Tíminn - 09.12.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.12.1995, Blaðsíða 7
T Laugardagur 9. desember 1995 mti__t.___ 7 flugmanns og konu hans. Hún lærir til flugmanns og um tví- tugt vinnur hún til verðlauna í flugkeppni. Nick er orðinn ást- fanginn af Cassie — en aldurs- munurinn er 18 ár. Leiöir Cassie og Desmonds Williams liggja brátt saman og enda með giftingu þeirra. Nick reynir að koma í veg fyrir hana, enda De- smond þekktur kvennabósi og á víða ástkonur. Hún fer í hnattflug í auglýsingaskyni fyr- ir eiginmanninn, en brotlendir á eyðieyju og finnst aðfram- komin að 6 vikum liðnum. De- smond krefst þess að hún ljúki hnattfluginu — og nú loks verður henni ljóst hvern mann hann hefur að geyma og fær skilnað. Hún fer til Englands og leitar Nick uppi, því með þeim hafði með árunum myndast traust vináttusamband. Bókin er 224 blaösíður og kostar 2.230 krónur. Notkun myndbanda Bókaútgáfan Setberg hefur sent frá sér bókina Allt um myndbandstöku (video) í þýð- ingu Örnólfs Thorlacius. Þetta er ómissandi handbók fyrir alla sem eiga og nota myndbandsvél (video), eftir hinn heimsfræga ljósmyndara John Hedgecoe. Þetta er fyrsta handbókin á íslensku um tækni og leikni í notkun þessara véla. Meðal efn- is í bókinni er: Að velja rétta myndbandsvél. Að ná valdi og tækni við tökuna, svo sem á lá- réttri skiman og lóðréttri hnik- un. Samspil ljóss og skugga. Ýmis tæknibrögð, svo sem til- búinn snjór, reykur og vindur. Vinnsla myndbandsins að töku lokinni. Efni til skýringar eru 800 lit- myndir. Bókin er 256 blaösíöuT og kostar 3.250 krónur. Frásagnir lækna Bókaútgáfan Setberg hefur gefið út bókina „Fimm læknar segja frá". Önundur Björns- son skráði. Fimm þrautreyndir læknar segja frá sjálfum sér, fjölþætt- um skoðunum sínum og læknisferli, en þeir eru: Árni Björnsson, fyrrverandi yfirlæknir lýtalækningadeild- ar Landspítalans og ótvíræður brautryðjandi í sinni sérgrein hér á landi. Hann er hesta- maöur góður og geðríkur fé- lagsmálamaður. Björn Önundarson, fyrrver- andi héraðslæknir og heimil- islæknir í Reykjavík til margra ára og braust úr sárustu fátækt til mennta. Hann segir frá störfum sínum sem héraðs- og heimilislæknir. Hrafnkell Helgason, yfir- læknir á Vífilsstööum, er lit- ríkur maður sem víða hefur farið og margt aðhafst. Hann er öræfafari frá fyrstu tíð og fuglaskoðari. Pétur Pétursson frá Höllu- stöðum, heimilislæknir á Ak- ureyri, er þekktur maður sem lúrir ekki á skoðunum sínum. Þorgeir Gestsson, fyrrver- andi héraðslæknir og heimil- islæknir í Reykjavík, er einn félaganna úr MA- kvartettin- um góðkunna, sem gladdi tónelsk eyru með fögrum söng sínum um áratuga skeið. í bókinni eru 65 myndir og hún er 256 blaðsíður. Bókin kostar 3.250 krónur. ÞEIR BREYTTUISLANDSSOGUNNI Eftir Vilhjálm Hjálmarsson fyrrverandi menntamálaráðherra Metsöluhöfundinum Vilhjálmi Hjálmarssyni er einkar vel lagið að segja frá eins og al- kunna er. Hann nefur nú tékið saman tvo afar athyglisverða þætti um efni sem of lengi hafa l.egio í þagnargildi: Örlagaatburði um miðja öldina. Þegar bjargarleysi vofði yfir og botnlaus ófærð lokaði leiðum gripu vaskir menn tjl nýrra ráða ... Árabátaútgerð vinaþjóðar okkar, Færeyinga, héðan. Færeysku sjómennirnir komu áratugum saman sunnan yfir sæinn og höfðu sumardvöl við einhvern fjörðinn eða víkina... Fróðleg og skemmtileg bók - eins og Vilhjálms er vandi. ÆSKAN - TVEIR ÞÆTTIR AF LANDI OG SJÓ - a-i/a er //ffijw/i fif yááywff- / i miðjum jóia- / innkaupunum er gott að geta sest niður og siappað af i hiýrri og notalegri jóiastemmningu Og hentar vel hvort sem um ,,snöQQan“ hádeýisverð er að rceða eða notalecja kvöldstund með samstarfsfólki fn'nu. Við bjóöum j)ér jóladiskinn okkar, "hlaðinn" af góðgæti sem matreiðsiumeistarar okkar hafa nostrað vió aö útbúa. A jóladiskinum eru margir spennandi réttir ásamt eftirrétt sem kemur á óvart. Leynist í honum mandia? Möndlugjafirnar okkar liggja undir jólatrénu og þar geta heppnir matargestir vaiið sér möndlugjöf. ijmaíUi/mr Pasta Basta Ævintýri í desember! Hún gæti veriö iimvatn... eða vandaður skartgripur. eða Cjlasgow-ferð fyrir 2! Pað er aldrei að vita! I hádegi kr. 890 \ kvölcliii ki l .890 fO rriitrO iosk+j'* í.k* p- eau ae parfum ungfir0 MAPBÍCA IMtoA iUlene JOY FYRIR BÓÐAM RAKSTUR EAU DE TOILETTE B.irnala!a_yers|anirnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.