyrirbæri er kannski al-
varlegast í þessu. Þar er um að
ræða að það kerfi er ekki í takt
við þaö sem ætlast var til í
upphafi. Meiningin með toll-
frjálsum innkaupum var upp-
haflega að virðisaukaskattur
væri gefinn eftir í landinu þar
sem ferðafólkið ckeypti, en
fólk greiddi hann síðan í
heimalandinu. En það er hins
vegar frekar undantekning en
regla að svo sé. En þessi regla
um endurgreiðslu á virðis-
aukaskatti er nánast að deyja
út í Evrópu og mörg ár síðan
Norðurlöndin afnámu þetta
sín á milli, nema íslending-
ar," sagði Indriði.
Myndir og texti:
Jón Birgir Pétursson
Nína Björk Árnadóttir.
Sjúkdómurinn ást
Þri&ja ástin
Nína Björk Árnadóttir
l&unn
Misjafnar stéttir, misjafnar
kynhneigðir, misjöfn form ást-
arinnar og misjöfn textaform
eru lögð fyrir lesendur í annarri
skáldsögu Nínu Bjarkar Árna-
dóttur.
Textinn tekur á sig form
framhaldssögu Guðmundar
Ástríðumorðingja í Helgarblað-
inu, þar sem hann rekur sögu
sína til að útskýra ástæður þess
að hann drap Ernu, dagbókar
Ernu og frásagnar af öskuköll-
unum Siddó og Valda sem
finna Ernu sem liðiö lík í upp-
hafskafla bókarinnar. Heildar-
bragur er á textunum, þó hvert
form beri meö sér eigin stíl að
einhverju leyti, enda er Erna
menntuð yfirstéttarkona, Guð-
mundur er vitgrannur, sterk-
legur sjómaður sem sætti illri
meðferð í æsku og Siddó og
Valdi eru einfeldningar. Nína
Björk kann sitt fag og skrifar
texta sem rennur auðveldlega,
þar sem bakgrunnur hennar
sem 1 jóðskáld kemur að góðum
notum. Reyndar hikstar Helg-
arblaöstexti Guðmundar á
stöku stað þar sem hún ofnotar
ýmis talmálsbrigði þannig að
textinn hljómar óeðlilega, jafn-
vel þótt tillit sé tekiö til þess að
þarna er maður aö skrifa sem
kann ekki að skrifa og er þaraf-
leiðandi að koma talmáli á
prent.
Það er margt sem gerist í
þessari annars stuttu sögu og
flest er það tengt því sem við
köllum tilfinningum, geð-
heilsu, ástríðum og ást. Þarna
verða fjölmargir stórviðburðir á
þessu tilfinningasviði, en þrátt
fyrir að mörgum gæti virst
dramatíkin keyra úr hófi fram
ef allir væru þeir taldir hér
saman, þá ganga þeir upp í því
formi sem Nína velur sögunni.
Það er heildarsvipur á stíl,
texta, formi og söguefni.
Eins og ábur sagði eru mis-
jafnar stéttir og misjafnar kyn-
hneigðir lagðar undir í þessari
sögu. Nína etur þarna saman
lágstétt og yfirstétt, sam- og
gagnkynhneigð, en eftir lestur
bókar er raunin sú að líkindin
eru í raun meira áberandi en
BÆKUR
LÓA ALDÍSARDÓTTIR
ólíkindin og ójöfnuðurinn ekki
eins eðlislægur og gengið er út
frá. Yfirstéttarkonan og ösku-
karlarnir eru vissulega misjöfn í
efnalegu tilliti, en sjómaðurinn
og stúlkan hans Sunna búa í
kytru, vegna áfengisdrykkju en
ekki peningaleysis. Einnig virð-
ist gengið út frá því að eðlis-
lægur munur sé á þessu fólki,
sem tilheyrir sitt hverri stétt-
inni, en svo er ekki. Líf Emu er
ekki á nokkurn hátt fyllra en
Siddó og Valda, þó að hún hafi
tónlistina en þeir „bara"
brennivínsflöskuna á föstu-
dagskvöldum, bíóferðina á
laugardagskvöldum, göngu-
ferðir og hvorn annan. Viðhorf
þeirra til ástarinnar er í megin-
atriðum það sama, og það er
meira ab segja Siddó sem skellir
fram kjarna málsins í lok sög-
unnar: „Við höfum meira en
lítið að lifa fyrir, Váldi sæll...
Vib höfum hvor annan." (141)
Sjón lét einhverju sinni hafa
eftir sér í tímaritsviðtali eitt-
hvað á þá leið ab ástin væri að-
eins teboðaorð yfir
greddu/girnd (ekki man ég
hvort orðið hann notaði). Allar
abalpersónur þessarar sögu þrá
ástina, sem er aubvitað mann-
legt og sjálfsagt, en sú ást sem
vaknar í bókinni er, a la Sjón,
ástræn gredda við fyrstu sýn.
Þannig birtist ást Ernu til
Sunnu, ást Valda til sinnar einu
ástar í lífinu og viðhalds"ást"
Ernu. Fullorðinsástin er öll í
þessum dúr, hvort sem hún er
milli konu og karls eða tveggja
kvenna. Ást milli foreldra og
afkvæmis er sömuleiðis fyrirsjá-
anleg, eða skilyrðislaus ást til
þess foreldris sem lætur sér
annt um afkvæmið. Eini
punkturinn sem hefði getað
varpað annarlegu ljósi á for-
eldraástina, þegar Erna tekur
við sæði föður síns og lætur
fjarlægja fóstrið svo lækna
megi sjúkdóm föðurins, er lát-
inn vera þegar upplýsingunum
hefur verið komið til skila. Ekk-
ert er unnið úr þeim tilfinning-
um sem komið gætu í kjölfar
slíkrar fórnar.
Þab var ekkert klént við yfir-
lýsingu Sjónar miðað við stað
og stund, en þegar gægst er inn
fyrir ljósrautt myrkur ástríðn-
anna, sem leggst yfir tebobib í
Þribju ástinni, þá kemst maður
ekki hjá því aö finnast það dá-
lítið klént. Nína Björk kann að
skrifa lipran texta og heildstætt
verk þar sem flest gengur upp
innan heildarinnar, þótt ýmis-
legt yrði absúrd ef það væri rif-
ið úr samhengi, eins og t.d.
samræður Siddó og Valda. Hins
vegar hefur hún ekkert nýtt aö
segja um ástina. Þegar ástin er
grundvöllur, orsök og afleiöing
alls í einni skáldsögu þá hljóta
lesendur að krefjast þess að ein-
hverri óvæntri glætu sé varpaö
á fyrirbrigðið. Svo er ekki. Ástin
sem óviðráðanlegur sjúkdómur
er ekki spennandi fyrirbrigði í
bókmenntum á síðasta áratugi
20. aldar.